Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 4
<<•( I Sl.' 'lSIM'f.l ■ 'I i . ■ I -.1 I. ; oll.t/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1992 Bíldudalur: Ágreiningnr SL og sjó- manna nm flokkun rækju ÁGREININGUR er nú risinn milli Sölusamtaka lagmetis og rækjusjó- manna á Bíidudal um stærðarflokkun á rækju. Sölusamtökin keyptu afla af Bíldudalsbátum í janúar þar til nýtt rækjuverð var ákveðið og var rækjan flutt með Fagranesinu til ísafjarðar og hún unnin þar. Rækjan var talin á Bíldudal og gert upp við sjómenn á grunni þeirrar talningar. Á síðustu dögum þessara viðskipta kom í Ijós umtalsvert misræmi milli talningar á Bíldudal og endurtalningar á Isafirði. Á meðan verið er að leita skýringa á þessu misræmi, hafa Sölusamtökin haldið eftir hluta af greiðslu til rækjusjómanna, á milli 400 og 500 þúsund krónum. Verðlagning á rækju fer þannig fram, að talinn er fjöldi í hveiju kílói. Sé fjöldinn undir 200 telst vera um fyrsta flokk að ræða og er verð fyrir hann 77 krónur. Sé fjöldinn 201 til 230 er um annan flokk að ræða og 73 krónur á kíló og 231 til 260 stykki í kílói heyra til þriðja flokki, en fyrir hann fást 63 krónur á kíló. Það er þessi taln- ing, sem deilt er um, en ekki heild- armagn. Fyrstu daga vinnslunnar á Ísafírði var rækjan ekki endurtalin, VEÐUR en tvo síðustu daga þessara við- skipta barst svo mikil rækja að, að Sölusamtökin endurseldu annarri verksmiðju á ísafirði hluta rækj- unnar. Þar var hún endurtalin og kom í ljós mikið misræmi við fyrri talningu að sögn Garðars Sverris- sonar, framkvæmdastjóra Sölusam- taka lagmetis. „Þessa tvo daga gaf talning frá Bíldudal til kynna að rétt innan við 200 stykki væru í hveiju kílói og rækjan því öll í fyrsta flokki. Endurtalning starfsmanns Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins og tveggja annarra leiddi hins veg- ar í ljós að það voru á bilinu 225 til 239 stykki í kílói, sem þýddi annan og þriðja verðflokk.en ekki ■fyrsta. Þegar hefur verið gert upp við sjómenn samkvæmt talningu á Bíldudal nema tvo umrædda daga. Þá daga gerðum við upp samkvæmt talningu okkar en héldum eftir inni á banka á milli 400 og 500 þúsund krónum, sem er mismunurinn milli talninga. Við höfum skrifað rækj- usjómönnum bréf og leitað sam- komulags, en þeir krefjast greiðslu samkvæmt talningu á Bíldudal. Við erum því að leita skýringa á þessum mismun, en þær geta að einhveiju leyti legið í því að einn og tveir sólarhringar liðu á milli talninga og á þeim tíma getur vökvatap ver- ið eitthvert. Umfram allt viljum við fá fram hvort þessi mismunur sé innan eðlilegra marka,“ segir Garð- ar Sverrisson. , ' ' <v' í V ÍDAG kl. 12.00 Hoimild: VeSurslofa islands (Byggt á vefiuispá kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 1. FEBRUAR YFIRLIT: Við Vestmannaeyjar er 998 mb kröpp lægð sem hreyfist norðaustur, en skammt suðaustur af Hvarfi er 975 mb vaxandi lægð sem þokast norður. Yfir Norður-Evrópu er 1036 mb háþrýsti- svæði. SPÁ: Suövestlæg átt og kólnandi veður. Él suðvestan- og vestan- lands en þurrt og víða léttskýjað austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Vestlæg átt og kalt. Él um vestanvert landið en þurrt og víðast léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg breytileg eða vestlæg átt og kalt. Dálítil él suðvestan- og vestanlands en annars þurrt. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskírt / Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * Snjókoma * * * |0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V B = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j~ Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 0 úrkoma Reykjavik 1 úrkotna Bergen 3 súid Helsinki 2 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 þokumóða Narssarssuaq ý-4 alskýjað Nuuk +15 heið8kírt Osló +4 þoka Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn 8 skúr Algarve 14 heiðskírt Amsterdam 0 þokuruðningur Barcelona 12 mistur Berlin 0 þokumóða Chicago 1 alskýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 0 þokumóða Giasgow 2 þoka Hamborg 2 súld London 