Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
Billy bjargvættur
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóborgin:
Billy Bathgate
Leikstjóri Robert Benton.
Handrit Tom Stoppard,
byggt á skáldsögu E.L.
Doctorow. Kvikmynda-
taka Nestor Almendros.
Aðalleikendur Dustin
Hoffman, Nicole Kidman,
Lauren Dean, Bruce Will-
is, Steven Hilí. Bandarísk.
Touchstone 1991.
Líkt og söguhetjan í
GoodFellas, á táningurinn
Billy Bathgate (Dean), sér
þann draum heitastan að
verða gangster. Enda
kreppan í hámarki og þeir
einu sem berast á og eiga
aur eru gangsterar. Fremst-
ur í flokki þeirra er undir-
heimakóngurinn Dutch
Schultz (Hoffman) og af
bragðvísi kemur Billy sér í
mjúkinn hjá honum og er
tekinn í hópinn sem vika-
piltur.
Schultz þarf að ryðja úr
vegi Weinberger (Willis),
einum sinna hægrihandar-
manna, en heldur eftir
glæstri vinkonu hans,
Preston (Kidman). Þegar
Schultz er leiddur fyrir rétt
vegna skattsvika fær Bath-
gate m.a. það verkefni að
hafa ofanaf fyrir ungfrú
Preston og verður sú
ákvörðun afdrifarík.
Afar áferðarfallegt
glæþadrama, útlitið er óað-
finnanlegt — allt frá glæsi-
vögnunum og íburðarmikl-
um vistarverunum til
munstranna í þverslaufun-
um. Og það er ekkert smá-
menni sem fangar and-
rúmsloft ú'órða áratugarins
á filmuna, heldur enginn
annar en einn snjallasti
kvikmyndatökustjóri okkar
Brellur og bófahasar
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabió:
Brellubrögð 2 - „FX 2“.
Leikstjóri Richard
Franklin. Aðalleikendur
Bryan Brown, Brian
Dennehy, Rachael Ticot-
in, Joanne Gleason, Phil
Bosco. Bandarísk. Orion
1991.
Hér segir í annað sinn
af brellumeistaranum
snjalla, Bryan Brown, og
viðskiptum hans við lag-
anna verði og óþjóðalýð
New York-borgar. Hann
verður við ósk lögreglunnar
og setur upp útsmogna
brellugildru til að koma lög-
um yfír hættulegan morð-
ingja sem er ný sloppinn
úr fangelsi. Kauði býtur á
agnið en allt fer úrskeiðis
og fyrr en varir er Brown
flæktur í grunsamlegt sam-
særi innan lögreglunnar.
Leitar hann hjálpar Denn-
ehys, síns gamla félaga (úr
FX), og með aðstoð hans
og brellnanna leysir hann
málið á elleftu stundu.
FX gekk betur en menn
þorðu að vona, einkum sök-
um ágætra brellna og eins
eru þær það ásjálegasta í
framhaldinu. Söguþráður-
inn fylgir frummyndinni
lengst af dyggilega en er
mun tætingslegri og hefð-
bundinni framvindu varpað
fyrir róða um miðja mynd.
Framan af er FX 2 prýðileg-
ur þriller en eftir vendi-
punktinn, mistök sem kosta
lífíð lögreglumann (barns-
föður og fyrrum eiginmann
kærustu Bryans, svo ekki
vantar dramatíkina), breyt-
ist myndin nánast í farsa
með hinum hugvitssamleg-
ustu brellum. Einkum atrið-
ið í verslanamiðstöðinni,
þegar Bryan hagnýtir sér
bragðarefskunnáttu sína úr
kvikmyndaheiminum til að
leika á morðingja sem hann
er að flýja. En myndin er
svo lauflétt og léttvæg að
stílbrotin koma ekki að sök,
FX 2 er ekki ætlað stærra
hlutverk en að vera sóma-
samlegt stundargaman og
tekst það. Brögðin, þó þau
séu oft aðeins bragðanna
vegna, standa vel fyrir sínu
og helstu karlleikararnir eru
sjóaðir bragðarefír. Leik-
stjórinn er kunnur fyrir vel
frambærilegar B-myndir.
