Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 22

Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUIVI sunnudagúr 26. JANUAR 1992 f BAUKNECHT FRYSTISKÁPUR SINGER^ VIÐGERÐARSETT, SINGER SAUMAVÉL MELODY 100 ZEROWATP iÞVOTTAVÉL + ‘ÞURRKARI > MARK 1 iUTVARPS- & KASSETTU-, REIKNIVELW MICRO 210 ) \ BAUKNECHT iKÆLISKÁPUR I ! 'ÆKI W10469 k . ■ Wmmá . SÍÍS: / xx:;-::;:: ()aRAH!GH% EXTRAHlGHQf •ÍL;\mark ^ St9**\ VIDEOSPOLUR ^—^3 STK. í PK v ZEROWATT ÞVOTTAVÉL MARK s GEISLASPILARI BAUKNECHT OFNAR L DT2014VR jj#éííí0ííí£í#ííðíííííí£ Morgunblaðið/RAX MATUR Klúbbur matreiðslu- meistara heldur upp á 20 ára afmælið Klúbbur matreiðslumeistara er tvítugur á þessu ári og fyrir skömmu var ein af meginuppákom- um ársins í tilefni þess. Það var samkoma klúbbmeðlima og gesta þeirra á hótelinu í Stykkishólmi. í klúbbnum eru 35 til 40 virkir félag- ar og ásamt mökum og gestum gerir það æði vænan hóp. Hilmar B. Jónsson er forseti klúbbsins og hann sagði í sámtali. við Morgun- blaðið að hópnum hefði verið tekið með kostum óg kynjum í Hólminum og aðbúnaður allur og matargerð hafi verið fyrsta flokks. „Við notuðum tækifærið og veitt- um keppnisliðinu okkar sem stóð sig svo vel í Chicago á dögunum „Gordon Bleu“-orðuna. Það er al- ROKK Ozzy Osbourne og Jethro Tu í íþróttahúsið á Akranesi! Ofurhugi einn á Akranesi og sérstakur áhugamaður um rokk í þyngri kantinum, Sigurður Sverrisson ritstjóri og útgefandi Skagablaðsins hyggst standa fyrir umfangsmiklum rokktónleikum í íþróttahúsinu á Akranesi í byijun september, nánar tiltekið 4. og 5. september næstkomandi. Sigurður hyggst halda tvenna tónleika, ann- að kvöldið með Ozzy Osboume og hitt kvöldið með ensk/skosku rokk- sveitinni Jethro Tull. Sveitimar leika einungis á Skaganum. Sigurð- ur er hvatamaður að uppákomunni sem yrði liður í 50 ára afmælishá- tíð Akranesbæjar, en í lið með sér hefur Sigurður fengið ýmis fyrir- tæki og einstaklinga auk þess sem Akranesbær styður vel við með því að láta endurgjaldslaus íþróttahús bæjarins og gefa kostnað við upp- slátt á sviði fyrir stjömumar. „Það er ekkert launungarmál að það var erfitt að fá menn til að trúa að svona nokkuð gæti gengið og algeng viðbrögð í byijun voru hvort að ég væri geggjaður. Og það er svo sem ekkert skrítið, því bara tilhugsunin er vægast sagt fram- andi. En sveitimar virðast tilbúnar og það er búið að reikna dæmið fram og til baka. Það þarf ákveðinn áhorfendafjölda til að sleppa slétt og ef það gengur ekki eftir, dreifist tapið á nokkra aðila. Annars er lág- markstalan ekki hærri en svo, að ég tel að jafn frægir kappar og Ozzy og Ian Anderson ,í Jethro Tull færu létt með að trekkja það sem til þarf og satt best að segja yrði ég fyrir vonbrigðum ef þeir gerðu ekki gott betur,“ sagði Sig- urður í samtali við Morgunblaðið. Ozzy Osboume er vel þekkt nafn í þungarokksheiminum, fyrmm söngvari sveitarinnar Black Sab- bath, en seinni árin hefur hann ferð- ast um og leikið sitt rokk með eig- in hljómsveit undir sínu nafni. Fyrr- um var hann villtur mjög, langt leiddur og óútreiknanlegur af lyfja- og áfengisneyslu. Hann hneykslaði marga með fremur skuggalegri framkomu bæði á sviði og á frétta- mannafundum og öðrum manna- mótum. Hann hefur róast mjög og losað sig við eitrið í seinni tíð. Tón- listin er hins vegar söm, þétt og feiknaþungt rokk. Jetrho Tull á eins og Ozzy langan feril að baki og hafa mikil mannaskipti öðru fremur einkennt sveitina. Aðalkappinn hef- ur þó haldið sveitinni uppi frá byij- un, flautuleikarinn og söngvarinn svipmikli Ian Anderson. Rokk þess- arar sveitar hefur löngum verið umvafið persónulegum stíl Ander- sons. Vinsældir beggja eru miklar og gamalgrónar. Sigurður Sverrisson N $ SAMBANDSINS UWlARP) MIKLIGARÐI DT1414 14" y 5 692090/692000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.