Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 25 skiptaráðherra: [•söltun ætti ta hafist nú li sínum í gærmorgun tillögu Jóns ið opna á ný Tryggingadeild útflutn- klega í því skyni að greiða fyrir síld- issneska lýðveldisins. Viðskiptaráð- til þess að Síldarútvegsnefnd mæli „Þessi baktrygging sem þarna er veitt ætti að nægja til þess að Síldar- útvegsnefnd vilji ákveða að mæla með einhvers konar söltun á næstu dögum, þótt ekki sé búið að ganga frá öllum málum í smáatriðum," sagði Jón Sigurðsson. Viðskiptaráðherra kvaðst leggja áherslu á að bankalegur undirbúning- ur málsins hefði ekki verið nógu langt fram genginn, til þess að hægt hefði verið að ætlast til þess að afstaða væri tekin til málsins á opinberum vettvangi. „Enda vafalaust erfitt við málið að eiga, vegna mikils umróts.í Rússlandi, en þá á ekki að láta málið líta þannig út að þetta sé bara spurn- ing um vilja íslenskra stjórnvalda. Menn þurfa einfaldlega að vinna heimavinnuna og það er nú verið að því, þótt seint sé,“ sagði ráðherra. Síldarútvegsnefnd: Rússneska nefnd- in óskaði eftir láni SÍLDARÚTVEGSNEFND segir í fréttatilkynningu sem hún hefur sent Morgunblaðinu í tilefni fréttar Morgunblaðsins í gær að viðræðunefnd rússneska lýðveldisins hafi sjálf á fundi með bankastjórn Landsbankans þann 3. desember sl. borið upp ósk um lánafyrirgreiðslu vegna saltsíldar- kaupa frá yfirstandandi vertíð. Fréttatilkynning síldarútvegs- nefndar er birt í heild hér á eftir: „Á fundi viðskiptaviðræðunefndar rússneska lýðveldisins, með banka- stjórn Landsbanka íslands 3. desemb- er sl., bar rússneska nefndin, sem í áttu sæti háttsettir embættismenn, sjálf upp ósk um lánafyrirgreiðslu vegna saltsíldarkaupa frá yfirstand- andi vertíð, enda hafði margoft komið fram í viðræðunum um viðskipta- samninginn að lánafyrirgreiðsla væri skilyrði fyrir því að viðskiptin gætu hafist. Jafnframt undirstrikaði rúss- neska nefndin nauðsyn þess að greiðs- lusamningur yrði gerður í tengslum við viðskiptasamninginn. Fundinn í Landsbankanum sátu auk þess Sveinn Á. Björnsson formaður íslensku viðræðunefndarinnar, Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Moskvu og einar benediktsson, framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar. Lánsbeiðni Rússa var síðan staðfest með bréfí Síldarútvegsnefndar til Landsbanka íslands 9. desember með tilvísun í samkomulag um sölu á saltaðri síld milli Síldarútvegsnefndar og ríkisfyr- irtækisins Rosvneshtorg, sem undir- ritað var 4. desember, með þeir fyrir- vara af hálfu Rússa, að samkomulag gæti tekist miili Rosvneshtorgbank og Landsbanka íslands um greiðslu- fyrirkomulag." Frainkvæmdastjóri Sfldarútvegsnefndar: Fagna ákvörðun ríkisstj ómarinnar EINAR Benediktsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar telur ein- sýnt að Rússarnir sem voru fulltrúar í viðskiptaviðræðunefnd rússneska lýðveldisins hér á landi í byrjun desembermánaðar, hafi ekki undirbúið bankamál sem skyldi eftir að þeir snéru aftur tii Moskvu að samnings- gerð lokinni. „Rússarnir hafa alla tíð, alveg frá því í júní síðastliðnum, áréttað að lánafyrirgreiðsla væri skilyrði fyrir því að viðskiptin gætu hafist,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið í gær. Einar sagði að fulltrúar í rússnesku viðskiptanefndinni sem beðið hefðu um lánið í Landsbankanum á fundi 3. desember sl. hefðu augljóslega ekki unnnið sína heimavinnu nægi- lega vel, miðað við þá málafylgju sem þeir hefðu haft hér. Einar var spurður álits á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að opna á ný