Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992
19
og einkum er mér minnisstætt
hversu failegar gulrófur hann rækt-
aði.
Gunnar var ákaflega hægur mað-
ur í fasi og vandaði álit sitt á mönn-
um og málefnum. Hann var mikill
heimamaður, stundaði bóklestur og
þær bækur sem ég sá hjá honum
voru vel valdar. Kvæðabækur hafði
hann í sérstökum heiðri. Hann var
stéttvís maður, vissi vel um uppruna
sinn og studdi félagsmálaöfl þjóðar-
innar alla sína ævi. Gunnar gekk í
Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi
strax og hann hóf almenna verka-
mannavinnu. Fáum mánuðum síð-
an, í febrúar 1945, var hann orðinn
gjaldkeri félagsins og vann því
margt annað gott. Hann bjó við
skerta heilsu síðustu æviárin, en
mikil heimilishamingja bætti þar
allt upp. Hann lést 19. desember
1990 og var jarðsettur á Selfossi.
Það var hún Heiða sem stóð á
bak við þessa miklu heimilisham-
ingju hans Gunnars. Ragnheiður
Hannesdóttir hét hún fullu nafni,
fædd í Stóru-Sandvík 11. maí 1907,
dóttir sæmdarhjónanna þar, Hann-
esar Magnússonar og Sigríðar
Kristínar Jóhannsdóttur frá Stokks-
eyri. Hann dó á besta aldri en þau
hjón voru þá að koma upp 12 börn-
um sem engu var fisjað saman. Svo
var þessi Ijölskylda samhent að
ekki sá á búinu við fráfall húsbónd-
ans. Allir kunnu að vinna og þar
var Heiða ekki síst. Hann fór í vist-
ir í Reykjavík og víðar og kann ég
ekki skil á því nema heimilinu lagði
hún allt sitt til. Og þar dvaldist líka
allui' hugurinn. Hún varð brátt
fremst systkina sinna í fjárræktinni
án þess að ég vilji þar halla á neinn.
En hver gat sagt á þessum árum
hvort hún Heiða fengi nokkuð að
njóta sín. Hvort hún lenti ekki á
mölinni eins og margir aðrir.
Ekki fór það svo. Hennar gæfa
var að kynnast Gunnari í Haga og
gengu þau í hjónaband hinn 25.
maí 1940. Stóð heimili þeirra þar
alla tíð síðan í rösklega 50 ár. Fimm
börn eignuðust þau: andvana fædda
dóttur og fjóra syni sem feta í fót-
spor foreldra sinna um dugnað.
Þeir eru: Hannes trésmíðameistari
í Þorlákshöfn, kvæntur Ásu Bjarna-
dóttur, Magnús stýrimaður og nú
verkstjóri hjá Selfossbæ, kvæntur
Guðrúnu Ingvarsdóttur, Ólafur
Rúnar rafvirki á Selfossi, vinnur
nú við plastiðnað, kvæntur Berg-
rúnu Sigurðardóttur og Sigurður
Karl verktaki í Reykjavík, kvæntur
Þórunni Jónsdóttur. Þau Gunnar og
Heiða áttu orðið hóp af barnabörn-
um og nutu atlætis þeirra í hví-
vetna.
Þannig er lífssaga Ragnheiðar
Hannesdóttur sem í dag er kvödd.
En þar með er ekki allt sagt. Per-
sónan stendur eftir og henni er mér
ekki létt að lýsa frekar en mörgu
öðru ógleymanlegu. Ég hefi minnst
á dugnað hennar og þar kippti henni
auðvitað í kyn þeirra Stóru-Sand-
víkursystkina. Ég minnist glað-
værðar hennar og félagslyndis.
Enginn hló eins smitandi hlátri í
margmenni og fáir voru eins op-
inskáir við mig í fámenni. Hún
kunni engan veginn að dyljast. Það
var af því að Heiða var náttúru-
barn. Enginn var eins gestrisinn.
Ég marka það af bernskuminningu.
Skólabíllinn lenti í ófærð við „skafl-
inn í Haga“ eins og þá var lengi
talað um. Bíllinn fór ekki lengra.
Heiða smalaði 12-14 skólakrökkum
inn. Hún galdraði fram veisluborð
með súkkulaði og tertum á auga-
bragði meðan við biðum eftir að
vera sótt. Ég held að hún hafi aldr-
ei skynjað muninn á milli heldri
manna og almúgans, barna eða
fullorðinna. Þessi skil voru ekki til.
