Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 48
MORGUNBLADID, ADALSTR/ETI 6, 101 REYKJAVÍK
SIMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Klippt af 60
bílum á dag
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
undanfarna daga verið á ferðinni
ásamt fulltrúa Bifreiðaskoðunar
og klippt skráningarnúmer af bif-
reiðum, sem ekki var komið með
til skoðunar á síðasta ári. Fjöldi
fólks virðist hafa trassað slíka
skoðun.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar hafa númer verið klippt af um
60 bifreiðum daglega undanfarna
daga. Þeir, sem enn eiga eftir að
færa bifreiðar sínar til skoðunar
ættu því að sögn lögreglu að láta
verða af því hið fyrsta, til að losna
við þau vandræði sem fylgja því að
númerin eru klippt af.
Esja seld
á 120 millj.
SAMNINGAR voru undirritaðir í
gær um leigu Samskipa hf. á
strandferðaskipinu ms. Esju með
kauprétti eftir sex mánuði. Kaup-
verðið er metið á tæpar 120 millj-
ónir króna og er samkomulag um
að Samskip bjóði sem svarar einni
áhöfn vinnu hjá félaginu. Karl
Oskar Hjaltason, formaður starfs-
mannafélags Rikisskipa, segir að
mikil óvissa ríki um áframhald-
andi störf annarra starfsmanna
en þriðjungur starfsmanna Ríkis-
skipa fengu uppsagnarbréf um
áramót. Sagði hann að búist væri
við uppsögnum um mánaðamótin.
Samningurinn um Esju var undir-
ritaður af fjármálaráðherra, sam-
gönguráðherra og framkvæmda-
stjóra Samskipa í gær. Er ráðgert
að afhending Esju fari fram í fyrstu
viku febrúar og segir Ómar Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Samskipa,
að skipið verði sett í strandsiglingar
um Austfirði. Viðræður halda áfram
um hugsanleg kaup Samskipa á ms.
Heklu og öðrum eignum ríkisskipa
en norskur aðili sem hefur lagt fram
tilboð í ms. Öskju fékk frest á samn-
ingum fram í næstu viku.
Hópur starfsmanna við skipaaf-
greiðslu Ríkisskipa hætti lestun Esju
við Reykjavíkurhöfn í gær þegar
skoðunarmenn Samskipa hófu skoð-
un á vélum skipsins. Höfnuðu starfs-
mennirnir beiðni stjórnenda Ríkis-
skipa um lestun skipsins yfir helgina
á fundi sem haldinn var eftir hádegi
en samþykktu að hefja aftur vinnu
við skipið eftir helgi. Verður því
þriggja daga töf á brottför þess.
Sjá nánar á bls. 20.
Gróðri er enn óhætt
Morgunblaðið/Þorkell
Hlýindin undanfarna daga hafa enn ekki haft áhrif á gróður hér á landi,
en standi þau miklu lengur er hætt við að ýmsar innfluttar plöntur og
víðitegundir, sem blómgast fyrir laufgun, fari af stað, að sögn Jóhanns
Pálssonar, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. „Langflestar plöntur eru
ennþá í djúpum svefni og þarf mikið til að hreyfa þær,“ sagði Jóhann.
Hann sagði að ef hlýindakaflinn verður mikið lengri gæti gróður farið
að hreyfa sig og yrði þá verr undir frostið búinn sem á eftir kemur. „Ég
er ekki hræddur við gróðurskemmdir ennþá. Það er verra þegar hlýnar
í febrúar, að ég tali nú ekki um mars. Þá eru plönturnar yfirleitt búnar
að eyða sínum svefnlyfjum og mun auðveldara að koma þeim til.“ Eins
og sést á myndinni nýta starfsmenn garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar
góða veðrið og hafa tekið fram klippumar.
Sverrir Hermannsson bankastjóri:
Synjun Landsbankans á
láni til Rússa er endanleg
Ríkisstjórnin ákveður að greiða fyrir síldarviðskiptum
SVERRIR Hermannsson banka-
stjóri Landsbanka Islands segir
synjun Landsbankans á lánveit-
ingum til Rússa vegna saltsíldar-
viðskipta endanlega. Henni verði
ekki breytt og því fari enginn
fulltrúi Landsbanka austur til
Moskvu með Birni Tryggvasyni,
aðstoðarbankastjóra Seðlabank-
ans. Ríkisstjórnin samþykkti á
fundi sínum í gærmorgun að opna
á ný Tryggingadeild útflutnings-
lána við Ríkisábyrgðasjóð, sér-
staklega í því skyni að greiða fyr-
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra:
Frumvarp um skatt á fjár-
magnstekjur á vorþingi
NEFND á vegum ríkisstjórnarinnar mun leggja fram stefnumólandi
tillögur fyrir fjármálaráðherra um leiðir til að taka upp fjármagnstekju-
skatt I næsta mánuði. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segist gera
sér vonir um að hægt verði að leggja frumvarp um skattinn fram á
vorþingi og að lög um skattlagninguna taki gildi um næstu áramót.
