Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 11
C 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
Eg teysti unga fólkinu til að
halda merkinu hótt ó lofti
- SEGIR VALDIMARINDRIÐASON, FYRRUM ALÞINGISMAÐUR
VALDIMAR Indriðason, fyrrum alþingismaður og
framkvæmdastjóri á Akranesi, hefur lengi staðið
í fylkingarbrjósti í bæjarstjórn Akraness og man
tímana tvenna í þeim efnum. Valdimar var kjörinn
til setu í bæjarstjórn Akraness í sveitarstjórnar-
kosningunum 1962 og sat samfleytt þar til ársins
1986. Um skeið gegndi hann stöðu forseta bæjar-
stjórnar. Valdimar er innfæddur Akurnesingur og
þekkir vel sögu bæjarins og kann því góð skil á
einstökum þáttum hennar. Við ræddum við Valdi-
mar í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Akraness
og hann var fyrst spurður um aðdraganda þess Valdimar
að Akranes fékk kaupstaðarréttindi 1942.
lðnadur:Sementsverksmiðjan á Akranesi tekin til starfa.
Eftir því sem ég hefi kynnt mér
frá þessum tíma voru aðalrök-
in þessi: Akranes var stærsti
þéttbýliskjaminn í , Borgar-
fjarðarsýslu og voru umsvif þar vax-
andi upp úr 1940. í sýslufélaginu
var sýslunefndin æðsta stjórnvaldið.
Til hennar þurfti hver hreppur að
sækja um leyfí til allra stærri fram-
kvæmda. Sýslunefndin þurfti einnig
að veita hreppunum leyfi til lántöku
hjá bönkum og sjóðum.
Þetta þótti stjómendum Ytri-Akr-
aneshreppar orðið þungt í vöfum, þar
sem ýmsar framkvæmdir vom á döf-
inni. Mér virðist sem samstarfsmenn
í Borgarfirði hafi haft góðan skilning
á þessum sjónarmiðum, og þeir voru
samþykkir breytingunni."
Valdimar segir að þrátt fyrir þessa
breytingu sem varð á stjómskipun-
inni hafi ávallt verið góð samvinna
á milli Borgfirðinga og Akurnesinga.
„A þessum tíma eða í byijun
seinna stríðsins var mikill uppgangur
á Akranesi og fylgja þurfti því eftir
ýmsum framfaramálum af festu.
Hafnargerð var komin af stað, raf-
orkumál horfðu til betri vegar og
atvinnuhættir urðu fjölbreyttari.
Öllum rökum sem hnigu í þá átt
að gera Akranes að sérstöku sveitar-
félagi var vel tekið á Alþingi og það
kom í hlut Péturs Ottesens, þing-
manns Borgfirðinga, að flytja frum-
varp þar um kaupstaðarréttindi fyrir
Akranes sem fékkst síðan samþykkt
frá og með 1. janúar 1942.“
Duglegir menn völdust
til forystu
Valdimar segir að í þá daga hafi
sveitarstjórnakosningar í þéttbýli
farið fram í janúarmánuði og að
þessu sinni voru kosningarnar 25.
Bæjarstjórar og
bæjarfulltrúar
Kjörnir bæjarfulltrúar 1942:
Guðmundur Guðjónsson,
Guðmundur Kr. Ólafsson,
Haraldur Böðvarsson,
Hálfdán Sveinsson,
Jón Árnason,
Jón Sigmundsson,
Ólafur B. Bjömsson,
Sveinbjörn Oddsson,
Þórhallur Sæmundsson.
Bæjarstjóri: Amljótur
Guðmundsson.
Kjömir bæjarfulltrúiu- 1992:
Benedikt Jónmundsson,
Gfsli Einarsson,
Guðbjartur Hannesson,
Hervar Gunnarsson,
Ingibjörg Pálmadóttir,
Ingvar Ingvarsson,
Jón Hálfdanarson,
Sigurbjörg Ragnarsdóttir,
Steinunn Sigurðardóttir.
Bæjarstjóri: Gísli Gíslason.
Bæjarstjórar frá árinu 1942:
Arnljótur Guðmundss. 1942-1946
Guðiaugur Einarsson 1946-1950
Sveinn Finnsson 1960-1954
Daniel Ágústínusson 1964-1960
Hálfdán Sveinsson 1960-1962
Bjöigvin Sæmundsson 1962-1970
Gylfi ísaksson 1970-1974
Magnús Oddsson 1974-1982
Ingimundur Sigurpálss. 1982-87
Gísli Gfslason 1987-
janúar 1942. Kosningu hlutu fímm
menn af lista Sjálfstæðisflokks, þrír
frá Alþýðuflokki og einn frá Fram-
sóknarflokki. Degi síðar komu síðan
nýkjömir bæjarfulltrúar saman til
síns fyrsta fundar og þar var Ólafur
B. Björnsson framkvæmdastjóri kos-
inn fyrsti forseti bæjarstjórnar. Am-
ljótur Guðmundsson lögfræðingur
var nokkm síðar ráðinn fyrsti bæjar-
stjóri á Akranesi.
