Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 35

Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 35 Happaþrenna Hughes Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Svikahrappurinn — „Curly Sue“ Leikstjóri, handritshöf- undur og framleiðandi John Hughes. Tónlist George Delerue. Aðal- leikendur James Belushi, Kelly Lynch, Alisan Porter, John Getz. Bandarísk. Warner Bros 1991. Enn erum við stödd í Chicago undir leiðsögn Johns Hughes. Og ferðafé- lagarnir með ólíkindum. Belushi leikur landshorna- flakkara sem hefur gengið telpuhnokka (Porter) í föð- ur stað og er hún orðin níu ára þegar hér er komið sögu. Þeim hefur tekist að hafa svona nokkurnveginn í sig og á með næsta au- virðilegum en meinlausum prettum. En svo er það einn gráan vetrardag þarna norður í rokrassin- um að hjólin fara að snú- ast feðgininum í hag. Þau koma nefnilega með birtu og yl inn í líf nýjasta fómarlambs þeirra, kulda- legs og harðsoðins lög- fræðings (Lynch). Persónurnar eru vægast sagt ótrúlegar við fyrstu sýn; flækingarnir,' bragða- refurinn og götustelpan annars vegar og kvenkost- urinn mikli, hinn vellauð- ugi, veraldarvani og glæsti lögfræðingur hinsvegar. En Hughes kann sitt af hveiju til að fínpússa Happaþrennan John Belushi, Alisan Porter og Kelly Lynch í Svikahrappnum, nýjasta fjölskylduævintýri Johns Hughes. kringumstæður sem þess- ar. Telpuhnátan er að sjálf- sögðu engilfögur og úti- gangsmaðurinn, karl faðir hennar, þarf enga galdra til að breytast í film- stjörnu; sjampóslettu, sápulús og nokkrar vatns- fötur. Persónurnar og bak- grunnur þeirra er svo fjar- stæðukenndar að Svika- hrappurínn kemst aldrei í umtalsverða nálægð. Hún sver sig í ætt við þær fant- asíur sem hvað vinsælastar urðu á tímum kreppunnar miklu, þegar hungruðum og fatalitlum almenning dreymdi daglangt óhugs- andi kraftaverk sem þessi og Hollywood framleiddi á báða bóga. En vitaskuld er ætlun Hughes — eins og allra annarra framleiðenda — að hitta í mark, komast að hjörtum áhorfenda svo langar biðraðir myndist við miðasölurnar. En hér vant- ar, sem svo oft áður í myndum hans, örlítið raunsæi og lágt stemmdari tilfinningasemi. En mein- ingin er góð og kemst að vissu leyyti til skila á sinn „Hughes-lega“ hátt, eins og hugarfarsbreyting lög- mannsins sem uppgötvar að það er ekki allt fengið með íburði og allsnægtum. Útlitið er óaðfinnanlegt, sérstaklega eru sviðin smekkleg og sláandi — eins og íbúð lögmannsins. Leikurinn er upp og ofan. Belushi rjátlar létt í gegn- um hlutverk sem þessi, Porter er prýðisgóð en Lynch því daprari. Það væri óskandi að við fengj- um að sjá hana í þeirri rómuðu Drugstore Cowboy. John Getz rétt bregður fyrir sem sambýl- ismaður Lynch, þessi prýð- isleikari hefur ekki fengið ærlegt hlutverk síðan í fyrstu mynd Coen-bræðra, Blood Simple. Viðbyggingin við félagsheimilið á Lýsuhóli. Snæfellsnes: Morgunblaðið/Þráinn Bjamason Nýtt skólahúsnæði tekið í notkun Iilíðarholti, Staðarsveit. ÞANN 20. des. sl. fór fram formleg vígsla nýs skóla- húsnæðis á Lýsuhóli á Snæfellsnesi um leið og skólabörnin héldu litlu jól- in hátíðleg. Grunnskóli Staðarsveitar hefur verið starfræktur í fé- lagsheimilinu á Lýsuhóli frá ársbyijun 1969. Á þeim tíma þótti það mikil framför að skólinn tæki til starfa í svo rúmgóðu húsnæði. Því var þó ekki að leyna að nokkuð skorti á að aðstaða væri við- unandi, aðallega hvað varð- aði sérgeymslur fyrir skóla- gögn og aðstöðu fyrir kenn- ara. Nokkuð er því síðan að farið var að ræða um að þörf væri á að byggja við félagsheimilið sérstakt kennsluhúsnæði. Það var svo snemma árs 1990 að undirbúningur að þeim framkvæmdum var svo langt komið undir forystu þáverandi oddvita, Kristínar Thorlacius, svo og skóia- stjórans, Guðmundar Sig- urmonssonar, að almennur hreppsfundur var haldinn og þar samþykkt að helja þá strax um vorið framkvæmdir við bygginguna. Vilyrði hafði þá fengist fyrir því að jöfnun- arsjóður sveitarfélaga legði fram 