Morgunblaðið - 18.01.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
31
Frá nýafstaðinni meista.rakeppni í samkvæmisdönsum,
Danskennara-
próf 4 ára nám
DANSRÁÐ ísland hefur sent frá
sér athugasemd, sem það hefur
beðið um birtingu á. Yfirlýingin
er svohljóðandi:
Til þess að taka danskennarapróf
á íslandi þarf 4 ára nám. Námið
stendur öllum til boða, sem náð
hafa 18 ára aldri og réttindi öðlast
þeir, sem standast þær prófkröfur,
sem gerðar eru.
Danskennarafélögin eru tvö
F.Í.D., Félag íslenskra danskennara
pg D.S.Í., Danskennarasamband
íslands. Börn og unglingar eru
stærsti hluti nemenda allra danskól-
anna, en þeir eru 15 talsins og
starfa um allt land.
Fullyrðing eins dansskólans í
auglýsingu nýverið um að hann sé
eini dansskólinn á landinu sem sér-
hæfir sig í dönsum fyrir börn og
unglinga er því ekki rétt. Hins veg-
ar er það rétt, að umræddur dans-
skóli er ekki í F.Í.D. eða D.S.Í.
vegna réttindaskorts.
I Dansráði íslands eru kosnir
fulltrúar beggja félaganna til að
starfa að sameiginlegum hagsmun-
um danskennara, rétti og uppbyggj-
andi danskennslu allra landsmanna.
Skemmst er að minnast nýafstað-
innar meistarakeppni í samkvæm-
isdönsum, sem Dansráð íslands stóð
fyrir og fleiri hundruð nemendur
tóku þátt í. Dansráðið vill því af
gefnu tilefni ítreka þá skoðun Ráðs-
ins, að eina tryggingin fyrir réttri
tilsögn í dansi er, að starfandi skól-
ar séu í danskennarafélögum lands-
ins.
Jóla- og líknarmerki 1991
Jóla- og líknarmerki 1991.
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Eins og venjulega er það Bolli
Davíðsson í Frímerkjahúsinu, sem
sendir þættinum jóla- og líknar-
merki til birtingar. Skulu honum
enn færðar þakkir fyrir þessa hug-
ulsemi við þáttinn og safnara. Þessi
merki eru hugsuð til álfmingar á
jólapóstinn samhliða frímerkjum,
sem eru auðvitað gi’eiðsla fyrir
sjálft burðargjaldið. Þannig tengj-
ast þau með nokkrum hætti frí-
merkjum og söfnun þeirra
Aldrei hef ég fengið tölur um
það, hversu vel gengur að selja
jóla- og líknarmerki. Fyrir mörgum
árum — eða um það leyti, sem
Póst- og símamálastofnunin hóf
útgáfu sérstakra jólafrímerkja, lét
ég þá skoðun í ljós, að slík útgáfa
myndi smám saman draga úr sölu
jóla- og líknarmerkja. Ég held
þetta sé nú að koma skýrt í ljós
og dæmi það af því, hversu sjald-
gæf þau virðast vera orðin á jóla-
pósti. Fyrir tveimur árum gerði ég
smákönnun á þessu á jólabréfum
til eins viðtakanda. Nú gerði sami
viðtakandi aftur könnun á jóla-
pósti sínum. Hann fékk 65 innlend-
ar jólakveðjur og 11 frá Norður-
löndum og þijár frá Bandaríkjun-
um. Hve mörg jóla- eða líknarfrí-
merki voru nú notuð á þennan jóla-
póst? Af innlendu kveðjunum voru
52 með jólafrímerkjum eða 80%
og 12 með öðrum frímerkjum eða
18,5%, en einungis eitt með jóla-
merki Thorvaldsensfélagsins og
almennu 30 kr. frímerki eða 1,5%.
Af kveðjum frá Norðurlöndum voru
sex án jólamerkja eða 55% og fimm
með jóla- eða líknarmerkjum eða
45%. Af kveðjum frá Bandaríkjum
voru tvær án jólamerkja eða 67%
og eitt með jólamerki eða 33%.
