Morgunblaðið - 18.01.1992, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992
Erlendur Vilmundarson
frá Löndum - Minning
Fæddur 26. október 1928
Dáinn 13. janúar 1992
Mig langar til að minnast lítillega
góðs manns, sem ég kynntist lítil-
lega fyrir nokkrum árum, þegar við
vorum saman á námskeiði í mann-
legum samskiptum. Ég var leiðbein-
andi í smá hóp og sagði nú oft að
Eili gæti haldið svoleiðis námskeið
sjálfur því að hann var gull af
manni. Aldrei lét hann sig vanta á
fund eða millifund heima hjá mér.
Oft sagði hann okkur hinum frá
ýmsu skemmtilegu sem komið hafði
fyrir hann og hans nánasta.
Elli átti tvö böm með konu sinni,
Helgu Sigurðardóttur, Ástu og Guð-
mund, fyrir átti Helga einn son.
Ég er svo heppin að hafa kynnst
Guðmundi og konu hans Margréti
og kalla þau vini mína, mér sýnist
að Gummi hafi erft sitthvað af eigin-
leikum föður síns. Elli veiktist seint
á haustdögum af illkynja sjúkdómi
og var lagður inn á sjúkrahús, hann
barðist hetjulega og ætlaði sér að
komast aftur heim. En því miður
sigraði sjúkdómurinn og Elli fór
ekki heim eins og hann ætlaði sér.
Elsku Helga mín og fjölskylda,
Ásta, Jón, Gummi, Magga, Énok
og Elli litli, megi algóður Guð lýsa
ykkur í hinu mikla myrkri sorgar-
innar og blessa minninguna um
góðan mann.
Fjóla.
í dag kveðjum við frá Ytri-Njarð-
víkurkirkju kæran vin og góðan
dreng, Erlend Vilmundarson frá
Löndum, Grindavík.
Erlendur háði baráttu sína við
banvænan krabbameinssjúkdóm
með opin augu, af karlmennsku,
sem honum var meðfædd, ákveðinn
í að standa svo lengi sem stætt
væri. Þegar hann sá hvert stefndi
tók hann því með æðruleysi, ræddi
það og gerði sínar ráðstafanir og
dó sáttur við lífið.
Erlendur var sonur hjónanna
Guðrúnar Jónsdóttur og Vilmundar
Árnasonar, útvegsbónda frá Lönd-
um í Staðarhverfi. Guðrún fæddist
12. júlí 1891 í Stærri-Bæ í Gríms-
neshreppi, en var ung að árum send
í fóstur að Litlagerði í Staðar-
hverfí. Hún lést 4. ágúst 1958. Vil-
mundur fæddist 12. mars 1884 á
Sperðli í Landeyjum, en fluttist með
foreldrum sínum aldamótaárið, fyrst
til Krýsuvíkur, en sjö árum síðar
að Húsatóftum í Staðarhverfí í
Grindavík. Þar kynntust þau, giftust
og reistu nýbýlið að Löndum, sem
var tæpra 38 fermetra einbýlishús
og eignuðust þar á næstu þrjátíu
árum þrettán börn. Tólf þeirra kom-
ust til fullorðinsára en eitt dó í frum-
bernsku. Vilmundur lést 23. janúar
1975.
Systkinin að Löndum voru þijár
stúlkur, ein þeirra er látin, og tíu
drengir og eru sjö þeirra látnir. Það
eru því aðeins fimm eftir á lífi af
þessari dugmiklu fjölskyldu, þar
sem mannkostir voru í sérhveijum
meðlim og stóð hún ávallt saman
sem einn maður.
Það myndi víst mörgum nútíma-
manninum hrjósa hugur við þann
aðbúnað að búa svo þröngt, að tæp-
ir þrír fermetrar að grunnfleti væru
ætlaðir á hvern einstakling, en
þröngt máttu sáttir sitja enda var
góðvild og umburðarlyndi aðals-
merki þessarar fjölskyldu.
Máltækið segir „það sem byijar
illa, það endar vel“ en það hljóta
að hafa svifíð góðir andar yfír nýbýl-
inu Löndum, því efniviður þess hús
átti sér merkilega forsögu. Þann 26.
júní 1881 strandaði James Town,
tröllaskipið mikla við Þórshöfn á
Suðumesjum og úr því kom meiri
timburreki en menn hafa áður haft
spurnir af við íslandsstrendur. Úr
því var fyrst byggt timburhús í
Kirkjuvogi í Höfnum, það síðan rifíð
og efnið flutt að Stað, af séra Oddi
Gíslasyni, presti og slysavarnafröm-
uðinum mikla, en hann reisti þar
hús, sem Vilmundur síðar keypti til
niðurrifs og byggði úr að nýju að
Löndum. Þegar hann síðan brá búi,
árið 1946, og flutti til Reykjavíkur,
hafði hann með sér James Town-
efniviðinn úr Löndum og byggði sér
hús í Blesugrófínni í Reykjavík.