Og aðra sögu á ég frá seinustu
Hagaárunum. Fé okkar Sandvíkur-
hreppsbúa þótti ógna garðlöndum
Selfossbúa og gerði það víst í skjóli
nætur. Því voru ungir hreppsvinnu-
sveinar látnir reka frá á morgnana,
langt niður eftir Eyrarbakkavegi.
Þegar þeir nálguðust Haga með
fjárhópinn kom út lítil, hnellin kona
og kallaði til þeirra hátt: „Strákar
mínir, komið bara inn til mín í
súkkulaði og vínarbrauð. Ég skal
koma kindunum til skila á eftir.
Rekið þær bara inn á blettinn hjá
mér.“ Og þetta varð auðvitað góð
lausn mála og vinsælt vel.
Ég veit að Heiða fyrirgefur mér
að segja þessa sögu nú, en hún
þarf að koma til skýringar bæði á
gestrisni hennar við fólk og vináttu
hennar við dýrin. Ær og kýr voru
hennar besta viðfangsefni. Meðan
þau Gunnar höfðu kýr stundaði hún
þann búskap með eindæmum og
átti afburða mjólkurkýr. Sérstak-
lega heyrði ég getið um Ljómalind
í Haga og þegar Heiða var á manna-
mótum talaði hún eins oft um kýr
sínar og kindur og alla aðra ná-
granna og vini. En eitt hafði hún
fram yfir annað fólk. Hún gat líka
talað við dýrin.
Það kom mér einu sinni í bobba.
Ég var staddur á Hagahlaði, var
að fara upp tröppurnar, ætlaði að
heilsa Heiðu. Einhver fjársöfnuður
var á hlaðinu, mannsöfnuður líka.
Og Heiða kallaði fram hjá mér:
„Komdu, Ragga mín, blessunin, þú
vilt fá eitthvað hjá mér.“ Ég fór
að litast um eftir þessari nýju snún-
ingastelpu Heiðu en sá hvergi.
Skýst þá ekki kind fram hjá mér
upp tröppurnar, læddi loppu sinni
í lófa Heiðu. Hún var að fá dags-
glaðninginn hjá matmóður sinni.
Og þá skidi ég líka að Ragga og
aðrir málleysingjar hennar Heiðu
voru reyndar ekki hennar eign held-
ur málvinir til enda lífsins.
Heiða rak arðsamt og lítið fjárbú
með þessum hætti í fjölda ára. Hún
rak „á fjall“ í Kaldaðarnesi og þeg-
ar rekið var að í Staðarseli til rún-
ings hélt hún hátíð með fólki sínu
í vorkyrrðinni, galdraði fram borð-
hald undir berum himni og dálitla
réttarstemmningu. Þá minnist ég
hennar á haustdögum á förum milli
útrétta að leita kinda sinna. Þá var
hún með mikið af barnafólki sínu
með sér og umvafin ættarþeli
tveggja kynslóða eða þriggja gat
hún haldið uppi fjárbúskap vel fram
yfir áttrætt. Hún varð svo heppin
að þurfa ekki að fella fjárstofn sinn,
kom honum til geymslu hjá frænda
sínum, Olafi í Austurkoti í Hraun-
gerðishreppi, og einhverjar af kind-
unum hennar Heiðu lifa vonandi
enn.
Og lengi lifir minningin um hana
Heiðu mína í Haga. Sú minning
verður heið eins og nafnið hennar.
Nú er maður hættur að heilsa upp
á hana þar sem hún bjó um þjóð-
braut þvera við Eyrarbakkaveg í
Flóa. Og hún er horfin til fundar
við elskaðan eiginmann sinn — og
að tala við dýrin.
Páll Lýðsson.
Mig langar að minnast hennar
ömmu minnar með nokkrum orðum.
Hún fæddist í Stóru-Sandvík í Flóa
11. maí 1907, dóttir hjónanna
Hannesar Magnússonar og Sigríðar
Jóhannsdóttur. Hún giftist afa,
Gunnari Ólafssyni, 25. maí 1940
og þau hófu búskap í Haga og
bjuggu þar alla tíð. Þau eignuðust
íjóra syni, Hannes, Magnús, Ólaf
Rúnar og Sigurð Karl. Ég var í
sveit hjá ömmu og afa í nokkur
sumur og kynntist þá umhyggju
hennar við þá sem minna máttu
sín. Hún las fyrir mig, sagði sögur,
kenndi mér að hekla, sauma og
spila. Það eru margar minningar
tengdar ömmu og afa í sveitinni.