Tryggingadeild ýtflutningslána: „Eg fagna því að þetta mál hafi orð- ið til þess að ríkisstjórnin hafi ákveð- ið að endurvekja Tryggingadeild út- flutningslána. Nú er í athugun hjá Seðlabanka íslands, viðskiptabönkum og Síldarútvegsnefnd hvort fram- gangshraði málsins geti orðið með þeim hætti að það geti komið að gagni á þessari vertíð,“ sagði Einar. Hann sagði að vonandi væri þetta upphafið að því að samkeppnisstaða útflutningsfyrirtækja á íslandi jafn- aðist, því samkeppnisfyrirtæki í öðrum löndum hefðu notið stuðnings opin- berra útflutningstryggingasjóða um árabil. Skýrslan mun gagnast vel við endurskipulagningu á boðkerfi milli stofnana - sagði Markús Öm við umræður í borgar- sljóm um skýrslu borgarendurskoðunar SNARPAR umræður urðu um skýrslu borgarendurskoðunar á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Markús Orn Antonsson þakkaði borga- rendurskoðanda og samstarfsfólki hans fyrir skýrsluna og sagði hana eiga eftir að koma að góðu gagni þegar haldið yrði áfram með skoðun og endurskipulagningu á boðkerfi milli veitastofnana og borgarstjórnar. Tillögu Sigurjóns Péturssonar um að fela borgar- ráði að kjósa fimm manna nefnd til að fylgjast með og hafa eftirlit með lokaframkvæmdum við byggingu Ráðhússins var vísað til frek- ari umræðu í borgarráði. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs gagnrýndu einkum á fundinum að í skýrslu borgarendurskoðunar væri hvergi að finna svör við spurningum um ákvarðanaferli og fjármálalegar skuldbindingar vegna Perlunnar. I bókun Nýs vettvangs kom m.a. ann- ars fram að þegar sjálfstæðismenn hefðu vísað frá tillögu Nýs vett- vangs í borgarstjórn 19. september sl. um að skipa óvilhalla rannsókn- arnefnd til þess að leiða ofangreinda þætti fram í dagsljósið hefði borgar- stjóri látið bóka að eðlilegur úttekta- raðili í þessu tilviki væri borga- rendurskoðun. Það væri því fráleitt nú af borgarstjóra að halda því fram að skýrslugerð borgarendurskoðun- ar hefði ekki verið ætlað að komast til botns í Perlumálinu. Markús Örn sagðist hins vegar vilja undirstrika að borgarráð, borg- arendurskoðun og stjórn veitustofn- ana hefðu fengið mjög nákvæmt yfirlit yfir umframkostnað vegna framkvæmda við Perluna og það hefði því aldrei staðið til að unnið yrði enn á ný að reikningsskilum vegna hússins og þaðan af síður hefði mönnum verið ætlað að benda á einhvern sökudólg í málinu. Ábyrgðinni yrði ekki varpað á neinn einn aðila. Menn hefðu verið í góðri trú um að unnið væri eftir þeim fjár- hagsáætlunum sem lágu fyrir vegna framkvæmdanna þangað til allt of seint, aðeins með nokkurra vikna fyrirvara, að ljóst hefði orðið í hvað stefndi. Sigurjón Pétursson sagði að óhjá- kvæmilegt væri að taka mark á þeim ábendingum, sem fram kæmu í skýrslunni, læra af þeim mistökum sem þarna hefðu átt sér stað og gæta þess vel í framtíðinni að pólit- ískur ofmetnaður kostaði ekki al- menning milljónahundruð. Siguijón lagði í tengslum við þetta fram tillögu um að borgarráði yrði falið að kjósa fimm manna nefnd til að fylgjast með og hafa eftirlit með lokaframkvæmdum við byggingu Ráðhússins til að koma í í tillögunni er varað við að meg- ináhersla sé lögð á fækkun kennslu- stunda og fjölgun í bekkjardeildum líkt og rætt hefur verið um sem leiðir til sparnaðar að undanförnu, þar sem slíkt geti haft mikið óhag- ræði í för með sér og vafasamt sé um raunverulegan sparnað hins opinbera. Þá er talið mikilvægt að aukið samráð verði haft við skólayfirvöld á hveijum stað um raunhæfar leiðir til hagræðingar, t.d. betri nýtingu skólaársins, bætta