Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 8
8 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
TORG
LÍFSINS
Kraftur er í Rómverjum
nútímans - Kannski hafa þeir
hann frá forfeðrunum sem minna
stöðugt á sig með rústum hins
forna Rómaveldis
Rústir hins forna Rómaveldis, Forum Romanum, mitt í hjarta borg-
arinnar. Héðan var gamla veldinu stjórnað.
effir Kristínu Marju Baldursdóttur
IRÓM búa menn mitt í
rústum hins forna
Rómaveldis. Súlur og
bogar standa í stó-
iskri ró, en um leið
ríkir einhver enda-
laus ringulreið og hraði í borg-
inni. Heit trúin, lífsgleðin og
grimmdin endurspeglast í kirkj-
unum, katakombunum og rústun-
um, og við þetta bætist ólgandi
mannlíf kringum skrautbrunna á
torgum. Að koma til Rómar er
sennilega svipað og að deyja.
Enginn getur sagt frá þeirri ferð
svo að nokkurt vit sé í. Mynd-
höggvarinn Bertel Thorvaldsen
bjó lengi í Róm og á að hafa
sagt: „Eg þekki Róm lítið, ég er
aðeins búinn að vera hér í fjörtíu
ár.“
Mannkynssagan er að hluta til
helguð Rómverjum og hver stór-
myndin af annarri hefur verið gerð
um lífsmáta þeirra og veldi til forna,
þannig að ég var nú orðin ansi glúr-
in í keisarasögunum. Mundi eftir
Neró sem spilaði á hörpu meðan
borgin brann og öllum hinum. Auk
þess búin að sjá í sjónvarpinu páf-
ann messa á torginu hjá Péturs-
kirkju og fannst þvíl litlu við þenn-
an fróðleik að bæta. Var því nokkuð
undrandi þegar margir ferðafélagar
mínir úr Heimsklúbbi Ingólfs Guð-
brandssonar sögðu að þeir hefðu
fyrst og fremst farið í þessa lista-
ferð til Ítalíu til að sjá Róm.
En daginn eftir komu okkar til
Rómar, þegar við stóðum mitt í
rústum Forum Romanum, varð mér
ljóst hvers vegna menn tæma budd-
nóg af bardögum og blóðslettum
þurftu þeir að baða sig. Þá fóru
þeir í Karakalla baðhúsið, reyndar
höll, 400 metrar á annan veginn
og 300 á hinn. Þar gengu þeir sett-
lega um með sínar mittisbleyjur og
slökuðu á og höfðu það huggulegt.
Værðarsvipur kom á karlmennina
þegar Ingólfur útlistaði athafnir
forfeðra þeirra á þessum stað. „Hér
voru fagrir garðar, bókasafn, fund-
arsalir og hér iðkuðu þeir sund, fim-
leika og aðrar lystisemdir. Baðinu
var þannig háttað að fyrst fóru
þeir í kalt bað, síðan heitt, þá í ilm-
bað og loks í kalt bað. Þetta var
iburðamesta baðhúsið í Róm og
rúmaði um 1600 manns.“
Ég var nú svo gáttuð á þessu
letilífi að ég spurði hvort þeir hefðu
virkilega komið hingað eingöngu til
að baða sig?
Karlmennirnir sem næstir voru
horfðu á mig eins og væri ég Lína
langsokkur, litu til himins, stundu
og snerust á hæl. Var þá kurteisis-
lega útskýrt fyrir mér að konur
hefðu einnig komið þangað, en þá
eingöngu til að hafa ofan fyrir körl-
unum.
Böðin voru notuð í 300 ár, eða
allt þar til barbararnir úr norðri
komu og eyðilögðu aðal vatnsleiðsl-
una. Orugglega verið árásargjarnar
valkyrjur í þeim flokki.
una sína til að komast til þessarar
borgar. „Rosalegar fornminjar eru
hérna,“ stundi einn úr hópnum og
sagði þar með allt jrem hinir vildu
sagt hafa.
Þarna mitt í öllum þessum frægu
rústum lifa borgarbúar alla daga
eins og ekkert hafi í skorist. Hér
verða þeir veskú að horfa á rústir
út um gluggann hjá sér hvort sem
þeim líkar vel eða illa. Hér verða
engar byggingar fjarlægðar þótt
þær séu' að hruni komnar. Hins
vegar gæti versti óvinur okkar,
mengunin, eytt þeim hægt og bít-
andi.
TÍMAVÉLIN
Sagan segir að bræðurnir Rómúl-
us og Remus hafi stofnað Róma-
borg árið 753 f. Kr. Fundust þeir
bræður nýfæddir í körfu úti í Tíber-
fljóti, björguðust á grynningum og
voru teknir til fósturs af úlfynju.
Eins og flestar stórborgir stendur
Róm við á. Hún er í upphafi byggð
á sjö hæðum á austurbakka Tíber.
