Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1992 Blautir á bak við eyrun Forystumenn sjómannafélaga tryggðu atvinnurekendum áfram sjómannaafslátt eftir Jóhann Pál Símonarson Alþingismennirnir sem sam- þykkja að skerða sjómannaafslátt- inn voru að samþykkja kjaraskerð- ingu á sjómenn. Það er svo sem ekkert nýtt, að alþingismenn eða ríkisstjórnir samþykkja að skerða kjör ákveðinnar starfsstéttar. Ríkis- stjórnin sem nú situr við völd, virð- ist til dæmis hafa það á stefnuskrá sinni að leysa svokallaðan efna- hagsvanda með því að skerða kjör launafólks, eins frumlegt og það er. Það sem er sérstakt við sam- þykkt Alþingis í sambandi við skerðingu á sjómannaafslættinum er að tveir alþingismenn sem jafn- frámt eru í forystu fyrir samtökum sjómanna skyldu hafa samþykkt skerðingu á sjómenn umfram aðra þegna. Vegna þess að þessi breyt- ing á skattalögum þýðir kjaraskerð- ingu fyrir sjómenn. Þetta eru þeir Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins og Guðmundur Hallvarðs- son formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og varaformaður Sjó- mannasambands íslands. Sjómenn hafa að undanförnu verið að hvetja nefnda forystumenn til að segja af sér vegna stuðnings við skerðingu á sjómannaafslætti, ég vil benda á að þeim er skylt að fara eftir samvisku sinni sem al- þingismenn en sú samviska er ekki sjómönnum í vil og í framhaldi er vandséð hvað þeir hafa að gera í forystu fyrir sjómenn sökum rangr- ar samvisku. Það þurfa eftirtaldir alþingismenn líka að gera: Þor- steinn Pálsson, Árni Johnsen, Karl Steinar Guðnason, Halldór Blöndal, Vilhjálmur Egilsson, Pálmi Jónsson og Sighvatur Björgvinsson. Þeir þykjast fyrir kosningar allir sækja völd sín og áhrif til launþega, en samvisku sinnar vegna virðast þeir hafa neyðst til að skerða kjör sjó- manna alveg eins og Guðmundur Hallvarðsson og Guðjón A. Krist- jánsson. Sjómenn eiga því ekki að hvetja þá til þess að segja af sér trúnaðarstörfum fyrir sjómanna- samtökin heldur að hvetja þá til að segja af sér þingmennsku, eða fella þá í kosningum innan sjómanna- samtakanna. Það er kannski sú áminning sem þessir fulltrúar sjó- manna á Alþingi þurfa á að halda því stutt dvöl og tímabundin við Austurvöll hefur ruglað þá svo illi- lega í ríminu. Þetta er samvisku- spurning fyrir alþingismennina Guðmund Hallvarðsson og Guðjón A. Kristjánsson og samviskan hefur greinilega boðið þeim að berja á sjómönnum. Og verja flokkinn sinn. Eða hvað, voru þeir að veija eitt- hvað annað? A átakafundum í Sjómannafélagi Reykjavíkur um hátíðarnar þar sem Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, barð- ist fyrir lífi sínu innan félagsins kom fram hjá honum að jafnmargir far- menn njóti sjómannaafsláttar og „sjómenn" á smábátum undir 12 tonnum. Guðmundur Hallvarðsson og Guðjón A. Kristjánsson og þeir alþingismenn sem voru nefndir hér að framan hafa kannski ekki áttað sig á hver munurinn er á farmanni „Þeir hafa kannski ekki áttað sig á því að þegar þessir menn gera skattaskýrslu, og skrá úthaldsdaga meðal ann- ars, þá er um tvo menn að ræða sem eru í grundvallaatriðum ólíkir. Annar er launa- maður, hinn er atvinnu- rekandi.“ og sjómanni sem gerir út sjálfur eins og flestir þeir sjómenn gera sem eru á smábátum. Þeir hafa kannski ekki áttað sig á því að þegar þessir menn gera skatta- skýrslu, og skrá úthaldsdaga meðal annars, þá er um tvo menn að ræða sem eru í grundvallaatriðum ólíkir. Annar er launamaður, hinn er at- vinnurekandi. Samkvæmt því sem Guðmundur Hallvarðsson upplýsti á fundinum fá atvinnurekendur í sjómannastétt jafn stóran hlut af sjómannafsíætti og farmenn. í þessu ljósi er furðulegt að forystu- menn í verkalýðsfélögum skuli hafa lagt til skerðingu á alla sjómenn. Guðmundur Hallvarðsson segir í Morgunblaðinu 3. janúar sl. að hann hafi viljað hafa áhrif á Alþingi til að koma í veg fyrir frekari skerð- ingu sjómannaafsláttar. Guðjón A. Kristjánsson, og Karl Steinar Guðn- ason hafa einnig notað sömu rök- semdir. En af hveiju lögðu þeir ekki til að sjómannaafsláttur yrði tekinn af þeim sjómönnum sem telja fram sem atvinnurekendur og láti Látið drauminn rætast BJALKASUMARHUS y Getum boðið mikið úrval af finnskum bjálkahúsum á ótrúlega hagstæðu verði / Komið og fáið lánaðan bækling til skoðunar og kynnið ykkur verð y Gerum tilboð í ykkar eigin uppdrætti y Útvegum einnig sumarhúsalóðir 8i BJALKAHUS BÍLDSHÖFÐA 12 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-676516 Opíð laugad. og sunnud. kl 13 - 17 Jóhann Páll Símonarson hann halda sér hjá sjómönnum sem eru launamenn? Ætli samviska al- þingismanna hafi ekki komið þar við sögu? Eða eru alþingismennirn- ir í forystu sjómannafélaganna kannski þeirrar skoðunar að at- vinnurekendur í sjómannastétt