Valdimar segir að þeir menn sem
kosnir vom í fyrstu bæjarstjómina
hafi allir verið hinir bestu menn sem
höfðu mikinn metnað fyrir málefnum
Akraness. „Þetta voru harðduglegir
og framsýnir menn, menn sem við
völdum til þessara starfa. Ég kynnt-
ist þeim misjafnlega mikið. Tengda-
faðir minn, Olafur B. Bjömsson, sem
var forseti fyrstu bæjarstjómarinnar,
var mér einn sá eftirminnilegasti.
Ólafur hafði langa reynslu af sveitar-
stjómamálum eftir að hafa setið í
hreppsnefnd Akraness lengi og einn-
ig hafði hann komið víða við á öðrum
sviðum á Akranesi.
Fleiri menn væri hægt að nafn-
greina, en þess gerist ekki þörf,“
segir Valdimar og bætir við: „Allir
voru þeir mjög virkir í störfum, enda
af nógu að taka í ýmsum málaflokk-
um og ég held að þessir menn hafi
komist mjög vel frá þessum störfum
sínum á þeim tíma sem þeir störf-
uðu. Helstu málaflokkamir fyrstu
árin voru að koma vatnsveitu í bæ-
inn, koma á meiri og betri raforku
sem mikið breyttist með tilkomu
Andakílsárvirkjunnar 1947. Þama
er örugglega tekið eitt mesta framfa-
rastökkið í uppbyggingu bæjarfé-
lagsins,“ segir Valdimar.
Valdimar segir að á sjötta ára-
tugnum hafi mest borið á hafnar-
gerðinni, gerð nýrrar vatnsveitu og
síðan hafi bygging Sementsverk-
smiðjunnar verið vítamínsprauta í
atvinnuuppbyggingu á Akranesi. Þá
varð vemlega fólksfjölgun sem kall-
aði á ýmis þjónustuverkefni t.d. nýj-
ar skólabyggingar.
Bæjarfélagið hefur notið mjög
góðs af starfsemi verksmiðjunnar.
Sjúkrahús Akraness tók til starfa
1952 og Akumesingar og reyndar
DANÍEL Ágústínusson var bæj-
arstjóri Akraness á árunum
1954-1960, en þá stóð yfir eitt
mesta framfaraskeið í sögu bæj-
arins. Við báum Daníel að rifja
upp það markverðasta sem að
hans mati hefði drifið á daga
hans sem bæjarstjóra.
BJBér er óhætt að segja að
BHHmikil bjartsýni og fram-
kvæmdahugur hafi ríkt á
Akranesi á sjötta áratugnum. Afla-
brögð voru góð og með tilkomu
Sementsverksmiðjunnar varð
Vestlendingar aliir fá seint þakkað
þá ómetanlegu þjónustu sem sjúkra-
húsið, með sínu prýðilega starfsfólki
hefur veitt fram á þennan dag.“
Frumkvöðlar í steinsteyptum
götum
Valdimar segir að Akurnesingar
hafi verið frumkvöðlar í gerð stein-
steyptra gatna. Varanleg gatnagerð
hófst á árinu 1960. Þá var hluti
Kirkjubrautar steyptur og síðan var
unnið mjög markvisst að varanlegum
frágangi gatna í bænum og í dag
er mjög stór hluti gatnakerfis bæjar-
ins bundinn varanlegu slitlagi. Nú
eru liðin rösk 30 ár frá því að Kirkju-
braut var steypt og stendur hún enn
óhögguð og ekkert viðhald hefur
farið fram á henni. Valdimar segir
að annað mikilvægt verkefni hafi
fylgt gatnagerðinni en það er að
endumýjaðar voru allar frárennslis-
og vatnslagnir í götunum og einnig
var komið fyrir nýjum rafstrengjum
í þeim eða undir gangstéttum. „Þetta
er að mínu mati eitt merkasta átak
sem við höfum gert í einum mála-
flokki á Akranesi, segir Valdimar."
