Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 20

Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 21 JHttgtmMafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Framsóknarflokk- urinn og fortíðin Iforystugrein Tímans í gær er mótmælt þeim sjónarmið- um, sem sett voru fram í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag, að Framsóknarflokk- urinn eigi sér vafasama fortíð" í samskiptum við hin kommúnísku einræðisöfl í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Vegna þessara mótmæla málgagns Framsókn- arflokksins er ástæða til að fara um þetta fleiri orðum og þá jafn- framt um hlut Tímans í þessari sögu. Framsóknarflokkurinn tók vissulega fullan þátt í aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu og flokkurinn tók einnig þátt í gerð varnarsamningsins við Bandaríkin 1951. Hins vegar er það söguleg staðreynd, að um leið og það hentaði stundarhags- munum flokksins sneri hann við blaðinu. Aðeins 5 árum eftir gerð varnarsamningsins við Banda- ríkin, myndaði Framsóknar- flokkurinn ríkisstjórn með aðild Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags, sem þá var kosningabanda- lag Sósíalistaflokks og Mál- fundafélags jafnaðarmanna. Það var yfirlýst stefnumið þessarar ríkisstjórnar, að segja upp varn- arsamningnum við Bandaríkin, enda þótt ófriðarhætta í heimin- um væri alls ekki liðin hjá eins og átti eftir að koma rækilega í ljós. Það var Alþýðuflokkurinn en ekki Framsóknarflokkurinn, sem gekk fram fyrir skjöldu í þeirri ríkisstjórn til þess að koma í veg fyrir, að þessi áform yrðu að veruleika. Astæðan fyrir þessari breyttu afstöðu Framsóknar- flokksins var einfaldlega sú, að flokkurinn var að keppa við Al- þýðubandalagið um ákveðið lausafylgi á vinstri væng stjórn- málanna og taldi nauðsynlegt að taka upp andstöðu við varnarlið- ið til þess að tryggja sér fylgi þeirra kjósendahópa. Framsókn- arflokkurinn var á þeim tíma reiðubúinn að fóma grundyallar- atriði í utanríkisstefnu íslend- inga til þess að sjá borgið ákveðnum pólitískum hagsmun- um heima fyrir. Á viðreisnarárunum fór ekki á milli mála, að þessi vinstri sókn Framsóknarflokksins jókst stöð- ugt, enda lagði Aiþýðubandalag- ið stóraukna áherzlu á að afla fylgis á landsbyggðinni og á þeim árum styrktist landsbyggðar- armur þess flokks mjög. A þess- um árum og á áttunda áratugn- um urðu náin samskipti ýmissa forystumanna Framsóknar- flokksins við einræðisríkin í Austur-Evrópu mjög áberandi. Þeir voru reglulegir gestir kommúnista í Austur-Þýzka- landi. Þeim var vel fagnað í Sov- étríkjunum og þeir tóku upp und- arlegt samband við Búlgaríu. Samhliða lagði Samband ísl. samvinnufélaga mikla áherzlu á viðskipti við Sovétríkin. Sovétmenn settu upp fyrir- bæri, sem nefnt var Novosti- fréttastofan. Þessi „fréttastofa" sinnti ekki fyrst og fremst frétta- öflun heldur var um að ræða áróðurs- og njósnastofnun fyrir Sovétríkin, sem gat sett upp skrifstofur víða um heifn, m.a. hér á Islandi, undir því yfirskini, að um fréttastofu væri að ræða, þótt aðalmarkmiðið með starf- seminni væri áróður, undirróður og njósnastarfsemi. Fulltrúar Novosti lögðu mikla áherzlu á að koma áróðursefni frá Sovét- ríkjunum inn í íslenzka fjölmiðla. Þeim var vísað á dyr, þegar þeir komu á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins. Þeim var hins vegar ekki vísað á dyr á ritstjórnarskrifstofum Tímans. Þvert á móti var þeim tekið opnum örmum. Tíminn var um langt árabil einn helzti vett- vangur fyrir margvíslegt