Til dæmis allir sunnudagarnir sem
fjölskyldan hittist í Haga þá var
bæði spilað og spjallað. Það var
alltaf mikill gestagangur í Haga
og alltaf allir velkomnir og ekki
vantaði meðlætið með kaffinu.
Amma og afi voru alltaf boðin og
búin til að hjálpa öðrum og eru það
ófáir sem komu og nutu gestrisni
þeirra. Fyrir um það bil tíu árum
veiktist afi og annaðist amma hann
af mikilli alúð og dugnaði eins og
henni einni var lagið og sá til þess
að hann gæti verið heima og þyrfti
ekki að dvelja langdvölum á sjúkra-
húsi. Hann lést 19. desember 1990.
Dýrin jafnt stór og smá áttu hug
hennar einkum þó kindurnar. Þegar
ég var í sveit hjá henni átti hún
tuttugu kindur og man ég að nóg
var að hún færi út og kallaði og
komu þær þá allar hlaupandi til
hennar.
Ég vil þakka ömmu og afa allar
samverustundirnar. Megi hún hvíla
í friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ragnheiður Hannesdóttir.
Við fráfall og jarðarför Ragn-
heiðar Hannesdóttur í Haga á Sel-
fossi sem lést 9. janúar sl., langar
okkur að minnast þeirra hjónanna
Gunnars Ólafssonar og hennar, en
Gunnar lést 19. desember 1990.
Fundum Gunnars og okkar bar
saman er við vorum börn og hann
vinnumaður í Lækjarhvammi í
Reykjavík hjá Einari og Bertu er
þar bjuggu. Skömmu eftir að styij-
öldinni lauk voru kynnin endurnýjuð
með ferð að Haga og þá kynntumst
við Heiðu í Haga, eiginkonu Gunn-
ars. Eftir að við fluttumst að Sel-
fossi 1962 hefur sambandið og vin-
áttan haldist óslitin.
Gunnar var fæddur í Keldudal í
Mýrdal 3. ágúst 1910 næstyngstur
6 barna hjónanna Ólafs Bjarnason-
ar frá Engigerði í Mýrdal og Guð-
rúnar Dagbjartsdóttur frá Ketils-
stöðum í Mýrdal. Þegar Gunnar var
10 ára urðu foreldrar hans að
bregða búi vegna heilsuleysis móður
hans. Gunnar fór þá fyrst að Norð-
urgarði, en eftir eitt ár fór hann
að Steig til Sigurðar og Ástríðar
og síðan með þeim að Litla-
Hvammi. 17 ára fór Gunnar frá
þeim í vinnumennsku að Torfastöð-
um í Fljótshlíð og ári síðar til
Reykjavíkur og var þar eitt ár verk-
amaður á eyrinni, en síðan 4 ár í
Lækjarhvammi. Eftir vistina í
Lækjarhvammi 1933 stofnuðu
nokkrir aðilar refabú í Haga í Sand-
víkurhreppi og fengu Gunnar til
þess að sjá um daglegan rekstur
þess. Ekki reyndist auðveldara að
reka refabú þá frekar en nú og lagð-
ist öll refarækt af á Islandi um
tugi ára. Refabúið sem Gunnar
vann við var lagt niður 1943.
25. maí 1940 gekk Gunnar að
eiga Ragnheiði Hannesdóttur frá
Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi.
Þau settust að í Haga 1943 og
keyptu býlið 1946 og bjuggu þar
til æviloka. Eftir að refabúið var
lagt niður vann Gunnar ýmis verka-
mannastörf. Árið 1946 hóf hann
störf hjá Selfosshreppi sem verk-
stjóri og gegndi því til 1953 er
hann hóf störf á dekkjaverkstæði
Kaupfélags Árnesinga þar sem
hann vann þar til hann varð sjötug-
ur.
Ragnheiður Hannesdóttir var
fædd 11. maí 1907. Hún var dóttir
hjónanna Sigríðar Kristínar Jó-
hannsdóttur og Hannesar Magnús-
sonar í Stóru-Sandvík. Ragnheiður
var 6. í hópi 14 systkina, 2 þeirra
dóu i æsku. Af þessum stóra hópi
eru aðeins 3 systur lifandi, þær
Kristín, Kirstín og Magnea. Á heim-
ilinu í Stóru-Sandvík voru hjónin
Magnús, bróðir Hannesar, og Katr-
ín Þorvarðardóttir. Þau voru barn-
laus og lögðu heimilinu til krafta
sína og tóku fullan þátt í uppeldi
barnanna. Heiða var í miklu uppá-
haldi hjá þeim og minntist hún
þeirra oft með mikilli hlýju og virð-
ingu.
