Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1992
29
Johan Elías Martin
Weihe - Minning
Fæddur 11. nóvember 1913
Dáinn 11. janúar 1992
Okkur langar að minnst elskulegs
afa okkar Johans Elías Martins Wei-
he, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja þann 11. janúar sl. Afi fæddist
11. nóvember 1913 í Porkeri á Suðu-
rey í Færeyjum. Hann fór til sjós
aðeins 14 ára gamall á skútu sem
fiskaði við Grænland. Til Vest-
mannaeyja kom afi fyrst árið 1935,
þá var hann háseti á skútu og þurfti
að fara í land til að taka vistir og
olíu. Afi kom svo af og til til Vest-
mannaeyja á árunum 1935-1940, og
á þessum árum kynntist afi ömmu
okkar. Hún hét Guðlín Guðný Guð-
jónsdóttir frá Framnesi í Eyjum.
Árið 1944, 27. maí, gengu þau í
hjónaband í Eyjum. Afi og amma
eignuðust tvö börn, pabba okkar
Guðjón Weihe og Jóhönnu Helenu
Weihe. Einnig ólu þau upp bróðurson
ömmu, Kjartan Sigurðsson. Þau áttu
heima í Framnesi í Eyjum meðan
bæði lifðu. Ömmu missti afi 19. maí
1970, voru það erfiðir tímar fyrir
hann. Afi var alla tíð léttur og
skemmtilegur og þægilegur í um-
gengni, hann hvorki drakk vín né
notaði tóbak. Þegar við vorum yngri
fannst okkur íslenskan hans afa svo-
lítið skrýtin, samt talaði hann góða
íslensku en það bar á erlendum fram-
burði hér og þar. Við báðum hann
oft að segja hin og þessi orð sem
við vissum að hann átti erfitt með
að bera fram. Þá var afi vanur að
brosa og var þegar tilbúinn í leikinn,
hann hafði ekki síður gaman af þessu
en við. Afi var mikill göngugaipur
og skildi ekki letina í okkur þegar
við báðum um að okkur yrði ekið á
íþróttaæfingar. Hann sagði okkur
að hann hefði oft þurft að ganga á
milli þorpa í Færeyjum og var stund-
um yfir fjöll að fara. Víst þótti okkur
hann vera duglegur að ganga, en við
skildum það fyrst þegar við komum
til Færeyja sjálf, að það var ekkert
skrýtið þó að hann hefði svona mik-
ið þrek. Því í Færeyjum eru enda-
lausar brekkur hvert sem litið er og
hreint stórkostlegt landslag. Föst
regla var það hjá afa að ganga vest-
ur á hamar í heimsókn til okkar, var
þá oft slegið á létta strengi eða horft
á ensku knattspyrnuna en afi var
mikili fótbolta áhugamaður, síðan
var farið í bílnum og keyptur ís og
ekið um eyjuna. Afi vann í Vinnslu-
stöð Vestmannaeyja og þangað fór-
um við oft til hans, gaf hann sér þá
góðan tíma til að spjalla við okkur.
Afi veiktist 17. september 1985.
Það var mikið áfall fyrir hann ekki
síst andlega því hann yar ótrúlega
vel á sig kominn, margur ungur
maðurinn hefði verið upp með sér
af þeim líkamsburðum sem hann
hafði á áttræðisaldri. Hann munaði
ekkeit um að taka sinn sementspoka
undir hvora hönd og ganga með þá
upp tröppurnar í Framnesi. yið vinnu
var hann ekkert farinn að gefa eftir,
hann var alltaf efstur eða með efstu
mönnum í akkorði í aðgerð á fiski.
Eftir að hann veiktist kom hann
hingað til Reykjavíkur til að fara á
Grensásdeildina og í endurhæfingu
á Reykjalundi, þá heimsóttum við
hann þegar við gátum, honum þótti
vænt um að við reyndum að stytta
honum stundimar. Síðar komst hann
á Dvalarheimili aldraðra, Hraunbúð-
ir, í Eyjum. Þar tók hann gleði sína
aftur til fulls. Þar hafði hann eitt-
hvað að starfa, hann var í föndri og
gerði marga fallega muni bæði saum-
aði og málaði. Hann var stoltur þeg-
ar hann sýndi okkur þessa muni þeg-
ar við komum í heimsókn til Eyja.
Hann sagði að hann hefði nú ekki
getað gert svona mikið nema að því
að Haukur bróðir okkar hefði verið
dijúgur við að koma til sín þegar
hann var í föndrinu. Hann hefði iðu-
lega komið þegar hann var á leið
heim úr skólanum og saumað fyrir
Minning:
Páll Sigurðsson
Okkur langar að minnast Páls
Sigurðssonar eða Palla eins og við
kölluðum hann.
Palli var okkur mjög kær vinur.
