Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 18
% si -'iíiM iiii i vfi u.A, iífÁiVI/'I (Tl, i f. \r/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. PEBRUAR 1992 Fjárlagafrumvarp Bandaríkjaforseta: Fjárlagahalli eykst - efnahagsbata lofað Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR George Bush Bandaríkjaforseti hélt í kosningaferð til New Hampshire fyrir rúmri viku sagði hann kjósendum, sem áhyggjur höfðu af ástandinu í efnahagsmálum hér i landi, að þeir þyrftu aðeins að bíða stefnuræðu sinnar. Þar yrði tekið á vandanum. Stefnuræðuna hélt Bush á þriðjudag og á miðvikudag lagði hann fram fjárlagafrumvarp sitt. Frumvarpið er í anda þeirrar stefnu, sem mörkuð hefur verið frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti fyrir tólf árum. Ríkinu er ekki ætlað að þjófstarta efnahagslífinu með framkvæmdagleði heldur skulu skattalækkanir hvetja menn til dáða. Niðurskurður í varnarmálum og skattaíviln- anir eru meðal efnis í frumvarpinu, sem vegur þrjú kílógrömm og er 1.216 blaðsíður. Fjárlagahallinn eykst á þessu ári og 14 prósent fjárlaga næsta árs munu fara í afborganir af lánum, sem tekin hafa verið í einkageiranum til að fjármagna hallann. Bush segir að tillögur sínar muni bera árangur — verði þær samþykktar. í Hvíta húsinu er hins vegar talið að efnahagurinn muni glæðast með vorinu, með eða án samþykkis þingsins. Andstæðingar forsetans segja að tillögurnar hrökkvi skammt. Stefnuræðan hafi ekki verið ann- að en kosningaáróður og aðgerð- imar til þess eins að þyrla ryki í augu kjósenda. Pj árl agafru m varp Bushs hljóð- ar upp á 1,517 billjón Bandaríkja- dollara (ein billjón er milljón millj- ónir) en fjáriög þessa árs nema 1,45 billjónum dollara. Fjárlaga- hallinn fyrir fjárhagsárið 1992 (frá 1. okt. til 30. sept.) verður samkvæmt þessu frumvarpi 399,4 milljarðar dollara. Fjár- hagsárið 1990 var fjárlagahallinn 269 milljarðar dollara og hafði aldrei verið meiri. Gert er ráð fyrir því að hallinn verði 352 milljarðar árið 1993. Því er hald- ið fram að fjárlagahallinn sé með þessu frumvarpi að verða fastur liður í fjárlögum og muni vart fara undir 200 milljarða á ári næsta áratuginn. Bush hyggst grípa til aðgerða, sem krefjast ekki samþykkis þingsins. Skattheimtan mun lækka þá upphæð, sem sjálfkrafa er dregin af hverri útborgun launa. Með þessu munu launþeg- ar að vísu hafa meira fé hand- bært nú þegar (í mesta lagi átta dollara á viku). En í raun verður ráðstöfunarfé launþega það sama þar sem þetta fé hefði fengist endurgreitt síðar. Einnig hyggst Bush hraða þeim framkvæmdum, sem fjárlög þessa fjárhagsárs kveða á um. Þá eru tillögur, sem koma til kasta þingsins. Lagt er til að 500 dollarar verði frádráttarbærir frá skatti fyrir hvert barn í ijöl- skyldu. Það mun þó ekki gerast fyrr en í október þannig að fjög- urra manna fjölskylda, sem er í 28 prósenta skattþrepi, myndi hafa 70 dollurum meira til ráð- stöfunar á þessu fjárhagsári en ella og 280 dollurum meira á því næsta. Einnig kveður frumvarpið á um afslátt til þeirra, sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti. Stefnt er að því að auðvelda fólki að greiða fyrir heilsugæslu og skólagöngu og að vextir af bank- alánum til náms verði frádráttar- bærir auk þess sem munaðar- skattur af lystisnekkjum og flug- vélum verði lagður niður. Til að efla atvinnlífið hyggst Bush lækka skattheimtu af arði. Skattlagning arðs af fjárfesting- um hefur löngum verið þrætu- epli milli repúblikana og demó- krata. Þar sem hinir síðarnefndu hafa meirihluta á þingi hefur Bush orðið lítið ágengt í baráttu sinni fyrir afnámi íjármagnstekj- uskatts. Aðeins eitt prósent Bandaríkjamanna hefur beinan hag af þessari skattalækkun og demókratar saka forsetann um að skara eld að köku auðkýfinga á meðan hagur „millistéttarinn- ar“ þrengist. Bush heldur því hins vegar fram að afnám þessa skatts muni losa um pyngju hinna efna- Heimilislausum betlurum hefur fjölgað í bandarískum stórborg- um. meiri og þeir verði viljugri til fjár- festinga og hlutabréfakaupa. Þegar losni um þetta fjármagn aukist umfang athafnalífs og þegar upp verður staðið muni meira fé streyma í ríkiskassann en áður. Þá verður það hlutfall sem frá- dráttarbært er af ijárfestingum