Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 50 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Valkostir í heilbrigðismálum Olafur Ólafsson landlæknir ritaði grein hér í blaðið hinn 19. lanúar sl., þar sem hann fjallaði um sjðnarmið, sem sett voru fram í for- ystugrein Morgunblaðsins hinn 21, desember sl. um valkosti í heil- brigðiskerfmu. í forystugrein blaðs- ins sagði þá m.a.: „Spyrja má, hvort áframhaldandi rekstur Landakots- spítala gæti orðið upphaf að nýjum þætti heilbrigðisþjónustu okkar, þar sem sjúklingar og aðstandendur þeirra ættu annan valkost en nú er fyrir hendi í heilbrigðiskerfinu, m.ö.o. sjúklingur eða aðstandendur greiði fyrir þjónustu á Landakoti. Fólk geti þá valið um, hvort það vill kaupa slíka þjónustu eða fá þjón- ustuna án endurgjalds á Landspítala eða Borgarspítaia." Þessi orð leggur landlæknír út með eftirfarandi hætti í grein sinni: „Hér er spurt hvort tekin skuli upp „markaðsrekin" heilbrigðisþjónusta á íslandi. Markaðsrekstur leysir margan vanda og stuðlar m.a. að skynsamlegri verðmyndun, en hvernig farnast sjúklingum er iifa við markaðsrekna heilbrigðisþjón- ustu? Ef efnaðri sjúklingar geta keypt sér vistunarpláss á sjúkrahús- um, vegur innihald pyngjunnar þyngra en sjúkdómsástandið. Veik- ustu sjúklingamir sitja því ekki fyr- ir um vistunarpláss eins og eðlilegt er.“ Það er grundvallarmisskilningur hjá landlækni, að Morgunblaðið hafi í fyrmefndri forystugrein boðað markaðsrekna heilbrigðisþjónustu á íslandi. Þau orð ættu við, ef blaðið hefði lagt til algera byltingu í heil- brigðiskerfinu, þannig að horfið yrði frá núverandi kerfi til annars konar kerfis. Morgunblaðið hefur ekki sett fram slíkar skoðanir. í því felst engin boðskapur um markaðsrekna heilbrigðisþjónustu að leggja til, að á takmörkuðu sviði og í iitlum mæli verði boðið upp á valkosti frá því, sem nú er. Grund- völlur heilbrigðiskerfísins er óbreyttur og hinn sami og verið hefur en samhliða því kerfi má vel hugsa sér að taka upp með einhveij- um hætti valkost, sem byggist á greiðslu sjúklings eða aðstandenda. Heilbrigðiskerfíð hefur ekki megnað að sinna ýmiss konar lækn- isþjónustu á fullnægjandi hátt.( Sem dæmi má nefna vissar tegúndir bæklunaraðgerða, þar sem sjúkling- ar hafa þurft að bíða misserum sam- an eftir því t.d. að fá setta kúlu í mjöðm. Hvaða rök mæla gegn því, að þeir sjúklingar, sem vilja veija fjármunum sínum til þess að greiða fyrir slíka aðgerð í stað þess að fara í sumarfrí til Spánar, eigi kost á því? Má ekki með nokkrum rökum halda því fram, að það séu sjálfsögð mannréttindi að fá að leita til lækn- is um slíka aðgerð og greiða fyrir hana? Vill landlæknir heldur, að fólk fari til útlanda og greiði fyrir þessa þjónustu þar? Hér er engin spurning um efnameira fólk og efn- aminna fólk. Gömul kona, sem kvelst og kemst ekki ferða sinna misserum saman vegna þess, að heilbrigðiskerfíð á íslandi veitir ekki betri þjónustu, á fullan rétt á því að veija sparifé sínu til þess að kosta slíka aðgerð. Börn hennar eiga fullan rétt-á því að kosta slíka aðgerð og neita sér um annað í þess stað. Hér er ekki horfið til for- tíðar heldur horfzt í augu við vanda- mál samtímans. Margir þættir heilbrigðiskerfísins á íslandi eru mjög fullkomnir, aðrir ekki. Afkoma fólks er orðin það góð, að það er ekki hægt að vísa til þess efnamunar, sem ríkti snemma á öldinni. Þótt efnamunur sé enn of mikill og hafí sennilega vaxið síðustu tvo áratugi er afkoma þeirra sem minnst hafa margfalt betri en áður var. Þá má ekki gleyma