Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 39 ÍÞriMR FOI_K ■ ERIC Cantona varð ekki við ósk Sheffield Wednesday um að æfa í viku til viðbótar með liðinu og fór heim til Frakklands í fússi í gær eftir þijá daga í Sheffield. Trevor Francis náði aðeins að sjá Frakkann á einni æfingu innanhúss og tveimur á gervigrasi, en sagði það ekki nóg. Cantona sagði að óskin væri niðurlægjandi og gaf því enska liðið upp á bátinn. ■ DAVID Batty meiddist í vin- áttuleik gegn Bayern MUnchen í vikunni, en verður með Leeds á Elland Road í dag, þegar Notts County kemur í heimsókn. ■ ANDREJ Kantsjelskis og Ry- an Gibbs koma á ný inní byijunar- lið Manchester United. ■ DAVID OLeary vonast til að geta leikið með Arsenal í dag, en hann meiddist í leiknum gegn Liverpool s.l. miðvikudagskvöld. Árið 1973 gerði hann samning við félagið og átti sér þá tvo drauma: Að vera hjá félaginu í 20 ár og ná að leika 700 leiki með liðinu. Árnin eru orðin 19 og leikirnir 699. ■ ANDERS Limpar verður sennilega í byijunarliði Arsenal, en hann kjálkabrotnaði 1. janúar s.l. og hefur ekki leikið síðan. ■ BRUCE Grobbelaar, sem er 34 ára, heldur áfram að ögra þeim, sem segja að hann sé útbrunninn. „Ég hef sagt það áður og segi enn og aftur að ég ætla að spila þar til ég verð fertugur — og það á meðal þeirra bestu," sagði markvörður Liverpool. ■ JAN Mölby segir að Liverpool gefi ekkert eftir í baráttunni um titilinn. „Við gefum ekki upp vonina nema við verður 10 stigum á eftir efsta liði, þegar þijár umferðir verða eftir, en sú staða getur ekki komið upp.“__________ ÚRSLIT UMFIM-UMFG 104:74 Iþróttahúsið í þljarðvík, íslandsmðtið í körfuknattleik, Japisdeildin, föstudaginn 31. janúar 1992. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 8:8, 17:11, 17:16, 20:16, 20:25, 34:25, 40:33, 52:39, 57:46, 68:58,73:63,86:69,99:69,104:74. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 19, Jóhannes Kristbjömsson 17, ísak Tómasson 15, Rondey Robinson 15, Sturla Örlygsson 15, Ástþór Ingason 8, Friðrik Ragnarsson 6, Kristinn Einarsson 4, Birgir Sigurðsson 3, Agnar Olsen 2. Stig UMFG: Joe Lewis Hurrst 28, Guð- mundur Bragason 14, Rúnar Ámason 8, Hjálmar Hallgrimsson 8, Bergur Hinriksson 6, Marel Guðlaugsson 4, Ingi Karl Ingólfs- son 2, Pálmar Sigurðsson 2, Atli Ámason 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Brynj- ar Þór Þorsteinsson sem vom slakir. Áhorfendur: Um 400. HANDKNATTLEIKUR Kæra Víkings vegna undanúrslitaleiks bikarkeppninnar gegn Val: Málid rannsakað frekar KÆRUMÁL Víkings gegn Val, sem var dómtekið að loknum munnlegum málflutningi á fimmtudag, var endurupptek- ið í gær, þar sem nauðsynlegt þótti að rannsaka það frekar. Dómarar leiksins, sem láðist að boða á fund dómsstólsins i fyrradag, voru nú kvaddir á fundinn og kom annar, en hinn átti ekki heimangegnt. Mættur dómari staðfesti að skrifleg skýrsla dómaranna, sem lá fyrir dómnum, væri rétt, greindi frá atriðunum, sem um er deiit, og svaraði spurningum, en síðan var málið dómtekið að nýju. Úr- skurðar er sem fyrr að vænta um helgina. Krafa Víkings er að þar sem reglur um leikhlé hafi verið brotnar skuli undanúrslitaleikur félaganna í bikarkeppni karla dæmdur ógildur og liðin skylduð til að leika að nýju. Valur krefst sýknu. Sigurgeir Sveinsson, annar dómara leiksins, staðfesti að skrif- leg skýrsla þeirra væri rétt, en