Friðrik sagði alrangt að ríkis-
stjórnin hafi vikist undan því að
skattleggja fjármagnstekjur, eins og
haldið er fram í bréfi miðstjómar
ASÍ til forsætisráðherra. „Það hefur
verið á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar
frá upphafi að samræma skattlagn-
ingu á eignir og eignatekjur, þar á
meðal fjármagnstekjur. Á síðasta ári
var nefnd falið að fjalla um þetta
mál. Nefndinni er ætlað að leggja
stefnumótandi tillögur fyrir ráðherra
í næsta mánuði. Ég geri mér vonir
um að hægt verði að leggja fram
frumvarp um þetta mál á vorþingi,
þótt ekki sé hægt að lofa því á þessu
stigi, því mikil vinna er eftir. Það
er um margar leiðir að velja og skatt-
ar á fjármagnstekjur eru með mis-
munandi hætti í nágrannalöndunum.
Ríkisstjórnin ætlar sér þó að ljúka
þessu verki,“ sagði Friðrik.
Hann sagðist telja æskilegt að lög
um fjármagnstekjuskatt taki gildi
um áramót þó enn sé ekki hægt að
fullyrða hvort af því verði.
„Hægt er að velja margar leiðir
við skattlagningu eignatekna, til
dæmis „staðgreiðsluleið", sem felst
í að raunvextir séu skattlagðir með
þeim hætti að fjármálastofnanir og
aðrar slíkar stofnanir haldi eftir
ákveðnum hluta áður en vextir eru
greiddir út. Svo er hægt að fara þá
leið að skattleggja hjá viðkomandi
aðilum í eitt skipti á ári, eftir á, en
þá vakna spurningar um hvort eigi
að veita sérstakan afslátt. Það er því
fjöldi atriða sem þarf að taka tillit
ti!,“ sagði Friðrik.
ir síldarsöluviðskiptum milli ís-
lands og rússneska lýðveldisins.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
sagði í gær að hér væri um 150
til 160 milljónir króna að ræða,
sem ætti að nægja til þess að síld-
arsöltun hæfist. Einar Benedikts-
son framkvæmdastjóri Síldarút-
vegsnefndar kvaðst í gær fagna
þessari ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar.
Sverrir Hermannsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
V. Mangaseev, yfirmaður rússn-
eska innflutningsfyrirtækisins hefði
3. desember sl. spurt, þar sem hann
ásamt 10 manna sendinefnd sat
fund með bankastjórum Lands-
bankans, Ólafi Egilssyni sendiherra
íslands í Moskvu og Einari Bene-
diktssyni framkvæmdastjóra Síld-
arútvegsnefndar, hvort Landsbank-
inn væri reiðubúinn að lána fé til
þess að greiða fyrir síldarsölusamn-
ingum. Honum hafi verið svarað á
þann veg að þetta skyldi banka-
stjórn Landsbankans athuga, þegar
þar að kæmi.
„Svo kom heilt erindi til okkar
frá Síldarútvegsnefnd og það erindi
fylgdi bréfi mínu til ríkisstjórnar-
innar,“ sagði Sverrir. Sverrir sagði
jafnframt: „Það er með ólíkindum
að starfsmenn ráðuneytis hafa sýnt
fjölmiðlamönnum undirskriftir á
bréfum frá Landsbanka til ríkis-
stjórnar til þess að reyna að koma
höggi á mig og láta að því liggja
að ég sé að bijóta af mér í störfum
í Landsbankanum. Ég mun skrifa
forsætisráðherra bréf, til þess að
biðja um skýringar á slíkum vinnu-
brögðum. Ég hef hlífst við að lýsa
þessu nákvæmlega, en ekki lengur.
Undanfærslur Jóns Sigurðssonar á
Alþingi eru ekkert annað en hreinn
og ómengaður fyrirsláttur. Bréf
þeirra og álit Seðlabankans verður
ekkert misskilið. Bankinn er seldur
undir daglegt eftirlit Seðlabankans
og það kom ekki til greina að bank-
inn færi á svig við Seðlabankann.
Þannig að hafi einhver klúðrað
máli hér heima, þá er að leita skýr-
inga á því hjá ríkisstjórn og Seðla-
banka. Við synjuðum þessari lána-
beiðni síðasta mánudag og sú synj-
un er endanleg. Það fer því enginn
fulltrúi frá Landsbankanum austur
til Moskvu á mánudag."
Sverrir sagði að ríkisstjórnin og
Seðlabankinn gætu sjálfir séð um
framhald þessa máls. „Ég er vænd-
ur um þannig vinnubrögð í málinu
að það er rétt að aðrir vinni þessi
verk og réttast að þeir geri það
sjálfir. Landsbankinn kemur ekki
nálægt þessu máli meir og það er
endanlegt," sagði Sverrir Her-
mannsson bankastjóri Landsbank-
ans.
Sjá ennfremur fréttir, viðtöl
og símbréf á miðopnu blaðsins.