því, að þeir, sem hverfa úr biðröðinni með því að greiða fyrir ákveðna læknisþjónustu, stytta bið- röðina þannig að bið annarra verður styttri. Ef landlæknir gæti vísað til full- komins heilbrigðiskerfis á öllum sviðum gæti málflutningur hans átt við. Svo er því miður ekki. Heilbrigð- iskerfinu er mjög ábótavant á sum- um sviðum. Sjúklingar og aðstand- endur þeirra eiga rétt á vali á ein- hveijum sviðum. Þeir eiga rétt á því að geta valið á milli Spánarferð- ar og nauðsynlegrar læknisaðgerð- ar. Það val verður þó aldrei nema á takmörkuðum sviðum og í litlum mæli. En það getur þó veitt hinu opinbera heilbrigðiskerfi ákveðið aðhald. Landlæknir vísar í grein sinni til reynslu erlendis af einkarekstri í heilbrigðismálum og segir: „Rekstr- arleg samkeppni í heilbrigðisþjón- ustunni getur haft í för með sér alvarlega fylgikvilla. í anda mark- aðshyggjunnar er lögð mikil áherzla á samkeppni og þar af leiðandi er leitast við að búa sjúkrahúsin beztu og dýrustu tækjunum. Hátækni- sjúkrahúsum fjölgar og þar er boðið upp á „beztu þjónustuna", en kostn- aður eykst.“ Það þarf ekki einkarekstur til. Menn þurfa ekki að hafa mikla þekkingu á sjúkrahúsarekstri hér til þess að vita, að mikið kapphlaup hefur verið á milli spítalanna um að fá sem fullkomnastan tækjabún- að á ýmsum sviðum. Raunar má sýna fram á, að það sjúkrahús, sem kemst einna næst því að teljast eink- arekið að vissu leyti, þ.e. Landakot, hefur gætt mest sparnaðar í tækja- kaupum og rekstrarkostnaði. Einhver vísir að einkarekinni heil- brigðisþjónustu á takmörkuðum sviðum væri framför í heilbrigðis- málum okkar. Það væri mikill skaði, ef slíkar hugmyndir yrðu kæfðar í fæðingu með röksemdum löngu lið- inna tíma. Það mundi ekki veikja velferðar- kerfið, heldur ætti það að geta orð- ið því til styrktar. Við búum i vel- ferðarþjóðfélagi og nú er nauðsyn- legt að búa svo um hnútana að við getum búið í því áfram. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGL’R 1. FEBRÚAR 1992 21 —■ SPARNAÐARAÐGERÐIR Á SJÚKRAHÚSUNUM Borgarspítali og Landakot: Yiðræður um sam- einingu hafnar á ný VIÐRÆÐUR um sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala eru hafn- ar á nýjan leik. Viðræðunefndir spítalanna hafa hist á einuni fundi. „Eg held að það geti verið góður möguleiki á sameiningu," sagði Arni Sigfús- son formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann taldi að línur gætu skýrst í næstu viku. Frá blaðamannafundi stjórnar Borgarspítalans. Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri situr fyrir miðju. Til hliðar við hann standa Sigrún Knútsdóttir fulltrúi starfsmanna og Árni"Sigfússon stjórnarformaður. Jóhannesi á vinstri liönd sitja þau Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunar- forstjóri og Jóhannes M. Gunnarsson formaður Læknaráðs Borgarspítalans. Sparnaðaraðgerðir Borgarspítala: Laun verða skorin niður um tæpar sextíu milljónir króna Takmarkið að komast hjá uppsögnum starfsfólks, segir framkvæmdastjóri spítalans SPARNAÐARAÐGERÐIR Borg- arspítalans liggja nú ljósar fyrir og hefur starfsmönnum spítalans verið kynnt, hvernig mæta skuli tæplega 200 milljónum króna nið- urskurði á rekstrarfé. Helstu liðir eru að laun verða skorin niður um 56,1 milljón kr., tilflutningar á starfsemi og hagræðing á að skila 92 milljóna króna sparnaði og að- gerðir sem auka tekjur spítalans eiga að skiia 28,5 milljónum króna. Jóhannes Pálmason framkvæmda- stjóri Borgarspítalans segir að tak- markið sé að ckki þurfi að koma til uppsagna starfsfólks þótt