Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1992
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Heimamenn sem buðu voru fljótir að taka niður spjöldin þegar há boð bárust í gegnum símann og
á endanum var flsksalinn sá eini sem keypti flsk.
Fiskmarkaður Vestmannaeyja:
Fisksalinn eini heima-
maðimnn sem keypti físk
Nær allur afíinn seldur upp á land
Vestmamiaeyjum. .
FYRSTA flskuppboð á Fiskmarkaði Vestmannaeyja fór fram síð-
degis í gær. Upp voru boðin rúmlega 30 tonn og var meðalverð
aflans 72,59 krónur fyrir kílóið. Nær allur aflinn sem boðinn var
upp var seldur til fískverkenda á Faxaflóasvæðinu gegnum sima.
Sjð bátar seldu afla á markaðn-
um í gær. Uppistaða aflans var
frá Valdimar Sveinssyni, 20 tonn,
en aðrir bátar lögðu upp slatta.
Mikill fjöldi fólks fylgdist með
uppboðinu sem var tengt Faxa-
markaði og Fiskmarkaði Hafnar-
íjarðar gegnum síma. Þorsteinn
Amason, framkvæmdastjóri Fisk-
markaðarins, stjómaði uppboðinu.
Hann sagði í upphafi að í húsinu
væm jafn margir mannahausar
og þorskhausar sem sýndi ef til
vill best áhuga Eyjamanna fyrir
markaðnum. Hæst meðalverð á
kfló fékkst fyrir þorsk, 108,74
krónur, ufsinn fór á 50,98 krón-
ur, langan á 65 krónur, keilan á
46 krónur, karfi á 37,39 krónur,
steinbítur á 20 krónur, skarkolinn
á 40 krónur og gota var seld á
120 krónur kílóið.
Fulltrúar fimm Eyjafyrirtækja
buðu í fiskinn á markaðnum en
þeir treystu sér ekki í þau háu
verð sem buðust og því var nær
allur aflinn seldur til fastalands-
ins. Eini Eyjamaðurinn sem keypti
eitthvað á uppboðinu var Jón Ingi
Guðjónsson, eigandi Fiskbúðar-
innar í Eyjum, sem keypti stein-
bítinn, skarkolann og gotuna,
samtals 170 kfló.
Þorsteinn Ámason fram-
kvæmdastjóri var mjög ánægður
með fyrsta uppboð markaðarins.
„Þetta er óskabyijun sem gefur
góðar vonir um framhaldið. Upp-
boðið gekk vel og snurðulaust
fyrir sig og verðin voru alveg í
toppi. Fiskkaupendur sem keyptu
í gegnum símann keyptu fiskinn
óséðann en eftir lýsingu frá okk-
ur. Þeir vissu alveg hvað þeir vom
að kaupa því þeir þekkja fískinn
frá Eyjabátunum og vita að hann
er yfiríeitt góður og vel frá geng-
inn,“ sagði Þorsteinn.
Grímur
Nýjar tillögur um tvöföldun
Reykjanesbrautar:
Yatnsleysustrandar-
vegur sem varaleið
UNDIRBÚNINGSFÉLAG sem kannar hagkvæmni tvöföldunar Reykja-
nesbrautar lagði fram nýja tillögu á fundi með fulltrúum Vegagerðar
ríkisins í gær. Tillagan felst í því að lagt verði bundið slitlag á gamla
Vatnsleysustrandarveginn og hann nýttur sem skattlaus varaleið.
I tillögunni er gert ráð fyrir að
veggjald verði lagt á nýju Reykjanes-
brautina til að standa straum af
framkvæmdinni. Helgi Hallgrímsson,
vegamálastjóri, sagði að mönnum
hefði litist illa á fýrri hugmyndir um
þvingaða gjaldtöku en þama væri
sá agnúi sniðinn af.
„Þeir hafa varpað fram þeirri hug-
mynd að tvöfalda Reykjanesbraut-
ina. Verið er að skoða möguleikana
á því að nýta einhvem af þessum
gömlu vegum sem varaleið. Það yrði
náttúrulega að endurbæta þá vegi
og léggja bundið slitlag á þá,“ sagði
Helgi. Hann sagði að fyllstu öryggis-
sjónarmið yrði að hafa í huga við
vegabætumar. Samkvæmt tillögun-
um yrði nýja Reykjanesbrautin lögð
sunnan megin við þá gömlu þannig
að umferð um hana færi um tvær
akreinar til suðurs en tvær akreinar
yrðu á gömlu brautinni til norðurs.
