Morgunblaðið - 08.01.1992, Síða 39

Morgunblaðið - 08.01.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 39 JUDO BJARNIÁ. Friðriksson, júdókappi og íþróttamaður ársins 1990, sem sleit krossbönd í hægra hné í lok apríl á síðasta ári og hefur þvíverið frá keppni ítæplega níu mánuði, er allur að koma til. Hann gerir ráð fyrir að taka þátt í afmælismóti Júdósambands- ins um miðjan mánuðinn og hefja síðan þátttöku í alþjóðlegum mótum á ný um miðjan febrúar með Ólympíuleikana í Barcelona íhuga. Aðspurður um hvaða áhrif þessi langa fjarvera frá keppni hefði á framhaldið sagði Bjarni að hvídlin væri ágæt sem slík, en slæmt væri að detta úr sambandi við mótin. „Aður var ávallt stutt á milli móta, en ég er ekki lengur heitur og það er erfiðast að komast af stað aftur.“ Hann bætti við að hann væri jafnvel hræddur á æfingum, sem væri annaðhvort sálræns eðlis eða vegna þess að hann teldi sig ekki vera búinn að ná sér nema hvort tveggja væri. „Uppbyggingin hefur samt öll verið samkvæmt ráð- leggingum byggðum á faglegum grunni og því byija ég hægt en markvisst. Mistök geta þýtt tvo til þrjá mánuði aftur á bak og við slíku má ég ekki.“ Bjarni sagðist fara í æfingabúðir til Frakklands um mánaðarmótin °g fylgjast þá með Opna franska meistaramótinu sem áhorfandi „til ípfémR FOLK B GISLI Jón Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs KR í kvennaknattspyrnu. Hann tek- ur við af Örnu Steinsen, sem þjálf- aði og lék með liðinu í fyrra. Gísli Jón þjálfaði yngri flokka KR um árabil, og hefur einnig þjálfað meistaraflokk karla hjá Gróttu. ■ RÚNAR Krisíinsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, leikur áfram með KR næsta sumar. Ekk- ert verður úr því að hann fari til Stuttgart í Þýskalandi, og þá hefur norska liðið Brann boðið honum að koma, en Rúnar hafði ekki áhuga á því. _ I RÚMENAR ætla að senda 26 keppendur á Vetrarólympíuleik- ana í Albertville og hafa þeir aldr- ei sent svo stóran hóp á vetrar- leika. Lia Manoliu, formaður rúm- ensku ólympíunefndarinnar, sagði að þeir myndu vera með keppendur í öllum greinum nema íshokkí. Rúmenar hafa aðeins einu sinni náð að komast á verðlaunapall og var það í Grenoble 1968 er þeir unnu bronsverðlaun í tveggja manna bobsleðakeppninni. ■ PAT Casli hefur gert samning við þýskt félag og keppir fyrir það á tímabilinu. Ástralíumaðurinn, sem er 26 ára, sigraði á Wimbledon- mótinu í tennis 1987, en er nú fall- inn í 115. sæti á heimslistanum. ■ CARL Lewis, frjálsíþróttamað- ur, var kjörinn íþróttamaður ársins 1991 hjá ólympíunefnd Bandaríkj- anna. Nefndin kaus Kim Zmcskal, fimleikastjörnu, íþróttakonu sama árs. ■ HENNING Henningsson, landsliðsmaður í körfuknattleik úr Haukum, tognaði illa á ökkla í leik gegn Val um sl. helgi og verður hann frá keppni um tíma. ■ WOLVES hefur boðið Aston Villa 150.000 pund í varnarmann- inn Derek Mountfield, sem verið hefur í láni hjá Úlfunum í tvo mán- uði. að upplifa stemmninguna og finna andrúmsloftið," eins og hann orðaði það. „Ég legg ekki í að byija á svo sterku móti, því of mikið er í húfi.“ 15. febrúar hefst sterkt mót í Danmörku, sem er haldið annað hvert ár, og þar ætlar hann að reyna að veija titilinn. Það verður þá fyrsta erlenda mótið í tæpt ár, en Bjarni sagðist aðeins verða með ef hann treysti sér 100% til þess. Helg- ina eftir verður Opna skoska meist- aramótið. Þar á Bjarni einnig titil að veija og hefur hann sett stefn- una á það. Síðan tekur hvert mótið við af öðru, en hápunkturinn verður á Ólympíuleikunum í Barcelona. OL-LEIKAR 170 þjóðir senda lið til Barcelona Metþátttaka verður á Ólympíuleikunum í Barc- elona í haust, en 170 þjóðir hafa þegið boð alþjóða ólympíunefnd- arinnar um að senda lið. Það er tíu þjóðum meira en á síðustu leikum, í Seoul 1988. Fi-estur til að svara boði al- þjóða nefndarinnar var upphaf- lega til 25. nóvember, en þá voru þónokkrar þjóðir sem ekki höfðu svarað. Fresturinn var því framlengdur til áramóta, en ólympíunefndir nokkurra þjóða svöruðu þrátt fyrir það ekki. Það er því ljóst