stöðu- gildum verði fækkað og dregið mjög úr yfirvinnu. Hvað varðar niðurskurð á launum er áætlað að minnka yfírvinnu, ann- Landspítalinn: Fjórum læknum sagt upp og einni bækl- unardeildinni lokað Samdráttur um 400 milljónir króna BÚIÐ er að tilkynna um hluta af þeim sparnaðaraðgerðum sem gripið verður til á Landspítalanum til að mæta 5% niðurskurði á fjárveiting- um til spítalans. Þessar aðgerðir fela m.a. í sér að fjórum læknum hefur verið sagt upp og einni af bæklunardeildum spitalans hefur verið lokað. Auk þessa eru strangar aðhaldsaðgerðir í gangi og m.a. bannað að ráða fólk í stöður sem losna. Davíð Á. Gunnarsson for- stjóri Landspítalans segir að þeir geti ekki endanlega gengið frá áætl- unum sínum fyrr en séð verður hve mikið af bráðasjúklingum frá Landakoti munu lenda á Landspítalanum. „Samkvæmt fjárlögum er okkur ætlað að draga saman í rekstri okk- ar um rúmlega 300 milljónir króna en auk þessa fórum við um 100 millj- ónir króna fram úr áætlunum á síð- asta ári,“ segir Davíð. „Heilbrigðis- ráðberra hefur lofað okkur 80 millj- ónum króna þannig að við þurfum að skera niður hjá okkur í ár um 400 milljónir króna.“ Davíð segir að þótt umfangsmiklar sparnaðar-og aðhaldsaðgerðir hafi verið í gangi á spítalanum undan- famar þrjár vikur hafí forráðamenn spítalans hikað við að taka frekari ákvarðanir um lokun deilda meðan óvissa sé um sjúklingana frá Landa- koti. „Menn hafa ekki treyst sér til frekari lokana af þessum sökum svo og því að spurningunni um hvort þessar aðgerðir eigi að vera til skamms, eða lengri tíma, hefur ekki verið svarað," segir Davíð. „Þetta þurfum við að ræða nánar við heil- brigðisráðherra og það er ljóst að frekari uppsagnir á starfsfólki okkar munu miðast við mánaðarmótin fe- brúar/mars.“ í máli Davíðs kemur fram að menn verði að gera sér grein fyrir því að Landspítalinn sé endastöð og ekki hægt að vísa sjúklingum þaðan á aðrar stofnanir. Því hafi menn þar ekki viljað ana að neinu með ákvarð- anir. ara en lækna um 5%, og setja þak á yfirvinnu en þetta á að skila 25 millj- ónum króna. Dregið verður úr yfír- vinnulaunum sérfræðinga og yf- irlækna sem nemur um 4% af heildar- launum þeirra en það á að skila 10 milljónum króna. Stefnt er að lækkun vinnuhlutfalls í störfum lækna og þar reiknað með að lækkunin samsvari fækkun 5 stöðugilda en það á að skila 15 milljónum króna. Og 5 milljónir á að spara með því að draga úr sumaraf- leysingum um 30%. Hvað varðar tilflutning á starfsemi og hagræðingu eru stærstu liðirnir þar að öldrunardeild B-6 verður áfram lokuð til 1. september og á það að skila 20 milljónum króna. Flytja á legudeild á Hvítabandi á GrensáS, Heilsuvemdarstöð og aðrar deildir en starfsemi í Templarahöll verður flutt í Hvítaband. Þetta er talið skila 35 milljónum króna. Þá er gert ráð fyrir sérstöku hagræðingarátaki í rekstri Arnarholts sem skila á 25 milljónum króna. Almennar spamaðaraðgerðir svo sem minnkun námsferðakostnaðar, minnkun rannsókna, uppsögn á áskriftum á dagblöðum, minnkun pappírskostnaðar og kostnaðar við Ijósritun o.fl. á að skila tæpum 17 milljónum króna. Auknar tekjur sem afla á til að mæta spamaðinum felast m.a. í aukn- ingu á rannsóknartekjum vegna göngudeildar sjúklinga á slysadeild, þjónustugjöldum í sundlaug og aukn- um sértekjum á röntgendeild sem skila á 10 milljónum króna. Rekstur barnaheimilda með hækkun gjalda og hagræðingu í starfsemi á að skila öðmm 10 milljónum króna og hækkun á fæði til starfsmanna á að skila 3 milljónum króna. Árni Sigfússon stjórnarformaður