Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 18

Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 W&Bt Filippseyjar: Imelda Marcos í for setaframboð Talið að hún geti náð langt verði hún val- in frambjóðandi Nacionalistaflokksins Manila. Reuter. IMELDA Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, tilkynnti í gær, að hún ætlaði að bjóða sig fram í forsetakosningunum, sem verða í maí í vor. Fyrir sex árum var hún rekin í útlegð ásamt manni sínum, Ferdinand heitnum Marcos, en eftir heim- komuna hafa henni verið birtar margar ákærur um spillingu og fjárdrátt. Imelda tilkynnir, að hún ætli að bjóða sig fram í forsetakosningunum í maí. 80 ákærur um spillingu og fjárdrátt á þeim tíma, sem hún var forsetafrú. Reuter Henni hafa verið birtar Imelda las upp tilkynninguna á fundi í Manila, höfuðborginni, með um 1.000 stuðningsmönnum sín- um og sagði, að þörf væri fyrir einhvern, sem gæti hjálpað þjóð- inni upp úr eymd og volæði. „Ég vil sigra til að lina þjáningar fólks- ins,“ sagði hún og kvaðst stefna að því að verða í framboði fyrir helsta stjórnarandstöðuflokkinn, Vestræn matvælaaðstoð til Rússlands: Ríkisstjórn Bretlands frestar frekari nautakjötssendingum Fyrstu vélar Atlantshafsbandalagsins fljúga til Moskvu með mjólkurduft Moskvu, London, Brussel. Reuter. BRESKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að fresta frekari nautakjöts- sendingum til Rússiands. Alls var fyrirhugað að senda tvö þúsund tonn og átti kjötið að vera hluti af framlagi Breta til neyðaraðstoð- ar handa Rússum. Erfiðlega hefur gengið að sannfæra rússnesk stjórnvöld um að það sé ekki sýkt af „kýræði“ og flaug yfirdýralækn- ir Bretlands til Moskvu á mánudag til viðræðna í kjölfar þess að fyrstu 118 tonnunum af nautakjöti sem send voru var hafnað um helgina. Bretar eru Rússum mjög reiðir vegna þessa máls og krafðist æsi- fréttablaðið Daily Star þess í gær að engar frekari matarsendingar færu til Rússlands. Þúsundir Breta hefðu ekki efni á að neyta kjöts og yrðu þeir eflaust himinlifandi yfir að fá ókeypis hádegismat. Lynda Chalker, ráðherra þróun- araðstoðar í bresku ríkisstjórninni, heldur til Pétursborgar á fimmtu- dag til viðræðna við rússneska embættismenn um hvernig best sé að dreifa breskri matvælaaðstoð. Bandaríkin: Harðnar í ári hjá grænfriðungum Félagsmönnum hefur fækkað og tekjur minnkað vegna efnahagssamdráttar SAMTÖK grænfriðunga í Bandaríkjunum eiga í erfiðleikum um þessar mundir, ekki þó vegna þess sérstaklega, að almenningsálitið hafi snúist gegn þeim, heldur vegna samdráttarins í efnahagslífinu. Á slíkurn tímum er fólk ekki útausandi á fé og það hefur komið illa við öll samtök, sem eingöngu treysta á frjáls framlög. Var ný- lega sagt frá þessu í bandaríska tímaritinu National Journal. Á ljárlagaárinu, sem lauk 31. uppsagnir bætast við uppsagnir 25 mars á síðasta ári, voru tekjur bandarískra grænfriðunga um 30 milljónir dollara eða tæplega 1,7 milljarðar ÍSK. en áætlað er, að þær verði 25-27 millj. dollara eða 1,4-1,5 milljarðar kr. á yfirstand- andi fjárlagaári. Við það bætist svo, að á síðasta ári fækkaði félög- um í samtökunum um meira en 200.000 eða úr rúmiega tveimur milljónum í 1,8 miiljónir. Er það í fyrsta sinn, að félögunum fækkar í 20 ára sögu samtakanna. Við þessu ætla grænfriðungar að bregðast með því að fækka starfsmönnunum um 25 en þeir eru alls 235 í Bandaríkjunum. Verður niðurskurðurinn vafalaust mestur í höfuðstöðvunum í Washington þar sem 120 manns starfa en auk þess eru skrifstofur í Chjcago, New York og San Francisco. Þessar annarra í fyrra. Á liðnu ári var tölublöðum tíma- ritsins Greenpeace fækkað úr sex í fjögur og nú er verið að ræða um að hætta að senda það félögunum endurgjaldslaust en selja það held- ur í blaðasölum. Þess í stað verður félagsmönnum sent fréttabréf. Grænfriðungar eru ekki einu umhverfisvemdarsamtökin, sem hafa orðið að herða að sér mittisól- ina. Svo er einnig með Wilderness Society og National Wildlife Feder- ation í Washington og Sierra Club í San Francisco. „Þetta er svo sem auðskiljan- legt,“ segir Ben Beach, talsmaður Wilderness Society. „Þegar að kreppir og fólk er jafnvel atvinnu- laust en þarf þó að sjá fyrir sér og sínum er það ekkert að gefa til samtaka eins og okkar.