Morgunblaðið - 26.01.1992, Page 29
HA ) I4ÁL ,8S ,‘A UÍ? AUU Y.Vi J8 IGtiÍÍDiiiU JU\i CÖGAJSJáJUHOM
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
C 29
Vilberg Ágústsson, yfirverkstjóri snjómokstursdeildarinnar, stendur
hér við saltbinginn sem bíður þess að komast á göturnar.
það að verkum að 230 tonnum
minna af salti hefur verið borið á
göturnar í janúar, miðað við sama
tíma í fyrra. Jafnvel þó að ennþá
sé bara janúar og veturinn langt í
frá búinn, þá getur maður alltaf
vonað að stóri saltbingurinn í
skemmunni endist sem lengst.
Hvenær fáum
við vegabót
Herra Sigurður Skarphéðinsson
gatnamálastjóri.
Þar sem mér lánaðist ekki að ná
til þín á Rás tvö í síðustu viku, þar
sem þú mættir til þess að svara fyrir-
spurnum um væntantegar breytingar
með batnandi götukerfi út og inn í
borgina, ásamt sömu óskum þeirra
sem um alla borgina aka. Þá sendi
ég þér mitt álit og óskir framtíðar.
Þar sem byggingar og bílafjölgun,
er jafn niikilí og hann hefur verið,
undanfarandi ár. Þá er það aðeins
byrjun, á við það sem hann verður,
eftir næstu 50 ár. Mér finnsts ekki
hafa verið gjört sér grein fyrir því
að vegakerfið fyrir suðurnesjabúa,
ásamt því að umferðin frá Keflavík-
urflugvelli. Fer og verður að fara í
gegn um miðja landareign Reykja-
víkur sem mun verða miðborg henn-
ar eftir næstu fimmtíu árin með
fólksfjölda.
Hér fara því á eftir spurningar sem
ná til ytri byggðar borgarinnar 2040.
Okkur vantar yfirbyggt og undir-
byggt gatnamót Miklubraut —
Kringumýrarbraut; Miklubraut —
Háaleitisbraut; Miklubraut — Grens-
ásvegar; Miklubraut — Réttarholts-
veg. Okkur vantar einstefnu ökubrýr
á Elliðaámar. Okkur vantar einnig
hjólreiðar og göngubrýr beggja meg-
in ökubrúnna á Elliðaárnar, okkur
vantar breiða jarðmun milli öku-
brauta, einstefnu ökubrauta frá því
fyrir vestan Elliðaár, þar einstefnu-
akbrautir væru alla leið í gegn um
Borgarlandið til Geitháls. Líka vega-
lögn alla leið til Blikastaða.
Með því móti væri hægt að losna
við 245 ökutjón á fjórum árum, í
hinni umtöluðu Ártúnsbrekku. Líkan
sparnað væri þörf að fá við Höfða-
bakka þar sem á sama árafjölda urðu
þar 169 ökutjón, ásamt nokkrum
slysum. Eftir fá ár verður Mosfells-
bær orðin útjarða höfuðborgarinnar,
því þarf nú að leggja veg vestan við
byggðina í bænrum sem leið liggur,
þar sem hann kemur, Þingvallaveg-
ur, úr Mosfellsdalnum undirbyggt og
yfirbyggt undir Vesturlandsveg, þar
sem hann lægi vestan byggðar, vest-
an Blikastaða austan Ulfarsá, niður
fyrir Elliðaár, til jarðmanar ein-
stefnuvegar á hinni kunnu Miklu-
braut. Og enn aðrar viðbótarbrýr
Höfðabakka og Grafarvog. Ein-
stefnuveg á báðum stöðum. Ég spyr
hvenær fáum við nefnda vegabót?
Ólafur Ketilsson.
Málefni geð-
sjúkra fanga
Umræða um málefni geðsjúkra
fanga hefur af og'til borið á
góma í samfélaginu, þá helst blind
og samúðarsnauð.
Fram að þessu hafa geðsjúkir
fangar verið vistaðir með heilbrigð-
um föngum, við aðstæður sem eru
alls ófullnægjandi og sérfræðiþjón-
usta lítil, endurhæfíng, aðlögun sem
og endurkoma út í samfélagið er í
samræmi við það. Og að hinum al-
menna borgara sem fylgist með
umræðu í ijölmiðlum um málefni
geðsjúkra fanga setur honum óhug
og ótta, því öll sú umræða er þannig
matreidd af fjölmiðlum að það eina
sem upp á vantar er að öruggasta
leiðin sé að taka upp að nýju galdra-
brennur.
Sú mannvera, sem misst hefur
fótanna vegna þess eins, að hún
hefur glatað geðheilsu sinni og tapað
áttum, þreifar sig áfram í myrkrinu.
