Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992 Kjartan Pierre Emilsson stundar nám og rannsóknir við Háskólann í Nice í Frakklandi. Hann hefur auk þess nýlega tekið við ritstjóm bókar í tölvutæku formi. í náttnrunní nsökuð meö ölvumyndum Rætt við Kjartan Pierre Emilsson eðlisfræðing Morgunblaðið/Sverrir Mynd sem Kjartan hefur sett á tölvutækt form. KAOS, óreiða eða ringulreið er sérstakt ástand sem venjulega er talið hvimleitt og illmögulegt að henda reiður á. Eðlisfræðingar reyna það þó og hafa nokkr- ir íslendingar fengist við slíkar rannsóknir. Einn þeirra er Kjartan Pierre Emilsson sem er að ljúka doktorsnámi við Háskólann í Nice í Frakklandi. Kjartan lauk BS prófi í eðlisfræði frá Raunvísindadeild Háskóla íslands árið 1988 og hefur síðan lengst af dvalið erlend- is við nám og störf. En hvers vegna velur hann þetta frumlega rannsóknarefni? Eg hef aðeins haldið mig við rannsóknir á einu sviði sem er kaos eða óreiða í náttúr- unni. Rannsóknir á þessu sviði eru tiltölulega nýjar af nálinni og hófust fyrir 15 til 20 ámm en þrátt fyrir það hefur mikið verið gert á þessum tíma. Einn mikill áhrifamaður í þessum fræðum er franski stærðfræðingurinn Réné Thom. Kringum 1970 setti hann fram umdeildar en frumlegar kenn- ingar um uppruna forms og form- leysis. Segja má að þróun fræðinn- ar hafi farið aðrar leiðir en hann ímyndaði sér en engu að síður hef- ur hann haft mikil áhrif á þá sem stunda rannsóknir á þessu sviði. Ástæðan fyrir vali mínu á þess- ari grein fræðinnar er að hún sam- einar margar ólíkar fræðigreinar eins og Iíffræði, efnafræði, tölvu- fræði og jafnvel hagfræði. Einnig býr í óreiðunni það fallegasta sem náttúran getur af sér og það er mjög gefandi að fást við fallega hluti. Ég hef unnið með mjög skemmtilegum hópi í Nice og þarna hefur valist saman fólk með mjög mismunandi bakgrunn og mikla starfsgleði sem gerir stemmningu vinnustaðarins allsendis ólíka þeirri sem við er að búast á venjulegum stofnunum. Engu að síður er þama stundað hefðbundið doktorsnám og rannsóknir. Óreiðan sett í líkön og jöfnur Hvað geta menn rannsakað varð- andi óreiðu í náttúmnni? -Það er í raun og vem fjöl- margt. Við höfum verið að reyna að finna einföld líkön og jöfnur sem lýsa myndun forms og mynsturs í náttúrunni. Formin sem upp koma geta verið allt frá því að vera ein- föld eins og sexhyrningamynstur í býkúpum upp í það að vera hið flóknasta iðustreymi með dansandi hvirflum. Merkilegasta niðurstaða síðari ára varðandi óreiðu er að oft er unnt að gera grein fyrir gríðar flók- inni hegðun með sáraeinföldum lík- önum. Þetta opnar möguleika á að rannsaka til að mynda lifandi kerfí sem áður var talið óhugsandi. Þess- ar niðurstöður hafa að mestu Ieyti verið fengnar með hjálp tölva og má segja að tölvubyltingin hafí komið þessu öllu af stað, eins og svo mörgu öðru. I þessu sam- bandi minnist Kjartan á bók sem er í smíðum sem hann og prófessor hans eru að skrifa. Verður hér um að ræða myndabók, hálfgerða lista- verkabók. Þar er lýst ýmsum þeim mynstrum sem þeir hafa grafíð upp í rannsóknum sínum og sem líkjast mjög náttúrulegum kerfum. Eitt slíkt mynstur má sjá á myndinni sem fylgir hér