“ Talsmaður hennar sagði að auk kjötsendinganna yrði rætt um fyrir- hugaða sendingu á korni að and- virði 20 milljóna punda. Fyrstu tveir skipsfarmarnir af korni, alls 20 þúsund tonn, eru þegar komnir til Pétursborgar og hafa engin vand- kvæði komið upp við dreifingu á þeim. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins sagðist í gær ekki geta staðfest fregnir í þýskum fjölmiðlum á mánudag um að miklu magni af þýskri neyðaraðstoð hefði verið stolið og selt á svörtum mark- aði. Hann sagði tuttugu embættis- menn á vegum bandalagsins auk sérfræðinga úr einkageiranum fylgjast með dreifingu vestrænnar aðstoðar í Moskvu og Pétursborg. ' Tvær flutningavélar á vegum Atlantshafsbandalagsins héldu í gær frá Köln til Moskvu með 54 tonn af mjólkurdufti sem Evrópu- bandalagið hafði gefið. NATO tók í síðasta mánuði ákvörðun um að aðstoða við skipulag á loftflutning- um til Moskvu og er þetta í fyrsta skipti í sögu bandalagsins sem það tekur þátt í hjálparstarfi. Þá hafa talsmenn NATO lýst því yfír að til greina komi að senda sveitir til Rússlands til að aðstoða við dreif- ingu á aðstoðinni. Nacionalista-fiokkinn. Ferdinand Marcos og Imelda, kona hans, ríktu á Filippseyjum í 20 ár og þótti valdatími þeirra einkennast af spillingu og gifur- legri auðsöfnun þeirra hjónanna. Þau hrökkluðust frá 1986 en þrátt fyrir góðan vilja hefur Corazon Aquino, núverandi forseti, litlu fengið áorkað. Enn sem fyrr eru völdin og þjóðarauðurinn að mestu í höndum fárra ætta. Með tilliti til ríkidæmis Marcosfjölskyldunn- ar er því vel hugsanlegt, að Imelda geti náð langt í forsetakosningun- um, það er að segja ef hún verður valinn frambjóðandi en hún er ekki ein um þá hituna í Naciona- lista-flokknum. Andstæðingur Marcosfjölskyld- unnar, öldungadeildarþingmaður- inn Rene Saguisag, fagnaði í gær ákvörðun Imeldu og sagði, að nú hefðu Filippseyingar fengið tæki- færi til að „vísa henni endanlega á dyr“. Reuter Israelskur hermaður stjakar við palestínskri konu, sem tók þátt í mótmælum gegn brottrekstri Palestínumannanna 12. ísraelsstjórn ætl- ar að reka þá úr landi hvað sem líður samþykktum Sameinuðu þjóðanna. •• / Oryggisráð SÞ fordæmir Israela: Arabar boða aftur þátt- töku í friðarviðræðunum Nikósíu, Jerúsalem. Rcuter. PLO, Frelsissamtök Palestínumanna, hafa fagnað ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna frá í fyrrakvöld en þá samþykkti það með öllum greiddum atkvæðum, þar á meðal Bandaríkjamanna, að for- dæma ákvörðun Israela um að reka 12 Palestínumenn frá hernumdu svæðunum. Sagði talsmaður samtakanna, að með samþykktinni hefði viðræðunum um frið í Miðausturlöndum verið bjargað. ísraelsstjórn ætlar að láta samþykktina sem vind um eyru þjótá. „Öryggisráðið hefur bjargað frið- Líbanir að taka aftur þátt í viðræð- arviðræðunum og við erum þakklát- ir þeim ríkjum, sem að samþykkt- inrii stóðu," sagði Ahmed Abderra- hman, talsmaður PLO í Túnis, og í gær var þess vænst, að Yasser Arafat, formaður samtakanna, skipaði palestínsku fulltrúunum að fara til Washington. Sýrlendingar, Líbanir og Jórdanir frestuðu einnig för sinni vestur en í gær ákváðu unum og búist er við, að svo verði með .hina. Yossi Ben-Aharon, aðstoðarmað- ur Yitzhaks Shamirs, forsætisráð- hprra Israels, og helsti samninga- maður ísraela í friðarviðræðunum, sakaði í gær Bandaríkjastjóm um að hafa beygt sig fyrir kröfum araba til að tryggja áframhald við- ræðnanna. Á hernumdu svæðunum eru herdómstólar enn að fjalla um mál Palestínumannanna 12, sem á að reka úr landi, en Ehud Gol, tals- maður Sharnirs, sagði, að ekki yrði hvikað frá brottrekstrinum. Frá því uppreisn Paiestínumanna á hernumdu svæðunum hófst fyrir fjórpm árum hafa ísraelar rekið 66 Palestínumenn burt. í ályktun ör- yggisráðsins er það fordæmt sem brot á alþjóðalögum og Bandaríkja- stjórn hefur lagt á það áherslu við ísraela, að gerist einhverjir Palest- ínumenn brotlegir eigi að efna til réttarhalda yfir þeim og fangelsa ef ástæða er til en alls ekki að reka þá frá sínu eigin landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.