efni, sem þessi áróðurs- og njósna- stofnun kom á framfæri, í því skyni að breyta ímynd Sovétríkj- anna í augum íslenzks almenn- ings. Þessum gælum Framsóknar- manna og Tímans við einræðis- öflín í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu var haldið áfram fram á síðustu ár. Á árinu 1971 mynd- aði Framsóknarflokkurinn enn vinstri stjórn, sem hafði það á stefnuskrá sinni að segja upp varnarsamningnum við Banda- ríkin. Þar var enn um það að ræða, að forystumenn Fram- sóknarflokksins voru tilbúnir til að skrifa undir slíka stefnuyfir- lýsingu. Hins vegar skal ítrekað það, sem að var vikið í Reykjavík- urbréfi sl. sunnudag, að þeir gáfu jafnframt til kynna, að þeim væri ekki full alvara. En það kom þó fyrst og fremst í hlut ráð- herra Samtaka fijálslyndra og vinstri manna á þeim tíma, að hafa uppi sterkt andóf gegn þessum áformum innan ríkis- stjórnarinnar. Tíminn segir í forystugrein í gær: „Framsóknarmenn geta horft kinnroðalaust um öxl í ut- anríkismálum.“ Því miður er það ekki svo. Þeir eiga sér fortíð í þeim efnum sem þeir geta ekki verið stoltir af. Þeir voru á ör- lagatímum tilbúnir til að fórna miklu fyrir pólitíska stundar- hagsmuni. Þetta eru sögulegar staðreyndir, sem Framsóknar- menn geta ekki með nokkru móti hlaupið frá. Ævar Petersen fuglafræðingur: Stórauknar skotveiðar ganga nærri fuglalífi UNDANFARIN ár hefur skotveiðimönnum fjölgað stórlega á landinu og þeir eru vel vopnum búnir, ef marka má fjölda skráðra skot- vopna. Nú er svo komið að fuglafriðunarmenn hafa orðið áhyggjur af þessari fjölgun og stóraukinni fuglaveiði, að því er fram kom í samtali við Ævar Petersen fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Is- lands í gær. Rætt var við Ævar í framhaldi af frétt í blaðinu í gær um veiðimenn, sem voru á ferð í Ölfusi um síðustu helgi, og skotið höfðu gulendur, sem eru algerlega friðaðar. Ævar upplýsti að nú væru 20 þúsund skotveiðimenn með byssuleyfi í landinu og byssur á skrá væru um 40 þúsund. Þá teldu menn að fleiri byssur væru til í landinu, sem ekki væru á skrá. Ævar Petersen sagði að fugla- vemdunarmenn hefðu þungar áhyggjur af að þó ísland hefði verið aðili að alþjóðlegum fuglaverndurn- arsáttmála síðan 1956, sem fæli í sér að takmarka hálfsjálvirkar byss- ur, er tækju fleiri en þrjú skot, væru hér margar byssur, sem tækju fímm skot eða fleiri. Einnig væri hér að finna svokailaðar pumpur. „Meðal fuglaverndunarmanna er uggur yfir hve margir hafa byssuleyfi, því eins og alltaf, þegar hópur er orðinn stór, þá era einhverjir byssumanna, sem ekki ættu að koma nálægt skotvopn- um. Meirihluti skotveiðimanna sem fara á veiðar, vita oft ekkert hvað þeir eru að skjóta á. Gulöndin er til dæmis ein þeirra tegunda, sem hafa verið friðaðar í áratugi. Eigendum laxveiðiáa er mörgum hverjum í nöp við hana, því þeir álíta öndina ganga á seiðin í ánum.“ Veiðimenn skrái það sem þeir veiða Er hægt að sjá að auknar veiðar undanfarin ár hafi haft áhrif á fugla- llfið? „Við vitum í raun lítið um það. Nú er hins vegar ætlunin að reyna að taka á því. í nýendurskoðuðu frumvarpi um fuglafriðun og fugla- veiðar, sem vonandi verður afgreitt á Alþingi í vetur, er ákvæði um að veiðimenn verði að skrá hvað þeir veiða, eins og tíðkast í öllum vest- rænúm löndum. Þá er hægt að sjá hve mikið veiðist og hver áhrifin eru. Þetta eftirlit er ekki komið á, það kostar peninga. Með tilkomu umhverfisráðuneyt- isins hafa borist boð um þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum um fugla- veiðar. I því sambandi hafa komið tveir spurningalistar um hve margir veiðimenn stundi fuglaveiðar hér, hve margir veiddu endur og svo framvegis. Um allt þetta liggja engar upplýsingar fyrir og það er hálf ankannalegt að svo skuli vera, nú þegar umhverfisráðuneyti hefur ver- ið komið á fót. í áðumefndu frumvarpi um fugla- veiðar og fuglafriðun, er tekið fyrir það að þeir sem fái byssuleyfi, fái sjálfkrafa veiðileyfi. Hluti þeirra, sem sækja um byssuleyfi, hafa fyrst og fremst áhuga á 'að skjóta í mark og því er engin ástæða til að þeir fái veiðileyfi um leið. Hugmyndin er að selja veiðikort handa þeim, sem vilja stunda veiðar. Veiðikortasalan gæti þá fjármagnað rannsóknir á áhrifum veiða á fuglastofna," sagði Ævar. Rjúpnaveiðimenn farnir að nota þyrlur „Ef litið er á einstaka stofna, þá má benda á að fyrir norðan hefur þótt ástæða til að stofna Rjúpnavina- félagið. Hvað ijúpuna snertir þá höfðu fuglafræðingar engar áhyggj- ur af viðgangi hennar þar til fyrir nokkrum árum. Nú hefur veiðimönn- um stórfjölgað, vopnum sömuleiðis og þeir eru svo vélvæddir að landið allt er opið fyrir veiðimönnum árið um kring. Þeir ráða yfir stórum jepp- urn, snjósleðum og íjórhjólum. í fyrra fréttist jafnvel af þyrluferðum veiði- manna upp á hálendið. í þijátíu ára gömlum lögum segir reyndar að ekki megi skjóta úr farartækjum, en það er vitað að vélsleðar og önnur ámóta farartæki eru oft notuð við veiðar. Það er lögreglunnar að fylgja þessu eftir, en ekkert er gert. í sambandi við fjárlagagerð í haust kom upp sú hugmynd að setja skatt á þessa stóru bíla, en það voru nógu margir, sem þrýstu á til að hindra slíkan skatt, svo úr þessu varð ekki. Margir eiga svona bíla að gamni sínu, þá er byss- an oft með og síðan er farið um svæði utan allrar löggæslu." Votlendissvæði eru fuglalífi mikil- væg. Hvernig er ásigkomulag þeirra hérlendis? „Mjög misjafnt." Á síðastliðinni hálfri öld hefur stærstur hluti vot- lendissvæða á láglendi verið ræstur fram. Það furðulega er að framræsl- an hefur haldið áfram, löngu eftir að landbúnaður fór að dragast saman og þetta skil ég ekki. Ég var fjarska ánægður að heyra umhverfismála- ráðherra nefna að á þessu þyrfti að taka. Það er brýnt, því framræslan hefur breytt fuglalífi í landinu.“ Framræslu þarf að stöðva „ísland er ekki vel sett með_ vot- lendissvæði, miðað við Evrópu. í iðn- aðarlöndunum í nágrenni okkar eru stór svæði óspillt votlendi. Þar hefur framræslan ekki verið stunduð að sama kappi, og hér. Evrópuþjóðir hafa snúið þróuninni við. Þegar sótt hefur verið að landsvæðum, sem eru lífríkinu mikilvæg, hefur sú ásókn verið stöðvuð og leitast við_ að koma náttúrunni í samt horf. ísland er, ásamt mörgum löndum, aðili að Ramsar-sáttmálanum, sem er alþjóð- legur og kenndur við borg í Iran. Samkvæmt honum skuldbinda aðild- arríkin ^sig til að friðlýsa eitt lands- svæði. ísland setti Mývatn og Laxár- svæðið á lista á sínum tíma og síðan hefur Þjórsárveri verið bætt við. ís- lensku svæðin eru að vísu víðfeðm, en við þurfum að gera miklu betur, því önnur lönd eru hvert um sig með Ævar Petersen tugi svæða á þessum lista. Mörg svæði hér hafa alþjóðlega þýðingu vegna íjölbreytts anda- og vaðfugla- lífs. Ég hef orðið var við að margir misskilja orðið „friðun" og halda að þar með verði svæði lokað fyrir allri umferð. Friðun og vernd felur ekki endilega í sér að ekki megi stunda landbúnað eða veiðar, heldur einung- is að svæðið, nýting þess og um- gengni um það verði undir eftirliti, og enginn einn landeigandi geti ákveðið framtíð svæðisins. Það eru mismunandi reglur um friðlýst svæði, en aðalatriðið er að í friðun felst skuldbinding um að ekki verði geng- ið á svæðið og lífríki þess.