Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 Olöf Gísladóttir Gröf - Minning Fædd 19. febrúar 1894 Dáinn 24. janúar 1992 Amma mín, Ólöf Gísladóttir frá Gröf í Skaftártungu, er látin. Frá Grafarkirkju verður útför hennar gerð í dag. Fáein orð vil ég setja hér á blað, því hún var mér kær, — þá er ég _þurfti mest á að halda í uppvexti. Verkin sem hún vann var minn skóli. Eg man t.a.m. er ég ungur að árum fór til ijalla í leitirnar, árla dags, kannske kl. 5 eða 6, þá var hún ævinlega komin ofan til þess að fylgjast með drengnum, útbúa nestið og taka til sokkaplöggin. Allt varð að vera eins og best varð á kosið er í leitirnar skyldi halda. Slík var umhyggjan og aðhlynning- in. Sama er hvar borið er niður í lífs- hlaup hennar ömmu, hún var sífellt vakandi yfir velferð manna og dýra. Hvernig hún annaðist húsdýrin sín var skóli út af fyrir sig, er ég óska a-ð ég hefði getað tileinkað mér. Þar var nærfærnin og góðvildin í fyrirrúmi. Margt fleira kemur upp í hug- ann, en flest af því er svo persónu- legt að eigi verður borið á torg. Minningin um góða og um- hyggjusama ömmu er mér dýrmæt, því kveð ég hana með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina. í ljóðinu er sonur hennar, Gísli Jóhannesson, orti er eiginlega allt sem ég segja vildi, er ieiðir skilja um stund: Kulsælt varð mér löngum að kafa snjóinn hvíta, __ í kinn og hendur sveið mig og stundum nefbroddinn, en aldrei brást mér ylurinn inn til þín að líta. Amma, það var gott, þegar næddi um drenginn þinn. (Vestur-skaftfellsk Ijóð.) Dóri, Ytri-Ásum. Ó, Jesús bróðir besti, og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína, á bamæskuna mína. (Sálmur.) Hún elsku amma er dáin. Við systurnar viljum þakka henni fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum með henni. Hún amma kenndi okkur margt sem við búum alitaf að. Alltaf var gott að leita til hennar ömmu ef eitthvað bjátaði á því alltaf var tími til fyrir okkur. Ófáar eru stundirnar sem fóru í að kenna okkur kvæði, bænir og segja okkur sögur, þá helst frá því þegar hún var lítil stelpa og eins frá öllum dýrunum sem hún tók ástfóstri við því hún var mikill dýravinur. Já, hún amma var sannur vinur í raun. Við vitum að hún heldur á/ram að vera með okkur, við biðj- um guð að taka á móti henni. Megi minningin um hana ömmu lifa. Gulla og Ólöf Ragna. Flestum er sú spurning ofarlega í huga, hvernig við erum og hveijir hafi haft áhrif á okkur og mótað. Ólöf Gísladóttir í Gröf í Skaftár- tungu hafði mikil og góð áhrif á okkur systkinin. Það byijaði þegar faðir okkar, Vigfús Árnason, fór í sveit til þeirra Ölafar og Jóhannes- ar. Þau tóku þannig á móti honum að hann leit alltaf á Gröf sem sitt annað heimili og varð eins og einn af systkinahópnum. Það var okkar gæfa að svona sterkt samband skapaðist á milli Ólafar og pabba. Okkur fannst svo gaman að sjá þau hittast eftir langan eða stuttan að- skilnað, væntumþykjan og virðingin sem þau sýndu hvort öðru var svo einlæg. Af því gátum við lært að virðing gagnvart mannfólkinu er það sem skiptir máli í lífinu. Öll höfum við systkinin dvalið í Gröf um lengri eða skemmri tíma og eigum þaðan