Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992
29
Fyrri umræða fjárhagsáætiunar á þriðjudag:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
í sílaleit
Ungir og athafnasamir snáðar leita sér víða ævintýra. Félagamir tveir
gerðu sér lítið fyrir og óðu út í sjóinn í dokkinni við Strandgötuna
og ösluðu þar um í leit að sílum, sem þeir og fundu.
Aætlimin sýnir að við er-
um í sókn en ekki vörn
- segir Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar
FJÁRHAGSAÆTLUN bæjarsjóðs Akureyrar og stofnana verður
tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Forsend-
ur áætlunarinnar miðast við þriggja ára áætlun sem gerð var
seinni hluta síðasta árs, en meginmarkmið hennar gerðu ráð fyr-
ir að rekstrarkostnaður færi aldrei yfir 71% af tekjum bæjarins
og þá var stefnt að því í áætluninni að lækka skuldir bæjarins,
nema að því er varðar félagslegar íbúðabyggingar um 5% á ári
og að rekstrarafgangi yrði varið til framkvæmda.
Sigurður J. Sigurðsson forseti
bæjarstjórnar sagði að miðað væri
við þessi markmið í fjárhagsáætl-
un fyrir þetta ár, en óvissa vegna
fyrirhugaðrar skattheimtu ríkisins
vegna „bandormsins" svokallaða
gæti vissulega sett strik í reikning-
inn. Hann gæti kostað Akur-
eyrarbæ allt að 40 milljónir króna,
sem ekki hafí verið gert ráð fyrir
við gerð fjárhagsáætlunar. Sigurð-
ur sagði að vonast væri til að ljóst
yrði fyrir síðari umræðu fjárhags-
áætlunar, 4. febrúar næstkom-
andi, hverjar álögur yrðu á sveitar-
félögin vegna „bandormsins“
þannig að unnt væri að laga áætl-
unina á milli umræðna.
Helstu framkvæmdir sem ráðist
verður í á árinu lúta að skóla- og
öldrunarmálum. Reiknað er með
að veija á milli 60 og 70 milljónum
króna til öldrunarmála, m.a. með
kaupum á sambýli fyrir aldraða,
þá mun bærinn taka þátt í íbúða-
byggingu aldraðra við Bugðusíðu
auk þess sem gert er ráð fyrir að
á árinu verði gengið frá kaupum
bæjarins á kjallara Sjálfsbjargar-
hússins, Bjargi, sem innréttaður
verður sem þjónustumiðstöð í
tengslum við byggingu íbúða fyrir
aldraða þar.
Hvað varðar skólamál verður
um 50 milljónum króna varið til
að ljúka byggingu kennsluálmu
við Síðuskóla auk þess sem um
60 milljónir króna fara til bygg-
ingaframkvæmda við Verkmennt-
askólann. Þá er i fjárhagsáætlun
gert ráð fyrir að byggja eina dag-
vist á árinu og reiknað er með
töluverðum framkvæmdum á sviði
íþröttamáia, en samningar við
íþróttafélög í bænum hljóða upp á
sjötta tug milljóna. Reiknað er
með að í ár verði keyptir bekkir í
íþróttahöllina og að undirbúningur
vegna endurbóta á Sundlaug Ak-
ureyrar hefjist.
„Þessi áætlun sýnir að við erum
í sókn en ekki vörn, hér fjölgaði
fólki umfram landsmeðaltal á síð-
astliðnu ári og við erum að vona
að Akureyri sé í sókn þrátt fyrir
erfiðleika sem við okkur hafa blas-
að í atvinnulífinu og þessi áætluií^
tekur mið af því. Það er langur
vegur frá að svartnætti sé yfír
þessari áætlun,“ sagði Sigurður.
„Það er auðvitað mikilvægt að
forsendur fjárhagsáætlunarinnar
haldi, en þá er ljóst að við getum
farið í töluverðar framkvæmdir á
næstu þremur árum.“
Leikfélag Akureyrar:
Saga leiklistar á Akureyri
gefin út á 75 ára afmæli LA
SAGA leiklistar á Akureyri eftir Harald Sigurðsson verður gefin út
í tilefni 75 ára afmælis Leikfélags Akureyrar sem er hinn 19. apríl
næstkomandi. Haraldur hefur unnið að efnisöflun í ritið í fjölda
ára og verður það hafsjór fróðleiks um alla leiklistarviðburði á
Akureyri í 132 ár.
í útgáfustjórn bókarinnar eru
Jón Kristinsson, Signý Pálsdóttir
og Svavar Ottesen auk höfundar-
ins sjálfs.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Léttklæddir við bílaþvott
Fólki er gefínn kostur á að
kaupa bókina í áskrift á mun lægra
verði en í verslunum og fá um leið
nöfn sín letruð í bókina sem sérs-
takir styrktaraðilar. Þeir sem ætla
að gerast áskrifendur að bókinni
verða að hafa samband við miða-
sölu Leikfélags Akureyrar fyrir lok
janúar.
