Morgunblaðið - 18.01.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
17
>
K
*
>
>
>
>
L
Minning:
Hörður Már Magnús-
son frá Hólmatungu
árabil. Hjálpsamur var hann, og
kemur okkur sem eftir lifum til með
að bregða við.
Erlendur lést í Sjúkrahúsi Kefla-
víkur aðfaranótt mánudagsins 13.
þessa mánaðar eftir mjög harða
baráttu við ólæknandi sjúkdóm.
Hann sýndi mikinn kjark og æðru-
leysi þá sem fyrr og vonina missti
hann ekki fyrr en í fulla hnefana.
Það kom einnig heim við eitt aðal
einkenni hans, að vera bjartsýnn.
Hann hafði oft tekist á við erfið
verkefni um dagana og ætíð haft trú
á að úr mundi rætast.
Fyrri hluta banalegu sinnar lá
Erlendur á Landspítalanum í
Reykjavík, en seinni hlutann á
Sjúkrahúsinu í Keflavík. Ég vil fyrir
hönd móður minnar og systkina
færa þakkir öllu starfsfólki sjúkra-
húsanna sem önnuðust Erlend af
einstakri umhyggjusemi svo þrautir
hans mættu verða sem minnstar og
þá einnig fyrir það hlýja viðmót og
þægilegheit sem við mættum á þess-
um_ tíma.
Ég og fjölskylda mín biðjum al-
máttugan Guð um að styrkja eigin-
konu, börn, tengdabörn og aðra að-
standendur Erlendar Vilmundarson-
ar í þungbærri sorg. Við öll geymum
minninguna um góðan dreng.
Sigurður Arnason.
Mánudaginn 13. janúar sl. var
mér tilkynnt að Erlendur Vilmundar-
son hefði látist þá um nóttina.
í sjálfu sér gat slík frétt varla
komið mér mikið að óvörum, jafn
harða baráttu og sá maður var búinn
að heyja við þann illvíga sjúkdóm
er heijaði á hann það sem vitað var
nokkrar undanfarnar vikur. Grunur
minn er nú samt sá að nokkuð leng-
ur hafi sú orrusta staðið án þess að
Erlendur gæfi það upp eða þannig
kom hann mér fyrir í reynd, að allt
frá hans hendi skyldi gert þannig
að ylli sem minnstum áhyggjum hjá
öðrum, alltaf var allt í lagi hjá hon-
um þegar spurt var um hans heilsu.
Erlendur var fæddur 26. október
1928 á Löndum í Staðarhverfi,
Grindavík. Sonur hjónanna Vil-
mundar Árnasonar útvegsbónda og
Guðrúnar Jónsdóttur er þar bjuggu.
Voru systkini hans 12 og hann 9. í
röðinni, en sá 8. er kveður. Eins og
nærri má geta í svo stórum systkina-
hópi hefur varla getað verið um alls-
nægtir að ræða í uppvexti barna á
kreppuárunum margumtöluðu og
vöndust þá allir krakkar til vinnu
bæði til sjávar og sveita strax og
nokkur geta leyfði til að afla sínu
heimili viðurværis. Sérstaklega sér
maður þess víða getið með drengi
hvað það er oft til fært ef þeir hafa
farið að stunda sjósókn strax um
fermingaraldur. Þótti það alltaf frá-
sagnarvert í minningum ef svo
látið. Einar Helgi, fæddur 1946.
Hann er rafvirkjameistari, kvæntur
Margréti Ingólfsdóttur. Börnin eru
fjögur og eitt' barnabarn. Bjarni
Bjarkan, fæddur 1947. Hans kona
er Gerður Þórðardóttir. Börnin eru
þijú.
í júlí 1990 var ljóst að Hallfreður
hafði fengið illkynjaðan sjúkdóm,
sem er alltof vel þekktur hér á landi.
Því stríði lauk svo að hann lést 14.
desember sama ár.
í dag hefði Hallfreður orðið 75
snemma var farið að taka til hendi
í slíkum vinnuhópi. Því fannst mér
mjög athyglisvert er ég las í Iðnaðar-
mannatali Suðurnesja um Erlend,
er hafði náð sér í réttindi sem pípu-
lagningarmaður árið 1973, að í
stuttu æviágripi segir meðal annars
svo:
„Stundaði sjó frá unga aldri og
fram eftir árum á bátum og togur-
um. Byijaði sem aðstoðarmatsveinn
á síldveiðum fyrir Norðurlandi 1938
þá 9 ára gamall."
