Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1992 13 Tveir blásarakvintettar Vínar- tónleikar Vínartónleikamir era í raun stæling á nýárstónleikum Vínar- harmoníunnar en að því slepptu ætti hin svokallaða „Vínartónlist" að geta verið viðfangsefni sinfó- níunnar án þess að reynt sé að vekja upp eins konar áramóta- stemmningu með bréfhöttum og bríaríi. Á efnisskrá Vínartónleikanna að þessu sinni vora verk eftir Jo- hann Strauss, Suppé og Lehár. Verk Strauss era bæði vel gerð faglega og skemmtileg tónlist og hófust tónleikamir á forleiknum að Leðurblökunni. Forleikurinn var sérlega vel leikinn því þar hafði stjómandinn Siegfried Kö- hler dregið fram ýmis skemmtileg atriði í hraðavali, mótun tónhend- inga og blæbrigða. Pizzicato-polk- inn var einnig mjög vel leikinn, en annar polki, Þramur og elding- ar, náði ekki að gera sig að fullu, hvorki leikurinn eða vesenið með ljósin. Ung og sérlega efnileg söng- kona Claudia Dallinger, söng Czardas og Mein Hem Marquis úr sömu óperu og gerði það mjög fallega. Dallinger hefur mikla rödd en nokkuð hráa. Tvö atriði úr Bocaccio eftir Suppé voru næst á efnisskránni en þar mátti heyra hversu Suppé var lakara tónskáld en J. Strauss. Hab’ ich nur deine Liebe eftir Suppé, er fallegt og látlaust lag, sem Dallinger söng af þokka. Fyrri hluta tónleikanna lauk með Dón- árvalsinum og var flutningur hans allt of daufur. Eftir hlé vora á efnisskránni aðeins verk eftir Lehár og var það að nokkra til þess að tónleikamir duttu niður í stemmningu, sérstak- lega í flutningi balletttónlistar, bæði úr óperettunum Zarewitsch og Brosandi land. Þá vora söngatr- iðin, að undanteknum Vilja-söngn- um, úr Kátu ekkjunni, í daufara lagi og þrátt fyrir ágætan söng hjá Dallinger náðist ekki að rífa upp virkilega stemmningu, þrátt fyrir ágætan leik hljómsveitarinn- ar. IHARGNOTA GIERJUM Á RÍTTAN STAÐ? ■■■< mmmmÉ Að gefnu tilefni bendir Endurvinnslan hf. á að margnota gosdrykkjaflöskur eru ekki í umsjá fyrirtækisins. Þeim skal skilað beint til söluaðila sem greiða 15 kr. fyrir hverja flösku. Endurvinnslan hf. tekur þó við þessum glerjum, sé þess óskað, og greiðir sama skilagjald og fyrir aðrar umbúðir eða 6 krónur. _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Blásarakvintett Reykjavíkur stóð fyrir tónleikum í Listasafni íslands í vikunni og bauð til fagn- aðarins gestum, Quintessence- blásarakvintettinum frá Svíðþjóð, er lék með í þremur verkum fyrir tvöfaldan blásarakvintett. Á efnis- skránni vora verk eftir Jean Mic- hel Damase, Florent Schmitt, Ge- orge Enescu og Franz Schubert en auk þess var framflutt ágætt verk eftir Hauk Tómasson. Fyrsta verk tónleikanna var Þema og sautján tilbrigði, op. 27, eftir Damase (1928), franskan tónsmið, píanóleikara og handhafa „Rómarverðlaunanna" árið 1947. Meðal verka hans eru óperar, ball- ettar, tveir píanókonsertar, fiðlu- konsert og ýmiss konar kammer- verk. Þemað er franskt barokklag og leikið í uppranalegri gerð en síðan koma tilbrigðin og í þeim er fitjað upp á ýmsu, ekki sérlega nýtískulegu en allt gjört á „músík- antískan" máta, sem í ágætri uþp- færslu blásarakvintetts Reykjavík- ur varð sérlega áheyrilegt. Verk Hauks Tómassonar, sem hann nefnir Atrennu að einingu, er mjög vel unnið og hvergi vikið undan fastmótaðri skipan tónhug- mynda og úrvinnslu þeirra, sem gerir verkið mjög heilstætt. Slík fastmótuð útfærsla býður upp á þá hættu, að verkið verði rúið andstæðum og að hvergi sé vikið frá eða farið út í „aðra sálma" efnislega, fyrir bragðið til- breytingalaust, sem sérlega er hætt við í jafn löngu verki sem þessu. Verkið í heild er mjög vel unnið, þrangið alvöra og festu en ýmsir þættir þess þó helst til einlit- ir og þétt úrvinnsla, oft á tíðum byggð á stuttum tónmyndum, ein- um of samstæð. Leikur Blásara- kvintetts Reykjavíkur var mjög sannfærandi. SKIIAR ÞÚ Claudia Dallinger Siegfried Köhler tmnauaium Á seinni hluta tónleikanna vora flutt verk, samin fyrir tvöfaldan blásarakvintett og þá bættust Quintessence frá Svíþjóð í hópinn. Lied et Scherso, eftir Florent Schmitt, er fallega unnið verk. Schmitt (1870-1958), franskt tónskáld, var nemandi Massenets og Faure og handhafi Rómarverð- launanna árið 1900. Eftir hann liggja ballettverk, m.a. „Sorgar- leikurinn um Salóme“, sinfóníur, kammerverk og sönglög. í þessu verki er leiðandi homrödd, sem Joseph Ognibene flutti mjög vel og í heild var leikur félaganna mjög góður. Dixtuor eftir Enescu er ekki sérlega spennandi verk en vel unn- ið, svo sem eins og verkið eftir Nýtt úr notuðu! Blásarakvintett Reykjavíkur og Quintessence-blásarakvintettinn frá Svíþjóð á æfingu. Schmitt. Leikur kvintettanna bar þess nokkuð merki, hversu „intón- un“ þessara tveggja leikhópa er ólík og kom þetta ójafnvægi hvað mest fram í sterkum leik. Þetta á einnig við um þijú hergöngulög fyrir píanó, eftir Schubert, en umskrift verkanná var gjörð af Jean Fran?aix. Allt var þetta ágætlega flutt en því verður ekki breytt, að tvöfaldur blásarakvint- ett hljómar í fullri skipan nokkuð klossaður, rétt eins og þegar leik- ið er á tvö píanó. Umbúðir á eftirfarandi lista eru í umsjá Endurvinnslunnar hf.: Áldósir 33 tl og 50 cl. Einnota plastdósir 33 cl. Einnota plastflöskur 50 cl * 2 lítra. Einnota glerflöskur fyrir öl og gosdrykki. Margnota ölflöskur (bjórflöskur). Áfengisflöskur. Á allar ofangreindar umbúðir er lagt 6 kr. skilagjald sem er endurgreitt við móttöku í Endurvinnslunni hf. eða hjá umboðsaðUum um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.