Fjöldamargir aðrir um Suðumes
nýttu sér skipreka þennan og endur-
nýttu á sama hátt.
Því hefur löngum verið haldið
fram að aldamótakynslóðin, sem
stóð af sér harðindin hér á Fróni
og við eftirlifendur emm komnir af,
hafí verið sterkur kjarni, því hún
stóð af sér freistingarnar að yfír-
gefa fóstuijörðina og flytjast til
gósenlanda vesturheims, eins og
Islendingar gerðu í þúsunda tali.
Systkinin að Löndum þráðu
menntun eins og eðlilegt var, en til
þess máttu þau ganga fjörur og
þræða hraunjaðra um fímm kíló-
metra leið til Járngerðarstaðar-
hverfis, í hvernig veðri sem var, en
vinur minn Erlendur naut þess þó
tvö síðustu árin á barnaskólaaldri,
að ljúka náminu við Austurbæjar-
skólann í Reykjavík, þar sem hann
fékk að dvelja hjá þeim sæmdar-
hjónum Lúther Hróbjartssyni, um-
sjónarmanni skólans, og konu hans,
Steinunni Jónsdóttur, en hún var
móðursystir Erlendar. Þess má geta
að okkar ágæti póst- og símstöðvar-
stjóri í Keflavík, Björgvin Lúthers-
son, er sonur þessara hjóna.
Elli, eins og við vinir hans og
kunningjar kölluðum hann, ólst upp
jöfnum höndum við búskap og sjó-
sókn og fór til að mynda fyrst til
sjós með bróður sínum, Guðvarði
skipstjóra, á síldveiðar sem hjálpar-
kokkur, þá aðeins níu ára gamall.
Þegar hann komst á legg reri hann
á bátum héðan af Suðurnesjum, frá
Vestmannaeyjum og á Kveldúlfs-
togaranum Þórólfi og Jóni forseta
frá Reykjavík. Hann vann einnig
um skeið við gerð Reykjavíkurflug-
vallar og við Hitaveitu Reykjavíkur.
Það duldist engum sem tók í hlýja
hönd Ella, að þar fór karlmaður sem
unnið hafði hörðum höndum, enda
voru þær bæði stórar og sterkar.
Elli kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Helgu Sigurðardóttur, þann
17. júní 1955. Hún er dóttir þeirra
sæmdarhjóna Ástríðar Stefánsdótt-
ur og Sigurðar B. Gunnarssonar,
bónda og smiðs í Litla-Hvammi í
Dyrhólahreppi í Mýrdal, þar sem
Sigurður var um langt árabil odd-
viti sveitarfélagsins. Ástríður var
einnig um langt árabil organisti í
Skeiðflatarkirkju þar í sveit. Þau
eignuðust fjögur börn. Helga eign-
aðist einn son fyrir hjónaband, Sig-
urð Árnason, viðskiptafræðing hjá
Reykjavíkurborg. Hann er kvæntur
Unu Bryngeirsdóttur og eiga þau
tvö börn og eru búsett í Reykjavík.
Sigurður ólst upp hjá afa sínum og
ömmu í Litla-Hvammi og var þeirra
augasteinn, en þó hefur alla tíð ver-
ið mikill samgangur og mikil ástúð
á milli hans, móður hans og stjúp-
föður, sem þótti alltaf vænt um
hann og leit á hann sem sinn eigin
son. Börn Helgu og Ella eru Ástríð-
ur, sambýlismaður hennar er Jón
A. Gunnlaugsson, sjómaður, og búa
þau í Njarðvík, og Guðmundur Jón,
símsmiður, kvæntur Margréti
óskarsdóttur, þau eiga tvö böm og
eru einnig búsett í Njarðvík.
Helga og Elli hófu fyrst búskap
í Keflavík, en keyptu sér síðan íbúð
að Hólagötu 35 í Njarðvík, en þar
kynntumst við hjónin síðla árs 1956
er konan mín og ég keyptum íbúð
að Hólagötu 41. Milli okkar fjöl-
skyldna myndaðist strax traust vin-
átta sem stendur enn föstum fótum.