Ég vil láta þessar tilvitnuðu línur
nægja um þá gerð og atorku er bjó
í Erlendi til vinnu allt frá æskudög-
um til leiðarloka — á hveiju sem
hann tók var fyrst og fremst að
skila vinnu. Það var hans sterka
hlið alla tíð.
Ég sá Erlend fyrst sem sjómann
í Vestmannaeyjum og skömmu
seinna hefjast kynni okkar, eða þeg-
ar hann kvæntist Helgu systur minni
17. júní 1955. Ég held að það hafi
verið mikil gæfa þeirra beggja að
leiðir þeirra lágu saman upp frá því
og fljótlega settust þau að í Ytri-
Njarðvík og bjuggu þar æ síðan.
Kynni mín af Erlendi voru góð,
og á þann veg að nú sakna ég góðs
samferðamanns sem ég vil þakka
alla samfylgd.
í huga minn kemur nú ávarpið
„Nei, sæll og blessaður," er ég heyrði
svo oft, þegar ég hringdi á Hrauns-
veg 8 og húsbóndinn kom í símann.
Síðan barst talið æði víða einkum
snerist það að atvinnu og þjóðmál-
um. í þeim efnum var Erlendur með
hugann vel vakandi, hver yrði fram-
vinda hinna ýmsu þátta og hafði
oftast myndað sér fastar skoðanir
þar um er ekki var svo auðvelt að
breyta i samræðum ef ég var á ann-
arri skoðun. Það gerir menn heilli í
hugsun og skemmtilegri til skoðana-
skipta. í öllum samræðum var þó
alltaf stutt í góðan húmor og ávallt
glaðværð í tali.
Engum sem kynntist Erlendi gat
dulist hve barngóður hann var. Það
var nokkuð sérstakt þar sem maður
gat aldrei tekið eftir því í fyrstu að
hann gerði meira til þess að hæna
börn að sér en margur. En mann-
gerðin var þannig að eitthvað sérs-
takt seiddi þau til viðræðna við hann
sem leiddi til vinskapar.
Hjálpfýsi var honum í blóð borin
og mun hann oft hafa komið óbeðinn
þar sem hann vissi af verkefnum sem
lágu fyrir hjá kunningjum.
Helga og Erlendur áttu 2 börn,
Ástríði og Guðmund Jón, sem bæði
hafa stofnað eigið heimili í Ytri-
Njarðvík. Helga átti fyrir einn son,
Sigurð Árnason, er býr í Reykjavík.
Helgu, börnum hennar og þeirra
fjölskyldum votta ég samúð og þakk-
ir. Geymum minningu um góðan
dreng, Erlend Vilmundarson.
Sigþór Sigurðsson.
ára og eru þessi orð skrifuð í minn-
ingu afmælis hans.
Ég kynntist Hallfreði fyrir all-
mörgum árum. Kynnin komu til með
þeim hætti að Guðbjörg valdist til
þess að vinna með mér. Mér var fljótt
ljóst hvern mann hann hafði að
geyma. Við ræddum oft áhugamál
okkar og oft þáði ég ráð hans um
bíla, en þar kom ég ekki að tómum
kofunum.
Þessa vísu gerði tengdamóðir
hans fyrir áratugum síðan. Vísan
þykir mér lýsa honum:
Orðvar, frómur, einarður,
engum hnjóð til legpr.
Lunds við óma liðugur,
laufatýrinn Hallfreður.
Þetta var einnig mín reynsla af
Hallfreði.
Hallfreður var mikill fjölskyldu-
maður og hafði mikla ánægju af fjöl-
skyldunni. Hann hafði alltaf nægan
tíma fyrir hana og þakkar fjölskyld-
an honum fyrir allt það sem hann
var þeim.
Heimili þeirra hjónanna hefur
okkur samstarfsmönnunum alltaf
verið opið og þangað er gott að
koma. Margar ánægjustundir áttum
við líka saman á vettvangi starfs
okkar Guðbjargar.
Eftir fráfall hans tók við mikill
söknuður sem seint grær að fullu.
Að endingu vil ég þakka Hallfreði
fyrir góða kynningu og óska þess
að góður Guð geymi hann og minn-
ingu hans.
Halldór Þorsteinsson.
Kær frændi, Hörður Már, er lát-
inn. Okkur langar að minnast hans
og þakka honum fyrir liðna tíð.