tækni í búnaði og kennslu og könnun á möguleik- um breytinga í launakerfi starfs- manna. Árni Sigfússon benti á að með því að lengja skólaárið um fáeinar vikur á hveiju ári yrði til lengri tíma hægt að ná fram sparnaði. „í dag eru krakkar í grannskóla í tíu ár en ef við nýttum einn mánuð til veg fyrir að sömu mistök yrðu gerð. Samþykkt var með fimmtán sam- hljóða atkvæðum að vísa tillögunni til frekari umræðu í borgarráði. Elín G. Ólafsdóttir sagðist taka undir ábendingu úr skýrslu borga- rendurskoðunar um að hverri hinna þriggja veitustofnana verði sett sér- stök framkvæmdastjóm. Hún sagði að glöggt kæmi fram í skýrslunni að verkefnisstjórnin hefði gjörsam- lega bragðist og að yfirstjórn Hita- veitunnar virkaði ekki. Hundruðum milljóna af almannafé hefði verið sólundað út og suður án þess að nokkur virtist hafa haft heildar- ábyrgð á framkvæmdum og fjármál- viðbótar á hveiju ári yrði hægt að stytta þennan tíma niður í níu ár. Það hlýtur að vera sparnaður fólg- inn í því fyrir þjóðfélagið að mennta menn á níu árum í stað tíu,“ sagði Árni. Hann sagðist telja að með því að nýta tölvur yrði hægt að stór- bæta gæði í kennslu og skapa ha- græðingu í kennslutækni. „Það form að messa yfír hópi nemenda er ágætt svo langt sem það nær en það eru til aðrar leiðir sem þarf að skoða og nýta betur,“ sagði Ámi. Hann sagði að æviráðning kenn- ara væri sér áhyggjuefni. „Það má ekki alhæfa um einstaklinga en óneitanlega er hætta á að finna megi kennara við grunnskólana sem misst hafi áhuga á starfi sínu. Það getur ekki talist eðlilegt að æviráðn- ingin verndi slíka menn,“ sagði Árni. um. Borgcirstjórn varar við fækkun kennslu- stunda í grurniskólum BORGARSTJORN telur brýnt að nýjar aðferðir verði reyndar og þróaðar til að ná megi hagræðingu í skólakerfinu sem leiði til sömu eða aukinna gæða með minni tilkostnaði. Árni Sigfússon lagði, fyrir hönd borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, fram tillögu þess efnis á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld og var hún samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Sumarvinna fyrir unga Islendinga á N orðurlöndunum NORDJOBB 1992 hefur tekið til starfa. Umsóknarfrestur fyrir Nordjobb er frá 15. janúar til 15. mars og ber að skila umsóknum til Norræna félagsins. Nordjobb er miðlun sumaratvinnu milli Norðurlanda fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára og eru störfin, sem boðið er upp á, í löndunum öllum svo og á sjálfsstjórnarsvæðun- um á Norðurlöndum. Einnig sér Nordjobb um að útvega húsnæði og bjóða upp á tómstundastarf. í fréttatilkynningu frá Nordjobb segir m.a.: „Störfin sem bjóðast eru margvísleg. Þau eru á sviði iðnaðar, þjónustu, landbún- aðar, verslunar o.fl. og eru miðuð við faglært svo og ófaglært fólk. Launakjör miðast við kjarasamn- inga í hveiju landi og eru skattar greiddir samkvæmt sérstökum samningum við skattayfirvöld. Starfstíminn getur verið allt frá 4 vikum upp í 3 mánuði á tímabil- inu 15. maí til 15. september. Það eru norrænu félögin á Norðurlöndum sem sjá um Nordjobb, hvert í sínu landi með styrk frá Norrænu ráðherranefnd- inni. Á Islandi sér Norræna félag- ið um Nordjobb. Reiknað er mað að um 100 norræn ungmenni komi til starfa hér á landi á vegum Nordjobb 1992 og að álíka fjöldi íslenskra ungmenna fari til starfa á hinum Norðurlöndunum á vegum Nordjobb.“ Allar upplýsingar um Nordjobb 1992, þar á meðal umsóknareyðu- blöð, fást hjá Norræna félaginu sem hefur aðsetur í Norræna hús- inu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.