Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 AFMÆLI Akumesingar í hátíðarskapi úar 1942. Eins og nærri má geta var hátíð- arbragur á fólki á Akranesi þennan dag og mætti mikill fjöldi þess til afmælishátíðarinnar, sem fram fór í hinum nýja og glæsilega sam- komusal Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Á afmælisárinu verður víða komið við í dagskrárhaldi á Skag- anum og ef áframhaldið verður líkt og byijunin má búast við að bæj- arbúar eigi eftir að eiga minni- stætt ár í vændum. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar á hátíðarfundi bæjarstjómar og þar sést á annari þeirra hluti þeirra 200 manna sem viðstaddir voru. Hin myndin sýnir bæjarstjórn Akraness á fundi við sama tæki- færi þar sem samþykktar voru tvær tillögur, sem lúta að frekari gróðurvemd og skógræktarátaki í bænum og stofnun heiðurslauna fyrir listamenn á Akranesi. - J.G. Mikill fjöldi var samankominn í tilefni afmælisins. Morgunbiaðið/J6n Gunniaugsson Akumesingar héldu það hátíð- Akraness kom saman til fyrsta legt sl. sunnudag að 50 ár fundar síns í kjölfar kaupstaðar- voru liðin frá því Bæjarstjórn réttinda sem bærinn hlaut 1. jan- Bæjarsljórn Akraness f.v. Benedikt Jónmundsson, Jón Hálfdánarson, Guðbjartur Hannesson, Ingvar Ingvarsson, Jón Pálmi Pálsson bæjar- ritari, Gísli Einarsson forseti bæjarstjórnar, Gísli Einarsson bæjar- stjóri, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Gissur Ágústsson, Oddný Valgeirs- dóttir og Hervar Gunnarsson. Jim Kerr og Patsy Kensit. BRÚÐKAUP Aðdáendur spilltu athöfninni Rokkarinn Jim Kerr, söngvari skosku hljómsveitarinnar Simple Minds, og enska leikkonan Patsy Kensit freistuðu þess að gifta sig í laumi í Lundúnum fyrir skömmu. Það tókst ekki betur til en svo, að 3-400 aðdáendur beggja fengu veður af áformunum og rudd- ust inn í litla kapellu þar sem at- höfnin átti að fara fram. Fór hópur- inn svo mikinn, að aflýsa varð brúð- kaupinu og brúðarvöndurinn var sleginn úr höndum Patsy! Hún flýtti sér snöktandi burt, en Kerr hitti blaðamenn að máli og hélt ró sinni. Hann sagði að það væru sér von- brigði að svona hefði farið, en þau hjónaleysin myndu koma sér saman um nýjan dag síðar. Kensit og Kerr hafa verið óað- skiljanleg síðustu 9 mánuðina, eða eftir að þau rákust hvort á annað fyrir ■ tilviljun í hótelanddyri í Madrid. Þau þekktust ekki fyrr en báru kennsl hvort á annað og kynntu sig því fyrir kurteisis sakir. Bæði reyna nú við hjónaband í ann- að sinn. Kerr var áður kvæntur Chrissie Hynde, sem er einnig rokk- tónlistarmaður og eiga þau saman 7 ára dóttur. Kensit var áður gift kappa að nafni Dan Donovan, sem einnig er í rokkinu, félagi í sveit- inni „Big Audio Dynamite“. Kensit segir að hún hafi séð mjög eftir Donovan, en hún dvaldi langtímum saman í Los Angeles vegna vinnu sinnar og þau hefðu „fjarlægst hvort annað“ af þeim sökum. D0RRAHLAÐB0RÐ Tríoiö Gylfaginning skemmtir. Hilmar Sverrisson ieikor fyrir dansi fram eftir nóttn. Borðapantanir í síma 17759. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.