íþróttastarf og menningar
líf í blóma
Valdimar segir að íþróttastarf og
menningarlíf hafi löngum verið mjög
gott á Akranesi og margar skemmti-
legar minningar því tengdar. „fþrótt-
ir og hróður okkar fólks í þeim hefur
sett mikinn svip á bæjarlífið og aug-
lýst Akranes vel út á við. Stofnun
Tónlistarskóla Akraness og koma
Hauks Guðlaugssonar, organista og
núverandi söngmálastjóra Þjóðkirkj-
unnar til Akraness er einnig minnis-
stæð. Haukur stóð að miklum breyt-
ingum á tónlistarlífi í bænum og
gerði það mjög öflugt ásamt fleirum.
Lengi hefur leikstarfsemi blómstrað
og fleira í þessum dúr gæti ég nefnt,“
segir Valdimar. „Nú hillir í að nýr
tónlistarskóli verði tekinn í notkun
og eins rís hvert íþróttamannvirkið
á fætur öðru. Þetta sýnir best þá
grósku sem er í þessum málaflokkum
hjá okkur,“ segir Valdimar.
Valdimar var eins og áður kemur
fram bæjarfulltrúi á árunum 1962-
1986 og kynntist því vel málefnum
Akurnesinga. Hann segir að starf í
bæjarstjórn sé skemmtilegt, annars
hefði hann ekki eytt 24 árum í þau
störf. „Þetta var langur tími og mik-
il vinna,“ segir Valdimar. „Ég kynnt-
ist mörgu góðu fólki í þessu starfi
og á skemmtilegar minningar. Allir
reyndu að gera sitt besta þó auðvitað
væru skoðanir skiptar um einstök
mál, en það var hugsjón allra að
koma málum sem fyrst í fram-
kvæmd. Þar var aðeins deilt um nið-
urröðun verkefna en ekki að það
skyldi ekki framkvæma þau.“
fólksfjölgun
mjög ör og
mun íbúum
hafa fjölgað
um 1.300 á
áratugnum.
Það . risu upp
_____ ...._________ heilu íbúða-
aliverfin og er-
fitt var að full-
Daniel Ágústínusson, nægja eftir-
fyrrum bæjarsljóri. spurn um lóðir.
Stór hluti
tekna bæjarins fór í lagningu gatna
og holræsa,“ segir Daníel.
Staða Akraness í dag
Valdimar segir að tveir síðustu
áratugirnir hafi einkennst öðru frem-
ur af uppbyggingu félagslegrar þjón-
ustu á Ákranesi og henni hafi fylgt
uppbygging á mannvirkjum á vegum
hins opinbera. „Við höfum reist
myndarlegt heimili fyrir aldraða,
sömuleiðis heimili fyrir fjölfatlaða og
verndaðan vinnustað fyrir fólk með
skerta starfsorku, mjög hröð upp-
bygging skólastofnana hefur staðið
yfir, sömuleiðis gerð íþróttamann-
virkja og dagvistunarstofnana svo
nokkuð sé nefnt.
Við höfum oft átt í erfiðleikum í
atvinnulífinu," segir Valdimar og
bætir við að sem betur fer hafi það
öðru hvoru fengið mikinn fjörkipp.
„Það átti sér stað þegar Sements-
verksmiðjan var byggð á sínum tíma.
Slíkt tímabil var einnig þegar bygg-
ing Járnblendiverksmiðjunnar stóð
yfir og á sama tíma var verið að
stofna Fjölbrautaskóla á Akranesi.
Þá fjölgaði íbúum á Akranesi tölu-
vert sem aftur kallaði á meiri þjón-
ustu. Nokkrir erfiðleikar í atvinnu-
málum hafa verið á síðustu árum en
vonandi kemur nýr fjörkippur í at-
vinnulífið fljótlega, og þá horfa
margir til væntanlegi'a framkvæmda
við gerð jarðganga undir Hvalfjörð
sem fyrirhugaðar eru.“
„Þið bjargið ykkur
á Akranesi"
Þegar erfiðleikap steðja að í ein-
stökum sveitarfélögum í atvinnumál-
um eða öðru er oft úr vöndu að ráða
og að mörgu að hyggja. Valdimar
segist hafa það á tilfinningunni að
Akurnesingar hafi alltaf haldið nokk-
- En hveijar eru þá eftirminni-
legustu framkvæmdirnar sem þú
stóðst fyrir á bæjarstjóraárum þín-
um?
„Það eru tvímælalaust þijú verk:
efni sem koma upp í hugann. í
fyrsta lagi hafnarfrámkvæmdir.
