Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 Jóna Hjálmtýs- dóttir - Minning Fædd 29. apríl 1942 Dáin 26. janúar 1992 Þegar stóra kallið kemur er ekki spurt um aldur, menntun, né fyrri störf. Ekki er heldur spurt um fjöl- skyldu, ástvini eða annað sem manni er hjartfólgið. Enginn veit hvenær ævin er öll og er ekki farið í manngreinarálit, þegar fólk í blóma lífsins er kallað á fund feðra sinna. Jóna frænka, föðursystir mín, háði harða baráttu við illvígan óvin, en varð undir í þeirri baráttu eins og svo margir aðrir. Jóna Guðríður fæddist í Keflavík 29. apríl 1942 og var hún dóttir Hjálmtýs Einarssonar og Eggrúnar Jónsdóttur. Jóna var kona mann- kosta mikilla, óbilandi dugnaðar og elju. Það var henni mikið kappsmál að búa sér og fjölskyldu sinni fal- legt heimiii. Hún bjó yfir ótrúlegum myndarskap og smekkvísi var henn- ar aðalsmerki. Ekki verður Jónu lýst nema minnast á lundarfar hennar, sem var alveg einstakt, allt- af tilbúin að slá á létta strengi og kom öllum í létt skap með sinni skörpu og mjög svo hnitmiðuðu kímnigáfu. Jónu varð fjögurra myndarlegra bama auðið, þeirra Hjálmtýs Inga, Sigurðar Eggerts og Ásdísar, en þau átti hún með fyrri manni sínum Inga Eggertssyni og þá átti Jóna, Lindu Þóru með Grétari Ámasyni, en þau voru í sambúð í byrjun átt- unda áratugarins. Jóna giftist hins- vegar eftirlifandi maka sínum Guð- mundi Ólafssyni árið 1978 og var samband þeirra alla tíð, bæði náið og traust. Það var sérstök unun að skynja þetta tæra andrúmsloft sem ávallt ríkti á þeirra heimili og alltaf var maður tekinn í „bakaríið", þeg- ar gömlu minningamar voru rifjað- ar upp. Elsku Mummi, Hjalli, Siggi, Ás- dís og Linda, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfíðu tímum. Við fæmm ykkur innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jónu. Hjalli og Hanna. Jóna fæddist og ólst upp í Kefla- vík, dóttir Hjálmtýs Einarssonar og Eggrúnar Jónsdóttur. Hún var næstyngst af fímm systkinum. Elstur er Baldur pabbi minn, næst kom Einar sem dó langt um aídur fram, þá Lolla, og yngst er Sólrún Arna og búa þær báðar í Bandaríkjunum. Jóna eignaðist fímm böm sem öll hafa komist vel áfram í lífínu nema yngsti drengurinn sem fædd- ist andvana. Þau em Hjálmtýr, Sig- urður, Ásdís og Linda og alls em bamaböm Jónu orðin fímm. Frá því ég man eftir mér hefur Jóna frænka verið samofín lífí mínu og oft var glatt á hjalla þar sem Jóna var enda sá Jóna alltaf skop- legu hliðamar á málunum hvernig sem á gekk. Reyndist sá eiginleiki henni vel í baráttunni við þennan illkynja sjúkdóm sem hún að lokum varð að lúta í lægra haldi fyrir þrátt fyrir hetjulega baráttu. Jóna kvartaði aldrei þótt hún hafi verið orðin mjög þjáð og af þeim sökum gmnaði mig ekki að hún ætti svona stutt eftir. Hennar mesta gæfa í lífinu var þegar hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Guðmundi, sem bar hana á höndum sér til síðasta dags. Hann hefur reynst bömum hennar sem besti faðir og vinur og bamabömum eftirlátur og hjartahlýr afí. Jóna fann mikinn styrk í trúnni á Guð og átti þann frið í hjarta sem margir leita að. Mér fínnst vel við hæfi að enda þessa grein með eftirf- arandi versi um leið og ég votta ykkur, Mummi, Hjalli, Siggi, Ásdís og Linda, mína dýpstu samúð. + Mágur okkar, dr. ALFRED L. COPLEY (AL COPLEY), andaðist í New York 28. janúar. Ólafur Tryggvason, Viggó Tryggvason. t Elskuleg eigínkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNA HJÁLMTÝSDÓTTIR, Mávabraut 1b, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardaginn 1. febrú- ar, kl. 14.00. Þeím, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð Sjúkra- hússins í Keflavík. Guðmundur Valur Ólafsson, Hjálmtýr Ingason, Sigurlín J. Baldursdóttir, Sigurður Ingason, Bjarnheiður Þórðardóttir, Ásdis Ingadóttir, Birgir Guðbergsson, Linda Þóra Grétarsdóttir, Gunnar Ásgeirsson og barnabörn. + Systir mín og frænka okkar, NANNA ÓLAFSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 30. janúar. Sigrún Ólafsdóttir, Ólafur Steingrímsson, Kristfn Steingrímsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Isak Ólafsson, Nanna Ólafsdóttir, Ragna Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Óskar Ólafsson. Ég á mér bústað á himnanna hæðum hrömun ei þekkist við Guðs dýrðarstól. Allir þar mettast af Hans eilífii gæðum aldrei til viðar þar hnígur sól. (S.H.) Jóna K. Baldursdóttir. þá var trúin á bata afar sterk og barðist hún af dugnaði við að endur- heimta heilsu á ný. Henni var eink- ar hugleikið að hafa allt hreint í kringum sig, vandvirk var hún, skemmtileg og -snögg í tilsvörum, hún var afar gjafmild, mér gaf hún kærleika sem ég geymi í mínu hjarta. Jóna bjó manni sínum Guð- mundi V. Ólafssyni yndislegt heim- ili, nú síðast að Mávabraut l.b. í Keflavík. Hann var hennar tryggi förunautur uns yfír lauk. Með djúpu þakklæti og virðingu kveð ég mína góðu vinkonu. / Elsku Mummi, bömin, fjölskyld- ur og aðrir aðstandendur, megi góður Guð veita ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafði þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (V. Briem) Guð blessi minningu Jónu Hjálm- týs. Silla. Ég heyrði Jesú, himneskt orð kom, hvíld ég veiti þér þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt þvi halla að bijósti mér. (Stefán Thorarensen) Elskuleg vinkona mín hefur nú fengið hvfld eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem hún barðist við af miklum kjarki og æðruleysi, en þrekið þraut og þjáningum lauk. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Keflavík- ur 26. janúar. Við drúpum höfði harmi slegin og fáum ekki skilið hver tilgangurinn geti verið með ótímabærum dauða. Jónu Hjálmtýs, eins og hún var ávallt kölluð kynnt- ist ég fyrir sautján árum. Þegar fyölskyldur okkar bjuggu í sömu byggingu, og höfðum við ávallt gott samband, á hveijum degi síð- ustu mánuðina. Ég mun sakna hennar sárt. í huga mér koma upp minningar sem við áttum saman, hlógum, grétum og báðum góðan Guð að hjálpa okkur. Minningar sem seint munu gleymast. Hún var vinkona sem hægt var að treysta, og treysta á, það sýndi sig best þegar ég varð fyrir mikilli sorg í nóvember síðastliðinn. Hún var öll- um góð og vildi öllum gott. Við áttum saman yndislegar stundir, ræddum um lífið og tilveruna, hversu tíminn væri dýrmætur, lífið væri eitt andartak, fortíðin væri lið- in og framtíðina gæti enginn séð fyrir. Við áttum samt ekki von á því að leiðir okkar myndu skilja jafn snöggt og raun varð á, og ræddum mikið um hvað við ætluð- um að gera þegar henni batnaði. Þó svo Jóna gerði sér grein fyrir þeim sjúkdómi sem hún var með, Rétt einu sinni erum við mann- anna böm minnt á hverfulleika þessa jarðneska lífs og hvað stund- imar em dýrmætar. Þótt svo flest- um okkar sé það ljóst að það sem við getum gert í dag bíðum við með til morguns og fyrr en varir er tíminn hlaupinn frá okkur að fullu og öllu. Þannig varð mér innan- bijósts þegar mér bárust fréttimar af andláti æskuvinkonu minnar, Jónu Hjálmtýsdóttur. Ég var að vona að við gætum átt saman fleiri næringarríkar stundir á næstunni. En dugnaður og baráttuþrek henn- ar síðustu stundirnar blekktu mig og trúlega fleiri þótt svo ég ætti að hafa þekkingu til að vita betur. Foreldrar Jónu vom Hjálmtýr Einarsson, Vogi á Fellsströnd, og Eggrún Jónsdóttir frá Amey á Breiðafirði. Böm Jónu og makar þeirra era Hjálmtýr Ingason, kvæntur Sigur- línu Baldursdóttur; Sigurður Egg- ert Ingason, kvæntur Bjamheiði Þórðardóttur; Ásdís Ingadóttir, maki Birgir Guðbergsson; Linda Þóra Grétarsdóttir, unnusti Gunnar Ásgeirsson. Vinátta okkar Jónu hófst nánast„ við fæðingu hennar því mæður okk- ar vom kunningjakonur og ná- grannar við Hafnargötuna í Kefla- vík. í þá daga var Hafnargatan bammörg gata og iðandi af mann- lífi ungra jafnt sem aldinna. Með okkur Jónu tókst slíkur vinskapur sem entist til hinstu stundar. Þótt svo að lífshlaup