Þau byggðu sér síðan fallegt einbýl-
ishús að Hraunvegi 8 í Njarðvík og
við hjónin í næsta nágrenni í sam-
liggjandi götu, svo að nágrannasam-
skiptin hafa ekki rofnað.
Þar bjó Helga manni sínum yndis-
legt og fallegt heimili enda voru þau
bæði samhent og samhuga um allt
og höfðu yfírleitt sömu skoðun á
lífinu. Helga hefur um langt árabil
sungið með kirkjukór Ytri-Njarðvík-
urkirkju og syngur enn og sótti
Elli yfirleitt messur með henni, enda
bæði trúuð og virtu sitt safnaðar-
starf mikils.
Við hjónin eigum margs að minn-
ast eftir áratugalanga vináttu og
mun ég hér aðeins minnast á fátt
eitt. Við höfum blótað saman þorr-
ann hjá Kvenfélagi Njarðvíkur frá
upphafí okkar kynna. Heimsóknir
þeirra til okkar í sumarbústaðinn,
en síðast en ekki síst, ferðir okkar
út í Staðarhverfi þar sem við eydd-
um fögrum sumardögum með íjöl-
skyldunum í faðmi hinnar fegurstu
náttúru. Fyrir neðan fallegan hraun-
jaðarinn eru breiðar túnsléttur sem
nú eru nýttar til útivistar og þar
er m.a. golfvöllur með mjög góðri
aðstöðu. Sumum gömlu býlunum í
Staðarhverfí hefur verið breytt í
sumarbústaði og nýir risið. Fram
af fjörukambinum tekur Staðarfjara
við með mikilfengleika sínum og
viðburðaríkri sögu. Þangvaxnar
klappir langt í sjó fram og þar held-
ur sjófuglinn sig og æðurin, en í
fjörusandinum iðar allt af fuglalífi
sem unun er að horfa á. Tína má
enn í fjörunni sandmaðk og skeljar,
Ijörugrös og söl. Úti fyrir, þar sem
volgan Golfstrauminn ber fyrst upp
að landinu, eru auðug og fjölskrúð-
ug fískimið. Það var því ekki að
undra þótt Staðhverfíngaskáldið
Kristinn Reyr hafí ort til æskustöðv-
anna;
Þótt ég fari þveran heiminn,
þótt ég gisti víðfræg lönd,
alla mina ævidaga,
er ég bundinn þeirri strönd.
Þannig leið einnig Ella vini mín-
um og öllum þeim Staðhverfingum
sem ég hefí kynnst. Þó fór svo að
hverfið lagðist endanlega í eyði árið
1964 og tel ég höfuðástæðuna vera
skilningsleysi opinberra aðila á erf-
iðum samgöngum þeirra sem þar
bjuggu.
Við Elli hófum störf saman hjá
nýstofnuðu fyrirtæki árið 1957, Jár-
niðnaðar- og pípulagningaverktök-
um Keflavíkur hf., og störfuðum
saman í samfleytt átján ár eða þar
til hann varð að gangast undir að-
gerð við bakveiki. Hjá félaginu lauk
hann sveinsprófí í pípulögnum árið
1973. Hann varð að fá sér léttari
vinnu en vann samt áfram í iðn sinni
fram á síðasta mánuð og fáum
mönnum hefí ég kynnst á lífsleið-
inni sem hefur auðnast að eignast
vin í sérhveijum samstarfsmanni.
Um leið og við gömlu starfsfélag-
arnir kveðjum þennan góða dreng,
þá vil ég þakka honum góð störf í
þágu þess fyrirtækis.
Eg vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar þakka áratuga trausta vin-
áttu. Helgu okkar og fjölskyldunni
allri viljum við færa innilegar
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að blessa Erlend Vilmundarson.
Ingvar Jóhannsson,
Njarðvík.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Njarðvíkur
Góður Lionsfélagi hefur nú kvatt
þetta jarðneska líf.
Erlendur lést á Sjúkrahúsi Kefla-
víkurlæknishéraðs eftir erfið veik-
indi 13. janúar sl. Hann veiktist í
vetrarbyrjun og það kom síðar í ljós
að hann var haldinn illkynja sjúk-
dómi, sem nú hefur lagt hann að
velli. Hann kveið ekki örlögum sínum
og var tilbúinn að taka því sem að
höndum bar.
Erlendur fæddist í Grindavík í
svokölluðu Staðarhverfi og ólst þar
upp í stórum systkinahópi. Hann
þurfti því ungur að bjarga sér og
taka til hendinni. Framan af ævinni
stundaði hann sjómennsku en vann
síðan við pípulagnir í rúma þrjá ára-
tugi og lauk m.a. sveinsprófi í pípu-
lögnum 1973.
