Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
C 5
MIKILVÆGI
LUNGNAVÉLAR
VIÐ OFKÆLINGU
Rætt vió Aðalbjöm Þorsteinsson,
lækni á Landspítalanum
Hjartaskurðlækningar hófust á
Landspítalanum með tilkomu
hjarta- og lungnavélar árið
1986 og eru í örum vexti. Lækn-
ar hafa ekki fyrr haft mögu-
leika á að nota hana við með-
ferð sjúklinga sein þjást af of-
kælingu. Pilturinn sem bjargað
var af Esjunni er fyrsta tilfellið
hér á landi, þar sem vélinni var
beitt.
Ofkældan mann með líkamshita
fyrir neðan 21 gráðu, er von-
laust að lífga við.án hjarta- og •
lungnavélar," segir Aðalbjörn.„Oft
höfum við heyrt um, að fólk sem
bjargast úr snjóflóðum látist
skömmu síðar. Þá hefur komið upp
hjartastopp sem ekki hefur ráðist
við. Aðalhættan við upphitun sjúkl-
inga er að hjartsláttartruflanir leiði
til hjartastopps.
Mjkilvægi hjarta- og lungnavélar
er afar mikið, þar sem hún getur
tekið við starfsemi hjartans ef með
þarf, meðan á upphitun sjúklings
stendur. Þannig höfum við vald
yfír hjartanu, meðan sjúklingur er
að ná upp líkamshita. Vélin heldur
áfram að dæla súrefnisríku blóði
um líkamann og fyrirbyggir þannig
skemmdir á líffærum ef hjartað
stoppar.
Þessi aðferð byggist á gamalli
þekkingu. Aður fyrr voru hjarta-
sjúklingar kældir niður í allt að 20
gráður við skurðaðgerðir og hitaðir
upp í lok aðgerðar. Ennþá er þetta
gert í örfáum tilfellum við flóknar
aðgerðir.
Aðferðin hefur verið notuð í Ölp-
unum, þar sem snjóflóð eru algeng.
En hjá okkur er þessi nýi mögu-
leiki að opnast og segja má að við
séum rétt að byrja að nýta þá
möguieika sem hjarta- og lungna-
vélin gefur okkur.
nestir þola ekki hjartastopp
lengur en í örfáar mínútur, ef lík-
amshiti er eðlilegur. Eftir þann
tíma er hætta á heiiaskemmdum.
Bráðakuldi getur líka bjargað, þó
að það hljómi einkennilega, en
minni hætta er á líffæraskemmd-
um, ef líkami kólnar fljótt niður,
samanber gömlu aðferðina við
hjartaskurðaðgerðir.“
að ganga frá honum og fara sjálf-
ur niður er það erfiðasta sem ég
hef gert á ævinni," segir þessi 21
árs ungi maður. „Það bíður ekki
upp á langan líftíma að liggja lengi
kaldur og hreyfingarlaus í fönn.
Ég stækkaði holuna og bjó um
hann eins vel og kostur var. Síðan
var eins og ég fengi skot af adrena-
líni. Þegar hann bugast, var eins
og allt færi af stað hjá mér. Nú
þýddi ekki að slóra. Hver mínúta
dýrmæt. Nú var ekki um að ræða
að bjarga aðeins sjálfum sér, held-
ur honum líka. Og ég þverbraut
allar reglur á niðurleið. Sá snjó-
flóðahættuna, en hafði engu að
tapa. Renndi mér bara beint niður.
Auðvitað spyr maður sjálfan sig.
Af hveiju komst eg lokasprettinn,
en ekki hann? Ég held, að það
hafi bara verið einskær heppni.
Líkamlega var ofboðslega lítill
munur á okkur. En maður verður
að athuga, að á meðan hann er
að kólna í snjóskýlinu, er ég að
hitna á hraðferð niður fjallið.
Rollurnar í snjónum
Ég held að ég hafi verið um
hálftíma niður. Og þegar ég er
kominn niður um 2/3 af hlíðinni
og á leið fyrir Eilífsdal, fer ég að
sjá rollur á víð og dreif á snjóbreið-
unni. Ég var alls ekki sáttur við
allar þessar rollur um hávetur. En
strax og bílarnir koma í augsýn,
fer ég að æpa og öskra til að vekja
athygli á mér.
Þá fer „roilunum" að fjölga all-
ískyggilega. Og bflhurðir fara að
opnast og lokast. Þessar „rollur"
sem ég sá, voru þá leitarhóparnir.
Hilmar í Skátabúðinni var með
þeim fyrstu til mín. Ég gaf honum
strax staðsetningu á snjóskýlinu
og færustu mennirnir í hópnum
hlupu samstundis upp hlíðina.
Én ég settist inn í bil. Þá þegar
var búið að panta þyrlu. Og ég
staðfesti, að mögulegt væri að
bjarga Heimi niður með henni.
Astandi mínu á þeirri stundu get
ég ekki lýst. Ég var undir ofboðs-
legum áhrifum. Líkami minn yfir-
fullur af adrenalíni. Maður var
hálfbijálaður og snarvitlaus. Reifst
og skammaðist. Eina sem komst
að hjá mér, var hugsunin um strák-
inn þarna uppi.
Það tók 3 sólarhringa að ná mér
niður. Ég svaf ekki allan þann
tíma. Ég reyndi ýmist að „peppa“
sjálfan mig upp eða „gíra“ mig
niður. Það var ekki fyrr en daginn
eftir, að ég skynjaði hvað gerst
hafði. Þá fór ég yfir atburðarásina
aftur og aftur.
Með róandi lyfjagjöf gat ég loks
slakað á og sofnað. En það tók
lengri tíma að ná líkamsstarfsem-
inni í eðlilegt horf. Ég léttist um
3 kíló á þessu öllu saman. Og enn-
þá spyr ég sjálfan mig. Ennþá fer
ég yfir allt sem gerðist a.m.k. tvi-
svar á dag.
Auðvitað lærir maður af öllum
ferðum. En þessi ferð kenndi mér,
að lífið er ekki sjálfgefið, að við
erum dauðlegri en maður gerði ráð
fyrir áður. Það er hægt að brotna
undan náttúruöflunum. Kannski
gerði maður sér ekki fulla grein
fyrir því.“