“ Hvaða svæði finnst þér koma til greina að friðlýsa? „Ölfusforir eru tvímælalaust ofar- lega á blaði. Þær eru eitt þýðingar- me'sta votlendissvæði landsins, eink- um á veturna. Þarna er auðugt fugla- líf, meðal annars er þar samankom- inn’stór hópur urtanda og gráhegra, eins og Einar Þorleifsson og Jóhann Óli Hilmarsson gerðu góða úttekt á í síðasta hefti tímaritsins Áfanga. Af öðrum svæðum má nefna að í Vestur-Skaftafellssýslu er fallegt votlendissvæði að vetrarlagi og söm- uleiðis í Öxarfirði. Ágangur skotveið- imanna gerir verndun þessara svæða mjög biýna,“ sagði Ævar Petersen að lokum. Gulendur eins og þær sem Einar Þorleifsson tók af veiðimanni í Ölfusi um helgina. Frá því máli var sagt í Morgunblaðinu í gær. Kaupmaður í Feneyjum 1974. Róbert Arnfinnsson sem Sælokk. Helgi Hálfdanarson: Shakespeare sýndur Nú um jólin sýndi ríkissjónvarpið kvikmynd sem gerð er eftir leikriti Shakespeares, Kaupmanni íFeneyj- um. Ilún er úr flokki sams konar mynda, sem brezka sjónvarpið hef- ur látið gera eftir Shakespeares- leikritum og íslenzka sjónvarpið hefur fengið til afnota. Nú þegar hafa nokkrar þeirra verið sýndar hér, og er ætlunin að þær komi allar á skjáinn smám saman fram- vegis. Myndir þessar eru mjög góður fengur, þó að vitaskuld séu þær svo '*> misjafnar að gildi sem leikritin sjálf, og hafi auk þess að líkindum tekizt misjafnlega vel. Það sem af er hafa þær flestar verið einstaklega góðar að mati þess sem hér rausar, leikur oft frábær, leikstjórn með ágætum, og umgjörð öll sem bezt við hæfi. Þarna hafa forustumenn á sviði brezkrar leikhúsmenningar verið að verki, enda framar öllu leitazt við að sýna verkum meistarans fullan trúnað og þá virðingu sem þeim ber. Myndin Kaupmaður í Feneyjum, sem nú var sýnd, hygg ég að sé á margan hátt prýðilegt verk, þar sem var hvert hlutverkið öðru betur leik- ið, og Warren Mitchell fór á kostum sem gyðingurinn Sælokk. Þar er við að fást eina af þeim persónum Shakespeares sem valdið hafa hvað mestum vangaveltum fyrr og síðar, enda býður hann upp á óendanlega fjölbreyttan frumleik í túlkun og leikstjórn án þess í neinu þurfi að snúa út úr fyrir höfundinum. En slíkt hefur viljað við brenna, þegar takmarkað ímyndunarafl hefur þurft að ’grípa til frekjunnar svo hægt sé að láta að sér kveða. Reyndar hefur sagt verið, að varla sé hægt að afskræma leikrit eftir Shakespeare svo hraklega, að ekki standi samt eftir verk sem margur geti látið sér vel líka, ekki sízt ef kynni áhorfandans af Shake- speare eru í naumara lagi. Þetta er reyndar alkunna. Vafasamt er að nokkur höfundur hafi sætt voveiflegri öriögum á leik- sviði en William Shakespeare hefur stundum orðið að þola. Þá er einaft á ferðinni sú hégómlega árátta sumra leikstjóra að líma sem gleggst vörumerki sjálfra sín á verkið, svo ekki sé um að villast, að þeirra eigin snilligáfa bjargi hlut- unum. í því skyni er jafnvel grípið til bellibragða sem ganga í berhögg vil sjálft eðli verksins. Texti er skor- inn niður samkvæmt annarlegum þörfum, gangi mála raskað ófyr- irsynju, persónur skrumskældar eða strikaðar út, og ýmiss konar héra- leg uppátæki höfð í frammi. Styttingar á texta Shakespeares virðast oft við hafðar til þess eins að þóknast þeim sem „þarf gaman- vísu eða klámsögu, annars sofnar hann“, svo notuð