Þær voru unnar á árunum 1956-
1957 og breyttu miklu fyrir heima-
menn. Það gerðist iðulega að fiski-
bátar lágu undir skemmdum og
flúðu til Reykjavíkur í slæmum
veðrum. Þetta var mjög stórt verk-
efni og mikið fjármagn rann til
þess. það þótti því ástæða til að
urn veginn velli þegar kreppt hafi
að. „Okkur hefur aldrei verið sérstak-
lega hampað af opinberum stofnun-
um og öðru slíku. Oft þegar ég var
í erindagjörðum fyrir bæjarfélagið
og fyrirtæki sem ég veitti forstöðu,
t.d. í baráttu við lánastofnanir þar
sem við bárum okkur ekki alltaf vel,
var sagt við okkur: „Þið bjargið ykk-
ur alltaf einhvem veginn á Akra-
nesi,“ og voru menn tregir á lánin."
Stoltur yfir því sem
áunnist hefur
Þegar ég lít tii baka og sé hvað
unnist hefur á þessum 50 árum í
sögu Akraness sem kaupstaðar fyll-
ist ég stolti yfir því sem áunnist
hefur. Ég hygg að fleiri bæjarbúar
hugsi á sama veg,“ segir Valdimar
og bætir við: „Framtíðin á Akranesi
er björt. Ég treysti unga fólkinu vel
til að halda merkinu á lofti. Æska
bæjarins fær góða menntun á heima-
slóðum og á öðrum sviðum búum við
vel á Akranesi. Þó blikur séu á lofti
í ýmsum þjóðmálum verðum við að
vera bjartsýn á okkar hlut. Við verð-
um að sjá um að tryggja öllum at-
vinnu við sitt hæfi og láta það alltaf
hafa forgang. Svartsýni er ekki til í
mínum huga. Við fylgjum þeirri þró-
un sem gengur yfir þjóðfélagið
hveiju sinni og ég held að Akranes
fái þar góða stöðu í framtíðinni sem
hingað til. Það hefur margt breyst,"
segir Valdimar og bætir við: „Það
var oft sagt um Akranes að það
hefði tvennt til að státa sig af öðru
fremur, bestu kartöfiurnar og falleg-
asta kvenfólkið. Ég verð nú að segja
að í dag eru konurnar enn fallegar,
en kartöflurnar eru upp og ofan.“
halda hátíð í bænum og fagna því
að Akurnesingar höfðu nú loksins
fengið lokaða höfn.
í annan stað var bygging vatns-
veitu mjög brýnt verkefni enda
eldri vatnsveitan talin gjörónýt.
Vatnsleysið stóð bænum mjög fyrir
þrifum, bæði heimilum og atvinnu-
rekstri. Nýja vatnsveitan var lögð
haustið 1955 og reyndist okkur
ódýr. Hún þjónar okkur enn vel og
hefur þurft sáralítið viðhaid.
í þriðja lagi vil ég nefna bygg-
ingu Gagnfræðaskóia sem liófst
1957 og fyrsta hluta hans var lok-
ið 1959. Þetta var mjög brýnt verk-
efni, enda skólinn 1 örum vexti.
Framháldið er svo Fjölbrautaskóli
Vesturlands.
Mér kæmi ekki á óvart að sjötti
áratugurinn væri sá gróskumesti í
sögu Ákraness. Eitt er víst að bjart -
sýni og trú á framtíðina einkenndu
líf og störf fólksins í bænum,“ sagði
Daníel að lokum.
JANÚAR:Hátíðardagskrá.9 JÚNÍ: Hátíðarvika 12.-17. júní.
Vígsla samkomusalar og mötu- JÚLÍ: Heimsókn forseta íslands,
neytis í Fjölbrautaskóla Vestur- Vigdísar Finnbogadóttur. Lokaá-
lands.9 fangi Höfða tekinn i notkun.
Tónleikar í Vinaminni, ÁGUST: Ársþing Skógræktarfé-
FEBRÚAR: Vígsla nýrrar lags íslands.
heilsugæslustöðvar. Opin vika SEPTEMBER: Vígsla búnings-
Fjölbrautaskóia Vesturlands. kiefa á Jaðai-sbökkum.
MARS; Vígsla nýs tónlistarskóla OKTÓBER: Fjölskylduhátíð.
á Akranesi. Dagskrá á vegum
grunnskólans, leikskólana og Að auki verða íþróttamót á
tóniistarskólans. vegum aðildarfélaga ÍA fiesta'
APRÍL: Afmætistívolí Skátafé- mánuði og nokkur fagfélög munu
lags Akraness. I. bindi Sögu standa fyrir málþingum fyrir al-
Akraness gefið út menning um heilbrigðismál, skól-
MAÍ: Afhending vita á Breið. amál, dagvistunarmál og öld-
Skógræktarátak. runarmál.
Bjartsýni og trú ú f ramtíðina
einkenndu líf og störf fólksins
- SEGIR DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON, FYRRUM BÆJARSTJÓRI