Ekki kynntist Heiða þeirri óvissu
í sínum uppvexti sem Gunnar mátti
þola. Þegar Heiða hafði aldur til fór
hún til Reykjavíkur og þénaði þar
um 10 ár í góðum húsum. Stundum
kom hún heim á sumrum til þess
að taka þátt í heyskapnum.
í 2 ár vann hún í mötuneyti KÁ.
Þetta voru lærdómsrík og góð ár.
Á þessum árum kynntist hún Gunn-
ari og þau settust að í Haga eins
og áður segir.
Þau eignuðust^ 4 syni: Hannes,
kona hans er Ása Bjarnadóttir;
Magnús, kona hans er Guðrún Ingv-
arsdóttir; Ólaf Rúnar, kona hans
er Bergrún Sigurðardóttir og Sig-
urð Karl, kona hans er Þórunn Jóns-
dóttir. Barnabörnin og barnabarna-
börnin eru orðin 17.
Hagi er lítið býli vestast í landi
Selfossbæjar með um 20 ha landi.
Þai'na voru þau Heiða og Gunnar
með kindur og hænsni sér til bú-
drýginda og ánægju. Heiða hafði
mikið yndi af skepnum, en kindurn-
ar voru í sérstöku uppáhaldi hjá
henni. Þau hjónin voru mjög ólík.
Hann var hægur, rólegur og yfir-
vegaður, talaði af festu, en ekki
mikið. Hann hafði áhuga á pólitík
og hafði gaman af að karpa um
pólitík. Hann fór ekki dult með
skoðanir sínar í þeim efnum, hann
var sósíalisti í þess orðs bestu merk-
ingu. Þrátt fyrir litla skólagöngu
var Gunnar vel menntaður af sjálf-
um sér með lestri góðra bóka.
Heiða var kát og í kringum hana
var mikil glaðværð, hún var dríf-
andi og vildi leysa hvers manns
vanda. Oft voru börn hjá henni á
sumrin og nutum við góðs af því.
Þessi börn eiga góðar minningar frá
veru sinni hjá Heiðu og oft urðum
við vör við að þau komu með börn
og maka í heimsókn eftir að þau
voru uppkomin.
Bæði voru þau Gunnar og Heiða
traust og góð og höfðingjar heim
að sækja. Þau nutu þess að búa
að sínu. Við sem þessi orð ritum
erum þakklát fyrir að hafa átt þau
að vinum og verið þeim samtíða.
Við vottum afkomendum, vensla-
fólki og ættingjum þeirra innilega
samúð.
Þórunn og Jón.
Frímerkjasérfræð-
ingnr Sotheby’s
heldur fyrirlestur
í SAMVINNU við Enskuskólann
tók Anglía, félag enskumælandi
fólks, þá ákvörðun á fyrsta fundi
sínum í ár að framvegis færu
fundir hins 70 ára gamla félags
fram í húsakynnum Enskuskól-
ans við Túngötu 5 og að fundir
yrðu haldnir annan sunnudag
hvers mánaðar klukkan 20.
í frétt frá Anglíu, segir að þeir,
sem sótt hafi fundinn hafi lagt
ýmsar aðrar hugmyndir fram fyrir
nýkjörna stjórn félagsins varðandi
uppákomur næstu funda og var
stungið upp á því að næsti almenni
fundur félagsins yrði 9. febrúar
næstkomandi og bæri titilinn
„Kvöldstund með Fawlty Towers"
Einnig, utan venjulegrar dag-
skrár, verður haldinn sérstakur
fundur fyrir Anglíufélagið og Félag
frímerkjasafnara, þar sem Richard
Ashton, frímerkjasérfræðingur
Sotheby’s, mun miðla gestum af
sérþekkingu sinni. Fundurinn fer
fram í húsakynnum Félags frí-
merkjasafnara, Síðumúla 17,
þriðjudaginn 21. febrúar og hefst
klukkan 20.
U T S A L A !
FATASKAPAR ELDHÚSSKÁPAR BAÐSKÁPAR
frá kr. / 300 frá kr. 4900 frá kr. v®#/ OÖ
opið: fimmtud. og föstud. kl. 10 -18 og laugard. kl. 10-16
Trésmi&ja Ármannsfells hf.
Funahöfða 19, sími 672567
íálÍIMI/EIMIiEIÍ-SÍMIIllMlÍIÍÍÍlKiHflftHfíUIÍiÍÍfiÍfi