séu orð Hamlets um Póloníus, sem vildi stytta leik- atriði. Jafnvel hefur heyrzt sú rök- semd fyrir styttingu, að Shake- speare leiki sér að þarflausu orða- glysi og noti óþarflega mörg orð þar sem miklu færri gætu dugað! Sannleikurinn er sá, að leikrit eftir Shakespeare er sjaldan hægt að stytta að ráði á annan veg en þann, að skera burt það sem þar er einna vilhjálmslegast að finna, sem sé reka Shakespeare sjálfan út úr verki sínu. Því hvað sem taut- ar verður efnisþráður að hafa sinn framgang. Þá getur farið svo, að fátt standi eftir annað en gömul þjóðsaga eða lítils verður reyfari, sem Villi karlinn hirti frá einhveij- um klaufa og lék sér við að breyta í listaverk með sínu „þarflausa orðaglysi". Fyrir kemur, að leikstjórar sjá sér leik á borði að hringla með tíma- setningu verksins. Þar þykjast þeir hafa fijálsar hendur að rázka með atvik og persónur eftir sínum frum- Ieik. Stundum þykirgustuk að flytja verkið úr ímynduðum torkennileik sextándu aldar fram í kunnuglegra umhverfi líðandi stundar, því áhorf- endum sé fyrirmunað að skilja verk- ið að öðrum kosti! Árangurinn af þvílíkum kúnstum er oftar en ekki afkáralegur bastarður, svo sem liggur í hlutarins eðli. Þau verk Shakespeares, sem eru rómantísk- ari en sjálf rómantíkin síðar varð, þola sízt af öllu að lenda í hjákát- legu daðri við nútímann, enda þar með svipt þeirri mikilvægu dímen- sjón sem þá er einmitt fólgin í for- tíðinni. Það vill einatt koma á dag- inn, að ekki er heiglum hent að endurbæta gamla segg. Shakespeare hefur einatt verið kallaður allra skálda mestur nú- tímahöfundur. Það hefur vakið að- dáun ekki litla hve fagurlega hann skírskotar til samtímans á hverri tíð, og það þvi fremur sem minna er við honum hróflað. Þess vegna hafa verk hans öðrum verkum frem- ut' verið kölluð sígild. Þetta virðast flestir skilja betur en þeir leikstjór- ar, sem telja sig þurfa að beita út- smognu hugviti sínu til að koma snilli hans á framfæri við nútíma- fólk, sé henni þá ekki spillt á annan hátt eða úthýst að meira eða minna leyti. Komið hafa á fjalir Shake- speares-sýnihgar, sem reynt hefur verið að hefja til skýjanna fyrir svo kallaða „dirfsku", tilburði sem ekki eru annað en kauðaleg ósvífni og smekklaust dekur við lágkúruna, ef ekki annað verra. Hvað sem öðru líður, er leikhús- mönnum hollt að minnast orða Hamlets, þegar hann varar leikar- ana við því sem hann kveðst hafa hrósað, og það óspart, og kunni að vekja hlátur hinna fávísu, en geti aðeins angrað skynbæra menn. Það skal tekið fram, að í engu sem hér hefur sagt verið, hef ég haft í huga Shakespeares-sýningu þá sem Þjóðleikhúfeið hefur á sviði um þessar mundir. Þann leik hef ég ekki séð, og get því ekkert um hann sagt. En að lokum vil ég þakka sjón- varpinu fyrir ágæta sýningu á Kaupmanni í Feneyjum. Gott er að eiga fleiri slíkar í vændum. Skýrsla borgarendurskoðunar til Sljórnar veitustofnana: Gagnlegar ábendingar um styrkari boðleiðir • • - segir Markús Om Antonsson borgarstjóri SKYRSLU boi'garendui'skoðunar uin úttekt á stjórnsýslu og fjárhag Hitaveitu Reykjavíkur, var vísað til meðferðár í Stjórn veitustofnana á fundi borgarráðs í gær. Markús Örn Antonsson borgarstjóri, sagðir að í skýrslunni komi margt gagnlegt fram sem tekið verður til um- fjöllunar í því skyni að styrkja boðleiðir milli Hitaveitnnnar, Stjórnar veitustofnana, borgarráðs og borgarstjóra. Boi'garstjóri sagði, að skýrslan snérist fyrst og fremst um stjórn- sýsluleg atriði, samskipti Stjórnar veitustofnana