áréttaði að þeir hefðu aldrei verið boðaðir á fundinn á fimmtudag. Hann sagði að dómaramir hefðu í samráði við Karl Jóhannsson, eftirlitsdómara, tilkynnt stutt hlé að loknum fyrri hluta fyrri fram- lengingar í umræddum leik. Síðan hefðu þeir gengið til búningsher- bergja, en eftir að hafa athugað reglurnar og séð að mistök hefðu átt sér stað, hefðu þeir flautað liðin inná leikvöllinn aftur. Sami háttur hefði verið hafður á í seinni framlengingunni, en þá hefðu dómararnir ekki gengið til bún- ingsherbergja. Fram kom að leikmenn Víkings gengu fyrst til búningsherbergja og spurði lögfræðingur Vals hvort þeim hefði verið veitt heimild til þess. Sigurgeir sagði að dómar- amir hefðu hvorki veitt Víkingi né Va! heimild til að ganga til búningsherbergja enda gerðu þeir það aldrei og hefðu ekki afskipti af gerðum leikmanna í hléum. Aðspui'ður um tímalengd hlé- anna sagði Sigurgeir að dómar- amir hefðu reynt að gæta sam- ræmis án þess að um nákvæma tímatöku hefði verið að ræða. Hann áieit að þijár til fjórar mín- útur hefðu liðið á milli hálfleikja, en treysti sér ekki til að segja nákvæmlega þar um og vildi ekk- ert fullyrða í því efni. Sigurgeir sagði að dómaramir hefðu treyst um of á aðra, ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað og þau væru alfarið sök vidkom- andi dómara. Að vitnaleiðslu lokinni var mál- ið dómtekið að nýju. Valgarður Sigurðsson, fomiaður Dómstóls HSÍ, sagði að endurupptekning málsins seinkaði ekki störfum dómstólsins og sem fyrr væri úr- skurðar að vænta um helgina. Brynjar Hardarson hefur hugsanlega leikið síðasta leikinn með Val. Brynjar ekki- meirameð? Bakmeiðsl setja strik í reikninginn BRYNJAR Harðarson segir að hann hafi jafnvel leikið síðasta handknattleiksleik sinn með Val. Meiðsl í baki tóku sig upp í leiknum gegn Fram s.l. miðvikudagskvöld og sagði Brynjar að afltaugin hefði skemmst — klemmst eða marist. „Ég veit ekki 4 hvað þetta þýðir,“ sagði Brynjar við Morgunblaðið í gær skömmu eftir að hann fékk að fara heim af Borgarsprtalanum. „Það getur vel verið að ég hafi leikið síðasta leik minn, sem er ótímabært — ég ætlaði ekki að hætta fyrr en að loknu þessu keppnistima- bili!“ Brynjar var skorinn upp við bijósklosi í baki árið 1988 og aftur ári síðar. „í seinna skiptið var talið kraftaverki næst að ég gæti leikið handknattleik á ný. En endur- hæfingin gekk framar vonum og ég náði mér á strik á ný. Hins veg- ar gerðist ekkert sérstakt í leiknum á miðvikudagskvöldið. Ég fékk mjög kvalarfullan verk eins og þeg- ar um bijósklos er að ræða og gat ekki lokið leiknum." Hann fór á Borgarspítalann um kvöldið og var þá mænudeyfður. Rannsókn leiddi í Ijós að ekki var um bijósklos að ræða og sagði Brynjar að það hefði verið lán í óláni. Skurðaðgerð var því ekki framkvæmd og fékk hann að fara heim í gær. Brynjar sagðist vera mjög aumur og eiga erfitt með gang. „Ég veit ekki hvað ég á lengi í þessu, en ég verð ekki með í hand- boltanum á næstunni." Valsmenn í vandræöum Brynjar er þriðji leikmaður Vals, sem meiðist alvarlega á yfirstand- andi keppnistímabili. Jakob Sig- urðsson, fyrirliði, meiddist í haust, en er rétt að ná sér og er nýbyijað- ur að æfa með liðinu. Hann segist finna fyrir framförum, en Þorbjöm Jensson, þjálfari, gerir ekki ráð fyr- ir honum fyrr en í úrslitakeppninnif- Júlíus Gunnarsson verður ekki meira með