Við kynntumst honum eftir að við
vorum búin að búa í 2 ár í Keflavík
fyrir 8 árum. Þá var hann á fullu í
hestamennsku, sem var hans líf og
yndi alla hans tíð. Við komum að
norðan og áttum 2 hesta og gátum
við fengið að hafa þá hjá honum.
Hann hugsaði um þá alveg eins og
eigin hesta. Upp frá því byijuðu
okkar góðu kynni af Palla.
Við fórum mjög.gjarnan í útreið-
artúra saman, þó helst við systurn-
ar, og lærðum mikið af honum því
hann var þrautlærður í öllu sem kom
hestum við. Það líður okkur seint
úr minni. Höfðum við mikla ánægju
af að umgangast hann því hann var
svo hlýr og skemmtilegur og alltaf
til í að hjálpa öðrum. Börnin okkar
hændust fljótt að honum því hann
var þeim svo góður og heitir líka
eitt þeirra í höfuðið á honum.
Við áttum erfitt með að trúa því
þegar hann féll frá því hann var
alltaf hress og ungur í anda. Við
viljum þakka Palla okkar góðar sam-
verustundir og allan . þann! hlýhug
sem hann sýndi okkur.
Megi Páll hvíla í friði og Guð
varðveiti hann.
Við sendum Grétari og Hellí og
öðrum ástvinum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
„Þér kæri sendi kveðju með kvöldstjömunni
blá.
Það hjarta sem þú átt, en
sem er svo langt þér frá.
Þar mætast okkar augu,
þótt ei oftar sjáumst hér.
Og guð minn ávallt gæti þín,
og gleymi aldrei þér.“
Dalrós, Dagný og Hjörtur.
Þau síðustu þijú ár sem hann
Páll dvaldi hér á meðal okkar leigði
ég herbergi hjá honum, og langar
mig því að minnast hans dálítið.
Eins og flestir vita sem hann þekktu
hafði hann ódrepandi áhuga fyrir
hestum. Oft kom það fyrir að ég
spurði hann um hestana og önnur
dýr, og varð mér það ljóst að hann
hafði gífurlega innsýn í dýra- og
mannlífið, að ég notfærði mér það
oft að hafa hann að leiðarljósi, ég
spurði bara.
Það sem er mér minnisstæðast í
liðna lífi Páls, er hversu lífsglaður
og ágjarnslaus maður hann var. Lífs-
gleði hans var svo mikil að þrátt
fyrir veikindi sín hélt lífið áfram hjá
honum, og sinnti hann hestunum
sínum sem skyldi, þó það hafi oft
verið honum líkamlega erfítt. Veik-
indi hans voru orðin nokkuð mikil,
þegar ég kom fyrst til hans og voru
þau því stundum rædd, og oftast
nær var það í léttum dúr hjá honum.
Minnist ég þess sem inér fannst
reyndar mjög fyndið, er hann sagði
eitt sinn brosandi: Eg dett nú stund-
um niður nærri dauður og er svo
sig það sem hann hefði átt erfiðast
með, en það væru dökku litirnir, svo
kæmi hann líka til sín með pabba
sínum og mömmu á kvöldin.
Við fundum að hann var mjög
ánægður á Hraunbúðum, enda sagði
hann oft að hvergi annars staðar
vildi hann vera og vænt þótti honum
um starfsfólkið þar. Þegar þreytan
fór að gera vart við sig sagði hann:
„Jæja, nú er best að fara að koma
sér heim.“ Hann leit á Hraunbúðir
sem heimili sitt, það hefði hann ekki
gert ef honum hefði ekki líkað þar.
Já, þökk sé starfsfólkinu á Hraun-
búðum. Það á þakkir skildar fyrir
umönnunina og nærgætnina.
Afi naut þess vel þegar barnabörn-
in, Bjarki og Erla, komu í heimsókn
því að þau hændust að honum og
þau þurftu að segja honum svo ótal
margt úr Reykjavík. Á síðustu jólum
hjálpaði Erla litla honum að taka upp
jólapakkana, hafði afi mikið gaman
að þegar hún tætti pappírinn utan
af pökkunum til að sjá sem fyrst
hvað þeir hefðu að geyma.
Við minnumst ástkæra afa með
söknuði, en við vitum að honum líður
vel núna. Hann og amma eru aftur
saman umvafin kærleika Guðs.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þeiri tregatárin strið.
(V. Briem)
Jóhanna Guðný og Hrafnhild-
ur Bára Guðjónsdætur.
Okkur langar að kveðja elsku
langafa okkar sem farinn er til Guðs.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber,
guð í alheims geimi,
guð í sjálfum þér.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrimur Pétursson)
Við viljum þakka langafa allar
ánægjustundirnar. sem við áttum
saman. Við biðjum algóðan guð að
geyma langafa.
Erla Hrönn og Bjarki.
fluttur á sjúkrahús, það er helvítis
kransæðastíflan.