Hún getur ekki metið styrk sinn né
hæfileika og hefur ekki þann kunn-
ugleika og þekkir ekki ætíð hvað
bíður handan við næsta hom. Þau
yfírvöld sem bera ábyrgð á mála-
flokki geðsjúkra. fanga ættu nú að
leggja á vogaskálar mannkærleika
og mannúðar ef vera mætti til að
leiðrétta stefnu þess áttavita, sem
siglt er eftir í þessum málum. Og
lyfta þannig hrammi myrkursins sem
málefni geðsjúkra fanga hafa verið
í okkar samfélagi.
Engin verður hafinn á hamingju-
braut með svipuhöggum samfélags-
ins og hins svonefnda réttlætis, sein
oftast er blint, ef alúð og mannkær-
leika vantar.
Birgir Þ. Kjartansson
Torm. Fangalijálpar Verndar.
Á sumrin fara
bílstjórarnir í
malbikunar-
vinnu, meðan
hinir starfs-
mennirnir fara í
önnur störf inn-
an rekstrar-
deildarinnar. Á
sumrin er ekki
heldur unnið á
vöktum.
ORÐIBELG
Mig langar til að vekja máls á,
hversu hið ljóta orð niður-
skurður er notað oft og ríkulega nú
upp á síðkastið, einkum af frétta-
mönnum og í blaðagreinum líka. Á
stundum hefur þetta gengið svo langt
að maður fær bókstaflega velgju af
að hlusta á þennan hræðilega són. Á
sjúkrahúsinu á að skera niður, á gam-
almennahælum á að skera niður og
innan veggja Háskólans einnig. „Guð
komi til“, sögðu vökumenn landsins
áður fyrr, þegar dónaskapurinn gekk
úr hófí. Því má ekki nota skerðingu,
niðurfærslu, sparnað og svo framveg-
is?
Manni verður á að spyrja, hvort
ástkæra ylhlýja málið sé hreinlega
að ganga af göflunum í þessu tilfelli
og reyndar fleirum. Hið skelfilega orð
sem hér um ræðir var aldrei notað í
mínu ungdæmi nema í sambandi við
hallæri fyrri alda, þegar bændur urðu
að fella búpening sinn vegna fóðurs-
korts, jafnvel á góu þegar verst lét.
Menn gera sér ekki íjóst nú, hversu
erfítt það hefur verið fyrir öreigann
á þeim dögum að ganga út í skemmu
með hnífinn sinn og brýna hann vel
og lengi, titrandi höndum með von-
leysið sjálft undir fataleppunum. En
þessir atburðir gerðust oft og mörg-
um sinnum forðum daga, með öllum
þeim hrellingum sem þeim fylgdu.
Finnst mér út í hött að vekja upp
þennan gamla draug, sem niður-
skurðurinn var á 17. - 18. öld og
láta hann geifla sína ferlegu mynd
bæði í útvarpi og sjónvarpi hvert ein-
asta kvöld árið um kring.
Auk þess er að framan greinir,
mætti ef til vill geta þess í framhjá-
hlaupi að gamalt fólk og lasburða
hefur ekki sökkt þjóðinni í botnlaust
skuldafen, heldur þveröfugt. Og væri
réttara íýrir blessaða valdhafana að
líta í sinn eigin barm hvað það varð-
ar um leið og þeir skríða upp á næsta
leiti til að sjá Davíð litla og Golíat
há sitt gamla einvígi. Sá fyrrnefndi
verður að fá aðstoð gagnvart risanum
ef vel á að fara, því prikið hans mun
vera orðið heldur stutt, rniðað við
nútíma aðstæður, og slangan fremur
léleg eftir hina löngu baráttu frá
ómuna tíð.
Valtýr Guðmundsson
Ólafsfirðingafélagið
heldur sitt árlega þorrablót laugardaginn
1. febrúar nk. á hótel Ork í Hveragerði.
Möguleiki á gistingu.
Miðasala og upplýsingar hjá Bergþóru
sími 688796; Helgu, sími 41953; Margréti
sími 30246; Jón N. sími 92-11464.
Mjög skemmtiieg 12 vikna byrjenda- og
framhaldsnámskeið í myndlist hetjast 28. janúar fyrir
börn á aldrinum 7-15 ára.
Kennt verður í félagsmiðstöðinni Fellahelli og
Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar.
Fárið verður i eftirfarandi:
■ Leirmótun (keramik)
* ■ Málun
■ Grafík
■ Blandaða tækni o.fl.
Innritun og upplýsingar 26. og 27. janúar
í símum 673395, 667228 og 668228.
irrsoLU
MARKAÐUR
FJÖLDIVERSLANA - GÍFURLEGT ÚRVAL
Örfáir básar
lausir.
Upplýsingar hjá Öllu Hauksdóttur