Hugmyndin væri sú að umferð yrði
leyfð um gömlu Reykjanesbrautina
meðan á lagningu þeirrar nýju stæði
þó svo að sumstaðar þyrfti að leggja
framhjáhlaup.
Hann sagði að annar fundur væri
ráðgerður í næstu viku. Kostnaður-
inn við þessar framkvæmdir yrði
meðal þess sem skoðað yrði á næst-
unni. „Mér leist þunglega á upphaf-
legu tillöguna. Þessi tillaga sníður
nokkuð af göllunum, en þetta er
engu að síður mál sem er erfítt í
framkvæmd," sagði Helgi.
Póstur og sími:
Gjaldskrá hækkar um 4%
á innanlandssímtölum
GJALDSKRÁ Pósts og síma hækk-
ar um 4% fyrir símtöl innanlands
frá og með 1. febrúar nk. Engin
hækkun verður á gjaldi fyrir sím-
töl til útlanda.
Eftir hækkun mun þriggja mín-
útna símtal milli Reykjavíkur og ísa-
ijarðar hækka um 80 aura eða úr
21.20 krönum í 22 krónur með virðis-
aukaskatti að degi. Að nóttu og um
helgar kostar sama símtal eftir
hækkun 12,65 krónur en kostar nú
12.20 krónur með virðisaukaskatti.
Engin hækkun verður á gjaldi fyr-
ir símtöl og telexþjónustu til útlanda
og er það í samræmi við stefnu, sem
var mörkuð í upphafi ársins 1990,
að ná fram raunlækkun gjalda fyrir
símtöl til útlanda, segir í frétt frá
Póst- og símamálastofnuninni.
Fram kemur, að gjaldskrá fyrir
póstþjónustu verður óbreytt nema
hvað gjald fyrir póstfaxþjónustu til
útlanda lækkar um 15-30% og að
þessar breytingar jafngilda 2%
hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins að
meðaltali. Er hækkunin í samræmi
við forsendur fjárlaga fyrir árið 1992
og er þáttur í að tryggja að fyrirtæk-
ið geti staðið við 940 milljóna króna
greiðslu til ríkissjóðs.
Fjármálaráðuneytið:
Lagt til að dagpeningar ráð
herra lækki um fimmtung
Til athugunar að bjóða út farseðlakaup
TILLÖGUR fjármálaráðuneytisins um sparnað í dagpeningagreiðsl-
um ríkisstarfsmanna hafa verið samþykktar af ríkisstjórninni og
verið er að ganga frá reglugerð þess efnis. í tillögunum kemur
fram að dagpeninga ráðherra og æðstu embættismanna be'ri að
lækka um flmmtung, eða 20%. Auk þess er unnið að breytingum
ýmissa annarra kostnaðarliða svo sem ferðakostnaðar allra ríkis-
starfsmanna. Jafnframt er í athugun að bjóða út farseðlakaup og
nú standa yfir viðræður m.a. við Flugleiðir vegna þessa. Sömuleið-
is er verið að kanna möguleika á sérstökum samningum við hótel
erlendis.
kringum 600 milljónir króna. 100
milljóna króna spamaður er því
um 16% lækkun. Gert er ráð fyrir
að innlendur ferðakostnaður ríkis-
starfsmanna hafí numið um 700
milljónum króna á síðasta ári.
ískönnunarflug Land-
helgisgæslunnar:
Hafís með
meira móti
HAFÍSINN norður af landinu
er með meira móti nú og
dreifðari en undanfarin ár.
Þór Jakobsson á hafísrann-
sóknadeild Veðurstofunnar
segir að ísinn nái nú mun aust-
ar en áður og sé það vegna
þess hve vestlægar og suðvest-
lægar vindáttir hafa verið
ríkjandi við landið á undan-
förnum vikum.