Hann kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Helgu Sigurðardóttur, 17. júní
1955 og bjuggu þau nær allan sinn
búskap í Njarðvík og áttu þar hlý-
legt og gott heimili. Þau eignuðust
ekki börn saman en tóku að sér tvö
börn og ættleiddu og eru þau nú
uppkomin og hafa stofnað sín heim-
ili í Njarðvík.
Erlendur gekk í Lionsklúbb Njarð-
víkur 1978. Hann var allan tímann
virkur félagi og tók þátt í öllu starfí
klúbbsins af áhuga og samvisku-
semi.
Hann var með afbrigðum hógvær
maður og lét lítið yfir sér. Það fór
því aldrei mikið fyrir honum í Lions-
hópnum. Ekki fór það þó framhjá
neinum að hann hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
og var ráðhollur þegar til hans var
leitað. Oft fannst mér gott, sem
yngri félaga, að leita til hans og
heyra álit hans á félagsstarfinu. Það
er sjónarsviptir að honum úr hópn-
um, en genginn er góður drengur
og sannur félagi.
Þetta er annar félaginn úr Lions-
klúbbi Njarðvíkur sem við kveðjum
á þesssu starfsári.
Fyrir hönd Lionsklúbbs Njarðvík-
ur sendi ég elskulegri eiginkonu,
börnum og barnabörnum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Jón Aðalsteinn Jóhannsson,
Njarðvík.
13. janúar sl. lést tengdafaðir
minn Erlendur Vilmundarson. Fyrir
5 árum kynntist ég Ella og konu
hans Helgu, þegar ég kom á heimili
þeirra með Guðmundi syni þeirra.
Elli og Helga hafa verið einstök við
drengina sína. Þau hafa aldrei látið
sig muna um að passa Enok og Ella.
Það voru ófáar ferðirnar sem Elli
afí kom til að líta á drengina sína.
Hann hjálpaði okkur mikið með litla
nafnann, þegar þurfti að fara með
hann á spítala, aftur og aftur. Afi
lét sig ekki muna um að halda á
honum og sótti sá stutti mikið í afa
sinn, þótt Elli litli sé aðeins eins og
hálfs árs finnur hann fyrir að afa
vantar.
Ég þakka Guði fyrir að hafa leyft
okkur að hafa svona einstakan mann
hjá okkur.
Elsku Helga mín, Ásta, Jón, En-
ok, Siggi, Una og Guðmundur minn,
ég vona að Guð gefí ykkur styrk á
erfíðum tímum, og kveð með sökn-
uði Erlend Vilmundarson. Guð blessi
minningu hans.
Margrét Oskarsdóttir.
í dag fer fram frá Ytri-Njarðvík-
urkirkju útför Erlendar Vilmundar-
sonar og verður hann til moldar
borinn í Innri-Njarðvík.
Það munu nú nálægt 4 áratugir
frá því að kynni okkar hófust eða
þegar móðir mín kynnti hann fyrir
mér, en þau gengu síðar saman í
hjónaband. Strax varð mér ljóst að
hér var góðmenni á ferð sem ekki
sneri sér síður að okkur sem þá
vorum börn að aldri. Ætíð hefur
hann reynst mér einstaklega vel og
vil ég hér færa honum þakkir fyrir.
Erlendur var fæddur 26. október
1928 að Löndum í Staðarhverfi,
Grindavík, sonur Vilmundar Árna-
sonar útvegsbónda þar, og Guðrúnar
Jónsdóttur, eiginkonu hans. Systkin-
in voru 13 að tölu og var Erlendur
9. í aldursröð talið. Sjö þeirra létust
á undan honum en þau voru: Guð-
varður, Árni, Magnús, Borghildur,
Eyjólfur, Jón Kristinn og Hjálmar.
Eftir lifa Anna, Guðni, Sigríður,
Gísli og Eðvarð. Öll ólust þessi börn
upp við að þurfa snemma að sjá
fyrir sér sjálf. Erlendur fór ungur á
sjó og stundaði sjómennsku á sínum
yngri árum.
Hinn 17. júní 1955 kvæntist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu
Sigurðardóttur frá Litla-Hvammi í
Mýrdal, og hófu þau búskap um þær
mundir á Kirkjuvegi 17, Keflavík.
Þar bjuggu þau fyrstu 2 árin eða
þar til þau festu kaup á hæð á Hóla-
götu 35, Ytri-Njarðvík. Voru þar
næsta áratuginn en höfðu þá reist
sér hús skammt frá á Hraunsvegi
8. í því húsi hafa þau búið síðan.
