Morgunblaðið - 18.01.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992
27
jHeöður
r
a
morgun
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi
eftir messu. Fimmtudag: Biblíu-
lestur í safnaðarheimilinu kl.
20.30. Guðspjall og önnur rit Jó-
hannesar kynnt. Allir velkomnir.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa
kl. 11. Arna, Gunnar og Pálmi.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson prédikar.
Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Dómkórinn syngur. Organisti
Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jak-
ob Á. Hjálmarsson. Barnasam-
koma í safnaðarheimilinu á sama
tíma í umsjá Báru Elíasdóttur.
Guðsþjónusta kl. 14 á vegum
samstarfsnefndar kristinna trú-
félaga. Sr. Jónas Gíslason vígslu-
biskup prédikar. Altarisþjónustu
annast sr. Ágúst Eyjólfsson og
sr. Hjalti Guðmundsson. Fulltrú-
ar safnaðanna flytja ritningarorð
og bænir. Tónlist flytja sönghóp-
urinn „Guðný og drengirnir",
einnig Dómkórinn. Organisti
Marteinn H. Friðriksson. Mið-
vikudag kl. 12.10. Hádegisbænir
í kirkjunni. Léttur málsverður á
kirkjuloftinu á eftir og kl. 13.30-
16.30 samvera aldraðra í safnað-
arheimilinu. Tekið í spil. Kaffi-
borð, söngur, spjall og helgi-
stund.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 14. Prestursr. Fjalar
Sigurjónsson. Organisti Kjartan
Ólafsson. Félag fyrrverandi
sóknarpresta.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.6 ára börn og eldri
og foreldrar þeirra uppi. Yngri
börnin niðri. Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organ-
isti Árni Arinbjarnarson. Fyrir-
bænir eftir messu og heitt á
könnunni. Þriðjudag: Kyrrðar-
stund kl. 12.00. Orgelleikur í 10
mínútur. Fyrirbænir, altaris-
ganga og léttur málsverður og
biblíulestur og kirkjukaffi kl. 14.
Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam-
koma og messa kl. 11. Altaris-
ganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Kirkja heyrnarlausra. Messa
kl. 14. Sr.Miyako Þórðarson. Kl.
17 kyrrðarstund með íhugun. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag:
Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgun-
messa kl. 10. Sr. Tómas Sveins-
son. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum
um Hlíðarnar fyrir barnaguðs-
þjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr.
Arngrímur Jónsson. Mánudag:
Biblíulestur kl. 21.00. Kvöldbænir
og fyrirbænir eru í kirkjunni á
miðvikudögum kl. 18.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa í
kapellunni kl. 13. Organisti Birgir
Ás Guðmundsson. Sr. Kjartan
Örn Sigurbjörnsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Óskastund
barnanna kl. 11. Söngur, sögur,
fræðsla. Umsjón sr. Flóki Krist-
insson. Guðsþjónusta kl. 14. Kór
Langholtskirkju syngur. Organ-
isti Jón Stefánsson. Prestur sr.
Flóki Kristinsson. Aftansöngur
alla virka daga kl. 18. Sr. Flóki
Kristinsson.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Fermingarbörn að-
stoða. Organisti Ronald Turner.
Foreldrar fermingarbarna hvattir
til að koma. Sr. Jón D. Hróbjarts-
son. Barnastarf á sama tíma í
Guðspjall dagsins:
Jóh. 2.:
Brúðkaupið
í Kana.
umsjá Þórarins Björnssonar.
Heitt á könnunni eftir guðsþjón-
ustuna. Fimmtudag: Kyrrðar-
stund kl. 12. Orgelleikur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur máls-
verður í safnaðarheimilinu að
stundinni lokinni.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón-
usta kl. 14. Orgel- og kórstjórn
Reynir Jónasson. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Miðvikudag:
Bænamessa kl. 18.20. Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
Fimmtudag: Biblíulestur kl. 20 í
safnaðarheimilinu í umsjá sr.
Franks M. Halldórssonar.
SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl-
skyldumessa kl. 11. Organisti
Þóra Guðmundsdóttir. Prestur
sr. Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir. Barnastarf á sama tíma í um-
sjá Eirnýjarog Báru. Miðvikudag:
Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, alt-
arisganga, fyrirbænir. Léttur há-
degisverður í safnaðarheimilinu.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11 árdegis. Organleikari
Sigrún Steingrímsdóttir. Barna-
guðsþjónusta á sama tíma.