Etrúskar ríktu fyrst í Róm eða
þar til 510 f.Kr. að lýðveldi var
stofnað, en það hélst þar til Cesar
tók völdin í sínar hendur árið '44
f.Kr. Tók þá við tímabil keisara í
nokkur hundruð ár, eða þar til það
liðaðist sundur fyrir innrásir þjóð-
flokka að norðan árið 476 e.Kr.
Niðurlæging Rómar var mest á 11.
öld og þá var borgin einnig minnst,
en með veldi páfa og endurreisnar-
tímanum efldist Róm á nýjan leik.
Borgin varð hins vegar fyrir miklu
áfalli 1527 er hersveitir Karis keis-
ara fimmta hertóku hana og rændu.
Árið 1871 varð Róm höfuðborg
sameinaðrar Italíu.
Rómveijarnir gömlu voru ekki
að spara steininn þegar þeir byggðu
glæsihallir sínar og mannvirki. Þeg-
ar við stóðum í rústum Forum Rom-
anum fór ég að velta því fyrir mér
hvort breski rithöfundurinn H.G.
Wells hafi ef til vill fengið hug-
myndina að „Tímavélinni" á þessum
stað. Lýsingin af grasi grónum
rústum í sögunni kom heim og sam-
an við staðinn. En vonandi lætur
vél tímans þessar rústir í friði.
SKEMMTISTAÐIR
Gömlu mannvirkin segja margt
um lifnaðarhætti Rómveija til
forna, einkum það hvað þeir gerðu
sér til dundurs. Þeir hafa greinilega
óttast leiðindin mjög því einkum
voru þeir uppfinningasamir þegar
skemmtanir voru annars vegar.
Við byijuðum á að skoða leik-
vanginn gamla sem stendur við
Palatínhæðina, en þar gátu þijú
hundruð þúsund manns horft á veð-
reiðar á hestakerrum. Fyrir ofan
leikvanginn eru svo rústimar af
keisarahöllinni sem Ágústus keisari
lét reisa. En því miður voru nú
ekki eingöngu fagrir hestar sem
hlupu um svæðið.
Þarna hlupu einnig um kristnir
menn, viti sínu fjær af skelfingu
því hér var þeim safnað saman og
þeir drepnir. I einu tilviki voru 13
þúsund kristnir menn drepnir í einu.
I Kólosseum var aðallega barist,
en kristnum mönnum einnig hent
fyrir villidýrin þegar henta þótti.
Þessi ægilega bygging sem oft er
notuð sem tákn fyrir Róm í ferða-
pésum, var byggt um 70 e.Kr. til
að milda lýðinn.
„Klækir og undirferli voru dag-
legt brauð og valdhafar voru
hræddir um líf sitt,“ sagði Ingólfur.
„Þeir byggðu því Kólosseum til að
hafa ofan af fyrir lýðnum og milda
hann. Hér vom skemmtiatriði eins
og til dæmis sjóorustur, en þá var
vatni hleypt inn á sviðið, og hér
börðust „gladolar" við villdýrin eða
að kristnum mönnum var hent fyr-
ir þau.“
Kólosseum var upphaflega á
fimm hæðum, allt marmaraklætt,
og umhverfis bygginguna var vatn.
Fimmtíu þúsund manns gátu setið
í sætum og aðgangur var ókeypis.
Menn sátu í hringnum eftir stöðu
sinni og stétt, hinir lægstu voru
efstir. Þingmenn sátu í fremsta
hringnum, auðmenn í þeim næsta,
„patrisearnir", en úr þeirri stétt
komu ráðamenn, sátu í þriðja
hringnum og konurnar voru efst.
Konurnar hafa auðvitað ekki
haft nokkurn áhuga á þessu blóð-
baði þarna í hringnum og því reynt
að koma sér fyrir þama uppi. Það
lá við að finna mætti nær tvö þús-
und ára blóðlykt þar sem maður
stóð og horfði yfir þennan óhugan-
lega stað.
Gólfið er horfið og sést undir
sviðið. Þar er allt stúkað af í klefa
og kompur. Þar voru villidýrin
geymd, hægt var að geyma um
fimm þúsund dýr í einu, sem voru
svelt til að gera þau grimmari. Með
lyftu voru þau síðan flutt upp á
sviðið.
En þarna undir sviðinu áttu líka
mannssálir að hafa setið eins og
áður er sagt, og beðið ægilegs
dauða síns. Þessi sérkennilegi
skemmtistaður var í notkun fram
til ársins 523 e.Kr.
BAÐHÚS
Þegar Rómveijar höfðu fengið
KATAKOMBUR
Meðan Rómveijarnir lágu í ilm-
baði skriðu kristnir menn um eins
og moldvörpur neðanjarðar og
grófu grafir handa sínum nánustu.
Frá því maður las um katakomburn-
ar í kristnum fræðum í barnaskóla
hefur orðið eitt vakið spennu og
draugalegar hugsanir.