Þessar tölur tala sínu máli, en vita-
skuld er þetta einungis vísbending,
því að könnun á öðrum jólapósti
getur leitt til annarrar niðurstöðu.
Þó mætti segja mér, að þessar töl-
ur séu ekki mjög fjarri hinu rétta.
Eins og hér kemur fram, virðist
notkun jóla- eða líknarmerkja hér-
lendis stinga mjög í stúf við önnur
Norðurlönd. Erfitt er að segja til
um, hvað veldur, en segja mætti
mér, að flestum sendendum hér á
landi þyki nægjanlegt að nota ein-
göngu jólafrímerki á jólapóstinn.
Þetta eru einmitt þau rök, sem ég
notaði, þegar ég ræddi fyrst um
þá „hættu, sem útgáfu jóla- og
líknarmerkja væri búin af sérstök-
um jólafrímerkjum póststjórn-
arinnar. Fyrir síðustu jól komu
út jóla- og líknarmerki frá níu fé-
lögum. Eru flest þeirra orðin kunn
meðal safnara. Eins og venjulega
er þau nefnd hér eftir útgáfualdri.
Þá verður Thorvaldsensfélagið
fyrst í röðinni. Síðan kemur Kven-
félagið Framtíðin á Akureyri. Rot-
aryklúbbur Hafnarfjarðar sendir
enn merki á þennan markað. Líkn-
arsjóður Tjaldanesheimilisins kem-
ur þessu næst með merki sitt. Að
þessu sinni með mynd af Dómkirkj-
unni í Rvík, séða frá Austurvelli.
Ungmennafélag Dalamanna og
Norður-Breiðfirðinga sendir frá sér
fimmta líknarmerki sitt og að
þessu sinni með mynd af Staðar-
fellskirkju. Ungmennasamband
Borgarfjarðar gefur einnig út
fimmta merki sitt með kirkjubygg-
ingu og nú með mynd af Bæjar-
kirkju. Lionsklúbbur Njarðvíkur
gefur út merki í þriðja sinn og
sækir enn sem fyrr myndefni til
kirkna. Varð kirkjan í Ytri-Njarð-
vík fyrir valinu. Þá gefur söfnuður-
inn í Stykkishólmi út merki með
mynd af altarisklæði kirkju sinnar.
í hópinn frá í fyrra vantar nú Li-
onsklúbb Siglufjarðar, en hann gaf
út líknarmerki í mörg ár. í staðinn
má svo bæta við líknarmerki á
vegum kaþólska safnaðarins á ís-
landi. Hann sendi út merki fyrir
jólin í fyrra. Þar sem mér var þá
ekki kunnugt um þessa útgáfu,
birtist hér bæði merkið frá 1990 og
1991.
Fiskur sem veislumatur
Góðir lesendur, ég óska ykkur gleðilegs nýárs.
Jólin eru íiðin með allskonar þungmeltum mat og nú kallar líkaminn á léttmeti, hvað er
þá betra en fiskur, sem hægt er að matreiða á einfaldan en ljúffengan hátt, fiskur sem
hentar jafnt í síðbúnar jólaveislur sem á hversdagsborðið. Senn kemur þorrinn, og þá
verður aftur þungur matur hjá þeim íslendingum, sem blóta þorra. Búðirnar eru famar að auglýsa
hrogn og lifur og á þessum árstíma er ýsan feit og góð og lúðan stór og smá er enn sem fyrr hin
ljúffengasta fæða.
Ég býð gestum sjaldan til kjötmáltíðar en hef oftast fisk í mínum matarboðum, og oft fleiri en
einn rétt, einskonar „raðrétti". Þessar fiskmáltíðir eru fljótmatreiddar, meðan einn réttur er snædd-
ur, sér sá næsti um sig sjálfur á pönnunni eða í bakaraofninum. Sá fyrsti er ýmist kaldur eða heitur.
