Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 5 Islandsbanki og sparisjóðir: Utlánsvext- ir lækka um0,75% ÍSLANDSBANKI og sparisjóðirn- ir lækka útlánsvexti um 0,75% að jafnaði í dag. Jafnframt lækkuðu vextir á nokkrum innlánsformum um svipað hlutfall. Aður hafði Búnaðarbanki boðað 2% lækkun útlánsvaxta og Landsbankinn lækkar útlánsvexti um 0,25-0,5%. Eftir breytingu verða forvextir víxla 15,25% í Landsbanka, 14,5% í íslandsbanka og sparisjóðunum og 12,5% í Búnaðarbanka. Vextir á yfir- dráttarlánum verða 18% í Lands- banka, 17% í íslandsbanka og spari- sjóðunum og 15,75% í Búnaðar- banka. Algengir skuldabréfavextir verða 15,25% í Landsbankaj 14,5% í sparisjóðunum, 14,25% í Islands- banka og 13,25% í Búnaðarbanka. ♦ ♦ ♦--- Braust út af skemmti- staðnum MAÐUR sem hafði verið að skemmta sér á skemmtistaðnum Rauða ljóninu á Seltjarnarnesi vaknaði í gærmorgun til vitundar um að hann væri að verða of seinn í vinnuna. Þá var skemmtanahaldi á staðnum löngu lokið, enda klukkan að verða sjö að morgni. Þar sem allar dyr voru læstar og enginn til að hleypa viðskiptavininum út brá hann á það ráð að bijóta sér leið út með því að mölva rúðu. Að því búnu flýtti maðurinn sér í vinn- una en þegar þangað var komið hringdi hann í lögreglu, gaf upp nafn og númer og kvaðst fús til að bæta það tjón sem hann hefði valdið á leið í vinnuna. Ríkisstjórnin: 500 þús. kr. styrkur til fatasöfn- unar Kúrda SAMÞYKKT var á fundi rík- isstjórnarinnar í gær að veita Hjálparstofnun kirkjunnar 500 þúsund króna styrk vegna fatasöfnunar fyrir Kúrda. Óskað hafði verið eftir fram- lagi úr ríkissjóði vegna söfnun- arinnar en kostnaður við átakið er í kringum 3 milljónir króna þrátt fyrir að margir hafi gefið vinnu sína og veitt afslátt. Tekinn með 100 grömm af kóka- íni innvortis TVEIR ungir menn, 22 og 23 ára, hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 7. febrúar vegna smygls á 100 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam. Toll- verðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnið í endaþarmi annars manns- ins þegar hann kom með flugvél til landsins síðastliðið sunnudags- kvöld. Hinn var handtekinn skömmu síð- ar en sá er grunaður um að hafa fjármagnað kaupin og skipulagt inn- flutninginn. Málið er til frekari rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykja- vík en mennirnir hafa hvorugur áður komið við sögu fíkniefnamála, að sögn Björns Halldórssonar lögreglu- fulltrúa. Morgunblaðið/Rúnar Þór íbúar í Glerárhverfi á Akureyri voru varaðir við eiturgufum í and- rúmsloftinu þegar eldur kom upp í spennistöð við Stapasíðu. Varað við eiturgnf- um frá spennistöð SKAMMHLAUP varð í spenni í spennistöð Rafveitu Akureyrar við Stapasíðu laust eftir kl. 17 í gær og fór rafmagn af Glerár- hverfi um tíma. Ibúar í nágrenninu voru varaðir við að anda að sér eiturgufum í kjölfar elds, sem kviknaði við skammhlaup- ið. Rafmagn komst fljótlega aftur inu hefði verið ráðlagt að loka á stærstan hluta hverfísins. Þó gluggum því eiturgufur hefðu í voru íbúar í næsta nágrenni án kjölfar eldsins farið út í andrúms- rafmagns í gærkvöldi, en starfs- loftið, en bæði olía og plastefni menn Rafveitunnar unnu að því brunnu. „Það lagði kolsvartan að koma því á. reyk yfir allt svæðið og eldurinn var allverulegur þegar við komum Gísli Kristinn Lórenzson slökkvi- að, en það gekk greiðlega að liðsstjóri sagði að fólki í nágrenn- slökkva hann,“ sagði Gísli Kristinn. KSífSÉÍ^ÍÍj 5UBARU JUSTY 4WD SJÁLFSKIPTUR VENJULEGUR Höfum fengið lO bíla af eldri árgerð MEÐ 140.000,- KR. VERKSMIÐJUAFSLÆTTI KR. 820.000 Sjálfskiptir Neyslugrannir 4WD ÖRYGGI í SNJÓ OG HÁLKU MEÐ AÐ STYÐJA Á EINN HNAPP I FlSLÉTTIR í STÝRI 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Eldri bílar teknir upp í Komið og reynsluakið Ingvar Helgason hf Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.