VITASTIG 3
SÍMI623137
Laugard. 18. jan. Opið kl. 23-03.
KK-BLÚS '92
KK-SÖNGUR, GÍTAR,
ELLEN KRISTJÁNSDOTTIR, SÖNGUR,
EYÞÓR GUNNARSSON, HLJÓMBORÐ,
ÁSGEIR ÓSKARSSON, TROMMUR,
ÞORLEIFUR GUÐJÓNSSON, BASSI,
ATH. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 23
V/EINKASAMKVÆMIS
ÞETTA VERÐUR BRJÁLÆÐISLEGA
HRESSTLAUGARDAGSKVÖLD!
engum likur!
GÖMLU DANSARNIR
í HREYFILSHÚSINU
í kvöld kl. 21-02. Pantanir í síma 34090
frá kl. 18.00-20.30 og við innganginn.
Siffi og félagar. Söngkona Kristbjörg Löwe.
Allirvelkomnir.
Elding.
Atriði úr Billy Bathgate, nýjustu mynd Roberts Benton,
tíma, Nestor Almendros.
Sagan er bæði ljót og fög-
ur. Hún snýst í kringum
hinn illræmda Dutch Scultz,
hefst þegar farið er að halla
undir fæti hjá þessum sögu-
fræga glæpajöfri. Aðrar
persónur eru flestar skáld-
skapur hins góðkunna rit-
höfundar E.L. Doctorow og
leikritaskáldið Tom Stopp-
ard hefur skrifað kvik-
myndagerð skáldsögunnar.
Valinn maður í hverju rúmi.
Listilega fléttað saman
hroðaverkum glæpaflokks-
ins og ljúfri hrifningu ungl-
ingsins og glæponadúkk-
unnar Preston.
Hoffman fer á kostum
sem fyrr og yfírgnæfir aðra
ágætisleikara. Nærvera
hans er svo sterk að maður
fínnur fyrir henni þó hann
sé ekki í mynd. Hunn lumar
ætíð á ferskum töfrabrögð-
um, nú er það m.a. ný rám
og gróf rödd sem hann beit-
ir við persónusköpunina.
Dean er aðlaðandi leikari í
sínu fyrsta stórhlutverki
skynsams stráks sem hélt
sig vera einn af milljón og
geta „lært til glæpons“, en
fékk sig fullsaddan. Kidman
er glæsileg og trúverðug
sem viðhald stórglæpona
sem segir reyndar að þeir
séu “gangsterarnir henn-
ar“. Gamalkunnur góðleik-
ari úr ijölda aukahlutverka,
Steven Hill, fer hér með
veigamikið hlutverk „fjár-
málastjóra" Schultz, og
farnast það með prýði.
Sama má segja um Willis í
bitastæðu smáhlutverki.
Benton heldur endunum
saman og skapar sterka og
forvitnilega mynd með
mögnuðum leik og stórkost-
legum atriðum. Minnir
meira að segja á meistara
Hitchcock í listilega vel
gerðu og klipptu spennuatr-
iði á veðreiðunum. Honum
hefur tekist með sínu frá-
bæra fólki að gera BiIIy
Bathgate „öðruvísi", bæði
fyndna, grimma og Ijúfa í
senn. Það hefur ekki verið
meiningin að skrá hér nýjan
kafla í kvikmyndasöguna
en ætlunarverkið tekst, að
segja litla, góða sögu á fag-
legan og hreinskiptinn hátt.
Heimnii
m
skemmtir gestum Rauða Ijónsins
í kvöld
Snyrtilegur klæðnaður
café
opiö í kvöld kl. 11-3
850 kr.
Þroskasaga Henrys
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Mál Henrys („Regarding
Henry“). Sýnd í Háskóla-
bíói. Leikstjóri: Mike
Nichols. Aðalhlutverk:
Harrison Ford, Annette
Bening, Bill Nunn, Mikki
Allen, Donald Moffat og
Nancy Marchand.