með. -Þetta er nátt- úrlega engin sköpun hjá okkur og álit myndlistarmanna sem við höf- um rætt við skiptist mjög í tvo hom. Sumum finnst þetta lítt áhugavert og telja okkur einfald- lega vera að enduruppgötva það sem þeir hafa lagt stund á í þúsund- ir ára. Öðmm fínnst þessi innkoma eðlisfræðinnar í heim fagurfræðinn- ar áhugaverð. Útreikningar þessar mynda krefjast öflugustu tölva sem til em í heiminum í dag og eru því tiltölulega fáir hópar í heiminum sem hafa aðstöðu til að gera slíkar myndir. Hópurinn í Nice er með þeim virkustu í Evrópu ásamt hópi í Kaupmannahöfn. Gæti nýst í hagfræði og læknisfræði Er fráleitt að spyija um notagildi slíkra rannsókna? -Nei, það er ekki fráleitt en hins vegar er mér ekki ljóst hvað það gæti helst orðið. Það er vel hugsan- legt að slíkar athuganir geti fært okkur betri skilning á einhveijum flóknum kerfum, eins og til dæmis sveiflum í verðbólgu í hagfræði eða innri gerð hugsunar í sálarfræði og læknisfræði. Ég býst samt við því að það muni verða líffræðin sem muni taka stakkaskiptum og í því sambandi er rétt að minna á það að Japanir hafa nú hafið rannsókn- ir á lífrænum tölvum. Grunnrannsóknir eru eins og námugröftur, stundum fínnst náma með góðmálmum en leitin getur tekið langan tíma. Frönsk stjórn- völd leggja talsvert fjármagn í grunnrannsóknir og iðnfyrirtæki hafa einnig stutt þær dyggilega. Á síðasta ári fékk Kjartan heið- ursverðlaun sem Háskólinn í Nice veitti doktorsnemum í tilefni 25 ára afmælis Háskólans. Hlaut hann þau fyrir rannsóknir sínar á þessu sviði. Á þessu ári tekur hann við ritstjóm bókar á tölvutæku formi, eins konar „multi-media“ bók, eða fjöl-(marg- jmiðlabók sem mun fjalla um óreiðu og gagnast jafnt sem kennslutæki í fjarkennslu sem og hefðbundin fræðibók fyrir eðlisfræðinga. Franska ríkið ásamt Evrópubanda- laginu styrkir þessa útgáfu í sam- vinnu við 15 evrópska háskóla og tölvufyrirtækið NEXT. jt í grillsteikum Nautasteik.......kr. 790. m/bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati Lambagrillsteik...kr.790. m/sama Svínagrillsteik..kr.760. m/sama W jarlínn ~VEtriNGASTOFA- KRINGLUNNI - SPRENGISANDI eftir Astrid Lindgren Þýöandi: Vilborg Dagbjartsdóttir Tónlist: Georg Riedel Hljómsveitarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson Sviðshreyfingar: María Gísladóttir Leikmynd og búningar: Karl Aspelund Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Emil: Jóhann Ari Lárusson/Sturla Sighvatsson ída: Anita Briem/Álfrún H. Örnólfsdóttir í öðrum helstu hlutverkum: Bessi Bjarnason, Margrét Pétursdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Margrét Guðmundsdóttir, Helga Bachmann, Bríet Héðinsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Randver Þorláksson, Gísli Alfreðsson, Þór H. Túliníus, Erling Jóhannesson og Þorsteinn Guðmundsson. FRUMSYNING Á STÓRA SVIÐINU MIÐVIKUDAGINN 5. FEBRÚAR KL. 20. 2. SÝNING LAUGARDAG 8. FEBRÚAR KL. 20 3. SÝNING SUNNUDAG 9. FEBRÚAR KL. 14 4. SÝNING SUNNUDAG 9. FEBRÚAR KL. 17 5. SÝNING MIÐVIKUDAG 12. FEBRÚAR KL. 17 FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HEFST MIÐVIKUDAGINN 29. JANÚAF).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.