Kirkjubíllinn gengur um Ártúns-
holt og Efri Selás. Fyrirbæna-
guðsþjónusta miðvikudag kl.
16.30. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Þorvaldur
Björnsson. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu þriðjudag kl.
18.30. Sr. Gísli Jónasson.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 14. Altarisganga. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organ-
isti Guðný M. Magnúsdóttir.
Barnastarf á sama tíma. Fyrir-
bænir í Fella- og Hólakirkju mið-
vikudag kl. 18. Guðsþjónusta
miðvikudag kl. 20.30.
GRAFARVOGSSÓKN: Barna- og
fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í
félagsmiðstöðinni Fjörgyn.
Skólabíllinn fer frá Hamrahverfi
kl. 10.30 og fer venjulega skóla-
leið. Nýr sunnudagspóstur, Val-
gerður, Katrín og Hans Þormar
aðstoða. Guðsþjónusta kl. 14.
Fermingarbörn og foreldrar
þeirra sérstaklega boðin til guðs-
þjónustunnar. Vigfús Þór Árna-
son.
HJALLAPRESTAKALL. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Ingólfur Guðmunds-
son. Organisti Oddný Þorsteins-
dóttir. Sóknarnefnd.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
starf í safnaðarheimilinu Borgum
sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta
í Kópavogskirkju kl. 11. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Molasopi eftir guðsþjónustuna.
Organisti Kjartan Sigurjónsson.
Sóknarprestur.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Al-
menn guðsþjónusta, barna-
messa kl. 14. Messukaffi. Þór-
steinn Ragnarsson safnaðar-
prestur.
FRÍKIRKJAN RVÍK: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Sóley Kaldal leik-
ur á píanó. Sigríður Hannesdóttir
og hundurinn Gúliníus koma í
söguhornið. Guðsþjónusta kl. 14.
Miðvikudag: Morgunandakt kl.
7.30. Orgelleikari Pavel Smid. Sr.
Cecil Haraldsson.
KRISTSKIRKJA Landakoti:
Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10,
messa kl. 14 og ensk messa kl.
20. Laugardag: Messa kl. 14 og
ensk messa kl. 20. Aðra rúm-
helga daga messa kl. 18.
MARÍUKIRKJAN: Messa kl. 11.
Laugardag kl. 14, fimmtudag kl.
19.30. aðra rúmhelga daga kl.
18.30.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM-
ILIÐ: Samkoma kl. 17. Ræðu-
maður Jórunn Johanesen.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam-
kirkjuleg guðsþjónusta í Dóm-
kirkjunni kl. 14. Sunnudagaskóli
kl. 14. Hjálpræðissamkoma kl.
20 í umsjón hermanna.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Lágafellskirkju kl. 14.
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl.
11. Sr. Jón Þorsteinsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
Hrafnistu kl. ????????? Guðs-
þjónusta í Víðistaðasókn kl. 14.
Kór sóknarinnar syngur. Organ-
isti Úlrik Ólason. Sr. Sigurður
Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Mesa kl. 14. Organ-
isti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór
Ingason.
FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Barna-
samkoma kl. 11. Sr. Einar Ey-
jólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa kl.
8.30. Rúmhelga daga kl. 8.
YTRI-Njarðvíkurkirkja: Messa
og barnastarf kl. 11. Prestur sr.
Bjarni Þór Jónsson héraðsprest-
ur. Organisti Steinar Guðmunds-
son. Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11 í grunnskólanum í
Sandgerði. Sr. Högni Magni Jó-
hannsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 14. Sr. Högni Magni Jó-
hannsson.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 í umsjá sr. Bjarna
Þórs Bjarnasonar og starfshóps
í barnastarfi. Bjarni messar svo
kl. 14. Organisti Siguróli Geirs-
son. Sóknarprestur.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 16.
ÞORLÁKSKIRKJA: Messa og
sunnudagaskóli kl. 10.30. Organ-
isti Hákon Leifsson. Sr. Svavar
Stefánsson.
AKRANESKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14,
vænst er þátttöku fermingar-
barna og forsjármanna þeirra.
Fermingarbörn aðstoða. Fyrir-
bænaguðsþjónusta fimmtudag
kl. 18.30, beðið fyrir sjúkum. i
dag kl. 13 kirkjuskóli yngstu
barnanna. Organisti Jó. Ol. Sig.
Sr. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Messað
í Borgarneskirkju kl. 11, barna-
gæsla. Guðsþjónusta í dvalar-
heimili aldraðra kl. 14. Helgi-
stund í kirkjunni kl. 18.30. Sókn-
arprestur.
