Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 15

Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992 C 15 undirritaður í ágúst 1963. Khrústsjov viðurkenndi ósigur, en taldi það sigur að Bandaríkja- menn lofuðu að gera ekki irinrás í Kúbu. Heima fyrir efldust nýstalín- istar, sem sökuðu Khrústsjov um „ævintýrastefnu", þótt Kozlov yrði að draga sig í hlé vegna hjartbilun- ar í apríl 1963. Stöðugt seig á ógæfuhliðina hjá Khrústsjov, enda hafði margt farið úrskeiðis. Að lokum snerust flestir valda- mestu menn Sovétríkjanna gegn Khrústsjov og ákváðu að steypa honum af stóli með stuðningi Malínovskíjs marskálks og hersins. Helztu ástæðurnar voru þær að Khrústsjov hafði komið Kúbudeil- unni af stað, átt þátt í að ágreining- urinn við Kínverja varð óbrúanleg- ur, lagt áherzlu á neyzluvörufram- leiðslu og valddreifingu í efnahags- málum gegn vilja heraflans og yfír- manna þungaiðnaðarins, eflt eld- flaugasmíði á kostnað hefðbundins herafla og staðið fyrir misheppnuð- um tilraunum í landbúnaði. Khrústsjov var einnig sakaður um að ýta undir nýja „persónudýrk- un“. Illa mæltist fyrir innan flokks- ins að hann skaut máli sínu oft til almennings. Þar með þótti hann grafa undan kerfinu pg hann var sakaður um yfirlæti. Óttazt var að hann mundi takmarka völd leyni- lögreglunnar og hersins, sem gramdist að þúsundir liðsforingja höfðu verið settir á eftirlaun. Þar við bættist að hann bauð leiðtogum kommúnista heims til fundar til að fordæma Kínverja og aðeins 15 af 26 þekktust boðið. Einnig var óttazt að fyrirhuguð ferð hans til Bonn mundi leiða til samkomulags við Vestur-Þjóðveija. Launráð gegn leiðtoganum í september 1964 hringdi fyrr- verandi starfsmaður KGB í Sergei, son Khrústsjovs, til að vara hann Með skóinn að vopni; Khrústsjov ávarpar allsheijarþingið árið'1960 við fyrirhuguðu valdaráni. Frá þessu segir Sergei í nýlegri bók og kveðst hafa tníað heimildarmanni sinum, Vasilíj í. Galjúkov, en kom- izt í vanda. Faðir hans hafði bannað honum að skipta sér af flokksmál- um og hann kinokaði sér við að saka nánustu samstarfsmenn hans um glæp, sem gat leitt til þess að þeir yrðu skotnir. Sergei hafði „þekkt marga þeirra frá blautu bamsbeini og þeir höfðu oft verið gestkomandi á heimili okkar. Ef þetta reyndist bara hug- arburður bláókunnugs manns, sem færi með staðlausa stafi, hvernig gæti ég horfzt í augu við þá og hvað mundu þeir halda um mig?“ Hann átti við Brézhnev, annan valdamesta mann flokksins, Podg- orníj, og Poljanskíj, ungan og metn- aðargjarnan flokksleiðtoga. Eftir nokkurt hik sagði Sergei föður sín- um allt af létta og kvað líklegast að höfuðpaurarnir væru Brézhnev, Podgorníj, Shelépín og ígnatov. Shelépín var framgjarnastur yngri leiðtoga flokksins og hafði áhrif í Komsomol, KGB og verka- lýðshreyfingunni. Khrústsjov hafði rekið ígnatov úr forsætisnefndinni og bakað sér óvild hans. Sergei kvað hlutverk Ignatovs mikilvægt, þar sem hann hefði beitt flokksleið- toga þrýstingi til að fá þá til að styðja valdaránstilraunina. Khrústsjov eldri neitaði að trúa fréttinni eins og Sergei bjóst við. Daginn eftir sagði hann: „Það virð- ist ekkert hæft í þvi sem þú sagðir mér. Við Mikojan og Podgorníj vor- um að koma af ríkisráðsfundi og ég skýrði þeim frá því sem þú hafð- ir sagt mér. Podgorníj hló bara að öllu saman. „Hvernig gaztu svo mikið sem látið þér detta þetta í hug, Níkíta Sergeiévitsj?" Þetta voru hans eigin orð.“ Þetta kann að virðast ótrúlegt. Sonur valdamesta manns Rússlands sagði honum frá trúverðugri kenn- ingu um samsæri og hann spurði meintan samsærismann hvað væri hæft í því og trúði honum þegar hann neitaði öllu. Ekkert bendir til að Khrústsjov hafi leitað til KGB, sem vissi um samsærið að sögn Sergeis. „Öllu lokið“ í byijun október 1964 fór Khrústsjov í leyfi til Pitsunda á Krím, þegar undirbúningur sam- særisins var að færast á lokastig. Tólfta október var sovézku geimfari skotið frá Baikonur. Krústsjov talaði við geimfarana í talstöð og sagði að lokum: „Hér er félagi Mikojan. Hann ætlar bókstaf- lega að rífa af mér tólið!