Hörður fæddist í Másseli í Jökulsár-
hlíð, sonur hjónanna Magnúsar
Arngrímssonar og Helgu Jóhannes-
dóttur. Hann var næstyngstur ell-
efu systkina.
Hörður móðurbróðir skipaði stór-
an sess í hugum okkar þegar við
vorum börn. Hann kom á heimili
foreldra okkar hvern vetur til að
fara á vertíð, svo léttur og skemmti-
legur að við hreihlega biðum eftir
honum.
Á vorin fór hann aftur í sveitina
„okkar“, Hólmatungu í Jökulsár-
hlíð, og við systurnar stuttu seinna,
skiptum þó árunum á milli okkar.
Hörður var ákaflega barngóður og
nutum við þess, hann kom ætíð
fram við okkur sem jafningja,
gáskafullur og stutt í stríðnina. Þær
eru ljúfar og kærar minningarnar
úr sveitinni, svo kærar að þær eru
okkur sem ríkidæmi.
Árin liðu og við hittumst sjaldn-
ar. Tækifæri gafst til að rifja upp
og endurnýja kynnin á ættarmóti
sem haldið var í Hálsakoti í Jökuls-
árhlíð í júní 1990, en þá dvöldum
við hjá honum í húsinu hans á
Egilsstöðum. Það var stoltur maður
sem bauð okkur að ganga í bæinn,
til hans vorum við sannarlega vel-
komin. Við kveðjum Hörð frænda
með broti úr ljóði eftir Tómas Guð-
mundsson.
Ég veit þú fékkst enp, vinur, ráðið um það,
en vissulega hefði það komið sér betur,
að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að.
Við bjuggumst við að hitta þig oft 1 vetur.
Gullý og Fríður.
Hörður Már Magnússon fæddist
7. apríl 1933 í Másseli í Jökuisár-
hlíð, næstyngstur ellefu systkina.
Foreldrar hans voru Magnús Arn-
grímsson og Helga Jóhannsdóttir er
þá bjuggu þar en reistu nýbýlið
Hólmatungu árið 1948. Við þann
bæ var Hörður alltaf kenndur þótt
hann flytti í Egilsstaði fyrir um það
bil tíu árum og væri ætíð það sem
kallað væri í dag farandverkamaður.
En nú er hann allur. Fréttin kom
snöggt. Heyrst hafði um krabba en
enginn trúði að hann gæti unnið á
Herði á svo skömmum tíma. Enda
er tíminn afstæður og mun svo hafa
verið í huga Harðar, til dæmis þegar
hann var á sjó eins og jafnan um
vetrarmánuðina. Þar átti hann ekki
mörg handtök er fóru fyrir lítið,
hans handtök voru hnitmiðuð.
Á Fossvöllum kom þetta líka vel
fram þar sem hann vann í sláturhús-
inu í hartnær þijátíu haust við innan-
úrtöku. Sneggri gálgamann var tæp-
lega að finna á landinu. Ég naut
þess trausts að vera í læri hjá Herði,
og betri kennara er vart hægt að
hugsa sér þegar ég ungur var að
stíga mín fyrstu spor á þessum hálu
brautum er okkur bændur skiptir svo
miklu. Þarna var Hörður á heima-
velli, vöruvöndun var hans ær og
kýr eins og fram kom í öllum hans
verkum.
Það er sjálfgefið að þvílík verk-
gæði fari saman í manni sem ævin-
lega var gleðigjafi á skemmtistund-
um, sakaði þá ekki að spil væru með
í för því Hörður var bridsspilari af
innlifun. Hörður hafði líka góða
söngrödd sem hann flíkaði sjaldan,
helst fengum við að njóta hennar á
þorrablótum er hann söng gamanvís-
ur. Hefði verið allt í lagi að heyra
frekar frá honum því söngvari var
hann góður.
Við yngri menn ættum að taka
okkur Hörð til fyrirmyndar hvað
vinnusemi snertir, og yrðum ekki
sviknir af. Hans kjörorð var: Vinnan
svíkur engan sé hún af trúmennsku
látin í té.
Blessuð sé minning hans.
Vinur.
Launamiðum ber að skila
í síðasta lagi 21. janúar
Allir sem greitt hafa laun á árinu 1991
eiga nú að skila launamiðum
á þar til gerðum eyðublöðum til skattstjóra.
Skilafrestur rennur út 21. janúar.
RSK
RÍKJSSKATTSIJÓRI