Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 40

Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú greiðist loksins úr vanda- máli sem við hefur verið að glíma heima hjá þér, og þú ert sáttur við niðurstöðuna. Þú ert ekki í skapi til að taka á móti óvæntum gestum í dag. Naut (20. apríl 20. maí) Persónutöfrar þínir eru öllum auglósir í dag. Ákveðið mál sem varðar peninga er enn í biðstöðu. Þú bregður þér bæj- arleið með þínum nánustu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) J» Fjárhagshorfurnar eru góðar hjá þér í dag, þó að maki þinn sé ekki tilleiðanlegur til að ráð- ast í fjárfestingu sem þú hefur hug á. Þú ert um það bil að Ijúka umfangsmiklu verefni. Eljusemi og úthald skila ár- angri. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“Íít0 í dag er tilvalið að fara í heim- sóknir eða bjóða til sín gestum. Njóttu lífsins, en hafðu samt hóf á öllum hlutum sem þú tekur þér fyrir hendur. Ljón (23. júll - 22. ágúst) Þessi dagur verður árangurs- ríkur hjá þér í starfi þó að ró- legheitabragur sé yfir honum. Þú gengur frá ýmsum hálflokn- um verkefnum, en ert í vafa um hvort þú eigir að taka þátt I félagsstarfi í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér fínnst þú eiga of mörgu ólokið heima fyrir til þess að veijandi sé að bjóða heim gest- um. Hafðu samband við fjar- skylda ættingja. Vog (23. sept. - 22. október) Það miðar upp á við hjá þér í starfínu núna. Peningar sem þú átt von á skila sér á tilsett- um tíma. Þú blandar farsællega saman starfí og leik. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þið hjónin ákveðið að gera eitt- hvað skemmtilegt og næsta víst er að ferðalag vcrður upp á teningnum. Þú ferð varlega í peningamálum um þessar mundir. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) #3 Þú verður að skoða ákveðið mál niður í kjölinn til að fá botn í það, ekki síst ef pening- ar koma við sögu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Ef þér tekst að slappa vel af núna verður þetta afburða skemmtilegur dagur. Dragðu þig ekki inn í skelina. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú sinnir einhveiju aukastarfí um þessar mundir og í dag gerðirðu mikilvægan samning. Sinntu félagslegum skyldum þínum í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) '£*c Eyðileggðu ekki skemmtilegan tíma með ótímabærri vinnu- semi. Ferðastu um næsta ná- grenni þitt og sinntu róman- tískum þörfum þínum. Láttu ástartilfinningar þínar í Ijós. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK Hvað ertu að hoi-fa á? Það er dansþáttur. Mér finnst gaman að horfa á fólk skemmta sér. Mér hefur alltaf langað til að skemmta mér. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það blessast ýmislégt með „smá hjálp frá vinum og vanda- mönnum," eins og Bítlarnir sungu í eina tíð. Svo er a.m.k. um marga samningana í brids. Þeir vinnast oft með svolítilli hjálp frá mótheijunum og þá breytir engu þótt hvötin að baki sé ekki einskær náungakærleik- Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ KD65 ♦ K543 ♦ G954 Norður ♦ G732 VKG9 ♦ D92 *K83 II Suður Austur ♦ Á10984 V 532 ♦ ÁG10 ♦ 107 y ÁD10874 ♦ 876 *ÁD62 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Utspil: spaðakóngur. Setjumst sem snöggvast í sæti suðurs, sem hefur ekki yf- irnáttúrulegan aðgang að spilum AV eins og lesendur. Með þijá tapslagi á tígul er hann fljótur að átta sig á við- fangsefninu: að komast hjá þv' iað gefa slag á lauf. Allt er í sómanum ef trompið fellur 2-2. Þá má stinga eitt lauf. Ef ekki, gæti sjálft laufið hagað sér skikkanlega. Ennfremur væri í lagi að sami andstæðingur héldi á þremur trompum og fjórum laufum, því þá er hægt að stinga fjórða laufið eftir sem áður. Eina hættan er hin raunverulega lega: annar andskotinn á þijú tromp, hinn fjögur lauf. Er nokkuð við því að gera? í rauninni ekki, hjálparlaust. En ef sagnhafi spilar tígli í öðr- um slag er ekki ólíklegt að vörn- in sendi spaða til baka. Þá hefur suður trompað tvo spaða og getur þar með spilað „öfugan blindan", trompað tvo spaða í viðbót, tekið síðasta trompið og hent laufi heima. Hann á þijár innkomur í borðið og það er allt sem þarf, eftir hjálpina. Umsjón Margeir Pétursson Á öflugu móti I Groningen í Hollandi fyrir áramótin kom þessi staða upp í viðureign stórmeistar- anna Curts Hansens (2.620), Danmörku, sem hafði hvítt og átti leik, og Lubomirs Ftacniks (2.575), Tékkóslóvakíu. Daninn hafði, þegar hér var komið sögu, náð sigurvænlegri stöðu, með peð yfir og biskupaparið í opnu tafli. Nú lauk hann skákinni einkar glæsilega: 31. Hd7+! - Bxd7, 32. Bc4+ - Be6, 33. Df5+ - Kc7, 34. Dxe6+ - Kd8, 35. Bb6+ - Rc7, 36. Bd5 - Ha7, 37. Bc6 og svartur gafst upp. Curt Hansen tók um áramót- in við af Svíanum Ulf Andersson sem stigahæsti skákmaður Norð- urlanda. Hann sigraði í Groningen ásamt heimamanninum Jeroen Piket. Þeir hlutu 6 v. af 9 mögu- legum. 3.-4. Ivan Sokolov, Júgó- slavíu og Larry Christiansen, Bandaríkjunum 5 v. 5.-6. Akopj- an, Armeníu og Dreev, Rússlandi 4 "/2 v. 7. Ftacnik, Tékkóslóvakíu 4 v. 8.-9. Schmittdiel, Þýskalandi og Romanishin, Úkraínu 3'/2 v. 10. Brenninkmeijer, Holiandi 3 v.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.