ógleymanlegar minningar. Það gat verið gott að sitja inní herbergi hjá Ólöfu, þar ríkti sú ró sem við öll sækjumst eftir að finna. Það var okkur alltaf mikil tii- hlökkun, þegar Ólöf kom til Reykja- víkur. Þá dvaldi hún hjá börnum sínum til skiptis og biðum við með eftirvæntingu að hún kæmi til okk- ar. Og það voru ánægjulegir og góðir dagar. Margs er að minnast og eru allar minningar okkar, sem tengjast Ólöfu, góðar og hlýjar. Þess vegna var hún sú kona, sem við völdum til að vera amma okkar án þess að um væri talað og öll höfum við mótast af dvöl okkar hjá fólkinu í Gröf, þar sem gestrisni og vinátta var til handa öllum. Vonandi berum við gæfu til að rækta vináttu og virðingu fyrir mannfólkinu, það var eitt af svo mörgu sem hún kenndi okkur. Við vitum að elsku Ólöf er vel búin því veganesti sem þarf til langferðar. Við sendum öllum ættingjum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gyða Vigfúsdóttir, Greta Vigfúsdóttir, Árni Guðjón Vigfússon. í dag verður til moldar borin frá Grafarkirkju í Skaftártungu Ólöf Gísladóttir fyrrum húsmóðir í Gröf. Ólöf fæddist í Gröf í Skaftár- tungu 18. febrúar 1894, en andað- ist að Heiðarbæ, Kirkjubæjar- klaustri, 24. janúar sl. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Gíslason, fæddur 7. júní 1848 í Gröf, dáinn þar 8. mars 1921 og Þuríður Eiríksdóttir, fædd í Hlíð 26. janúar 1851, dáin í Gröf 25. september 1928. Foreldrar Þuríðar voru hjónin Eiríkur, f. 1808, Jónsson bóndi í Hlíð í Skaftártungu og Sigríður dóttir hins landskunna læknis og náttúrufræðings Sveins Pálssonar í Vík, en kona hans var Þórunn Bjarnadóttir landlæknis Pálssonar og Rannveigar Skúladóttur land- fógeta Magnússonar. Dr. Jón Þorkelsson kallaði Sig- ríði, „... ágæta konu og skörung mikinn", en Ragnhildur móðir Ei- ríks „kvenval mikið“. Hlíðarheimilið var orðlagt fyrir rausn og myndarskap og á þessu heimili ólst upp Þuríður, seinna húsmóðir í Gröf. Foreldar Gísla, föður Ólafar, voru hjónin Gísli Jónsson bóndi í Gröf, f. 1810, og Kristín Símonardóttir, en hún var seinni kona hans. Dótt- ir Gísla af fyrra hjónabandi var Ragnhiidur kona sr. Kjartans Jóns- sonar í Skógum. Gísli og Kristín gengu í hjóna- band 7. september 1847, en sambúð þeirra varð ekki löng því hann and- aðist 16. janúar 1848 og gekk hún þá með Gísla föður Ólafar. Gísli var sonur Jóns, f. 1775 í Eystridal, hreppstjóra, bóndaí Geir- landi og í Hlíð, Jónssonar, en Ragn- hildur Gísladóttir í Hlíð var kona Jóns. Bræður Gísla voru Eiríkur í Hlíð og Þorlákur, f. 1824, en Þorlákur var seinni maður Kristínar í Gröf, þau giftust 1850. Þorlákur varð úti á Fjallabaksleið, ásamt fleirum í októbr 1868. Bjó Kristín í Gröf þar til Gísli sonur hennar tók við búi 1892, en hann hafði verið um skeið fyrirvinna móður sinnar. 1. júní 1885 gekk Gísli að eiga frændkonu sína, Þuríði Eiríksdóttur í Hlíð og tóku þau við búi af Kristínu 1892. Bjuggu þar myndar og rausnar búi í Gröf, meðan Gísli lifði og voru höfðingar heim að sækja. Á þessu myndarheimili, mitt í hinni fögru og búsældarlegu sveit, Skaftár- tungunni, ólst Ölöf upp ásamt Sig- ríði systur sinni, er seinna varð húsmóðir í Skalmabæ í Álftaveri. Sagt er að Ólöf hafi aldrei dvalið langdvölum frá Grafarheimilinu og þar hafði hún haldið öll sín jól, uns hún flutti að Heiðarbæ. Ólöf var greind kona og heyrði ég kennara segja, sem kenndi henni í æsku, að hún hafi verið góður nemandi. 