fyrirtækja hækka um 15 prósent og bæði einstaklingar og fyrir- tæki munu geta dregið hluta taps af óhagkvæmum viðskiptum frá skatti. Samdrætti i varnarmálum er ætlað að vega upp á móti þessum skattabreytingum. Á næstu fimm árum er áætlað að draga úr fram- lögum til varnarmála um 43,8 milljarða dollara. Alls er farið fram á 291 milljarð dollara til vamarmála á næsta fjárhagsári og er það um 16 milljörðum lægri útgjöld en búist er við á þessu ári. Það er hins vegar aðeins fjór- um milljörðum minna en farið var fram á í fyrra. Demókratar vilja skera niður um að minnsta kosti 100 milljarða dollara í vam- armálum og öndvert við forset- ann vilja þeir nota niðurskurðinn til opinberra framkvæmda. í fjárlagafrumvarpinu er að- eins spáð 2,2 prósenta hagvexti á þessu ári verði tillögur Bush samþykktar. Svo lítill hagvöxtur hefur aðeins verið tvisvar áður á kosningaári, 1960 og 1980. í bæði skiptin beið sitjandi forseti lægri hlut þegar gengið var að kjörborðinu. Bush setti demókrötum afar- kosti þegar hann fjallaði um fjár- lagafmmvarpið í stefnuræðu sinni. „Ég æski þess að þetta frumvarp verði afgreitt fyrir 20. mars,“ sagði Bush. „Eftir þann dag, ef hjá því verður ekki kom- ist, hefst orrustan," bætti hann við. Það er afar hæpið að fmm- varpið verði afgreitt fyrir þann tíma. Demókratar munu ekki samþykkja allt sem stendur í frumvarpinu og er til dæmis næsta víst að fjármagnstekju- skatturinn verður ekki lækkaður. Og ögranir forsetans efla ekki samstarfsvilja demókrata á kosn- ingaári. Bush gerir sér grein fyr- ir öllu þessu og hugsar sér gott til glóðarinnar að geta kennt þrá- kelkni demókrata um það, sem miður fer. Heimildir: The Boston Globe og The New York Times. LJOSVAKINN HVER VILL EKKI PASSA SITT? Sumarhúsaeigendur, bændur, fyrirtækjaeigendur og aðrir sem þurfa aö upplýsa sín mál, geta notað Ljósvakann og tækni hans til þess. Ljósvakinn er hannaður til að kveikja Ijós eða gangsetja viðvör- unarmerki í og við hús, t.d. þegar óboðnir gestir eru í nánd. Einnig getur Ljósvakinn kveikt Ijós þegar þú nálgast hann, t.d. kveikt útiljós á húsinu hjá þér þegar þú kemur heim i myrkri. Hann get- ur fylgst með umferð á baklóðum og í húsasund- um og látið þig vita. Úti- eða inniljós með 500W halogen peru og áföst- um Ljósvaka sem skynjar hreyfingu í 0-15 metra fjarlægð kr. 7.500,- meö VSK. Stakur Ljósvaki sem hægt er aö tengja viö t.d. Ijós, flautur og ýmis viðvörunarkerfi. Skynjar hreyfingu allt að 10 metra, getur flutt allt að 2000W orku. Stakur Ljósvaki kr. 5.500,- m/VSK. DREIFING Á & B, DALSHRAIINI 1, HAFNARF., SÍMI 91-52834 GATT-viðræðurnar: Sjöríkjahópurínn höggvi á hnútinn Davos. Reuter. JDRGEN Möllemann, efnahagsráðherra Þýskalands, hvatti til þess í gær að sjöríkjahópurinn, þ.e. leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims, efndi til sérstaks fundar í mars eða apríl ef samkomulag næðist ekki bráð- lega í GATT-viðræðunum um frjálsari milliríkjaviðskipti. Möllemann lagði þetta til á alþjóð- legri ráðstefnu um efnahagsmál, sem fer fram árlega í svissneska skíða- bænum Davos. Hann sagði að við- ræðumar væru of mikilvægar til að hægt væri að láta „annars flokks samningamenn" um þær. „Við verð- um að komast úr þessari sjálfheldu. Leiðtogar sjöríkjahópsins bera sér- saka ábyrgð á því að samkomulag náist,“ sagði hann. Talsmenn GATT-samtakanna í Genf sögðust myndu fagna slíkum leiðtogafundi ef hann reyndist nauð- synlegur til að leiða viðræðurnar til lykta. Michael Wilson, iðnaðar- og utan- ríkisviðskiptaráðherra Kanada, sagði hins vegar að „dýrmætur tími kynni að glatast" ef efna þyrfti til slíks leiðtogafundar. Nokkrir hagfræðingar sögðu að ef ákveðið yrði að efna til leiðtoga- fundarins gæti skaþast hætta á því að mörg af ríkjunum 108, sem taka þátt í GATT-viðræðunum, hættu að beita sér fyrir lausn málsins á meðan beðið væri eftir niðurstöðu fundarins. TEMPRA TEMPRA SX 1600 Fullt verð 1.030.000 Tilboðsverð 890.000 (án aflstýris) TEMPRA SX 1600 Fullt verð 1.098.000 Tilboðsverð 995.000 TEMPRA SW (station) Fullt verð 1.195.000 Tilboðsverð 1.095.000 Ath. Takmarkað magn. TIPO TIPO 1600 Fullt verð 949.000 Tilboðsverð 890.000 SKEIFUNNI 17 - S. 688850 > » > * > ► ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.