á tímabilinu. Hann sleit krossbönd í hné fyrir skömmu og verður skorinn upp í næstu viku. Sveinn Sigurfinnsson missti af síðasta leik vegna meiðsla og Valur Arnarson var veikur, en þeir verða báðir með gegn KA í dag. KORFUKNATTLEIKUR / JAPISDEILDIN KNATTSPYRNA Njarðvíkingar sterkir í „Ljónagryfjunni“ NJARÐVÍKINGAR unnu öruggan sigur gegn nágrönnum sínum frá Grindavík í “Ljónagryfjunni“ í Njarövík í gærkvöldi og gerðu þar með vonir Grindvíkinga um að komast í úrslitakeppnina nánast að engu. Lokatölur leiksins urðu 104:74 og sprungu Grindvíkingar á lokamínútunum, en Njarðvíkingar skoruðu 25 stig á síðustu fimm mínútunum. í hálfleik var staðan 52:39. Gunnar Þorvarðarson þjálfari Grindvíkinga og fyrrum leik- maður Njarðvíkinga var ekki alls kostar sáttur við gjöm dómgæsluna sem í Blöndal mörgum tilfellum skrifarfrá hefði verið hæpin og Keflavik hefðu Njarðvíkingar oftar en ekki hagnast á mistökum dómaranna sem hann líkti við trúða. „Við eigum að vísu fræðilega mögu- leika á að komast í úrslitakeppnina en það er of langsótt til að gera sér nokkrar vonir. Njarðvíkingar eru með geysilega sterkt lið, það fengum við að finna, og þeir voru vel að sigrinum komnir. Okkur fat- aðist flugið seinni hluta fyrri hálf- leiks og þá náðu Njarðvíkingar góðu forskoti sem okkur tókst aldrei að vinna upp. Undir lokin fór svo allt úr böndunum og þeir rúlluðu ein- faldlega yfir okkur.“ Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu þar sem hvergi var gefið eftir. Fjölmenni var í „Ljónagryfj- unni“ og létu stuðningsmenn beggja liða sitt ekki eftir liggja. Jafnræði var með liðunum fram undir miðjan fyrri hálfleik, en þá náðu Njarðvíkingar afgerandi for- skoti sem þeir síðan létu aldrei af hendi. Grindvíkingar reyndu allt hvað þeir gátu til að vinna forskot Njarðvíkinga upp, en allt kom fyrir ekki og síðustu mínúturnar voru þeir hreinlega spilaðir sundur og saman. Allir leikmenn Njarðvíkur komu við sögu í leiknum og athyglisvert er hversu jafnt stigin skiptast. Jó- hannes Kristbjörnsson lék nú sinn besta leik í vetur og eins komst Sturla Örlygsson vel frá sínu. ísak Tómasson, Teitur Örlygsson og Rondey Robinson voru þó bestir. Hjá Grindvíkingum skorti breiddina að þessu sinni og voru þeir Guð- mundur Bragson og Joe Lewis Hurst þeirra bestu menn. Teitur Örlygsson lék vel með Njarðvíkingum í gærkvöldi. Dýrkeyptir áhorfendur Aganefnd UEFA tekur æ harðar á brotum áhorfenda á leikjum í Evrópukeppni og kemur það í hlut viðkomandi félaga að greiað sektirn- ar. Í gær var fimm aðilum gert að greiða háar upphæðir og Ilja Naj- doski, fyrirliði Rauðu stjörnunnar, fékk fimm leikja bann, en Johnny Bosman, Anderlecht, þriggja leikja bann fyrir framkomuna í leik liðanna. Benfica þarf að borga um 3,9 millj. ÍSK vegna þess að áhorfandi kastaði málmhlut í annan línuvörðinn í Evrópuleik gegn Barcelona í síðasta mánuði. Gríska knattspyrnusam- bandið verður um 1,950 millj. ÍSK fátækari vegna þess að leikmaður Hollands og annar línuvöi'ðurinn fengu flugelda í sig í Evrópuleik þjóð- anna. Danska liðið BK1903 og griska liðið AEK vei'ða að greiða um 1,170 millj. ÍSK hvort um sig vegna áhorf- enda, sem skutu upp flugeldum á heimaleikjum félaganna. AEK lék gegn Tórínó, sem var sektað um 830 þús. ÍSK vegna óviðunandi skipulags og framkomu áhorfenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.