4. desember 1914 gekk hún að eiga Jóhannes, skósmið, Árnasonar, f. að Undirhrauni (Melhól) í Meðal- landi 24. ágúst 1881. Þau voru fyrst í vinnumennsku og húsmennsku í Gröf, en að Gísli látnum 1921 tóku þau við jörðinni og bjuggu þar til dánardægurs Jóhannesar 22. ágúst 1958. Bjó Ólöf þar um nokkurra ára skeið þar til Ólafur Björnsson og Steinunn Guðjónsdóttir kona hans tóku við jörðinni. Þegar Ólöf hafði tekið við búrlyklunum og sest í húsmóðursessinn í Gröf hélt hún uppi hinni kunnu reisn mæðra sinna og fagnaði gestum með fornri skaftfellskri rausn og höfðingsskap og var maður hennar samhentur í því. Þótt tímar séu breyttir þá hafa ungu hjónin í Gröf ekki látið merk- ið síga. Þeim Ólöfu og Jóhannesi varð 6 barna auðið í hjónabandi sínu og eru tvö þeirra dáin, Gísli og Sigur- laug. Gísli Kjartan, f. 1915, Þuríður Ragna, f. 1916, hún er móðir Ólafs núverandi Grafarbónda. Árni, f. 1918, kvæntur Helgu Ingimundar- dóttur, Sigursveinn, f. 1920, kona Guðrún Guðlaugsdóttir, Sigurlaug, f. 1923, maður hennar Kjartan Auðunsson, Sveinn Páll, f. 1929, kvæntur Maríu Soffíu Kristinsdótt- ur. Ólöf á marga mannvænlega af- komendur sem munu geyma minn- ingu hinnar göfuglyndu ömmu og langömmu um langan aldur. Ólöf var trúuð og hjálpfús kona og mað- ur fann yl hjartahlýjunnar í návist hennar. Eg vil að lokum gera að mínum orðum það sem dr. Jón Þorkelsson sagði um Ragnhildi formóður henn- ar. IIún var „kvenval mikið“. Ég votta öllum aðstandendum hennar mínar dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Ingimundur Stefánsson. Mig langar fyrir hönd bræðr- anna, eiginkvenna og barna að minnast hennar ömmu í Gröf í nokkrum orðum en hún verður jarðsungin í dag frá Grafarkirkju. Amma fæddist á góudaginn árið 1894 og hélt hann alltaf hátíðlegan sem sinn afmælisdag, þrátt fyrir að daginn beri ekki upp á sama mánaðardag á hveiju ári. Amma var dóttir Gísla og Þuríð- ar í Gröf, þar fædd og upp alin og bjó þar allan sinn búskap ásamt Jóhannesi Árnasyni sem lést árið 1958. Þau eignuðust 6 börn, Gísla (nú látinn), Þuríði, Árna, Sigur- svejn, Sigurlaugu (nú látin) og Pál. Ég kom fyrst að Gröf á fyrsta aldursári og var þar í sveit frá fjög- urra ára aldri til 15 ára aldurs. Að vera alinn upp að hluta til upp í holunni hjá ömmu var gott og alltaf var leitað þangað ef vanda- mál komu upp, stór eða smá sem leita þurfti úrlausnar á. Oft koma upp í huga mér atvik frá þeim tíma að ég var í sveitinni hjá ömmu í Gröf og er ég viss um að allir sem þekktu hana hugsa með hlýhug til hennar á þessum tímamótum. Amma tók við rekstri búsins af .afa þegar hann féll frá og voru synir hennar, Addi og Sveinn, í Gröf fram undir árið 1970. Ólafur sonur Þuríðar hóf búskap þar upp úr 1967 og var amma hjá Óla og henni Steinu allt þar til hún fór austur að Heiðarbæ árið 1989. Amma var ákaflega raunsæ og seinþreytt til vandræða. Hún var •mjög glaðlynd og hafði