Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 23
V’tw [ 'JMlVlflí IBMfUíM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 23 , Vélstjóri slasaðist við i sprengingu í Súlumii ( Flogið eftir varahlutum til Noregs SPRENGING varð um borð í Súlunni EA-300 snemma í gærmorgun þar sem skipið var á loðnuveiðum á Lónsbugt. Vélstjóri brenndist á höndum við sprenginguna, en mildi þykir að ekki fór verr. „Við vorum rétt búnir að kasta og vorum að fara að draga þegar heyrð- ist skyndilega eitt stórt búmm og allt fylltist af reyk,“ sagði Þráinn Brjánsson, háseti á Súlunni. Skipið var dregið til hafnar í Neskaup- stað þangað sem það kom seint í gærkvöldi. Flugvél frá Flugfélagi Norður- lands flaug um hádegi frá Akureyri til Noregs eftir varahlutum og var væntanleg aftur í nótt eða nú snemma í morgun, laugardag. Varðskipið Ægir tók Súluna í tog og dró hana til hafnar í Neskaup- stað og var ætlunin að hefjast handa við viðgerðir svo fljótt sem auðið væri. Þráinn sagði að tildrög spreng- ingarinnar væru þau að vélin hefði farið, af einhveijum ástæðum, á Stafnbúi: Röð fyrir- lestra um fiskveiði- stjórnun ÞRIÐJI fyrirlestur Stafnbúa, félags sjávarút- vegsnema við Háskólann á Akureyri, verður fluttur í Safnahúsinu á Sauðárkróki á sunnudag 2. febrúar kl. 15. Félagið gengst fyrir röð fyrirlestra um fiskveiði- stjórnun um þessar mundir víða um Norðurland. Fundurinn sem haldinn verður í Safnahúsinu ber yfír- skriftina: Áhrif fiskveiði- stjórnunar á hagsmunaaðila. Framsöguerindi flytja Snær Karlsson, Verkamannasam- bandi íslands, Ámi Benedikts- son, íslenskum sjávarafurð- um, Einar Svansson, fram- kvæmdastjóri, og Kristján B. Garðarsson, iðnráðgjafí. Að loknum framsöguerind- um verða fyrirspumir og al- mennar umræður, en allir em velkomnir á fundinn. yfirsnúning, sem aftur olli því að blásarar undir vélinni spmngu. Vélstjóri sem var niðri í vélarrúminu brenndist á höndum og sagði Þráinn að mildi þætti að hann hefði ekki slasast meira. Hann hefði verið að drepa á vélinni er atburðurinn varð, en hefði hann verið á öðrum stað í vélarrúminu hefði getað farið verr. „Það varð mikil sprenging og allt skipið fylltist af reyk,“ sagði Þráinn. Skemmdir urðu allnokkrar, m.a. undir vélinni auk þess sem blásaramir eru ónýtir. „Við vitum ekki meira á þessari stundu, en um leið og við komum í land verður farið að skoða þetta betur.“ Allir í sömu hjólförunum Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa undanfama daga verið að gera við skemmdir á malbiki og þeir voru einnig við þá iðju í gær, en þeir töldu að minnka mætti slit á malbiki til muna ef menn keyrðu ekki alltaf í sömu hjólförunum. Svo brá við í gær að fór að snjóa, en snjór hefur ekki sést í miklum mæli það sem af er þessu ári. Ekki kyngdi niður neinu magni af snjó þótt jörð hafi orðið hvít. FSA og Kristnesspítali: Þjónusta sjúkrahússins verður minnkuð í kjölfar spamaðar STJÓRN Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur samþykkt aðgerðir sem miða að því að ná tilskyldum sparnaði í rekstri, sem er 56 milljón- ir króna á þessu ári. Til vissrar skerðingar á þjónustu sjúkrahússins mun koma, en yfirmenn FSA vilja ekki á þessari stundu greina frá í hverju aðgerðirnar felast. Á Kristnesspitala verður nákvæmlega farið í saumana á öllum rekstri í næstu viku, en þar er einnig ljóst að skerða þarf þjónustu við sjúklinga að einhveiju leyti. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri FSA, sagði að búið væri að sam- þykkja aðgerðir til að ná þeim sparn- aði sem boðaður er, en forráðamenn sjúkrahússins vildu greina heilbrigð- isyfirvöldum frá því fyrst í hveiju þær felast sem og einnig starfsmönn- um. Ljóst væri þó að til vissrar skerð- ingar á þjónustu kæmi, en hvar ná- kvæmlega yrði um minni þjónustu að ræða vildi hann ekki segja. í lengstu lög yrði reynt að komast hjá lokun deilda og uppsögnum starfs- fólks. Ingi taldi brýnt að leiðrétting fengist á rekstrarframlögum til sjúkrahússins úr þeim 500 milljóna króna potti sem fyrir hendi væri til þeirra hluta, en endanlega yrði ekki ljóst hvernig niðurskurðurinn kæmi við sjúkrahúsið fyrr en vitað væri hvemig ráðstöfun þeirra fjármuna yrði. Bjami Arthúrsson, framkvæmda- stjóri Kristnesspítala, sagði að ekki