Sjúkrastofnanna Reykjavíkurborgar segir að þessar tillögur stjórnar spít- alans hafí verið unnar f samstarfi við starfsfólk spítalans og miða að því að þjónusta við sjúklinga raskist sem minnst þótt ekki verði hjá því komist að hún minnki í einhveijum mæli. Sigrún Knútsdóttir fulltrúi starfs- manna segir að starfsfólkið líti svo á að þessar aðgerðir séu skammtíma- aðgerðir því þær hafí í för með sér aukið álag á starfsfólk og ef það hald- ist í lengri tíma megi búast við tíðari veikindum þess. Á blaðamanna- fundi sem stjórn Borgarspítalans efndi til sökum þessara ^ðgerða kom m.a. fram að spítalinn mun senda heilbrigðisráðherra tillögu um að starfsmenn njóti hvatningar í formi launaauka á miðju ári og í lok þess náist þau markmið sem stefnt er að fyrir hveija deild. Farið er fram á viðræður við ráðuneytið um tilhögun þessa. Ámi Sigfússon segir að hér sé um athyglisverða tilögu að ræða og að bónus þessi, eða „hvati“ verði að vera upphæð sem starfsfólkið finni fyrir. Árni sagði að viðræðurnar hefðu verið teknar upp að frumkvæði spít- alanna. Fulltrúar fjármála- og heil- brigðisráðuneytanna hefðu enn ekki komið að viðræðunum en þær fæm fram með vitund þeirra. Árni sagði að fulltrúar spítalanna væru að skoða í hvaða formi rekstur sameinaðs spítala gæti orðið og verká- ætlun fyrir sameiningu. Taldi hann að línur ættu að skýrast í næstu viku. „Við ætlum að taka fljótt afstöðu til þessa rnáls," sagði Árni. Viðræðunefndir spítalanna sömdu skýrslu um sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala í lok síðasta árs. Ekkert varð af sameiningu vegna deilna innan Landakots og andstöðu St. Jósefssystra sem hafa neitunarvald um breytingar á rekstrinum sam- kvæmt ákvæðum í samningum sem gerðir voru. þegar ríkið yfirtók spítal- ann. Sömu fulltrúar taka þátt í viðræð- unum nú, það em formenn stjórna, framkvæmdastjórar, formenn lækn- aráða og hjúkrunarfórstjórar. Auk þess tekur annar læknir af Landakoti þátt í viðræðunum. Á blaðamannafundi hjá Borgarspít- alanum í gær kom fram að forráða- menn Borgarspítalans reiknuðu með að sá hluti af þeim 3.500 bráðasjúkl- ingum sem sendir verða frá Landa- koti, í framhaldi af niðurskurði á rekstrarfé þess, og lenda á Borgarspít- alanum hefði í för með sér að spítalinn þyrfti að manna auklega um 50 vakt- ir til að geta veitt þessum sjúklingum þjónustu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á myndinni má sjá Ingibjörgu Pálu Jónsdóttur, sr. Þorvald Karl Helgason, herra Ólaf Skúlason, biskup íslands, Ragnhildi Benedikts- dóttur og Benedikt Jóhannsson. Landakotsspítali: Uppsagnimar ræddar á ríkisstj órnarfundi RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að skipa þriggja manna nefnd að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra til að fjalla um uppsagnir á Landakotsspítala og benda á hvernig bregðast megi við þeim. 70% Sóknarstarfsmanna sem sagt var upp er 50 ára eða eldri. Fj ölskykluþj ón- usta kirkjunnar formlega opnuð FJÖSLKYLDUÞJÓNUSTA kirkjunnar var opnuð formlega í gær, en slarfsemi hennar hófst síðastliðið sumar. Að sögn sr. Þorvaldar Karls Helgasonar, forstöðumanns Fjölskylduþjónustunnar, er þar fyrst og fremst veitt hjálp vegna ýmiss konar vandamála, sem upp koma hjá fjölskyldum, svo sem sambúðarvanda. Von er á niðurstöðum könnunar Vinnumálastofnunar og Þjóðhags- stofnunar hjá 600 fyrirtækjum um land allt um áform þeirra í manna- ráðningum og afleysingarmálum. „Könnunin mun varpa ljósi á at- vinnuástandið og áform fyrirtækj- anna um ráðningar eða uppsagnir. Það