Saga leiklistar á Akureyri verð-
ur ítarlegt heimildarrit skreytt
hundruðum mynda. Þar verður
ekki einungis getið allra leikrita
sem LA hefur sett á svið og ein-
staklinga sem þar koma við sögu,
heldur einnig allra gestaleikja á
Akureyri og sýninga annarra
félaga á svæðinu sem unnið hafa
að uppsetningu leikrita allt frá
fyrstu leiksýningum á Akureyri
árið 1860 til væntanlegrar frum-
sýningar á íslandsklukkunni í mars
1992. Frá aldamótum fylgir nær
hveiju leikriti hlutverkaskrá, ljós-
myndir og umsagnir úr bæjarblöð-
unum og aftast er heildaryfírlit um
allar sýningar LA og margvíslegar
aðrar skrár.
Þetta er saga þróunar, jafnt leik-
listarinnar sem vaxtar bæjarins
sjálfs, þar sem byijað var með tvær
hendur tómar, en þetta hálfdanska
þorp rétti úr kútnum og fékk kaup-
staðarréttindi 1962. í kjölfar
grósku bæjarins fylgdi leiklistin
sem átti dijúgan þátt í menningar-
lífí Akureyrar og hefur nú blómg-
ast í fullgildu atvinnuleikhúsi.
Messur á Akureyri
AKUREYRARKIRKJA: Sunnu-
dagaskólinn fer í heimsókn í
Glæsibæjarkirkju á morgun,
sunnudag. Farið verður á rútum
frá Akureyrarkirkju kl. 10.40. Öll
börn velkomin ásamt foreldrum
sínum. Ferðin verður þátttakend-
um að kostnaðarlausu. Messað
verður í Akureyrarkirkju sunnu-
dag kl. 14. Fermd verður í athöfn-
inni Ásta Laufey Egilsdóttir, Mó-
asíðu 4a. Bræðrafélagsfundur
verður í Safnaðarheimilinu eftir
messu. Æskulýðsfélagsfundur
verður í kapellunni kl. 17. Bíbiíu-
lestur verður í Safnaðarheimilinu
á mánudag kl. 20.30. Sóknar-
prestarnir.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og
bænastund í kirkjunni í dag, laug-
ardag, kl. 13. Samkirkjuleg
guðsþjónusta á sunnudag kl. 14
með þátttöku hvítasunnusafnað-
ar, aðventista, Hjálpræðishers
og rómversk-kaþólskra. Séra
Halldór Gröndal predikar. Beðið
fyrir einingu kristinna manna. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson.
Það er létt yfír mönnum þessa blíðviðrisdaga og við liggur að veðrið
hafí ruglað fólk svo í ríminu að það er farið að huga að því að setja
niður kartöflur! Þessir ungu piltar dunduðu við það í góða veðrinu í
gær að þvo bifreið sína og voru við þá iðju á stuttermabolum, sem
telja verður fremur fátítt í janúarmánuði.
rekstrar-
GUNNAR Frímannsson hefur ver-
ið ráðinn rekstrarstjóri við Tón-
listarskólann á Akureyri. Gengið
var frá ráðningunni á fundi stjórn-
ar skólans á fimmtudag, að sögn
Valgerðar Hrólfsdóttur, formanns
stjórnarinnar.
Valgerður sagði að jafnframt hefði
verið ákveðið að Michael Jón Clarke
yrði faglegur skólastjóri við skólann.
Roar Kvam, sem ráðinn var skóla-
stjóri síðastliðið vor, óskaði eftir leyfí
frá störfum og hefur hann nú sett á
stofn eigin tónlistarskóla, Tónmennt-
askólann á Akureyri. Um þessar
mundir eru því starfræktir þrír tón-
listarskólar í bænum, þar sem annar
einkaskóli, Hljómskólinn, var stofn-
aður síðastliðið haust.
Gunnar Frimannsson, sem verið
hefur kennari við Menntaskólann á
Akureyri undanfarin ár, mun taka
við hinu nýja starfi innan skamms
og gegna því út þetta skólaár eða
til 1. ágúst næstkomandi.
OPIÐ HÚS
18.-19. JANÚAR
Laugardagur 18. janúar kl. 13.00-17.00.
Sunnudagur 19. janúar kl. 13.00-17.00.
Kynnt verður starfsemi Tölvufræðslunnar
á komandi mánuðum t.d.:
• SKRIFSTOFUTÆKNINÁMIÐ
ásamt mörgum öðrum áhugaverðum námskeiðum.
Komið og kynnið ykkur starfsemi Tölvufræðslunnar.
ATH.: Sunnudaginn 19. janúar
verður sérstök kynning á
Windows og Windows-tengdum forritum.
Innritun er hafin í síma 27899.
Hafið samband og við sendum bækling.
• Tölvunám „NÁM SEM NÝTIST"
Allir velkomnir - veitingar
Visa/Eurocard greiðslukjör.
Tölvufræðslan Akureyri hf.f
Glerárgötu 34, 3. hæð, 600 Akureyri, sími 27899.
Tónlistarskólinn:
Ráðinn