Svo er sjálfsagt að bera heimabakað brauð með, en þegar brauðið er tekið úr ofninum, er ofninn
heitur og tilbúinn fyrir fiskinn. Sjaldgæft er að íslendingar beri eingöngu fiskrétti á borð fyrir
gesti sína, en við eigum svo góðan fisk, að varla er völ á betra hráefni og er lítill vandi að klæða hann
í veislubúning.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Lúða (heilagfiski) með
tómatmauki
2 stórar lúðusneiðar (800-1.000
g)
safi úr 1 sítrónu
1 tsk. salt
nýmalaður pipar
2 tsk. matarolía
2 tsk. smjör
100 g hreinn ijómaostur
'h dl heitt vatn
1 dl gott edik
2 msk. tómatmauk (puré)
ferskt dill eða 1 msk. þurrkað
nokkrar fylltar ólívur (má sleppa)
ferskt dill til skrauts (má sleppa)
1. Hitið bakaraofn í 200° C,
blástursofn í 180° C.
2. Setjið smjör og olíu á eldf-
ast fat, setjið það í ofninn þar til
smjörið hefur bráðnað, takið þá
úr ofninum og smyijið botn fats-
ins með því og olíunni.
3. Skafið roðið á lúðusneiðun-
um örlítið, hreinsið úr þeim blóð
og skerið ugga af. Skolið og þerr-
ið síðan sneiðarnar.
4. Kreistið safann úr sítrón-
unni, hellið yfir báðar hliðar lúðu-
sneiðanna, stráið á þær salti og
pipar og látið bíða í 10 mínútur.
5. Hrærið ijómaostinn út með
heitu vatni. Gott er að nota gaf-
fall til þess. Hrærið síðan edik og
tómatmauk út í, klippið dill út í
eða notið þurrkað dill.
6. Setjið lúðusneiðarnar á eld-
fasta fatið í bakaraofninn, hafið
þar í 5 mínútur, takið þá fatið
úr ofninum, snúið sneiðunum við
og hellið tómat/ediksleginum yfir
sneiðamar. Setjið lok eða bökun-
arpappír yfir fatið og bakið í um
10-12 mínútur í viðbót. (Tími fer
eftir þykkt sneiðanna.)
7. Skerið ólífumar í sneiðar og
stráið yfir, leggið ferskar dill-
greinar yfir.
Meðlæti: Soðnar kartöflur og
niðursneitt kínakál með tómat-
og gúrkusneiðum.
Ýsa með eplum og beikoni
1 ýsuflak, 600-700 g
safi úr 'h sítrónu
1 tsk. salt
1 tsk. karrý
mikið af nýmöluðum pipar
2 tsk. smjör + 2 tsk. matarolía
2 epli
5 stórar sneiðar beikon
'h dl vatn
50 g hreinn rjómaostur
1. Roðdragið flakið, skerið úr
því bein.
2. Skolið og þerrið flakið, hell-
ið sítrónusafa yfir það, stráið á
það salti, pipar og karrý og látið
bíða í 10 mínútur.
3. Setjið olíu og smjör á eldf-
ast fat, hitið bakaraofninn í 200°
C, blástursofn í 180° C, setjið
fatið í bakaraofninn þar til smjör-
ið er bráðnað, takið þá fatið úr
ofninum og smyijið feitinni um
það.
4. Leggið flakið á fatið, annað-
hvort í heilu lagi eða í bitum.
5. Afhýðið eplin, stingið úr
þeim kjarnann og skerið í 'h sm
þykkar sneiðar. Raðið sneiðunum
þétt ofan á flakið.
6. Skerið beikonið í smábita
og stráið yfir.
7. Hellið vatninu meðfram
fiskinum á fatinu. Látið bakast í
10-12 mínútur.
8. Takið fatið úr ofninum, hall-
ið örlítið svo að soðið renni til
hliðar. Þeytið rjómaost út í soðið
með gaffli. Ausið síðan yfir fisk-
inn og berið á borð.
Meðlæti: Soðnar kartöflur,
blaðsalat með eplum og steinselju
eða það salat sem ykkur hentar.
Einnig er gott að bera fram soðin
hrísgijón með þessu.