Laugardagur 18. janúar:
AÐVENTSÖFNUÐIRNIR í Rvík:
Aðventkirkjan: Biblíurannsókn
kl. 9.45 og guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Jón Hj. Jónsson.
Safnaðarheimilið Keflavík: Biblíu-
rannsókn kl. 10 og guðsþjónusta
kl. 11.15. Ræðumaður Kristinn
Ólafsson. Hlíðardalsskóli: Biblíu-
rannsókn kl. 10 og guðsþjónusta
kl. 11.15. Ræðumaður Þröstur
B. Snorrason. í Vestmannaeyj-
um: Biblíurannsókn kl. 10 og
guðsþjónusta kl. H.iRæðumað-
ur Erling B. Snorrason.
13 stúdentar braut-
skráðir á Akranesi
Akranesi.
FJÖLBRAUTASKÓLA Vesturlands á Akranesi var slitið með
athöfn laugardasginn 21. desember sl. og voru þá brautskráðir
23 nemendur skólans. Við athöfnina var Þórarinn Ólafsson kenn-
ari kvaddur en hann lætur nú af störfum við skólann en hann
hefur starfað samfellt við skóla á Akranesi frá árinu 1945, lengst
af sem kennari en hin síðari ár sem bókavörður.
Af þeim nemendum sem út-
skrifaðir voru eru 13 stúdentar, 7
af tæknisviði, 2 luku almennu
verslunarprófí og einn nemandi
brautskráðist af heilsugæslu-
braut. Baldur Már Bragason stúd-
ent á eðlisfræðibraut náði bestum
árangri stúdenta á haustönninni
og hlaut hann verðlaun úr minn-
ingarsjóði Þorvaldar Þorvaldsson-
ar fyrir góðan árangur í stærð-
fræði og eðlisfræði.
í máli skólameista, Þóris Ólafs-
sonar, við þetta tækifæri kom
fram að við upphaf haustannar
1991 voru nemendur í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands 740 að tölu.
Kennsla fór fram á 4 stöðum á
Vesturlandi, Akranesi, Borgar-
nesi, Ólafsvík og Stykkishólmi.
Skólinn er svæðisskóli fyrir
Vesturland og eiga sveitarfélögin
á svæðinu hlutdeild í uppbyggingu
og starfsemi hans. Nýr samningur
um starfsemi skólans verður und-
irritaður á árinu 1992 en eldri
samningur um skólann er frá ár-
inu 1987 og orðinn nokkuð úreltur
vegna breyttra ákvæða í lögum
um framhaldsskóla. Á því ári
verður einnig tekin í noktun ný
þjónustubygging fyrir skólann
sem mun breyta aðstöðu nemenda
og starfsfólks til mikilla bóta.
Áætlað er að vinna fyrir um
50.000.000 kr. í byggingunni á
árinu. Niðurskurður á rekstrarfé
og launakostnaði veldur hins veg-
ar áhyggjum enda kreppir hann
mjög að allri eðlilegri starfsemi
skólans.
Á haustönn 1991 hófst í sam-
vinnu við Sjúkrahús Akraness
verkleg kennsla fyrir sjúkraliða
og geta nemendur nú lokið því
námi til starfsréttinda við skólann.
Námskeið á vegum Farskóla voru
nokkur haldin á önninni og er
fyrirhuguð aukning á þeirri starf-
semi á næstum önnum. Talsverð
eftirspurn er eftir utanskólanámi
og þarf að gera skólanum betur
kleift en nú að sinna þeirri þörf.
Kennarar og starfsmenn skólans
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Útskriftanemendur ásamt skólameistara.
. fVft TSl >■
;:í -1J9 Jllt
á Akranesi voru alls 67 á önninni.
í kveðju sinni minnti skóla-
meistari nemendur á að gefa
gaum að þeim tækifærum sem
gæfust til að líta bjartsýnum aug-
um á framtíðina og nýta menntun
sína á jákvæðan hátt.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir,
nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd
brautskráðra nemenda og þakkaði
kennurum og nemendum ánægju-
lega samveru í skólanum. Skóla-
kórinn söng við athöfnina undir
stjórn Ragnheiðar Ólafsdóttur og
Anna Björk Nikulásdóttir nem-
andi á tónlistarbraut lék á píanó.
Að athöfninni lokinni var við-
stöddum boðið til veislukaffis í sal
þjónustubyggingar skólans, sem
brátt verður fullbúin.
- J.G.