Einu sinni kom það fyrir að ég
sat hjá honum í einu hjartakastinu
sem hann fékk, við að koma stóð-
hesti inn í hesthúsið sitt, og vildi ég
þá fá læknir til hans en hann þver-
tók fyrir það, og sagði á þessa leið,
maður verður bara að vera rólegur
á meðan þetta gengur yfir, það má
alls ekki æsa sig upp, þá er maður
bara farinn.
Að lokum vil ég minnast orða sem
hann sagði sem tengjast ágjarns-
leysinu, en ég var svo heppinn að
njóta góðs af því hjá honum, þegar
ég spurði hann hvað herbergisleigan
ætti að kosta á mánuði, þá sagði sá
gamli góði: Það má ekki hafa leig-
una of dýra fólk verður að gefa lifað.
Smári Ragnarsson.
Kveðjuorð:
Freyr Bergsteinsson
Þeir týna óðum tölunni er muna
tímana tvenna. Fallinn er í valinn
einn af þessum hæglátu mönnum
er gekk hægt um gleðinnar dyr,
maður reynslunnar.
Hann gekk út í lífið fullur bjart-
sýni, tilbúinn sem ungur maður að
takast á við hið ókornna. Árin liðu
eitt og eitt og hann var ekki orðinn
fertugur þegar óhamingjan dundi
yfir og hann hóf sitt veikindastríð.
Hann tapaði í þeirri baráttu. Fram-
tíðaráætlanir urðu að engu á einni
nóttu.
Hann varð óvinnufær og sá fram
á það að geta aldrei unnið meir.
Það hlýtur að hafa verið köld kveðja
í blóma lífsins a_ð vera kippt út úr
leik og starfi. Árin liðu. En með
óbilandi kjarki tók hann því sem
að höndum bar. Eg kynntist Frey
fyrir fáeinum árum og varð dagleg-
ur gestur á heimili hans, þar sem
starf mitt er fólgið í því að aðstoða
þá er hjálpar eru þurfi. Margt var
skeggrætt og oft slegið á létta
strengi. Það var stutt í hláturinn
þrátt fyrir að hann gengi ekki heill
til skógar.
Hann gerði gott úr öllu og var
þakklátur fyrir það sem fyrir hann
var gert. Þær voru margar sjúkra-
húslegurnar hans nú þessa síðustu
mánuði. En það var ekki kvartað
heldur stöðugt haldið í vonina um
betri líðan og bjartari daga.
Ég dáðist að þessum skapgóða,
bjartsýna öldungi sem lét hveijum
degi nægja sína þjáningu. Nú er
erfiðri göngu lokið, hvíldin því kær-
komin, er kallið kom voru 80 ár
að baki. Ég mæti ekki lengur hressi-
lega andblænum er ég kem á Bugð-
ulækinn. Röddin hans er hjóðnuð
en minningin vakir.
Að leiðarlokum vil ég þakka stutt
en góð kynni. Ég fel vin minn Frey
í Föður umsjá, þess er öllu ræður.
Við lítum fram til þess tíma er orð
ritningarinnar rætast og þeir munu
vera fólk hans og Guð sjálfur mun
vera hjá þeim Guð þeirra. Og dauð-
inn mun ekki framar vera til, hvorki
harmur né vein né kvöl er framar
til. (Op. 21.1-4.)
Það er gott á erfiðum stundum
að staldra við. Leita til hans er eitt
sinn sagði komið til mín allir þér
sem erfiði og þunga eruð haldnir
og ég mun veita yður hvíld. Orð
ritningarinnar hljóma til okkar í dag
og veita huggun harmi gegn.
Ritningin og boðskapur hennar
stendur ávallt fyrir sínu. Boðskapur
hennar er markviss og mildur, leið-
arljós á langri göngu. Við lútum
höfði í þökk. Minnumst látins vin-
ar. Ég votta aðstandendum öllum
samúð mína. Bið ykkur blessunar
Guðs um ókomin ár.
Karl Vignir.
+
Þökkum af alhug alla þá vináttu og hlýju sem okkur var sýnd við
fráfall og útför móður minnar og tengdamóður,
KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Ægisíðu 86.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar.
Steinunn E. Jónsdóttir, Sigmundur M. Andrésson
og fjölskylda.
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
KARLOTTU MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR RIST,
Höfða II, Dýrafirði.
Þórarinn Sighvatsson,
Þóra Þórarinsdóttir,
Sighvatur Jón Þórarinsson,
tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR KARLSSON,
Arahólum 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. febrúar
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent ó Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra.
Friðrós Jóhannsdóttir.
Kári Halldórsson,
Áslaug Aðalsteinsdóttir,
Anna Káradóttir,
Halldór Kárason,
Friðrós Káradóttir,
Karl Halldórsson,
Valgerður Hróðmarsdóttir,
Halldór Arnar Karisson,
Fannar Örn Karlsson,
Orri Snær Karlsson.
Birting cifmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinuin á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.