liggur ekkert fyrir til hvaða ráða er hægt að grípa fyrr en þetta tvennt liggur fyrir, þ.e.a.s. hvaða áhrif þessi niðurskurður mun hafa á atvinnumál fólks og hver niðurstaða verður úr þessari könnun. Eg hef líka óskað eftir því að ráðgjafanefnd Vinnumál- askrifstofunnar, sem í eiga sæti aðil- ar vinnumarkaðarins, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og atvinnuleys- istryggingarsjóðs, komi saman en lögum samkvæmt á hún að gera áætlanir um aðgerðir sem hrinda megi í framkvæmd ef horfur eru á samdrætti á einstökum stöðum, í til- teknum starfsgreinum eða í landinu í heild.“ Félagsmálaráðherra hefur borist ályktun frá sóknarstarfsmönnum á Landakotsspítala og fulltrúar starfs- mannaráðs Landakotsspítala gengu á fund hans í gær. Stjórnendur Land- akotsspítala telja að miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir þurfa að fækka starfsmönnum spítalans um 170-200 manns. Meðal þess starfsfólks sem hefur verið sagt upp eru 120 starfsmenn í Verkakvenna- félaginu Sókn og kvaðst Jóhanna hafa mestar áhyggjur af því að 70% þeirra séu 50 ára og eldri. 2,4% mannafla á vinnumarkaði var á atvinnuleysisskrá um áramótin sem jafngildir því að um 6.200 menn hafí verið án atvinnu. Félagsmála- ráðherra sagði að hvert prósentustig í atvinnuleysi kosti atvinnuleysis- tryggingarsjóð 650 milljónir kr. Við- varandi 2,4% atvinnuleysi myndi kosta þjóðarbúið 1.560 millj. kr. á ári auk þess sem hækkun yrði á lífey- ristryggingum eldra fólks. Hr. Ólafur Skúlason, biskup ís- Iands, sagði við opnunina að Fjöl- skylduþjónustan væri óskabam kirkjunnar og hefði verið það í mörg ár. Hann taldi engann vafa á að mikil þörf væri á slíkri þjónustu og að kirkjan stæði einhuga að baki þessu. Sagði hann m.a. dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafa sýnt þessu framtaki mikinn stuðning. Sr. Þorvaldur Karl segir að þörfin fyrir slíka þjónustu sé mikil því nú þegar hafi margir leitað aðstoðar Fjölskylduþjónustunnar. Hann segir að auk þess að aðstoða fjölskyldur vegna einhverra vandamála sé fyrir- hugað að bjóða fólki, sem annað hvort er að hugleiða hjónaband eða er nýgift, námskeið. „Á undanförn- um árum hef ég ásamt fleiri prestum verið með námskeið fyrir ung hjón víða- um land og hafa þau verið mjög vel sótt. Því verður eitt af okkar verkefnum hér að gera slík nám- skeið að föstum lið í starfínu og hafa þau t.d. tvisvar á ári eða svo. Prestar gætu þá m.a. vísað fólki hingað á námskeiðin,“ segir sr. Þor- valdur. Hann segir að fólk leiti til þeirra með ýmiss konar vanda t.d. áfengis- vanda, sambúðarvanda og fjárhags- vanda. „Við gerum okkur þó stund- um grein fyrir að vandinn, sem sum- ir eru að glíma við, getur oft verið slíkur að ekki er hægt að bæta hann, og þeim tiívikum setjum við einstakl- inginn ofar en hjónabandið, því oft gerir það einungis meiri skaða ef það er ekki gert. Við lítum svo á að fjö- skyldan sé ein heild og þess vegna viljum við vinna með alla fjölskylduna til að geta komið til hjálpar," segir sr. Þorvaldur. Þrír fjölskylduráðgjafar starfa hjá Fjölskylduþjónustunni, sr. Þorvaldur Karl, Benedikt Jóhannsson, sálfræð- ingur, og Ingibjörg Pála Jónsdóttir, félagsráðgjafí. Stjórnarformaður Fjölskylduþjónustunnar er Ragnhild- ur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri á Biskupsstofu. Fjölskylduþjónustan er til húsa að Laugavegi 13. Margir sem þurfa þjón- ustu niunu ekki fá hana -segir Þorvaldur Veigar Guðmundsson formaður Læknaráðs Landspítalans ÞORVALDUR Veigar Guðmundsson formaður Læknaráðs