og yfirstjórnar Hita- veitunnar svo og tengsl þessara að- ila út í borgarkerfið. Samskipti við borgarráð og yfirstjórn borgarmál- efna allt til borgarstjórnar. „Það eru ýmsar þarfar ábendingar sem þarna koma fram eins og formaður Stjórn- ar veitustofnana tók fram í umræð- unum í borgarstjórn í síðustu viku,“ sagði Markús. „Stjórnin mun fjalla um þessar ábendingar í vikunni og væntanlega komast að niðustöðu sem kynntar verða borgarráði. Það hefur komið fram að Ilitaveitan hef- ur verið með til meðferðar tillögu að nýju skipuriti fyrir fyrirtækið og það verður vafalaust skoðað á ný í ljósi þeirra ábendinga sem koma fram í þessari skýrslu. Varðandi fjár- hag Hitaveitunnar þá vil ég ítreka að í skýrslunni kom fram að hann er mjög traustur og óþarfí að hafa unyþað fleii'i orð.“ Á fundinum voru lagðar fram bókanir vegna málsins frá Sigrúnu Magnúsdóttur, sem jafnframt vísaði til bókunar í borgarstjórn 2. janúar, Kristínu Á. Ólafsdóttur og Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra. í bókun Sigrúnar Magnúsdóttur, er spurt um hvað líði breytingartil- lögu borgarstjóra við tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að sett verði ný samþykkt fyrir borgarendurskoðun. I breyitngartillögunni er gert ráð fyrir að borgarráð vlsi til athugunar borgarritara, borgarhagfræðings og framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar hvernig efla megi almennt stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg, stofnunum og fyr- irtækjum borgarinnar. Fjallað verði sérstaklega um hvort ástæða sé til að breyta samþykkt um endurskoð- unardeild borgarinnar. Ennfremur, „í athugun sem af samþykkt þessarar tillögu leiðir verði kannað með hvaða öðrum hætti stjórnsýsluathuganir eða úttektir gæti borið að. Stefnt verði að því að ljúka athuguninni fyrir næstkom- andi áramót. Spurt er, hvað líði þess- ari athugun? Er ekki einnig rétt að ræða, „Tillögu að stefnumótun Hita- veitu Reykjavíkur", sem Rekstrar- stofan hefur gert fyrir hitaveituna, í samhengi við skýrslu borgarendur- skoðunar?" í bókun Kristínar Á. ólafsdóttur, segir að í skýrslu borgarendurskoð- unar hafi enginn verið fundinn ábyrgur fyrir „Perluhneykslinú“. Þar komi ekki fram hverjir hafi tekið ákvarðanir sem leiddu til þess að framkvæmd sem kosta átti 230 millj- ónir tók til sín 600 milljónir. Slíkt hækkun bijóti í bága við sveitar- stjórnarlög, þar sem kjörnir fulltrúar hafi ekki samþykkt þessa breytingu á samþykktri fjárhagsáætlun. Stað- hæft sé að yfirstjórn framkvæmd- anna hafi farið úrskeiðis en draga megi þá ályktun að leitað hafi verið til fyri-verandi borgarstjóra um ákvarðanir vegna framkvæmdanna. Þá segir að ákvarðanir um að auka framkvæmdafé um 300 til 400 millj- ónir liafi hvorki verið teknar í Stjórn veitustofnana né í borgarráði. „I ljósi þessa sætir það furðu sem fyrrver- andi borgarstjóri upplýsti á síðasta fundi borgarstjórnar, að hann hafi einskis verið spurður við vinnslu fyr- irliggjandi skýrslu.