3 þokumóða LosAngeles 14 heiðskirt Lúxemborg 7 helðskfrt Madríd 10 heiðskirt Malaga 14 skýjað Mallorca 14 léttskýjað Montreal +3 snjókoma NewYork 6 alskýjað Orlando 13 súld París 4 heiðskírt Madeira 16 skýjað Róm 14 hélfskýjað Vín 7 skýjað Washington 3 þokumóða Winnipeg +6 þokumóða Morgunblaðið/Þorkell Fjármálaráðherra tilkynnir um leyfið til Tollvörugeymslunnar í afmælishófinu í gær. Frísvæði starfrækt í T ollvörugeymslunni FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra afhenti í gær Tollvöru- geymslunni hf. leyfi til að starfrækja frísvæði og er þetta fyrsta leyfið sinnar tegundar sem afhent er hér á landi. Leyfið afhenti hann á 30 ára afmælishófi fyrirtækisins, sem haldið var í gær. ábyrgð á vörunni, en tollalega séð teljist varan ekki komin til lands- ins fyrr en eftir afgreiðslu úr Tollvörugeymslunni. Hann segir þetta geta haft mikla þýðingu fyrir innflytjendur þar sem erlendi aðilinn flytji í raun vöruna til landsins og því gæti aðstaða innflytjenda orðið betri auk þess sem þetta auðveld- aði endurútflutning vörunnar. Frísvæði er skilgreint sem af- markað svæði þar sem heimilt er að geyma vörur og vinna að þeim, t.d. umpökkun, sem og að geyma umflutningsvörur, skipta upp sendingum til útflutnings og þess háttar. Fjármálaráðherra gaf út reglu- gerð um frísvæði í nóvembermán- uði síðastiiðnum en með tilkomu frísvæðis geta t.d. innlendir um- boðsmenn orðið umboðsmenn fyr- ir önnur lönd og vörulager getur verið skráður á nafn erlends aðila o g geymdur á hans kostnað. Regl- ugerðin gefur auk þess möguleika á umhleðslu vara til áframhald- andi sölu m.a. frá Bandaríkjunum til Evrópu. Að sögn Steingríms Ara Ara- sonar, aðstoðarmanns fjármála- ráðherra, styrkist með þessu staða innfiytjenda gagnvart er- lendum framleiðendum, þar sem framleiðandinn beri lengur Samningaviðræður við Rússa: Líklega samið um síld- arkaupin eftir helgina EKKI TÓKST að ljúka samningum í gær um kaup Rússa á 30 þúsund tunnum síldar héðan. Gengið var frá greiðslusamningi milli Seðla- banka íslands og Utanríkisviðskiptabanka Rússlands í Moskvu á fimmtu- dag. Meginefni samningsins er að í Seðlabankanum verður opnaður reikningur á nafni Rosnevshtorgbank, sem notaður verður til greiðslu- jafnaðar í gagnkvæmum viðskiptasamningum. Samningurinn á að greiða fyrir síldarkaupunum og búist er við að samningar dragist fram yfir helgi. Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að samn- ingur Seðlabankans og banka rússn- eska lýðveldisins hafi verið nauðsyn- leg forsenda þess að ganga endan- lega frá greiðsluákvæðum síldar- samningsins, varðandi tæplega 30 þúsund tunnur. „Þegar er til staðar ábyrgð fyrir kaupunum frá trygg- ingadeild útflutningslána við ríkis- ábyrgðasjóð," sagði hann. „Það tókst því miður ekki að ganga frá því máli í dag, en unnið er áfram að því í Moskvu að finna á því lausn. Strax og það mál kemst í lag verður söltun leyfð upp í umræddan 30 þúsund tunna samning." Gunnar ságði að enn ætti eftir að veiða rúmlega 20 þúsund tonn af þeim rúmlega 110 þúsund tonna kvóta sem leyft var að veiða á yfir- standandi vertíð. Gagnkvæm yfirdráttarheimild á reikningi Rosnevshtorgbank í Seðla- bankanum er 3 milljónir Bandaríkja- dala, eða um 175 milljónir króna, en ef um hærri yfirdrátt yrði að ræða þarf um það sérstakt samkomulag. Gert er ráð fyrir að gildistími samn- ingsins verði til 31. júlí 1993. EES: Forysta íslands lofuð ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, frcttaritara DAGBLAÐIÐ Neue Zúrcher Zeit- ung hafði eftir Franz Blankart, aðalsamningamanni Sviss, í gær að hin framúrskarandi og ákveðna forysta Islands í samn- ingaviðræðum Evrópubandalags- ins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um evrópskt efna- hagssvæði (EES) yki líkurnar á Morgunblaðsins. að viðræðunum yrði nú haldið hik- laust áfram þangað til samningar nást. Evrópskum embættismönnum sem leita viðhlítandi lausnar á hnökr- um á samningnum kemur saman um að viðræðunum miði í rétta átt og vona að endanleg lausn liggi fyrir í byijun mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.