Morgunblaðið - 18.01.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 18.01.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 7 Þórshöfn: Biðröð í lönd- unarkranann Þórshöfn. SÍÐASTI blærinn af jólaróleg- heitunum sópaðist af mönnuni í einu vetfangi sl. sunnudag. Þá lönduðu hér fjórir bátar loðnu og síld í sunnanblíðu. Þá varð langur vinnudagur hjá löndun- armönnum en þeir eru ýmsu vanir og kalla ekki allt ömmu sína. Þórshamar landaði tæpum 300 tonnum af síld, Gullberg og Húna- röst u.þ.b. 620 tonnum hvor af loðnu og Örninn var einnig með loðnu, fullfermi eða rúm 730- tonn.„Loðnuverksmiðjan er því keyrð á fullum afköstum núna og fara þá um 500 tonn í gegn á sólarhring," sagði Hilmar Þór Hnuplaði vörum frá Bónus KONA á fimmtugsaldri var handtekin í versluninni Bónus á fimmtudag. Hún var með mikið af vörum innan klæða og enn fleiri fundust í bifreið hennar fyrir utan. Konan hafði farið inn í verslun- ina með innkaupapoka frá Hag- kaup. Hún fyllti hann og gekk út úr versluninni án athugasemda. Þá ákvað hún að fara aðra ferð, en í þetta sinn stakk hún vörum inn á sig. Starfsmaður verslunar- innar veitti þessu athygli. Þegar konan var stöðvuð kom í ljós að hún hafði stungið á sig fjórum túbum af handsápu, tveimuv krukkur af hunangi, tveimur plastpokapökkum, tveimur pökk- um af bjúgum, þremur pökkum af nautagúllasi og tveimur tann- kremstúbum. í bifreið konunnar fyrir utan verslunina fannst af- rakstur fyrri ferðar hennar, tvær rauðkálskrukkur, sex rafhlöður, tveir brúsar af rakkremi, tvær hunangskrukkur, tveir pakkar af plastpokum, tvær krukkur af kaffi, tvær túbur handáburðar og tvær tannkremstúbur. Konan viðurkenndi að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún hnuplaði úr verslunum. Hún gat ekki skýrt hegðan sína, en sagði að ekki væri um fjárhagsvandræði hennar að ræða. -♦ ♦ ♦ Hótel hafi ekki kröfur á farþega - segir Wilhelm Wessman formaður SVG „ÁN þess að vita nákvæmlega um lagalegu hliðina á slíkum málum, þá finnst mér það i raun almenn skynscmi að hótclin eigi ekki að geta haft kröfur á farþega, sem greitt hafa ferðina, heldur aðeins á það fyrirtæki, sem tekið hefur við greiðslunni og ekki komið henni til skila,“ sagði Wilhelm Wessman, formaður Sambands veitinga- og gisti- húsa, er Morgunblaðið spurði hann hvaða reglur giltu á Islandi í tilfell- um sambærilegu því, sem íslenskir ferðamenn á vegum ferðaskrifstof- unnar Veraldar, standa nú í á Kanaríeyjum. „Mér þykir líklegast að farið væri hótelgestum væri hent út af hótelum Örninn við löndunarkranann. verksmiðjustjóri. I Hraðfrystistöðinni vinna um 50 manns en undanfarna daga Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir hefur afli heimabáta verið lítill enda mjög fáir að róa. - L.S. venjulega leið og gerð væri krafa í þrotabú ferðaskrifstofunnar. Eftir því sem ég best veit og þekki til í nágrannalöndum okkar, væri ekki gengið að ferðamönnunum sjálfum,“ sagði Wilhelm. Hann sagðist ekki vita til þess að vegna slíkra aðstæðna. Ef hótelin teldu að ferðaskrifstofurnar væru lélegir viðskiptavinir, þá ætti að krefjast fyrirfram greiðslu. Þetta væri ekki mál ferðamannanna heldur eingöngu þess aðila, sem svikist hefði undan að koma greiðslunni til skila. Utanríkisráð- herrar Norð- urlanda funda í Reykjavík FUNDUR utanríkisráðherra Norðurlanda verður haldinn í Reykjavík 20. og 21. janúar. A dagskrá fundarins eru ni.a. málefni Rússlands og annarra ríkja i fyrrum Sovétríkjunum, ástandið á Balkanskaga, Mið- austurlönd og Suður-Afríka og Ráðstefnan um öryggi og sam- vinnu í Evrópu. Auk Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanríkisráðherra, munu Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, Paavo Váy- rynen, utanríkisráðherra Finn- lands, Thorvald Stoltenberg, utan- ríkisráðherra Noregs, og Margar- etha af Ugglas, utanrikisráðherra Svíþjóðar, sitja fundinn. Þú svalar lestrarþörf dagsins _ ' sjöum Moggans! VIÐSKIPTAVINIR SPARISJÓÐANNA HAFA VINNINGINN HÆSTA ÁRSÁVÖXTUN Á INNLÁNSREIKNINd. Hæsta ársávöxtun á innlánsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum kom í hlut þeirra sem skipta við sparisjóðina. Annað árið í röð hefur þannig reynslan sýnt að þeir sem vilja ávaxta sparifé á innláns- reikningum geta borið mest úr býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga árið 1992. Komdu til okkar -hjá sparísjóðunum. SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.