Helga og Erlendur áttu 2 börn.
Þau eru bæði búsett í Ytri-Njarðvík.
Ástríður sem býr með Jóni Á. Guð-
laugssyni og Guðmundur Jón er
kvæntur Margréti Óskarsdóttur.
Þau eiga einn son saman en Mar-
grét átti son fyrir og hefur Guð-
mundur gengið honum í föðurstað.
Um svipað leyti og þau Helga og
Erlendur fluttust í Njarðvíkurnar hóf
hann að vinna í landi, réðst til Járn-
iðnaðar- og pípulagningaverktaka
Keflavíkur. Lærði Erlendur þar pípu-
lagnir og tók sveinspróf í þeirri iðn
1973. Hann mun hafa starfað þar
samfleytt í 18 ár, en þá hóf hann
störf hjá varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli og var starfsmaður þess í
Rockville allt til dauðadags.
Erlendur hafði mikinn áhuga á
öllum þjóðmálum. Stjórnmál voru
honum ofarlega í huga og myndaði
sér fastmótaðar skoðanir og stóð við
þær. Félagslyndur var hann og ávallt
léttur í lund, tók meðal annars þátt
í starfsemi Lionshreyfíngarinnar um
Hallfreður G. Bjarna-
son — Minning
Fæddur 18. janúar 1917
Dáinn 14. desember 1990
Hann hét Hallfreður Guðbjörn
fullu nafni. Hallfreður fæddist að
Bæ í Árneshreppi, Strandasýslu og
var sonur hjónanna Bjarna Bjarna-
sonar og Halldóru Sigríðar Guð-
mundsdóttur. Bjarni og Sigríður
voru þá í húsmennsku að Bæ, en
fluttust að Gautshamri í Kaldrana-
neshreppi 1920. Eina alsystur átti
Hallfreður, eina hálfsystur og tvo
hálfbræður, en þeir eru báðir látnir.
Að Gautshamri bjuggu foreldrar
hans til 1933. Þar var stundaður
búskapur og sjósókn og tók Hallfreð-
ur þátt í því þegar aldur leyfði.
Síðar fluttu foreldrar hans að
Hafnarhólmi í sömu sveit og bjuggu
þar til ársins 1937, er þau hættu
búskap. Fluttu þau að Drangsnesi
og sótti faðir hans sjó þaðan.
Veturinn 1936 til 1937 var Hall-
freður í Reykjaskóla í Hrútafirði, en
fór haustið 1937 á vélstjóranám-
skeið í Reykjavík, sem gaf honum
réttindi til að vera vélstjóri á mótor-
bátum. Einnig átti hann bát, sem
hann sótti sjó á á sumrin. Menntun-
ina notaði hann einnig til að vera
vélstjóri í Hraðfrystihúsinu á
Drangsnesi.
Hallfreður var mikill íþróttamaður
á yngri árum. Hann spilaði fótbolta
og sýndi fímleika, sem hann hafði
komist í kynni við á Reykjum. Hann
hafði yndi af söng og var í kórnum
heima í héraði. Bókamaður var hann
einnig og ljóðelskur. Ljóð gerði hann
sjálfur, en fór leynt með þau. Hann
var félagi í Kvæðamannafélaginu
Iðunni og tók virkan þátt í starfi
þess. Hann var maður dagfarsprúð-
ur, en þungur fyrir ef á hann var
hallað.
Árið 1939 festi hann ráð sitt með
unnustu sinni og eftirlifandi eigin-
konu, Guðbjörgu Einarsdóttur, en
þau gengu í hjónaband 27. júní 1942.
Þau stjórnuðu heimili að Drangsnesi
frá 1940 og bjuggu þar til 1954; er
þau fluttust til Stykkishólms. Árið
1957 fluttust þau síðan til Reykja-
víkur.
Hallfreður fór þá að læra bifvéla-
virkjun í Ræsi hf. og vann hann þar
síðan, meðan heilsan leyfði, eða til
ársins 1984. Þá var hann illa farinn
af liðagigt og kransæðastíflu.
Þeim hjónum varð fjögurra barna
auðið. Þau eru: Halldóra Sigríður,
fædd 1941. Hennar maður er Gunn-
ar Guðmundsson. Börnin eru þijú
og barnabörnin tvö. Hanna Hall-
gerður, fædd 1944. Hennar maður
er Hjálmar Haraldsson bifvélavirki.
Börnin urðu tvö, en annað þeirra er