Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1992 17 Stofnfé Yrkju er tæpar þijátíu milljónir króna Grunnskólar geta sótt um styrki til skógræktar Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, gróðursetur tré í fé- lagi við æsku landsins. STJÓRN Yrkju, sjóðs æskunnar til ræktunar landsins, hélt fyrsta fund sinn 23. janúar síðastliðinn, en eins og kunnugt er stóð bóka- útgáfan Iðunn, að frumkvæði forstjórans Jóns Karlssonar, að útgáfu afmælisrits í tiiefni 60 ára afmælis forseta íslands, frú Vigdísar . Finnbogadóttur, árið 1990. Vinna við undirbúning og útgáfu ritsins var gefin, en ágóði af sölunni hefur runnið til sjóðsins. I fréttatilkynningu frá Skóg- ræktarfélagi Islands segir: „Sam- kvæmt skipulagsskrá sjóðsins er markmið hans að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskóla- stigi á ári hveiju, en tekjur sjóðs- ins eru vextir af stofnfé og öðrum eignum sem sjóðnum kann að áskotnast. Formaður sjóðsstjórnar er Matt- hías Johannessen ritstjóri, til- nefndur af forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir í stjórn eru tilnefndir samkvæmt skipulags- skrá: Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra, varaformaður, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, ritari, Jón Loftsson, skógræktarstjóri, gjaldkeri, Eiríkur Jónsson, fulltrúi Bandlags kennarafélaga, með- stjórnandi. Fulltrúi íslenskrar æsku, sem skal vera áheyrnarfull- trúi með fullan tillögurétt, verður valinn af sjóðsstjórn._ Skógræktarfélag íslands mun hafa umsjón sjóðsins með höndum og annast framkvæmdir sam- kvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar. Samkvæmt reikningum sem lagðir voru fram á fundinum er stofnfé sjóðsins 28.622.700 krónur og bókabirgðir Yrkju 2.000 eintök. Samþykkt var á fundinum að fara þess á leit við grunnskóla, sem hafa áhuga á þátttöku, að þeir sendi bréflega óskir þar að lút- andi. Eftirfarandi atriði komi þar fram: Nafn skóia og heimilisfang, upplýsingar um hvort skólinn eigi kost á landi til gróðursetningar, um ljölda nemenda sem tækju þátt í gróðursetningunni og hvort óskað er eftir þátttöku að vori eða hausti. Jafnframt upplýsingum um hvort óskað er eftir faglegum leið- beiningum og fræðslu og hvort skólinn hafi áður tekið þátt í slíkri gróðursetningu í samstarfi við eitt- hvert aðildarfélag Skógræktarfé- lags íslands. Heimilisfangið er: Yrkja, Skógræktarfélag Islands, Ránargötu 18, 101 Reykjavík. Fax 627131.“ KAIIPIN ígrillsteikum Nautasteik............kr. 790,- m/bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati Lambagrillsteik.......kr. 790,- m/sama Svínagrillsteik.......kr. 760,- m/sama Ath.: Hádegistilboð á Sprengisandi alla daga Sakadómur Seltjarnarness: 9 mánaða fangelsi og 11 milljóna sekt fyrir fjár- ' drátt og söluskattssvik SAKADOMUR Seltjarnarness hefur dæmt 45 ára gamlan fyrrver- andi veitingamann til 9 mánaða fangelsis, þar af sex mánuði skil- orðsbundna, og til greiðslu á 11 milljón krona sekt til ríkissjóðs fyrir fjádrátt og brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og söluskatt. Greiði maðurinn ekki sektina kemur 9 mánaða fang- elsi til viðbótar í stað hennar. Maðurinn var talinn hafa haldið eftir söluskatti, sem fyrirtækjum hans bar að greiða, dregið sér félags- og lífeyrissjóðsgjöld starfsfólks og haldið eftir stað- greiðslu opinberra gjalda af launum þess fyrir alls 11,6 milljónir króna. Maður þessi rak þijú veitingahús í miðborg Reykjavíkur og var gefið að sök að hafa allt árið 1988 og í janúar og febrúar 1989 haldið eftir 427 þúsund krónum af launum starfsfólks tveggja félaganna en ekki staðið skil á fénu til lífeyris- sjóða og stéttarfélaga heldur notað féð til rekstursins. Einnig var honum gefið að sök að hafa frá maí 1988 til febrúar 1989 haldið eftir tæplega 1,3 millj- ónum króna af skattskyldri stað- greiðslu opinberra gjalda starfs- manna tveggja fyrirtækjanna og notað í rekstur fyrirtækjanna. Loks var hann sakaður um að hafa frá maí 1987 til febrúar 1989 haldið eftir um 9,8 milljónum af þeim söluskatti fyrirtækjanna þriggja sem skila hefði átt til inn- heimtumanns ríkissjóðs og notað það fé í reksturinn. I dómi þeim sem Halla Bachmann Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp voru brot mannsins talinn sönnuð og hann dæmdur til þeirrar refsing- ar sem fyrr greinir, auk greiðslu 546 þúsund króna skaðabóta til Félags starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og til greiðslu alls sakarkostnaðar og málsvarnarlauna til veijanda síns. fagnar FRJÓ 44 heildverslun sem nýjum söluaðila á gæðavörum frá Bulso • BLÓMAPOTTAR • POTTABRETTI • GARÐPLÖNTUPOTTAR • ALLSK. FYLGIHLUTIR ®FRJ0 44 HEILDVERSLUN FOSSHÁLSI 13-15, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 91-67 78 60 - FAX: 91-67 78 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.