Það er dálítið kaldrana-
legt en forsendurnar sem
melódramað Mál Henrys
gefur sér eru þær að til að
uppi níunda áratugarins sjái
að sér í tilfinningaleysi og
fégræðgi og taki að meta
hin raunverulegu lífsins
gæði, sem myndin segir
okkur að er heiðarlegt fjöl-
skyldulíf, þarf hann að fá
skot í höfuðið.
Þetta er nákvæmlega það
sem kemur fyrir Harrison
Ford í Máli Henrys. Hann
leikur samviskulausan stór-
fyrirtækjalögfræðing og
alls engan „vin litla manns-
ins“. Við sjáum hann fyrst
troða í svaðið bláfátækan
mann sem vill ná fram rétti
sínum gegn moldríku
sjúkrahúsi. Fjölskyldu sína
þekkir Harrison aðeins af
afspurn enda virðist lítil
dóttir hans þunglynd. Allur
tíminn fer í framann, glæsta
en kannski ekki heiðarlega
sigra, samkvæmi og
limósínur.
Kvöld eitt fer hann út í
sjoppu að kaupa sígarettur
og er skotinn í höfuðið af
vopnuðum þjófum. Hann lif-
ir það af en missir minnið
og lamast. Hann gengur í
barndóm og þarf að læra
að tala og ganga upp á
nýtt, kynnast vinum sínum
og vinnu á ný og ekki síst
eiginkonu og dóttur.
Mál Henrys er tilfinn-
ingadrama en það er ósköp
lítið af raunverulegum til-
finningum í henni. Hún er
fagmannlega gerð og af
góðum hug en kemur ein-
hvern veginn svo sáralítið
við mann. Persónurnar eru
yfirborðskenndar og mynd-
in er fyrirsjáanleg og efnið
verður aldrei nein opinber-
un. Harrison er líka heldur
ósannfærandi í hlutverkinu,
ekki endilega af því hann
sýnir vondan leik heldur
miklu frekar af því hann er
ekki rétti maðurinn á rétt-
um stað. Maður er vanur
því að stormi að honum í
spennumyndum en það er
eins og dragi niður í honum
í tilfinningaleiknum.
Leikstjóranum Mike
Nichols tekst best upp í
smáatriðunum, lýsingunni á
flottræfilshætti hinna ríku,
smjaðrinu og falshluttekn-
ingunni og óttanum við að
færast niður á við í mann-
virðingarstiganum. Hann
hefur gert það sem kalla
má mjúka mynd sem vili
benda á önnur gildi en þau
sem felast í sífelldu velmeg-
unarkapphlaupi. Harrison
Ford er Gordon Gekko úr
„Wall Street“ í byijun en
undir lokin er hann snúinn
frá villu síns vegar og orð-
inn hinn fullkomni mjúki
maður. Það tók skot í höfuð-
ið. En reynið það ekki heima
hjá ykkur.
Laugavegi 45 - s. 21 255
I kvöld:
Nýjasta rokkbandið
í bransanum:
smmmm
Richard Scobie, Björgvin
Ploder, Einar Dagur
Hilmarsson,
Sigurður Kristinsson
Fostud. 24. jan.
viNinúnn
Sérstakur gestur:
HELGIBJÖNNSSON
Laugard. 25. jan.
SÁLINHBNS
S
I 4 BJ K
Inni á Nausti aldrei þver
ánægjunnar sjóður.
Þorramatur þykir mér
þjóðlegur og góður.
ÞORRAHLADBORD
Við tökum forskot ó þorrann
og bjóðum glæsilegt þorro-
hlaðborð okkar fró og með
laugardeginum 18. janúar.
Vinsamlegast athugið að
vegna mikillar aðsóknar
þarf að panta borð
tímanlega.
Vesturgötu 6-8, Reykjavík.
Borðapantanir í
síma 17759.
_________Hefst kl. 13.30
Aðalvinninqur að verðmæti
j________100 þús. kr. _______
Heildarverðmæti vinninqa um
300 þús. kr.
TEMPLARAHOLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010