einatt góð áhrif á umhverfið, enda var oftast sest inn til ömmu þegar kvölda tók. Hún hafði gaman af því að segja okkur sögur af liðnum tíma og er í raun synd að maður skuli ekki muna öll þau skemmtilegu atvik sem hún hafði frá að segja. Að lifa í tæp 100 ár hlýtur að vera stórbrotinn tími og átti ég oft erfitt með að skilja frásagnir ömmu xá yngri árum. Ekki fór mikið fyrir því að hún ferðaðist víða því hún komst aldrei lengra vestur um land en til Reykjavíkur og kom þangað í fyrsta sinn árið 1945 og austast fór hún að Kvískeijum árið 1974, árið sem brúað var austur á Sandi. Amma tók nú öllu tækniframför- unum með ró og fannst oft og tíðum ekki mikið til þeirra koma, ekki síst þegar karlarnir fóru fyrst til tungls- ins, settu gat á himininn og úr varð mesta rigningasumar sem hún mundi, allavega það sumarið. Henni þótti erfitt að ferðast í bílum, sérstaklega til Reykjavíkur og bar alltaf við bölvaðri bílveiki, en einu sinni þegar Dóri skutlaði henni austur á rúmum 3 tímum fann hún bara ekki fyrir ferðinni. Ömmu var ákaflega annt um allan bústofninn og fóru Dimma, Rauðka, Sokki, Tryggur, Dúmbó og Kvikk heldur ekki varhluta af því, en ég man það að henni þótti ekki um að kettir væru inni í húsum heldur voru þeir meira eða minna villtir úti. Eyrir nokkrum árum eftir að hún hét því að venja ekki inná sig annan hund, gerðist það að köttur einn skaust inn í hús og hreiðraði um sig í holunni hjá ömmu. Þessum ketti varð ekki vísað á dyr heldur gætti að ömmu og amma að honum þar til hún fór á Klaustur að Heið- arbæ. Það var ákaflega gaman að koma til hennar á Klaustri og finna þann hlýhug sem þar ríkir. Amma gat verið meinstríðin og lengi vel eftir að hún kom á Klaustur stríddi hún henni mömmu á því að hafa komið sér þangað austur, en í raun leið henni þar vel og erum við öll þakk- lát fyrir þær stundir sem við áttum með henni þar. Það er enginn eilífur en við erum öll þakklát fyrir að hafa mátt lifa svo mörg ár með henni ömmu í Gröf. Þura, Addi, Sveinn og pabbi, ættmenni og fjölskyldur, -samúðar- kveðjur sendum við til ykkar allra og munum við öll eiga eftir að minn- ast ömmu um ókomin ár. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Jóhannes Pálsson. Ólöf fæddist í Gröf í Skaftártung- um. Foreldrar hennar voru þau merku hjón Þuríður Eiríksdóttir og Gísli Gíslason. Var hún hjá foreldr- um sínum í Gröf til 1914, en þá giftist hún Jóhannesi Árnasyni, sem var vinnumaður í Gröf. Þau voru í vinnumennsku til 1919, en síðan í húsmennsku til 1921. Það ár tóku þau alfarið við búskapnum í Gröf. Bjuggu þau þar síðan alla tíð, eða þar til Jóhannes féll frá 22. ágúst 1958. Eftir fráfall eiginmannsins bjó Ólöf með börnum sínum í Gröf, meðan kraftar entust. Þeim varð sex barna auðið og komust þau öll til fullorðinsára. Tvö þeirra dóu á besta aldri og var það þungt áfall fyrir Ólöfu, þótt hún léti ekki mikið á því bera. Ég átti því láni að fagna að eiga þessa góðu konu að tryggum vini alla tíð. Við vorum nágrannar í 44 ár og eftir að ég fluttist úr sveit- inni hélt okkar vinskapur áfram. Hún var afskaplega barngóð, enda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.