Landsp- sinna ef hann gengdi eðlilega hlut ítalans segir að ljóst sé að með fyrirhuguðum aðgerðum til sparnað- verki sínu? Ef enginn sinnir þeim ar í rekstri spítalanna munu margir sem þurfa þjónustu þeirra og þeim batnar á undraverðan hátt ekki fá hana. „Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað verða alþingis- menn sem samþykktu þennan niðurskurð, ráðherra og aðrir sem eru að framfylgja honum að viðurkenna þá staðreynd að niðurskurð- urinn leiðir til minnkaðrar þjónustu við þá sem eru inn á sjúkra- deildum,“ segir Þorvaldur. „Og hann þýðir að margir sem þurfa á þjónustu að halda og hefðu fengið hana að óbreyttu ástandi munu ekki fá hana.“ Þorvaldur segir að málið snúist einmitt um þetta atriði, minnkaða persónulega þjónustu. „Ákvörðun hefur verið tekin um mjög mikinn sparnað, svo mikinn að sparnaðar- markinu verður ekki náð nema með því að draga úr þjónustu við þá sem liggja inni á sjúkrahúsunum og loka stórum hluta sjúkrahúsanna. Auð- vitað er hægt að loka enn stærri hluta sjúkrahúsanna og veita fyllstu þjónustu þeim heppnu sem komast inn,“ segir Þorvaldur. „Stjórn Landakotsspítala hefur nú ákveðið að segja upp öllu starfs- fólki, hætta bráðavöktum og reka spítalann síðari hluta ársins af hálf- um krafti,“ segir Þoivaldur.„Með þessu mun Landakotsspítalinn ná fram þeim sparnaði sem honum er gert. En hvað verður um þá bráð- veiku sjúklinga sem spítalinn myndi verður um raunverulegan sparnað fyrir heilbrigðiskerfið að ræða. En svo verður ekki, sjúklingarnir verða lagðir inn á Borgarspítalann eða Landspítalann. Og lækning og umönnun þeirra þar kostar að sjálf- sögðu aukin fjárútlát fyrir þá spít- ala. Sem sagt er spamaður á einum spítala aukinn kostnaður á öðmm.“ Þorvaldur segir að almenningur geti ímyndað sér afleiðingarnar fyr- ir bráðveikt fólk ef Landspítalinn og Borgarspítalinn gripu til hlið- stæðra sparnaðaraðgerða. Þessir spítalar verði að fara aðra leið, loka öldrunardeildum, hætta að taka inn af biðlistum og almennt draga úr hjálp við aðra en bráðveika. Engin haldbær rök fyrir því að útreikn- ingar ASI séu rangir • segir hagfræðingur hjá ASI GUÐMUNDUR Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að engin haldbær rök hafi verið sett fram um að útreikningar ASÍ á hækkuðu útsvari í Hafnarfirði og hækkuðum fasteignagjöldum í Kópavogi séu rangir, heldur séu bæjaryfirvöld á þessum stöðum að reyna að drepa málinu á dreif með því að benda á að hluti er komi málinu beint við. „Bæjarstjórnin í Kópavogi bend- ir á að útsvarhækkunin og skatt- byrðin sé meiri í öðram sveitarfé- lögum en hjá sér. Það getur vel verið en kemur þessu máli bara ekkert við. Fasteignagjöldin í bæn- um hafa hækkað og era nú orðin um 50% hærri en í Reykjavík og það er það sem við eram að gagn- rýna,“ sagði Guðmundur Gylfí. Hann sagði að rök bæjarstjórans í Hafnarfirði væra óskiljanleg. „Guðmundur Ámi talar um að við séum á móti opinberri þjónustu við þegnana en við erum alls ekki að tala um það.“ Hann sagði að Guðmundur Ámi notaði furðulega vísitöluútreikn- inga máii sínu til stuðnings og fengi fram að ekki væri um raun- hækkun á gjöldum í Hafnarfirði að ræða en slíkir útreikningar gætu engan veginn staðist við þá*- verðbólgu sem verið hefði á síðasta ári. Þvert á móti væri um talsverða aukningu á skattbyrði að ræða.' Guðmundur Gylfi sagði dylgjur og orðbragð i garð ASI sem fram kæmu í fréttatilkynnningu frá Kópavogsbæ ekki vera svaraverðar og bæjaryfirvöldum á staðnum til skammar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.