Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLADW, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100. FAX 691181, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Hröð fjölgun Reykvíkinga frá áramótum: .50 vantar upp á töluna 100.000 REYKVÍKINGAR verða hundrað þúsund í febrúar en þeir eru í dag um 99.950 talsins. Mjög hröð fjölgun Reykvíkinga hefur verið frá ára- mótum. Útilokað er að segja nákvæmlega til um hvaða dag þetta muni gerast þar sem óvissuþættirnir eru margir, eins og barnsfæðing- ar, andlát og flutningar. í tilefni af tímamótunum verða hátíðarhöld á vegum borgarinnar laugardaginn 29. febrúar nk. Sé litið á undanfarin ár kemur í ljós að miklar sveiflur eru í mann- fjöldaþróun, sem gera það að verkum Hlýindin: Hitaveit- an tapar tugum milljóna HITAVEITA Reykjavíkur verður af miklum tekjum vegna hlýindanna að undan förnu. Ef veðrið verður áfram jafn gott og það hefur verið undanfarnar vikur tapar veitan 170 millj- óna króna tekjum, að sögn Gunnars Kristinssonar hita- veitustjóra. Veturinn 1990-1991 var einnig hlýr og þá urðu tekjur hitaveitunnar af heitavatnssölu 170 milljónum kr. lægri en árið áður. Er það 6% samdráttur tekna en reiknað hafði verið með 3% aukningu vegna stækkunar veitunnar þannig að frávik frá eðlilegri vatnssölu var 9%. Gunnar segir að ef hlý- indin haldi áfram verði hitaveit- an af jafn miklum tekjum og í fyrra. Áætlað hefur verið að vat.nssalan verði 2,7 milljarðar kr. í ár en sú áætlun gæti far- ið úr skorðum vegna veðurs, Gunnar segir að einhver kostnaður sparist við minni vatnssölu. Hitaveitan þurfi ekki að kaupa eins mikið rafmagn og annars en annar kostnaður væri svipaður. að erfítt er að spá nákvæmlega fyrir um mannfjöldann. Árið 1988 var meðaltalsfjölgun í Reykjavík 6,5 ein- staklingar á dag, 1990 var meðaltal- ið 2,3 og 1991 var það 5,7. Reykjavíkurborg mun halda upp á tímamótin 29. febrúar nk., á hlaup- ársdag. „í okkar hugum er það fyrst og fremst táknrænn tímamótavið- burður þegar Reykvíkingar verða hundrað þúsund og hlaupársdagur er tilvalinn til að halda upp á hann með skemmtilegum hætti,“ sagði Ólafur Jónsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Morgunblaðið. Hann benti á að eðli málsins sam- kvæmt væri ekki hægt að fínna út nákvæmlega hvenær íbúar Reykja- víkur yrðu hundrað þúsund fyrr en eftir á en vitað væri með fullri vissu að daginn bæri upp á í febrúarmán- uði. Ólafur sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvernig haldið yrði upp á daginn en sagðist búast við að haldin yrði útisamkoma og taldi ekki ólíklegt að tilkynnt' yrði um táknræna framkvæmd sem borg- in myndi standa fyrir af þessu tilefni. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Peningalykt yfir Neskaupstað GÓÐ loðnuveiði var í Lónsbug aðfaranótt föstudags en þar er loðnan eitthvað farin að blandast síld. Síð- degis í gær voru íslensku loðnuskipin búin að veiða 131 þúsund tonn á vertíðinni, þar af 70 þúsund tonn eftir áramót, og eiga því eftir að veiða 446 þúsund tonn af loðnukvóta sínum. Á myndinni, sem tekin var fyrir skömmu, sést bræðslureykur liðast upp frá loðnuverksmiðju Síldai’vinnslunnar á Neskaupstað en hún var síðdegis í gær búin að taka á móti 14.588 tonnum af loðnu frá áramótum, þar af 1.525 tonnum af norskum skipum. Fyrir framan verksmiðjuna sést síldarbáturinn Sæljón SU en lítið hefur veiðst af síld undanfarið. Ekki var byrjað að salta hausskorna og slógdregna síld í 30 þúsund tunnur fyrir Rússlands- markað í gær en þá var eítir að salta síldarflök í 8 þúsund tunnur fyrir Norðurlandamarkað. Ríkisskattstjóri mælir með málshöfðun í máli Félags vatnsvirkja hf: Hef ákveðið að láta á mál- ið reyna fyrir dómstólum segir Friðrik Sophusson fjármáiaráðherra FRIÐRIK Sophussyni fjármála- ráðherra barst í gær álitsgerð embættis ríkisskattstjóra um ágreining hans við ríkisskatta- nefnd vegna úrskurðar nefndar- innar Félagi vatnsvirkja í vil. Rík- isskattstjóri mælir með því í álits- gerðinni að leitað verði atbeina dómstóla til að fá niðurstöðu rík- isskattanefndar í þessu máli hnekkt. „Eg hef ákveðið í sam- ræmi við þessa niðurstöðu ríkis- skattstjóra að láta á þetta mál