og launamaðurinn séu þar á sama báti? Kannski var það reynsluleysi sem réð því að forystumennirnir sam- þykktu kjaraskerðinguna á dögun- um. Kannski er það rétt sem Guð- mundur Hallvarðsson sagði á Sjó- mannafélagsfundinum að hann væri blautur á bak við eyrun og hann hefði skotið sig í báða fæt- urna á Alþingi, enda þótt hann hafi haldið sig við 245 dagana. En það þýðir ekkert að koma á fund í félaginu sem iðrandi syndari eftir að hafa samþykkt kjaraskerðingu upp á 2-5%. Hverslags rugl er þetta í manni sem er formaður félags sjómanna sem fór í verkfall fyrir nokkrum vikum til að ná fram kjarabótum sem formaðurinn sam- þykkir síðan á Alþingi að séu rifnir af okkur með einu pennastriki? Ég barðist í kosningabaráttunni í vor harðlega fyrir minn mann, Guð- mund Hallvarðsson, og félögum mínum, því ég hafði mikla trú á honum, en nú finnst mér hann hafa brugðist mér og félögum mínum og skert þann hlut sem ég hefði annars fengið upp úr Jaunaumslag- inu. Ég hugsa að sjómenn á Vest- fjörðum geti sagt það sama um Guðjón A. Kristjánsson. Og sjó- menn á Reykjanesi geta tekið undir gagnvart Karli Steinari Guðnasyni. Kannski er það reynsluleysi sem hefur fellt forystumenn okkar á prófinu sem þeir voru kjörnir í á Alþingi. Að lokum finnst mér hrein- gerningarmaðurinn Árni Johnsen sem hvítþvoði um 2-5% af kjörum sjómanna úr launaumslagi þeirra ætti að gera hreint heima hjá sér og afsala sér húsaleigustyrk vegna búsetu í dreifbýli, en allir vita að hann hefur búið í Reykjavík í fjölda ára. Iiver er samviskan hjá sjó- mannaþingmanninum Árna Johnsen? Eða sigldi Árni Johnsen eftir skökkum áttavita? Þetta verð- ur kannski lærdómur fyrir sjómenn hveija á að kjósa í næstu kosning- um. Það hlýtur að vera algjör hneisa að láta stráklinga í fjármála- og forsætisráðuneyti valta yfir sig þótt setan í stóli fjármálaráðherra háfi verið farin að sviðna. Höfundur er í trúnaðarmannaráði Sjómannafélags Reykjavíkur. Varnarmálaskrifstofa: Engar kvartanir vegna hegðunar varnarliðsmanna RLR rannsakar atvikið í Duus-húsi ENGAR kvartanir eða athuga- semdir vegna hegðunar varnar- liðsmanna af Keflavíkurflugvelli hafa borizt varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins síðan nýj- ar og rýmri reglur um ferða- frelsi hermanna tóku gildi um áramót, að sögn Arnórs Sigur- jónssonar starfsmanns varnar- málaskrifstofunnar. Arnór segir reynsluna af nýju reglunum góða. I síðustu viku sendi varnarmála- skrifstofan ríkissaksóknara kæru vegna kvörtunar yfirmanns varn- arliðsins um að tveimur þeldökkum varnarliðsmönnum hefði verið vísað út af Duus-húsi í Reykjavík vegna litarháttar síns. Gyða Sigfúsdóttir, eigandi Duus-húss, segir í athuga- semd, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag, að helgina fyrir þetta atvik hafi hún átt í úti- stöðum við varnariiðsmenn á veit- ingastaðnum og því hafi verið ákveðið að hleypa hermönnum ekki inn á staðinn umrædda helgi. Arnór Siguijónsson segir að engar kvart- anir hafi borizt varnarmálaskrif- stofu vegna hegðunar vamarliðs- manna á veitingastöðum eða annars staðar. Það var skilyrði fyrir rýmk- uðum útivistarreglum fyrir undir- menn á Keflavíkurflugvelli að þeir hegðuðu sér vel utan vallar og færu eftir íslenzkum lögum í hvívetna. Gyða Sigfúsdóttir gagmýnir í athugasemd sinni starfshætti varn- armálaskrifstofu og segir að ekki hafí verið leitað eftir sinni hlið á málinu áður en kæra var send ríkis- saksóknara. Um þetta segir Arnór að kvörtun hafi einfaldlega borizt frá yfirmanni varnarliðsins og varn- armálaskrifstofan hafi ekki getað brugðizt öðru vísi við en að láta haná ganga til réttra aðila. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari hefur vísað atvikinu í Duus- húsi til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, sem athuga mun málsatvik áður en ákveðið verður hvort ástæða er til að gefa út ákæru á hendur eigendum veitingahússins. -----» » »----- Bókmennta- vaka á Hressó BÓKMENNTAFÉLAGIÐ Hring- skuggar efnir til bókmenntavöku á Hressó, þriðjudaginn 4. febrúar nk. kl. 20.30. Að þessu sinni verð- ur vakan tileinkuð skáldinu Garcia Lorca. Jón Hallur Stefánsson flytur er- indi um skáldið, en auk þess munu eftirtaldir þýðendur lesa úr þýðing- um sínum á ljóðum Lorca: Baldur Óskarsson, Berglind Gunnarsdóttir, Guðbergur Bergsson, Helgi Hálf- danarson, Jón Hallur Stefánsson og Karl Guðmundsson. Að auki verður lesið úr þýðingum Geirs Kristjánssonar og Magnúsar Ágeirssonar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Á BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ FAXAFENI 9-2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 10-18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL.10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.