Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 29

Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 29 Baldvin Þ. Krístjáns son - Kveðjuorð Fæddur 9. apríl 1910 Dáinn 3. nóvember 1991 Það er talin náðargjöf að njóta langra lífdaga við góða heilsu, en þeirri náðargjöf fylgir sú lífsreynsla að sjá á bak mörgum kærum vinum og ástvinum. Sú staðreynd kom í huga minn er ég var staddur utan lands og frétti lát míns elskulega vinar, Baldvins Þ. Kristjánssonar. Baldvin fæddist á Stað í Aðalvík 9. apríl 1910, en fluttist með foreld- rum sínum, Kristjáni Egilssyni og Halldóru Finnbjömsdóttur, til Hnífs- dals. Hann missti föður sinn ungur og ólst upp hjá Ásgeiri Guðbjarts- syni, útgerðarmanni í Hnífsdal, litla, fallega byggðarlaginu við Djúp sem skilað hefur þjóðinni fjölda lands- kunnra framtaks- og atorkumanna. Hann stundaði þaðan sjómennsku er hann hafði aldur til. Árið 1928 var ég staddur á ísafirði sem verðandi skipstjóri á ísfirskum vélbát. Þar sem útgerðar- maðurinn var úti í Hnífsdal þurfti ég að kaupa margt til bátsins. Sök- um ókunnugleika spurði ég ungan mann er ég hitti hvar sú verslun væri er ég átti að skipta við. Þessi ungi maður var Baldvin Þ. Kristjáns- son. Hann tók innilega í hönd mína og kynnti sig. Hann gaf mér upp símanúmer sitt og sagði: „Hvenær sem er máttu hringja til mín og skal ég greiða götu þína því hér þekki ég flesta.“ Hann yfirgaf félaga sína og fylgdi mér á staðinn. Það stirndi lífskraftur frá þessum unga manni og sú góðvild sem fylgdi orð- um hans hefur mér ekki fallið úr minni. Þetta voru okkar fyrstu kynni. Frá þeim tíma hefur vinátta okkar haldist, nú í 63 ár. Framan af var ýmist langt eða stutt milli funda okkar, síðar urðu kynnin nánari við sameiginleg félagsstörf. Baldvin átti stóran þátt í stofnun og hinni hröðu mótun Landsambands íslenskra út- vegsmanna. Hann ferðaðist um land allt og hélt fundi meðal útvegs- rnanna á hveijum stað. Gaf síðan skýrslur á fundum Landsambands- ins og flutti þá margar snjallar ræð- ur við almenna hrifningu vegna hins mikla árangurs sem hann náði. Baldvin var um langt árabil fé- lagsmálafulltrúi Sambands íslenskra samvinnufélaga og síðar erindreki Samvinnutrygginga. Á þeim vett- vangi lá leið okkar aftur saman og er mér kunnugt um það mikla starf og þrekvirki er hann innti að hendi til heilla fyrir þau samtök og hafa Samvinnutryggingar alla tíð búið að hans starfí. Baldvin var sem starfsmaður Samvinnutrygginga einn aðalhvata- maður og stofnandi Klúbbanna ör- uggur akstur er mynduðu bylgju er barst um allt land til slysavarna. Enginn getur giskað á hvað sú hreyfing hefur bjargað mörgum frá örkumlum eða dauða. Þeir sem starfa í þeim samtökum hafa unnið að mestu eða öllu leyti í sjálfboða- vinnu. Þeir ágætu menn hafa tileink- að sér verksvið hins miskunnsama Samverja. Hinn geislandi áhugi og gleðiblandni kærleiksylur er frá hon- um streymdi við slysavarnastörfin er flestum ógleymanlegur er með honum unnu að þeim málefnum. Baldvin var mikill félagshyggju- maður. Hann fylgdi hveiju máli fast eftir þar til sigur vannst. Hann var bráðgreindur, flugmælskur, hvas- syrtur þá er hann taldi með þurfa, jafnt við æðstu menn þjóðfélags sem aðra. Hann varð þjóðkunnur fyrir þann mikla eldmóð er hann sýndi í hveiju því máli er hann beitti sér fyrir. Nú er það hjarta sem öllum vildi liðsinna til góðs hætt að slá. Sú sál er stjórnaði góðs manns líkama lang- an ævidag er flogin að heiman frá jarðvist, heim til síns uppruna að kærleikshafi eilífðarinnar. Þar trúi ég að sálnanna bíði þroskabrautir til fullkomleikans. Baldvin Þ. Krist- jánsson var einn af hinum fáu lýs- andi gimsteinum mannhafsins. Ég votta eiginkonu, ástvinum og vinum einlæga samúð. Karvel Ögmundsson Kveðja: Halldór G. Ragnarsson Það var okkur mikið áfall er við fréttum að Dóri félagi okkar væri dáinn. Það sem áður var svo fjar- lægt hafði nú gerst. Einn af okkar bestu kunningjum var nú horfinn á braut. Við kynntumst Dóra og vinum hans í Hólabrekkuskóla og fengum þar fyrst að kynnast því hve góður drengur hann var. Hann var bekkj- arfélagi tveggja okkar og leik- félagi okkar allra. Hann fór í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og þeir vinirnir stofnuðu Gleðifélagið Met- alíu. Þetta félag var eins konar vinafélag okkar og áttum við með þeim félögum margar gleðistundir. Dóri var aldrei mjög áberandi. Hann var rólegur og yfirvegaður og okkur fannst oft eins og hann væri eldri en vinir hans. Hann var mjög þroskaður og skynsamur strákur og virkaði þannig á okkur Leiðréttíng Blaðið hefur verið beðið um að birta eftirfarandi leiðréttingu á minningargrein um Salbjörgu Jó- hannsdóttur, sem birtist í blaðinu 4. janúar. I greininni stóð: Faðir Salbjarg- ar dó árið 1897 er