“ Ábendingar um nauðsyn á gagn- gerri betrumbót á stjórnun Ilitaveitu Reykjavíkur séu þarfar. „Hafi það hins vegar verið ætlunin að komast til botns í Perluhneykslinu með skoð- un borgarendurskoðunar er þessi vinna marklaus hvað þann þátt varð- ar. Enn er grundvaUarspurningum ósvarað, spurningum sem Nýr vett- vangur setti fram í tillögu um sér- staka rannsóknarnefnd sem sjálf- stæðismenn höfnuðu. Augljóst virð- ist að viljann skortir til þess að sýna hvar ábyrgð á Perluhnéykslinu raun- verulega liggur." I bókun borgarstjóra segir að, „Uppgjör vegna framkvæmda við Perluna var ekki viðfangsefni borga- rendurskoðunar með þessari skýrslu- gerð eins og skýrt kemur fram af erindisbréfi mínu til borgarendur- skoðanda hinn 17. september s.l. Reikningar vegna Perlunnar voru ræddir ítarlega á nokkrum fundum borgarráðs á s.l. sumri og eru ekki á dagskrá nú. Ástæða er hins vegar til að undir- strika að enginn tók ákvarðanir um að breyta kostnaðaráætlunum Perl- unnar til hækkunar framhjá stjórn veitustofnana eða borgarráði og þannig að brotið væri í bága við sveitarstjórnarlög eins og K.Á.Ó. lætur liggja að I bókun sinni. Slíkum áburði er eindregið vísað á bug.“ Enginn kannast við samtök- in sem hótuðu Jóni Baldvin ÞAÐ VIRÐIST vera með öllu óljóst hver eða liverjir stóðu á bak við upphringingu þá sem íslensku ræðismannsskrifstofunni í Berlín barst skönnnu fyrir áramót þar sem utanríkisráðherra íslands, Jóni Baldvin Hannibalssyni, var sagt að „lífshættulegt“ væri að hafa afskipti af innanríkismálum Júgóslavíu. Maðurinn sem hringdi kynnti sig sem fulltrúa Vaterlándische Front og hafa verið leiddar að því getur að hann kunni annaðhvort að hafa verið fulltrúi einhverra serbneskra samtaka eða þá einfaldlega einstakl- ingur að gera símaat. Eru símtöl af þessu tagi til stjórnarskrifstofa mjög algeng á meginlandi Evrópu og oft- ast lítil alvara á bak við þau. Sérfræðingar í þessum málum sem Morgunblaðið ræddi við hjá Tan/'ug-fréttastofunni í Belgrad í Serbíu og Hyna-fréttastofunni í Zagreb í Króatíu sögðust ekki kann- ast við nein samtök er bæru nafnið Vaterlándische Front eða nokkuð annað áþekkt nafn. Aftur á móti sögðu viðmælendur hjá Hyna að al- gengt væri að serbnesk öfgasamtök notuðu „bara eitthvert" nafn þegar þeir væru með hótanir af þessu tagi. Þannig hefði háttsettum stjórnmála- mönnum í Þýskalandi, Austurríki og á Italíu verið hótað símleiðis fyrir um mánuði af aðilum sem kenndu sig við „Svörtu höndina“, en þau samtök voru við lýði í á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Forsaga „Svörtu handarinnar“ er að ungur serbneskur yfirmaður í hernum, Dragutin Dimitrijevic, stofnaði í kringum aldamótin ásamt nokkrum starfsbræðrum sínum þjóð- ernissinnuð samtök sem kölluðu sig Ukendinjenje ili Smrt. Notuðu sam- tökin ýmis tákn, þar á meðal haus- kúpu, eiturbikar, blóði drifínn hníf og svarta hönd. Var hugmyndin að hendinni fengin að láni frá Ítalíu en þar hafði þetta tákn verið notað svo öldum skipti af ýmsum glæpahópum. Árið 1903 myrtu Dimitrijevic og stuðningsmenn hans Alexander fyrsta, konung Serbíu, og Draga drottningu af ótta við að þau hygð- ust gera bandalag við Austurríkis- mcnn. I kjölfar þess urðu samtök Dim- itrijevic þau öflugustu í Serbíu og tóku formlega upp nafnið „Svarta höndin“ eða Narodna Odbrana. Dim- itrijevic öðlaðist frama í leyniþjón- ustu nýja konungsins og frömdu samtök hans fjölda hryðjuverka víðs vegar um Evrópu. Meðal annars stóð Dimtrijevic á bak við morðið á Franz Ferdinand, erkihertoga Austurríkis, og eiginkonu hans í Sarajevo í Bos- níu árið 1914. Sá atburður varð kveikjan að heimsstyijöldinni fyrri - fjórum vikum síðar. Leiðtogum Serb- íu var nú farinn að standa nokkur stuggur af „Svörtu hendinni" og töldu samtökin vera farin að ógna þeim sjálfum. Árið 1916 voru haldin leynileg réttarhöld yfír Dimitrijevic og félögum og þeir teknir af lífi í kjölfar þeirra. Þar með lauk i’erli „Svörtu handarinnar" endanlega í ' Serbíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.