í ískönnunarflugi Landhelgis-
gæslunnar í þessari viku kom
fram að næst landi er hafísinn
um 35 sjómflur norðvestur af
Straumsnesi en í mestri fjarlægð
er ísinn 143 sjómílur norður af
Siglunesi.
Þór Jakobsson segir að ef
vestlægar áttir haldi áfram um
stund en breytist svo í norðlæg-
ar áttir sé hætta á að ísinn reki
inn á siglingaleiðir norðvestur
af landinu. Hins vegar sé erfítt
að spá um framvindu mála.
Færeyingar:
Að sögn Bolla Þórs Bollasonar,
skrifstofustjóra efnahagsskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins, eru í
tillögunum annars vegar teknir
fyrir dagpeningar almennra rikis-
starfsmanna og hins vegar dag-
peningar ráðherra og æðstu emb-
ættismanna, en sérstakar reglur
hafa gilt um þá. í tillögunum kem-
ur fram að dagpeningar ráðherra
og æðstu embættismanna lækki
um 20% en ekki er gert ráð fyrir
breytingum á dagpeningum al-
mennra ríkisstarfsmanna.
Bolli segir að áður hafí ráðherr-
ar fengið hótelgistingu erlendis
greidda auk dagpeninga sem og
20% álag. Helsta breytingin feli í
raun í sér að álagið falli niður.
Hann nefnir sem dæmi að vegna
ferðar til Danmerkur hafí dagpen-
ingar ráðherra numið 16.330 krón-
úm á dag en með þessum breyting-
um fái þeir 13.600 krónur á dag.
Hins vegar lækki dagpeningar
æðstu embættismanna og þing-
manna úr 13.600 krónum á dag í
10.900 krónur, en þeir fá jafnframt
hótelgistingu greidda. Ekki er um
neinar breytingar á risnu ráðherra
að ræða í tillögunum.
Jafnframt segir Bolli að í athug-
un séu breytingar á ýmsum öðrum
kostnaðarliðum, t.d. sparnað í
ferðakostnaði allra ríkisstarfs-
manna. Stefnt er að um 100 millj-
óna króna spamaði á þessu ári.
Bolli segir að áætlaðar tölur
yfír erlendan ferðakostnað ríkis-
starfsmanna á síðasta ári séu í
Ríkisstyrkir í sjávarútvegi
afnumdir á næstu árum
Sj ávarútvegsr áðher r a ítrekar að til
niðurskurðar afíaheimiida komi
FÆREYINGAR stefna að því að afnema ríkisstyrki í sjávarútvegi á
næstu þremur til fjórum árum, að því er kom fram á fundi sem
sjávarútvegsráðherra íslands átti með lögmanni og sjávarútvegsráð-
herra Færeyja í vikunni.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra átti fund með Atla Dam
lögmanni og Jóni Petersen sjávarút-
vegsráðherra Færeyja í Stokkhólmi
í vikunni þar sem rætt var um físk-
veiðimál. Þorsteinn sagði Morgun-
blaðinu að hann hefði ítrekað að til
nokkurs niðurskurðar hlyti að koma
á aflaheimildum Færeyinga í ís-
lenskri lögsögu en eigi að síður vildu
Islendingar gjaman eiga gott sam-
starf við Færeyinga hér eftir sem
hingað til. Þorsteinn sagði að engin
niðurstaða hefði orðið á þessum
fundi en hann stefndi að því að
taka ákvörðun um aflaheimildir
Færeyinga um miðjan febrúar.
„Við ræddum einnig markaðsmál
en íslenskir útflytjendur hafa verið
mjög óánægðir með ríkisstyrki í
Færeyjum og undirboð þeirra á
mörkuðum, enda skekkir það sam-
keppnisstöðuna. Menn voru sam-
mála um að koma á betra sam-
starfí og upplýsingamiðlun á mark-
aðssviðinu til að koma í veg fyrir
að árekstrar verði af því tagi. Þeir
sögðust einnig stefna að því að af-
nema ríkisstyrki með öllu á næstu
þremur til fjórum árurn," sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn sagði aðspurður að á
fundinum hefði komið óformlega
fram, að Færeyingar væru tilbúnir
til að ræða við íslensk stjórnvöld
um gerð sérstaks viðskiptasamn-
ings.