reyna fyrir dómstólunum," sagði Borgarspítali sker niður laun um 56,1 milljón: Viðræður um sameiningu við Landakot hafnar á ný Fjórum læknum sagt upp og bæklun- ardeild lokað á Landspítala VIÐRÆÐUR um sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala eru hafnar á nýjan leik og hafa viðræðunefndir spítalanna hist á einum fundi. Árni Sigfússon stjórnarformaður Sjúkrastofnana Reykjavíkur- borgar telur góðar líkur á sameiningu og að línur í málinu muni skýrast í næstu viku. Stjóm Borgarspítalans tilkynnti spamaðaraðgerðir sínar í gær. Til að mæta 200 milljóna króna spam- aði hyggst spítalinn m.a. skera niður launakostnað sinn um 56,1 milljón 'króna, tilflutningur á starfsemi og hagræðing á að skila 92 milljónum og aðgerðir sem auka tekjur spítal- ans eiga að skila 28,5 milljónum. Hvað launin varðar er m.a. stefnt að því að minnka yfírvinnu, annarra en lækna, um 5% og lækka vinnu- hlutfall í störfum lækna sem sam- svari fækkun 5 stöðugilda. Öldmnar- deild B-6 verður lokuð fram að 1. september. Á Landspítalanum hefur hluti af sparnaðaraðgerðum séð dagsins ljós, m.a. hefur fjómm læknum verið sagt upp og einni af bæklunardeiidum spítalans verið lokað. Davíð Á. Gunn- arsson forstjóri spítalans segir að ekki sé endanlega hægt að ganga frá aðgerðum þeirra fyrr en séð verð- ur hve mikið af bráðasjúklingum af Landakoti lendi á Landspítalanum. Uppsagnirnar á Landakoti komu til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þar var ákveðið að skipa 3ja manna nefnd til að fjalla um hvernig bregðast megi við þeim. Sjá nánari fréttir á miðopnu. fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Friðrik sagði að eftir að hafa kynnt sér þetta álit teldi hann nauðsynlegt að iáta á málið reyna fyrir dómstól- um. Fjármálaráðherra benti á að úr- skurður ríkisskattanefndar væri vegna álagningar 1991, vegna tekna frá árinu 1990. Væntanlega yrði þessum úrskurði einfaldlega skotið til dómstólanna og ríkisskattstjóri legði hér eftir sem hingað til á þau gjöld sem hann teldi að honum bæri að gera. Samkvæmt þessu yrðu 880 af þeim 900 milljónum sem hér um ræðir skattlagðar, þ.e.a.s. í þeim til- vikum þar sem gjaldendur geta ekki sýnt fram á skattatap. „Síðan verður ágreiningur sá sem upp er kominn núna bara tekinn upp með sama hætti, þegar að því kemur að búið verður að skattleggja þessar 900 milljónir króna, þar sem það á við,“ sagði Friðrik Sophusson. Samkvæmt áliti ríkisskattstjóra er ekki einungis um ágreining að ræða vegna þess að gjaldandinn, Félag vatnsvirkja, hafi úthlutað jöfn- unarhlutabréfum fyrir hærri fjárhæð en ríkisskattstjóri taldi heimilt, held- ur mun embætti ríkisskattanefndar einnig telja að þótt Sameinaðir verk- takar hefðu stuðst við úrskurð ríkis- skattanefndarinnar, hafi þeir með 900 milljóna króna útgáfu og útborg- un jöfnunarhlutabréfa farið umtal- svert fram yfir þá niðurstöðu sem úrskurður ríkisskattanefndar heimil- aði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun ríkisskattstjóri telja að þama geti skakkað á milli 200 og 300 milljónum króna. Mun ríkisskattstjóraembættið því telja að með þessu hafi Sameinaðir verktakar hugsanlega verið að sniðganga regl- ur skattalaga um arðgreiðslur. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir m.a.: „Með úrskurði ríkis- skattanefndar er fótum kippt undan langri skattaframkvæmd í þessu efni, sem byggt hefur á áliti ríkis- skattstjóra og túlkun embættisins á iögum og reglugerðum um tekju- skatt og eignaskatt, sem ekki hefur verið leitast við að hnekkja fyrr en nú. Ennfremur vekur úrskurðurinn upp ýmsar spurningar um túlkun og framkvæmd... Fjármálaráðherra hefur ákveðið að fara að tillögu ríkisskattstjóra og hefur í dag falið ríkislögmanni að fara með mál þetta fyrir almenna dómstóla." Fjármálaráðherra var spurður hvort hægt væri að gera sér í hugar- lund hversu langur tími myndi líða, þar til dómsniðurstaða lægi fyrir: „Málið er nú þannig vaxið, að það hefur þegar gengið úrskurður. Mála- vextir eru nokkuð skýrir og ég tel að dómstólaleiðin eigi að vera tiltölu- lega greið í málinu," sagði Friðrik. Sjá ennfremur fréttir á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.