Morgunblaðið - 08.01.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992
Miklar sveiflur í verð-
bólg’uþróun árið 1991
Meðfylgjandi línurit sýna bi’eytingar á lánskjara- og framfærslu-
vísitölu á árinu 1991, auk spár fyrir næstu tvo mánuði. Mánað-
arlega breytingin er sýnd, auk þriggja mánaða breytingar og
þróunarinnar síðustu 12 mánuði. Eins og sjá má hefur verðbólg-
an verið sveiflukennd á árinu og mánaðarlega breyting vísitaln-
anna sveiflast frá því að vera um og yfir 15% á ársgrundvelli
um mitt árið í það að fara niður fyrir núllið í lok ársins. Þá
er einnig að finna línurit yfir þróun kaupmáttar kauptaxta.
Kaupmátturinn jókst framan af árinu en hefur látið undaan
síga að undanförnu.
Síðustu 3 mánuði
10
Síðasta mánuð
—i....i---1—
N D yj F
'92 spá:
Breytingar á lánskjaravísitölu 1991
Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Breytingar á framfærsluvísitölu 1991
Umreiknað til árshækkunar möað við hækkun vísitölunnar. Spá jan-feb.92
, . , ....... ri.-10
JFMAMJJÁSOND J92 F
3 p á
Síðasta
mánuð
Síðustu 3 mánuði
Kaupmáttur kauptaxta 1991
Ekki er tekið tillit til eingreiðslu í júlí 1991 orlofsgreiðslna og desemberuppbóta.
Þá er ekki tekið tillit láglaunauppbóta. Jan. 1991=100
Nýtt veitinga-
hús opnar í
Pósthússtræti
NÝTT veitingahús, Skóla-
brú, opnar á næstunni í
Pósthússtræti 17, en þar
var m.a. áður til húsa tann-
læknastofa Jóns K. Haf-
stein. Bjarni Marteinsson,
arkitekt, sem áður rak ark-
itektastofu í risi hússins og
eiginkona hans, Guðborg
Kristjánsdóttir, eru eig-
endur að staðnum en þau
leigja reksturinn út. Aætl-
að er að opna staðinn um
næstu helgi.
Að sögn Bjarna hefur mik-
ið verið lagt í endurgerð húss-
ins en hann hannaði sjálfur
allar innréttingar. Bjarni seg-
ir að mikið hafi verið vandað
til endurgerðar hússins og
að reynt hafi verið að halda
því sem mest í eigin mynd.
Þeir, sem annast rekstur
veitingastaðarins eru Karl
Jensson, þjónn, Torfi Axels-
son, matreiðslumeistari, og
Hallgrímur Ólafsson, við-
skipta- og rekstrarráðgjafi.
Auk þess verður Skúli Hans-
en matreiðslumeistari staðar-
ins ásamt Torfa.
Karl Jensson segir að
stefnt sé að hafa staðinn í
fínni kantinum, en þó verði
hann að dæma sig sjálfur og
að stefnt sé að því að stilla
verði í hóf.
Seltjarnarnes
Einbýlishús - raðhús
óskast til leigu
Sterkur aðili óskar eftir einbýlishúsi
eða raðhúsi til leigu á Seltjarnarnesi
eða vestast í vesturbænum
til 1 —2ja ára.
Gulltryggar greiðslur.
Leiguupphæð samningsatriði.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl.
merkt: „F-13762“
Bresk kona leitar ís-
lensks hálfbróður
BRESK kona, Anne Shirley
Booth-Simonsen, er stödd hér
á landi í leit að hálfbróður sín-
um. Faðir hennar, Harry Lunt,
gegndi herþjónustu í British
Royal Marines á fyrri hluta
stríðsáranna, en ekki er nánar
Ijóst hvar né hvenær. Hann
eignaðist son með íslenskri
konu á meðan hann dvaldi hér
á landi. Anne og systkini henn-
ar eru sex talsins, tveir bræður
og fjórar systur, og búa þau öll
í Bretlandi utan ein systir sem
býr í Bandaríkjunum.
Anne Shirley lýsti í samtali við
Morgunblaðið yfir innilegum
áhuga systkinanna á að hafa sam-
band við hálfbróður sinn, en einu
fregnirnar af tilvist hans sem fjöl-
skyldunni hafa borist, er bréf sem
móðir hans sendi barnsföður sín-
um til Bretlands þegar barn þeirra
fæddist. Heimilisfang Harry
Lunts var 4. Park Avenue, Wins-
ford Chesire, England. Anne biður
alla þá, sem geta veitt einhverjar
upplýsingar um hálfbróður sinn,
að hafa samband við sig.
Anne og eiginmaður hennar
komu sjóleiðina hingað til lands
um helgina, en eiginmaður Anne,
Allan Kenneth Booth-Simonsen,
er skipstjóri á skipinu „Tuvana“.
Þau halda heimleiðis í dag.
Heimilisfang -Anne er:
Mrs. Anne Shirley Booth-
Simonsen
4 Acorn Close, Orchard Rise,
Anne Shirley Booth-Simonsen.
Winsford Chesire CW7 3AU
England
Sími 9044 606 558776
Fax 9044 606 554907
JðftÖ «9 KAftATI
SPORT
MORKINNI 8, AUSTAST v/SUÐURLANDSBRAUT, SIMI 679400
UÓSMYNDADEILD
„SALA MYNDA"
Aöalstrœti 6, sími 691150
101 Reykjavík
Myndir sem birtast í Morgunblaðinu,
teknar af Ijósmyndurum blaösins
fóst keyptar, hvort sem er
til einkanota eöa birtingar.
fltagiitt*
í Kaupmannahöfit
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG A RÁOHÚSTORGI