Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 9 IIICO járnrúm Mikið úrval í breiddum og iitum Teg. 674. 100 - 120 - 140 og 160 cm breið. Verð frá kr. 30.900 m/dýnu stgr. Teg. 596. 80 - 90 - 140 og 160 cm breið. Verð fró kr. 24.700 stgr. Visa - Euro raðgreiðslur □HHHHE3 HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFMARFIRÐI SÍMI 54100 Flokksmálgagn deyr Þjóðviljinn, „málgagn sósíalisma, þjóð- frelsis, og verkalýðshreyfingar", hætti göngu sinni í gær, 31. janúar, en hann kom fyrst út 31. október 1.936. Þjóðviljinn var málgagn Kommúnistaflokks íslands, Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalista- flokksins og loks Alþýðubandalagsins. Gjaldþrota stefna Forustugreinar tveggja dagblaða fjöll- uðu í gær um endalok Þjóðviljans, forustugrein Alþýðublaðsins og Þjóð- viljans sjálfs. Hér á eftir verður stiklað á forustu- greinunum. Fonistugrein Alþýðu- blaðsins nefnist „Dagblað deyr“ og þar segir m.a.: „Rödd I jóðviljaiis var skýr og afdráttarlaus. Blaðið fylgdi Alþýðu- bandakiginu og forver- um þess að málum og hefur barist fyrir sömu skoðunuin og Kommún- istaflokkur Islands, Sós- íalistaflokkurinn og Al- þýðubandalagið. í dag stendur stefnan prentuð í haus blaðsins: „Málgagn sósialisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar." Sé litið yfir sögu blaðsins sést greinilega, að stefna þess beið sama gjaldþrot og stefnur þeirra flokka sem blaðið hefur fylgt. Blaðið varði kommún- ismann og stalinismann á sinum tíma. Það varði glæpina á Stalíntíman- um, barðist gegn aðild íslands að Atlantsliafs- bandalaginu og veifaði stríðsöxinni gegn fijáls- um viðskiptum og lýð- ræðislegri þjóðfélags- uppbyggingu. Blaðið boðaði lengi vel sósialisk- ar patentlausnir líkt og flokkurinn sem það studdi. Við þeirri stefnu er svo sem ekkert að amast. Þjóðvijinn naut tjáningarfrelsis og út- gáfufrelsis sem önnur blöð og tímarit í lýðræð- isþjóðfélagi og var ein röddin í samfélagskóm- um. Eldspýtu- stokkur og lík- kista Við fjölmiðlabylting- una á niunda áratugnum breyttist staða flokks- málgagnanna svonefndu. Ný og öimur tök á frétt- um neyddu málgögnin til starfsbróður sins og keppinautar, Þjóðvilj- ans.“ Tímamót Síðasta foi'nst ugi'ein Þjóðviljans var birt á forsíðu og nefndist húii „Horft til framtíðar". í upphafinu sagði: „I dag em timamót í sögu vinstri hreyfingar- innar, með þvi að Þjóð- vijinn kemur út í síðasta sinn. Sem vonlegt er bregður velunnurum blaðsins í brún. Svo lengi hefur tekist að halda úti blaðinu að margir vom famir að reikna með að alltaf tækist að leysa úr Qárhagserfiðleikum augnabliksins. Langvar- andi hallarekstur hefur nú leitt til þess að ekki verður lengra haldið. Reyndar hafa verið allar færar leiðir til að bæta stöðu blaðsins og þó þær aðgerðir hafi skiiað mikl- um árangri í rekstri hef- ur það ekki dugað til. Þeir em vissulega til sem fagna þessum tima- mótum og láta sig um leið litlu varða þótt með að viðhafa lík vinnu- brögð. Engu að síður náðu flokksmálgögnin aldrei að verða tj-úverð- ug, einkum vegna þess að flokkamir neituðu að sleppa tökunum á þeim. Auglýsingamarkaðurinn varð einnig erfiðari. Að- eins einu flokksmálgagn- amia, Morgunblaðinu, tókst að nýta sér auglýs- ingamarkaðinn og auka urnsvif sín. Morgunblaðið sigldi hægt og bítandi frá Sjálfstæðisflokknum í krafti stærðarinnar. Að- eins eitt af minni flokks- málgögnunum tók skyn- samlega ákvörðun í Ijósi breyttra markaðsað- stæðna. Það var Alþýðu- blaðið, sem hagaði segl- um eftir nýjum vindum og minnkaði, stundum allt niður í fjórar síður. Þá var hlegið að Alþýðu- blaðinu, talað um að blað- ið kæmist fyrir í eld- spýtustokki og svo fram- vegis. Má vera, að Al- þýðublaðið komist enn fyrir í eldspýtustokki, en það hcfur aldrei komist fyrir í líkkistu eins og reyndin varð um Þjóðvij- ann. í dag stendúr Al- þýðublaðið yfir moldum Þjóðviljanum hverfi mik- ilvægur vitnisburður um fijálsa fjölmiðlun og skoðanaskipti í landinu. Vandi Þjóðviljans er ekki bundinn við hann einan, lítil blöð eiga víða mjög erfitt uppdráttar, svo undarlega sem það kann að hljóma þegar þess er gætt að fjöiskrúðug blaðaútgáfa er sjálfur homsteinn lýðræðis og fijálsra skoðanaskipta í þjóðfélagi nútímans. Menn verða þó að horf- ast í augu við þá stað- reynd að um leið og blöð þjóna þessum tilgangi em þau markaðsvara sem lesendur kaupa eða hafna eftir því hvemig þeim líkar við blaðið. Þannig munu blöð fram- tíðarinnar verða að reiða sig á eigin styrk og áhuga lesenda til að lifa af, því ekkert bendir til þess að innan tíðar fáist skilningur á nauðsyn þess að styrkja blaðaút- gáfu myndarlega eins og gert er í grannlöndun- um.“ Skylda að safna liði í fomstugi'eininni er fjallað um tilraunir, sem standa yfir um stofnun nýs dagblaðs, og þar seg- ir síðan: „Að sjálfsögðu kemur nýtt dagblað aldrei í stað- inn fyrir Þjóðviljann, cnda þótt aðstandendur hans ættu lilut í því blaði. Það verður blað af allt öðm tagi og væntanlega miklu stærra og fjöl- breyttara en Þjóðviljinn hefur nokkm sinni haft aðstöðu til að vera. Fari á hiim bóginn svo að ekki takist að hleypa nýju blaði af stokkunum, í þeim anda sem unnið hefur verið að, munu vinstri sinnar ekki sætta sig við að verða.ofurseld- ir hægri blöðunum um aðgang að lesendum. Þá ber þeim skylda til að safna aftur liði og liefja útgáfu á blaði á sinum vegum og það munu þeir gera-“ Háir vextir á verðbréfamarkaði Opið í Kringlunni í dag á milli kl. 10 og 16. Við bjóðum mikið úrval verðbréfa með háum vöxtum. Kolbrún Kolbeinsdóttir ráðgjafi verður í Kringlunni með upplýsingar og ráðgjöf. Húsbréf.............8,0 - 8,3% Spariskírteini........7,9 - 8,0% Féfangsbréf...........10,0% Kjarabréf.............8,3%* Markbréf..............8,7%* Tekjubréf.............8,1%* Skyndibréf............6,8%* Skuldabréf traustra bæjarsjóða............9,2 - 9,5% Erlend verðbréf. Mikið úrval hlutabréfa. * Avöxtun miðast við janúar 1992. <0> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFBTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.