“ Daginn eftir fór Khrústsjov frá Pitsunda. Forsætisráðið hafði kvatt hann til Moskvu til að reka hann og hann veitti lítið viðnám að sögn sonar hans. „Öllu er lokið,“ sagði hann þegar hann kom heim frá fundi í Kreml. „Ég hef dregið mig í hlé.“ „Ég samdi sjálfur yfirlýsingu, þar sem ég fór fram á að láta af emb- ætti af heilsufarsástæðum. Nú verður að staðfesta ákvörðunina á allsheijarfundi. Ég sagðist mundu hlíta hverri þeirri ákvörðun, sem miðstjórnin tæki. Ég kvaðst einnig mundu setjast að, þar sem þeir skipuðu mér að búa, annað hvort í Moskvu eða þá annars staðar.“ Þremur dögum síðar birti Tass tilkynningu um afsögn Khrústsjovs. Pravda kvað upp þann dóm að stjórnarár Khrústsjovs hefðu verið „tími andvaralausra, fífldjarfra fyr- irætlana, fljótfærnislegra ákvarð- ana, skrums og slagorða“. Við tók „þríeykisstjórn“ Brézhn- evs flokksritara, Kosygíns forsætis- ráðherra (sem virtðist standa utan við samsærið) og Podgorníjs for- seta. I sömu viku reyndu Kínveijar að skipa sér í röð risavelda með því að sprengja fyrstu kjarnorku- sprengju sína. Hylltur á síðari árum Khrústsjov var vikið frá án blóðs- úthellinga, þótt sonur hans segi að samkvæmt frásögn Vladímírs Y. Semítsjastníjs, yfirmanns KGB, hafi Brézhnev lagt til að honum yrði byrlað eitur eða að sett yrði á svið flugslys til að koma honum frá. Khrústsjov sagði fjölskyldu sinni að hann vildi að sín yrði minnzt fyrir þrennt: Neðanjarðarlestakerf- ið í Moskvu, útrýmingu Bería og afhjúpunina á Stalín. Vestræn blöð sögðu að hann hefði tryggt sér ör- uggari sess í sögunni, ef hann hefði fært þjóðiriá lengra frá frumstæðu einræði í átt til nútímaþjóðfélags og skoðanafrelsis. Hann hefði bund- ið enda á eitt tímabil en ekki innn- leitt annað, þar sem hann hefði skort völd og áhuga á að færa Rússland í frelsisátt. Því hefði hann verið maður „takmarkaðs millibils- ástands“. Síðustu ár ævinnar dvaldist Khrústsjov í sumarbústað sínum í grennd við Moskvu og las endur- minningar sínar inn á segulband. Þær voru gefnar út á Vesturlöndum 1970 og Sergei hefur staðfest að þær séu ófalsaðar, en neitað að upplýsa hvernig þeim var smyglað úr landi. Samkvæmt öðrum heimild- um eru allar hljóðritanirnar varð- veittar á söfnum í Moskvu. Blað í Moskvu skýrði frá því í tveimur línum að Khnístsjov hefði látizt af völdum hjartaáfalls 19. september 1971 og titlaði hann „eftirlaunamann". A leiði hans í kirkj ugarði Novodevitsj íj - kl austurs var reist minnismerki eftir mynd- höggvarinn Ernest Nejvestníj, sem hann hafði gagnrýnt fyrir nútímal- ist. Nafn Khrústsjovs var fellt burtu úr opinberum sagnfræðiritum, en margir fóru í pílagrímsferðir að leiði hans til að láta í ljós þakklæti fyrir baráttu hans gegn stalínisma. í rúm 10 ár áður en Gorbatsjov kom til valda 1986 var kirkjugarðurinn lok- aður til að koma í veg fyrir að mannfjöldi safnaðist við gröfína. Ekkert var minnzt á hann opinber- lega fyrr en Gorbatsjov viður- kenndi,jákvætt hlutverk“ hans í nóvember 1987 og veitti honum raunverulega riippreisn æru. Sjálfur gekk Gorbatsjov enn lengra í baráttu gegn gömlu vald- aklíkunni og margar greinar voru birtar í sovézkum blöðum, þar sem kostir og gallar Khrústsjovs voru vegnir og metnir. Reynt var að sýna hvaða lærdóm Gorbatsjov gæti dregið af stjórnarferli hans og birting slíkra greina var sett í sam- band við þrálátar sögusagnir um valdaránstilraun, sem að lokum varð að veruleika. Fjórirgóðir upphafsreitir pegar þú œtlar útíheim. Alhliða ferðaþjónusta. Þrautþjálfað starfsfólk með mikla reynslu í ferðamálum. Fullkomið bókunarkerfi sem gerir kleift að panta framhalds- flug hvert á land sem er, hótelgistingu og bílaleigubíla um víða veröld. Byrjaðu ferðina í einhverri af fjórum söluskrifstofum Flugleiða: Hótel Esju, sími: 690 100 Kringlunni, sími: 690 100 Lækjargötu, sími: 690 100 Leifsstöð, sími: 92-50 220 FLUGLEIÐIR TRAUSTUR FERÐAFÉLAGI Söluskriístofur Fludeida CB m£2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.