að keppendur frá t.d. Afghanistan, Brunei, Haiti, Panama og Sómalíu verða ekki með á leikunum — en frá síðast- nefnda landinu er m.a. hlaupar- inn kunni Abdi Bile. KNATTSPYRNA Bjarni Á. Friðriksson. Hlynur Stefánsson. Hlynur hætlur vid aðfara til Brann Er að kanna annað tilboð Hlynur Stefánsson, landsliðsmaður frá Vestmannaeyjum, fer ekki til Noregs nú í janúar til að æfa með Brann eins og stóð til. „Mér þótti boðið frá Brann ekki nægilega spennandi," sagði Hlynur, sem hefur fengið annað boð erlendis frá. „Ég vil ekki segja frá hvað félagið það er, enda málið á viðkvæmu stigi. Það muri skýrast mjög fljótlega hvort ég fari út eða verð áfram hér í Vestmannaeyjum," sagði Hlynur Stefánsson í stuttu spjalli við Morg- unblaðið í gær. Bjami er í vidbragðs- stöðu KNATTSPYRNA Höttur og Magni leika aukaleik Búið er að setja á aukaleik Hattar og Magna um sæti ÍK í 3. deild, með þeim fyrirvara að ÍK hætti, en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir áramót. Magni var I næst neðsta sæti í 3. deild sl. keppnistímabil, en Höttur í þriðja sæti í úrslitakeppn- inni í 4. deild. Leikur liðanna á að fara fram á gervi- grasvellinum í Reykjavík eða Kópavogi 9. mars. Liðin verða að leika með þá leikmenn, sem léku með liðunum í fyrra. Þetta er gert vegna nýju félags- skiptareglunnar, en nú tekur aðeins sjö daga fyrir_ leikmenn að verða löglegir með liðum eftir félags- skipti. Eitt mark í sekt fyrir hvert gramm: Eyjólfur vigtaður fyrir íslandsferð Það er ekki alltaf tek- ið út með sældinni að vera atvinnumaður í knattspyrnu f Þýska- landi - ekki einu sinni um jólin. Leikinenn Stuttgart fengu það veganesti með sér heim í jólafríið frá þjálfaran- um að þeir yi'ðu sektaðir um eitt mark á hvert gramm sem þeir þyngd- ust; rúmar 36 krónur fyrir grammið á gengi gærdagsins. Eyjólfur Sverrisson, leikmaður Stuttgart, sem var hér á landi um jólin, sagði í samtali við Morgunblaðið að allir leikmenn liðsins hafi verið vigtaðir fyrir fyrstu æfinguna eftir áramótin. „Menn héldu greinilega í við sig því við sluppum allir við sekt,“ sagði Eyjólfur. Stuttgart tók þátt í innanhússmóti í knatt- spymu í Stuttgart um helgina, en gekk ekki vel gerði eitt jafntefli og SKÍÐI tapaði þremur leikjum. Eyjólfur lék með liðinu. „Við tókuin þetta mót ekki alvarlega, aðeins sem létta æfingu,“ sagði hann. Danska liðið Bröndby sigi-að í mótinu og lið Sigurðar Grétars- sonar, Grasshoppers, varð í 4. sæti eftir tap gegn Köln um 3. sætið. Stuttgart heldur í æf- ingabúðir til Tyrklands 14. janúar og verður þar í 10 daga. KHstinn fékk 10O. þúsund kr. styrk Iframhaldi af góðum árangri Kristins Björnsson- ar, skíðamanns frá Ólafsfirði, á skíðamótum er- lendis að undanfömu, ákvað Sparisjóður Ólafsfjarð- ar í gær að veita honum 100 þúsund krónur í styrk. Kristinn, sem er 19 ára, hefur sýnt miklar fram- farir og hefur sannað að hann er okkar fremsti alpa- greinamaður í dag. Hann hefur verið í skíðamennta- skóla í Geilo í Noregi síðustu tvö árin og notið þar handleiðslu góðra skíðaþjálfara og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Það verður spennandi að fyigjast með honum á Ólympíuleikunum í Albertville í næsta mánuði. Ásta í ellefta sæti ÆT Asta Halldórsdóttir frá ísafirði varð í 11. sæti í svigi á alþjóðlegu stigamóti í Austurríki í gær. Harpa Hauksdóttir, Akureyri, keppti einnig í mótinu en fór útúr brautinni í fyrri umferð. Ásta var sjö sekúndum á eftir fyrsta keppanda. Alls voru 120 keppendur sem tóku þátt í mótinu, en aðeins 30 náðu að komast klakklaust í gegnum báðar umferðirnar. HANDKNATTLEIKUR Kæru ÍBV vísað frá Dómstóll Handknattleikssambands íslands hefur vísað kæru ÍBV í sambandi við leik Eyja- manna gegn Fram frá, en Eyjamenn kærðu þar sem þeir sögðu að dómarar leiksins hafi ekki látið Fram- ara taka aukakast á þeim stað, sem brotð var á leikmanni Fram. Framarar skoruðu sigunnark leiks- ins úr aukakastinu. Dómstóllinn taldi það ekki hlut- verk sitt að dæma leiki eftir á. *-\

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.