okkar lægi ekki alltaf saman né daglegt samband væri þar á, bar aldei skugga á þá einlægni sem bemskuvinátta batt og fullt traust bámm við ávallt + Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu vegna andláts HELGU GUÐJÓNSDÓTTUR LAXNESS píanókennara. Aðstandendur. + Elskulegur fósturfaðir okkar, HELGI ÞÓRARINSSON, Hrafnistu Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. janúar. Erla Guðmundsdóttir, Helga Bjarnadóttir. + FRIÐRIK GUÐMUNDSSON, frá Fremri Arnardal, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést fimmtudaginn 30. janúar. Systkinabörnin. hvor til annarrar því við þekktum hjartalag hvorrar annarrar eins og tvær manneskjur geta gert. Jónu var margt til lista lagt frá náttúmnnar hendi. Frásagnarhæfí- leiki hennar var einstakur, hvers- dagslegir atburðir urðu að hreinni revíu úr hennar munni án þess að halla á annan mann. Frásagnarhæf- ileika hennar fylgdi jafnframt dil- landi hlátur og gamansemi. Enda var það besta upplyfting hér fyrr á ámm fyrir allt fjölmiðlafár, að fara í kaffisopa og njóta gestrisni og ánægjulegra stunda á heimili Jónu þar sem snyrtimennska og reglu- semi var jafíian viðhöfð í hvívetna. Hún var trygg og trú vinum sínum bæði í gleði og sorg. Ein af mörgum æskuminningum mínum frá samvemstundum okkar er mjög tengd tveimur af hennar eðlisþáttum sem em trú og snyrti- mennska. Það var eitt kvöld sem við vinkonumar fengum að sofa saman eins og litlum stelpum er títt. Jóna var þá fyögurra eða fímm ára gömul. Þegar við höfðum háttað okkur tók hún til og braut hveija spjör svo snyrtilega og nákvæmlega saman að ég spurði hvers vegna hún gerði þetta svona vel, svarinu hef ég aldrei gleymt: „Svo englam- ir sjái hvað ég fer vel með fötin mín.“ Lífíð lék ekki alltaf við Jónu og hún kynntist því að lífið væri ekki svo einfalt að nóg væri að bijóta vel saman fötin sín. Hún kynntist tilfinningamiklum sársauka lífsins, vonbrigðum og missi ástvina oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hún barðist við sinn banvæna sjúk- dóm, krabbameinið, þann sjúkdóm sem í dag er einn af þeim sjúkdóm- um sem hvað mest reynir á líkam- legt, andlegt og félagslegt þrek. Frá öllum þessum raunum stóð hún upp með reisn. Mesta gæfa Jónu var að eignast Guðmund Ólafsson að lífsfömnaut. Hann reyndist henni ávallt stoð og stytta í raunum og gleði. Einnig var hann bömum hennar og bama- bömum sem besti faðir og afí. Fyrir rétt einni viku áttum við Jóna saman örlitla stund. Þá sagði hún mér að hún tryði enn á engl- ana. Því trúi ég því að þeir og algóð- ur Guð gefí henni hvfld og frið í sínum híbýlum. Kæri Guðmundur, börn, tengda- böm, bamaböm og systkin, ykkar missir er stór en Guð gefur líkn. Sólveig Þórðardóttir. Margt er það og margt er það, sem minningamar vekur, og þær eru það eina, sem engin frá okkur tekur. (Davíð Stefánsson) Það dimmdi skyndilega yfír öllu er okkur barst sú harmfregn að hún Jóna okkar væri látin, horfín svo skyndilega úr lífí okkar Iangt um aldur fram, aðeins 49 ára gömul. Jóna var með skemmtilegri kon- um að vera með í hvers konar fé- lagsskap, hvort sem var í vinnu eða annars staðar og var alltaf stutt í glettið brosið og skjót tilsvörin sem einkenndu jafnan glaðlyndi hennar. En Jóna var haldin ógnvænlegum sjúkdómi sem fellir svo margan manninn langt um aldur fram. Jóna barðist við sjúkdóminn af miklum hetjuskap en varð að lokum undan að láta. Hjá okkur sem eftir lifum em spumingarnar margar og áleitnar en svörin fátækleg. Við leiðarlok streyma myndir minninganna um huga okkar og era þær dýrmætar okkur öllum er urð- um þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Jónu. Megi almættið veita eiginmanni, bömum og öðmm aðstandendum huggun og styrk í þessari miklu sorg og láta minninguna verða ljós í lífi okkar allra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) - Starfsstúlkur á dagheimilinu Garðaseli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.