Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 31

Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 31 Margrét Thatcher ÞAKKLÆTI Kúvætar heiðra Margréti Thatcher Kúvætar heiðruðu nýverið Margréti Thatcher, sem var forsætisráðherra Bretlands er Irakar gerðu innrás sína í landið á dögunum. Thatcher var mjög ötul í og studdi Kúvæta með ráðum og dáðum, en Bretar sendu mikið herlið sem tók virkan þátt í Flóa- bardaganum. Nokkrir Bretar féllu í stríðinu sem reyndist þó vera leikur kattarins að músinni er til kastana kom. Thatcher fór til Kúvæt til að veita viðtöku heiðursnafnbót og heiðursdoktorstign við stjórnmála- deild Háskólans í Kúvæt. Er Thatcher meðtók þakklæti Kú- væta, sagði rektor skólans, Rasha A1 Sabah í ræðustúf, að „skýr rödd Thatchers hafi gefið Kúvæt- um mikla von að hörmungunum myndi senn linna“, eins og hann komst að orði. STYTTA Reagan var heiðraður Ameðfylgj- andi ^mynd má sjá Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkja- forstea með „Doolittle-stytt- uná“ sem stofn- un ein í Banda- ríkjunum, „Hudson“- stofnunin veitir árlega einstakl- ingi sem lagt hefur ríkulega til varnar- og öryggismála í Bandaríkjun- um. Styttan er kennd við þekktan banda- rískan hers- höfðingja, Ja- mes F. Doo- little, sem auk þess að vera farsæll hers- höfðingi, á nokkur met skráð í flugsögu Bandaríkjanna. Reagan sagðist vera djúpt snortinn er hann veitti styttunni viðtöku, einnig að hann væri þakklát- ur fyrir þennan virðingarvott sem sér væri sýndur. .2 50.000, 2 2 4 vinningar á kr. 250.000. 266 vinningar á kr. 375.0 0 0-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.