50% byggingarkostn- aðar. Oddvitaskipti urðu í hreppnum þetta vor og tók Stefán Þórðarson á Ölkeldu þá við því starfi. Hefur hann síðan haft alla umsjón með framkvæmdum. Yfirsmiður við bygginguna var ráðinn Haukur Þórðarson. Fyrstu famkvæmdir hófust i júní- mánuði 1990 og var lokið við að steypa sökkla og gólf- plötu það sumar. Á sl. vori var hafíst handa um að steypa veggi hússins og var það orðið fokhelt á miðju sumari. í framhaldi af því hófst vinna innan húss og gat skólahald í nýbygging- unni hafíst í vetrarbyijun. í þessari byggingu sem er á einni hæð eru þijár kennslustofur ásamt geymsl- um fyrir skólagögn svo og hreinlætisherbergi. Þá er gert ráð fyrir lítiili húsvarð- aríbúð í austurenda hússins en sá hluti er ekki frágeng- inn að innan. Þessi framkvæmd hefur gengið að öllu leyti einstak- lega fljótt og vel og er til sóma þeim er að hafa unnið. Heildarkostnaður nú er um 17 millj. kr. þar af hefur jöfnunarsjóður sveitarfélaga þegar greitt um 5 millj. kr. Vígsluathöfnin hófst með því að nemendur skólans fluttu leikþætti á sviði fé- lagsheimilisins undir stjórn kennaranna, en þeir eru Guð- mundur Sigurmonsson skól- astjóri, Kristín Thorlacíus og Una Jóhannesdóttir. Að því loknu var gengið inn nýja skólahúsnæðið þar sem sóknarpresturinn, séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðarstað, hafði helgistund og vígði bygginguna. Eftir það voru bornar fram veit- ingar fyrir samkomugesti sem munu hafa verið nær 100 talsins. Undir borðum fóru fram ræðuhöld. Stefán Þórðarson oddviti lýsti byggingunni og gangi framkvæmda. Guð- mundur Sigurmonsson skól- astjóri rakti sögu skólahalds í Staðarsveit og Snorri Þor- steinsson fræðsiustjóri á Vesturlandi lýsti ánægju með alla þessa framkvæmd og árnaði skólanum allra heilla svo og fleiri er til máls tóku. Af þessu tilefni hafa skó- lanum borist ýmsar gjafir, þar á meðal peningagjafir til kaupa á húsgögnum í kennslustofu frá Kvenfélag- inu Sigurvon, Ungmennafé- lagi Staðarsveitar og Búnað- arfélagi Breiðavíkurhrepps. Nemendur Lýsuhólsskóla eru nú 24 úr Staðarsveit og Breiðavíkurhreppi og fer skólabíll daglega. - Þ.B. C23 19000 •GfáafiðringtnnA JOQO^taHamVr^ FJÖRKÁLFAR UVMKl. STEHN wu.r \ CRYiSTAL HliUNO KIHBY . V k Aldeilis frábær gamanmynd í hæsta gæðaflokki, sem fær þig til að engjast um öll gólf. Þegar við segjum grín, þá meinum við gríííín. Billy Crystal og félagar komu öllum á óvart í Banda- ríkjunum í sumar og fékk myndin gríðarlega aðsókn; hvorki meira né minna en 7.800.000.000 kr. komu í kassann. • Komdu þér í jólaskapið með því að sjá þessa mynd. ★ ★ ★ A.I. MBL. Aðalhlutverk: Billy Crystal, Daniel Stern, Bruno Kirby, Helen Slater, Jack Palange. Sýnd kl. 4.30, 6.45,9 og 11.15. FUGLASTRÍÐIÐ ÍLUMBRUSKÓGI Ómótstæðileg teiknimynd með íslensku tali, full af spennu, alúð og skcmmtilegheitum. Óli- ver og Ólafía eru munaðarlaus vegna þess að Hroði, fuglinn ógurlegi, át foreldra þeirra. Þau ákveða að reyna að safna liði í skóginum til að lumbra á Hroða. ATH. ÍSLENSK TALSETNING Sýnd kl. 5 og 7. Miðaverð kr. 500. HEIÐUR FÖÐUR MÍNS ★ ★ ★ S.V. MBL. Sýnd kl. 7, 9og 11. UNGIR HARÐJAXLAR ★ ★ ★ I.Ö.V. DV. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. HNOTUBRJÓTS- PRINSINN Sýnd kl. 5. Miðaverð kr. 300. LAUNRÁÐ (HIDDEN AGENDA) Sýnd kl. 5 og 7. OCARMELA ★ ★ ★ H.K. DV. Sýnd kl. 9 og 11. < i HOMOFABER Sýndkl. 5,7,9 og 11. Miklaholtskirkju gefnir ljóskastarar Borg í Miklaholtshreppi. MIKLAHOLTSKIRKJU hefur borist vegleg gjöf. Barnabörn Kristínar Þorleifsdóttur og Jóns sáluga Gunnarssonar, fyrrum bónda á Þverá í Eyjahreppi, færðu Miklaholtskirkju að gjöf fjóra ljóskastara tií þess að hafa í kirkjugarðinum til lýsingar á stórhátíð- um. Það er góður siður að geta lýst upp grafreit um stórhátíðar — jól og áramót. Ljóskastarar þessir lýsa mjög vel upp allan grafreit- inn og kirkjuna. Það er góður hugur sem býr bak við þessa höfðing- legu gjöf. Guð blessi góða gefendur. - Páll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.