Morgunblaðið - 18.01.1992, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
fólk í
fréttum
Ahugasamir bingospilarar.
Morgunblaðið/Steinunn Osk Kolbeinsdóttir
FELAGSSTARF
Krakkamir skemmtu
þeim eldri á Hvolsvelli
að var þröngt setinn bekkurinn
á hinni árlegu fjölskylduhátíð
hjá félagsmiðstöðinni Tvistinum,
föstudagskvöldið 10. janúar sl., sem
Keppendur í hæfíleikakeppninni.
haldin var í félagsheimilinu Hvoli.
Þá skemmtu krakkar á öllum aldri,
systkinum, ömmum, öfum, foreld-
rum, vinum og fleira fólki af hjart-
ans lyst.
Hátíðin hófst með bingóspili og
voru glæsilegir vinningar í boði sem
fyrirtæki á staðnum gáfu. Þá sýndu
nemendur í dansskóla Auðar Haralds
dans. Krakkar frá 6 ára til 16 ára
sýndu góða takta, hvort heldur um
var að ræða fingrapolka eða rokk.
Hápunktur kvöldsins var svo hæfi-
leikakeppnin. Að þessu sinni sýndu
þátttakendur söngleikni sína við við
undirleik Smára Eggertssonar.
Sigurvegarar að þessu sinni voru þau
Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir og
Árni Þór Guðjónsson. Þau eru bæði
tólf ára og sungu sig inní hjörtu
áheyrenda með laginu Játningu.
Sigfús Halldórsson samdi lagið en
Tómas Guðmundsson gerði ljóðið.
Sigurlaunin voru peningainnistæða í
Landsbankanum á Hvolsvelli.
Að lokum var dansað við dynjandi
undirleik hljómsveitarinnar Munkar í
meirihluta.
- S.Ó.K.
Barnaskór -JPf! Barnaföt
TILBOÐSDAGAR
Hefjast f dag
30 - 50% afsláttur
af olfum vörum í búðinni.
ÚLPUR, BUXUR, PEYSUR,
NÆRFÖT, SKÓR O.M.FL.
VANDAÐUR FATNAÐUR. FRÁBÆR VERÐ.
Opið laugard. kl. ÍO00 - 1600
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
X & z
BARNAFATAVERSLUN
SKÓL.AVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682
Alls kyns Óvættir voru á vappi. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
VESTMANNAEYJAR
Fjölmenni á
þrettándagleði
Vestmannaeyjum.
Mikill fjöldi Eyjamanna tók
þátt í þrettándagleði sem
Knattspyrnufélagið Týr stóð
fyrir í Eyjum á mánudag. Jóla-
sveinar fóru blysför um bæinn
og álfar, púkar og tröll stigu
dans á íþróttavellinum ásamt
Grýlu og Leppalúða.
Týr hefur séð um þrettánda-
gleðina í Eyjum í áratugi og
eru hátíðarhöldin ávallt með
svipuðu sniði.
Flugeldasýning hófst klukk-
an átta og um leið tendruðu
jólasveinar kyndla sína á Hánni,
fjalli vestan við bæinn. Þeir
gengu síðan fylktu liði til bæjar-
ins þar sem bæjarbúar biðu
þeirra og gengu með þeim um
bæinn við undirleik og söng.
Á íþróttavellinum var síðan
stiginn álfadans og þar sýndu
sig alls konar furðudýr og tröll
að ógleymdum hjónunum Grýlu
og Leppalúða.
Frá íþróttavellinum var síðan
gengið til Sjúkrahússins en síð-
an héldu jólasveinarnir og
fylgdarlið til fjalla á ný þar sem
þau dvelja í hellum sínum til
næstu jóla.
Ágætisveður var þegar hátíð-
arhöldin fóru fram og var þátt-
taka Eyjabúa með mesta móti.
Grímur
Alfakóngvr og drottning ásamt fríðu föruneyti.
COSPER
- Þú getur sparar þér að ganga í svefni í nótt, vinnu
konan er í fríi.