hún var aðeins ellefu mánaða. Þá fluttist hún með móður sinni að Beijadalsá og þar elst hún upp. Þar kynnist hún er fram liðu stundir tilvonandi eigin- manni sínum, Ingvari Ásgeirs- syni... En á að vera: Faðir Salbjargar dó árið 1897 er hún var aðeins ellefu mánaða. Þá fluttist hún með móður sinni að Beijadalsá og er þar uns móðir hennar deyr árið 1907 og móðuramma hennar, Sal- björg Guðmundsdóttir frá Hamri við Djúp, tekur hana að sér. Þar elst hún upp og kynnist er fram liðu stundir eiginmanni sínum, Ingvari Ásgeirssyni, f. 15. ágúst 1886 frá Kambi í Reykhólasveit. Greinarhöfundur biður aðstand- endur velvirðingar á mistökunum að hann væri í ábyrgðarstöðu í því sem þeir vinirnir tóku sér fyr- ir hendur. Hann var mjög skemmt- ilegur og átti auðvelt með að segja frá á skemmtilegan hátt. Dóri var án alls vafa drengur góður. Það er á svona stundum sem okkur finnst eins og við getum ekkert gert. Dóri vinur okkar er farinn og hann kemur aldrei aft- ur. Okkur langaði mikið til að minnast hans í þessum örfáu orð- um. Foreldrum hans, bræðrum, unn- ustu, vinum okkar í Metalíu og öllum öðrum sem þekktu Dóra vottum við okkar dýpstu samúð. Við munum aldrei gleyma Dóra. Blessuð sé minning hans. Spilafélagið Máni: Rúnar Freyr, Sigurður Kári, Pétur Hafliði, Gísli Marteinn, Ólafur Örn og Viðar Þór. t Eiginmaður minn, HELGIÓLAFSSON fasteignasali, Flókagötu 1, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hallgrimskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Einarsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR HJARTARSON, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 10. janúarkl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á hjúkr- unarheimilið Skjól. Ingibjörg Hjartardóttir, Björn Jóhannsson, Unnur Hjartardóttir, Steindór Hjörleifsson, Hjörtur Örn Hjartarson, Hrefna Hrólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Bestu þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og samúð við fall og útför INGIGERÐAR JÓHANNSDÓTTUR á Hamarsheiði. Aðstandend Kveðjuorð: Karl Þórðarson Mig langar að minnast í fáum orðum frænda míns hans Kalla. Ég veit að af nógu er að taka en ég ætla ekki að skrifa æviferil hans hérna, heldur þakka honum fyrir hversu hjálpsamur hann hefur alltaf verið við okkur öll á Innri-Múia. Hann var alltaf reiðubúinn til að greiða götu okkar þegar leiðin lá suður til Reykjavíkur og veit ég að við eigum öll eftir að sakna þess að geta ekki heimsótt Kalla þegar við komum til Reykjavíkur í fram- tíðinni. Fyrsta minningin mín sem teng- ist Kalla er frá því er hann, Rósa heitin fyrri konan hans og Hafdís dóttir þeirra, voru að koma vestur á sumrin. Ég man hvað tilhlökkun- in var mikil þegar fréttist af því að þau væru á leiðinni. Þegar ég fór að vera í skóla í Reykjavík lá leiðin stundum út á Seltjarnarnes til Kalla og seinni konunnar hans, Helgu, er lést fyrr í vetur og var þá alltaf tekið vel á móti mér. Kalli var barngóður og man ég eftir að þegar Hanna Stína, dóttir mín, var um eins árs þá komum við í heimsókn til þeirra Kalla og Helgu og var þá tekin mynd af honum + Kveðjuathöfn um elskulega fósturmóður mína, INGIBJÖRGU JÓHANNSDÓTTUR, Funafold 28, Reykjavík, áður Másstöðum, Vatnsdal, verður i Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 15.00. Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aettingja, Anna Bjarnadóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, BENJAMÍNS MARKÚSSONAR frá Ystugörðum. Arndís Þorsteinsdóttir og börn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, sonar og bróður, SIGURGEIRS J. ÖGMUNDSSONAR rafeindavirkjameistara, Stakkholti 3, Reykjavík. Ólafur F. Sigurgeirsson, Guðrún H. Sigurgeirsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Ásta Ögmundsdóttir, Jón Sigurðsson, Bergþóra Ögmundsdóttir, Ingvar Ágústsson, systrabörn og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR GUÐBJARGAR KRISTMUNDSDÓTTUR, Hörðalandi 24, Reykjavík. Gunnar Finnbogason, Pálmi Gunnarsson, Álfheiður Gisladóttir, Finnbogi Reynir Gunnarsson, Þórdfs Egilsdóttir, Kristín G. Gunnarsdóttir, Skúli K. Gislason, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR frá Norðfirði, Kóngsbakka 3, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 3. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30. Dagný Jónsdóttir, PéturVatnar, Stefán Jónsson, Guðný Helgadóttir, Guðný Hafbjörg Jónsdóttir, Ásta Björk Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. með Hönnu Stínu og lítið ömmu- barn Helgu á sitt hvoru hnénu, þá var hann nú ánægður. Að lokum vil ég votta Hafdísi og ijölskyldu hennar svo og öðrum aðstandendum samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Sigga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.