Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 19 Azerar gera harða árás Moskvu, Prag. Reuter. AZERSKAR hersveitir réðust í gær á stöðvar armenskra skær- uliða í Nagorno-Karabak, um- deildu héraði í Azerbajdzhan sem að langmestu leyti er byggt Armenum. Kenndu Azer- ar skæruliðunum um að hafa skotið niður þyrlu yfir héraðinu sl. þriðjudag með þeim afleið- ingum að 50 manns a.m.k. týndu lífi. Fregnir voru óljósar af átökum í Nagorno-Karabak í gær en talsmaður Zorya Bala- ya, eins helsta leiðtoga Kara- baks, sagði að azerskar her- sveitir hefðu gert árás víða í héraðinu og beitt skriðdrekum og öðrum stórskotaliðsvopnum. Skotið á músl- ima í Alsír ^ Algeirsborg. Reuter. ÁTTA manns a.m.k. særðust er fjölmennar sveitir hers og lögreglu beittu skotvopnum til að koma í veg fyrir mótmæla- aðgerðir stuðningsmanna flokks alslrskra heittrúar- manna (FIS) við helstu moskur Algeirsborgar í gær. Fimmtán manns voru handteknir. Gorbatsjov tilísraels? Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, iyrrverandi forseti Sovét- ríkjanna, kvaðst í gær vera að íhuga tilboð um að heimsækja Miðausturlönd og vonast til þess að geta gegnt mikilvægu hlutverki í að koma á friði í þessum heims- hluta í framtíðinni. Honum hef- ur verið boðið til Israels, Jórd- aníu og Saudi-Arabíu. Rætt við her- skáa Serba Belgrad. Reuter. LEIÐTOGAR Serba og stjórn- völd í Belgrad reyna nú að fá harðlínumenn í serbnesku byggðunum í Króatíu til að fallast á komu gæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna. Hefur Milan Babic, leiðtogi Serba í Krajina- héraði í Króatíu, verið erfiðast- ur viðureignar en hann vill ekki samþykkja, að SÞ-gæsluliðið fari inn í Krajina-hérað, heldur taki sér stöðu á mörkum þess og Króatíu. Er haft eftir heim- ildum, að hart verði lagt að Babic og honum hótað ótil- greindum refsiaðgerðum láti hann ekki af andstöðunni. Flotaforingi fari frá Moskvu. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, krafðist þess í gær að yfirmanni Svartahafsflot- ans, ígor Kasatonov, yrði vikið frá. Hann sakaði Kasatonov um að hafa meinað úkraínskum embættismönnum að. koma inn í höfuðstöðvar flotans I úkra- ínsku hafnarborginni Sevastop- ol til að ræða við sjóliða um lífskjör þeirra. Reuter traskirráð- herrar pynta shíta Breska dagblaðið The In- dependent birti í gær myndir af myndbandi þar sem tveir íraskir ráðherrar sjást sparka í og pynta shíta, sem íraskir stjórnar- hermenn tóku til fanga í uppreisninni í suðurhluta íraks í mars í fyrra. Annar ráðherranna er náfrændi Saddams Husseins Iraks- forseta, Ali Hassan al- Majeed varnarmálaráð- herra, sem sést hér miða byssu á einn fanganna og hóta að drepa hann. Shít- um tókst að smygla mynd- bandinu til Lundúna. Evrópska efnahagssvæðið: Verð frá: 969.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 — 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 ra ! ERLENT HONDA Samningaviðræðum um dómstóla haldið áfram Vonir höfðu verið bundnar við að leggja mætti fyrir utanríkisráð- herra EB tillögur um lausn en þeir koma saman til fundar í Bruss- el á mánudag. Nú þykir hins vegar flest benda til þess að viðræðurnar Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÆSTU daga mun Hannes Haf- taki lengri tíma og ráðherrunum stein, sendiherra og aðalsamn- verði einungis gerð grein fyrir ingamaður Fríverslunarbanda- stöðu viðræðnanna án þess að þeir lags Evrópu (EFTA) freista þess í samráði við samningamenn Evrópubandalagsins (EB) að finna leið út úr þeim ógöngum sem viðræðurnar um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hafa lent í. Hannes mun eiga fundi með með samningamönnum EB þar sem m.a. tillögur EFTA um mögulega lausn verða lagðar til grundvallar. Fréttum þess efnis að EB hafi á föstudag fullkomn- lega hafnað hugmyndum EFTA er vísað á bug hér í Brussel. Hugmyndir EFTA voru kynntar annars vegar fyrir samningamönn- um EB og hins vegar fyrir fulltrú- um aðildarríkja bandalagsins fyrri- hluta vikunnar. Samkvæmt heim- ildum í Brussel töldu flest aðildar- ríkjanna EFTA hafa komið umtal- svert til móts við gagnrýni Evrópu- dómstólsins á fyrirkomulagi dóm- stóla í EES-samningunum. Hug- myndirnar gætu þess vegna dugað sem umræðugrundvöllur. Sam- kvæmt heimildum innan fram- kvæmdastjómar EB eru hugmynd- ir EFTA taldar að mörgu leyti óaðgengilegar en þeim hefur hins vegar ekki verið hafnað sem um- ræðugrundvelli. EFTA-ríkin bíða hins vegar enn eftir hugmyndum EB um breytt fyrirkomulag dóm- stóla. taki ákvörðun í máli þessu. Henn- ing Christophersen, einn fram- kvæmdastjóra EB, sagði í samtali BÍLASALA Bílastúdíó hf. Fosshálsi 1, - 110 Reykjavík - sími 682222.___ Opið virka daga kl. 10.00—19.00 Opið laugardaga 11.00—17.00 Opnum í dag, laugardaginn 1. febrúar, kl. 10.00 með fjölbreyttri sýningu á mörgum af glæsilegustu bílum landsins, sem og öðrum nýjungum. Suzuki Sidekick, USA - útgáfan Ford Explorer xlt, verklegasti Ford Explorer landsins Ford Econoline, nýr og breyttur bíll árg. 1992 Mazda 1800 árg. '72. Sá eini sinnar tegundar i Evrópu er sögu ríkarí Buick Roadmaster árg. ‘48 Einn sá fallegasti í bænum Verið velkomin og þiggið veitingar í björtum og glæsilegum sýningar- sal okkar (Bílaborgarhúsinu). Opið verður laugardag frá kl. 10.00-17.00 og sunnudag 12.00-16.00 Saits Fnskara snakk frá I Skandia ísland T-Jöfóar til JLX fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.