væri enn búið að taka ákvarðanir um stærri mál, s.s. lokun deilda og uppsagnir starfsfólks, þar eð enn lægi ekki fyrir hversu mikið spítal- anum yrði gert að spara á árinu. Starfsfólk spítalans hefði í samein- ingu farið í saumana á rekstri spítal- ans og sagði Bjarni það ánægjulegt hversu viljugt það væri í að lbita allra leiða er leiddu til spamaðar og margar góðar hugmyndir komið fram. „Við munum lifa þetta af þó gefí á í bili, við reisum okkur við og munum sigla seglum þöndum inn í framtíðina. Við emm vön því í heil- brigðisþjónustunni að þurfa að taka á, ævinlega þegar þrengingar verða í þjóðfélaginu er spjótunum beint að heilbrigðisþjónustunni. Vandinn nú er hins vegar sá að við höfum náð hámarksafköstum út úr rekstrinum og þess vegna verður þjónustan að rýrna umtalsvert þegar okkur er gert að spara um 5% í rekstrinum," sagði Bjarni. Hann sagði að þrengt yrði að yfirvinnu og í veikindaafleys- ingum og lokað yrði fyrir nýráðning- ar. Bjöm Þórleifsson, framkvæmda- stjóri Öldrunarþjónustu Akureyrar- bæjar, sagði að ekki kæmi til stór- felldra uppsagna starfsfólks, en var- lega yrði farið í að ráða í þær stöður sem losna. Þá yrði dregið úr útköllum og yfirvinna minnkuð auk þess sem almennt aðhald yrði í rekstrinum, svo sem verið hefði um langt skeið. Bjöm sagði að enn væri ekki ljóst hversu mikla gármuni Öldrunarþjónustunni yrði gert að spara á þessu ári, en það kæmi vonandi í ljós fljótlega því grípa þyrfi til aðgerða hið fyrsta ef í ljós kæmi að um umtalsverðar upp- hæðir yrði að ræða. Henning Jóhannesson í Grímsey: Svarar ekki kostnaði að leggja afla upp hjá KEA TREIÐN Beykilundi 4, Akukreyri Alhliða þjónusta í trésmíði, svo sem smíði á hurðum og gluggum. Endurbætur og viðhald húsnæðis úti sem inni. Sérstök fagþekking á endurgerð miðaldra og gamalla húsa Ilólmsteinn Snædal húsasmíðameistari, sími 96-21722. Grímsey. HENNING Jóhannesson, sem gerir út bátinn Björn EA frá Grímsey, segist vera allt annað en ánægður með hið nýja fiskverð sem Kaupfé- lag Eyfirðinga bjóði þeim sem leggi upp afla þar. Þrír bátar hafa fiskað fyrir kaupfélagið, en Henning skrifaði ekki undir samkomulag um að leggja þar inn afla og ætlar að íhuga aðrar leiðir við að koma honum í verð. Eigendur kvótahæsta bátsins íhuga að róa frá öðrum útgerðar- stað á vertíðinni, en sjómenn eru almennt óánægðir með nýja verðið. „Mér líkar ekki þetta misrétti, verðið hefur lækkað um allt að 25% frá síðustu vetrarvertíð," sagði Henning í samtali við fréttaritara. Á síðustu vertíð þurfti ekki að flokka sérstaklega eins og tveggja nátta fisk sem nú þarf að gera og lækkar verðið á honum umtalsvert. Hann sagði að menn þyftu að hugsa sig vel um hvað best væri að gera í stöðunni. Kvótinn yrði æ rýr- ari og menn yrðu að fá besta hugsan- lega verð fyrir aflann til að standa undir útgerðinni. í lians tilfelli hefði kvótinn á Birni verið um 200 tonna þorskígildi þegar mest var fyrir þremur árum. Nú væri útlit fyrir að kvótinn hefði minnkað um helming á þremur árum því þegar búið væri að umreikna aflann í slægðan fisk væri hann kominn niður í 100 tonn. Kvótaskerðingin væri orðin svo rnikil, að hann gæti hæglega lagt bátnum 8 mánuði á ári. I þeirri veðr- áttu sem ríkt hefur undanfarið hér við Grímsey hafa netaslit verið um- talsverð sem hækkar mjög kostnað við rekstur bátanna. „Það svarár varla kostnaði að gera út á þetta verð með þann kvóta sem ég hef úr að spila,“ sagði Henning. „í mínu tilviki gæti ég fengið á bilinu 2 til 2,5 milljónum meira fyrir aflann með því að landa honum á markaði á Dalvík, en að landa hjá KEA,“ sagði Henning. Aðspurður um hvað hann hygðist gera, sagði hann margar leiðir til, hugsanlegt væri að tengjast markaðnum á Dalvík og þá með feijunni Sæfara, en það væri vissulega erfiðleikum bundið vegna áætlunar hennar. Þá kæmu líka upp vandamál með ísinn, en kaupfélagið ætti hann og heimabátar sem ekki skipta við KEA geta ekki fengið keyptan ís þar'. Hann þyrfti þvi að _koma í gegnum Árskógsströnd og Hríseý hingað út í eyju með tilheyr- andi kostnaðarauka. -HSH GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF 'x' í? “íiiSr LANDSBJÖRG Dósakúlur um allan bæ. UNOUAO ÍK.IMUU «KATA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.