Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 Niðursuðuverksmiðjan hf. á ísafirði; Kjarvalsstaðir: Ljóðasýning- Hannesar opnuð í dag SÝNING á fimmtán ljóðum eftir Hannes Sigfússon verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag, klukkan 17. Við opnunina les skáldið úr verk- um sínum. Fyrsta ljóðabók Hannesar, Dymbilvaka, kom út árið 1949, en nýjasta bók hans og sú sjö- unda, Jarðmunir, kom út á síð- asta ári og var tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Sýningin er fjórða ljóðasýning Rásar 1 og Kjarvalsstaða, en áður hafa sýnt ljóð sín þeir Jón úr Vör, Þórarinn Eldjárn og ísak Harðarson. Hannes Sigfússon sagði í sam- tali við Morgunblaðið að á sýn- ingunni yrðu fímmtán ljóð. „Þessi ljóð valdi Eysteinn Þorvaldsson úr öllum ljóðabókum, sem ég hef sent frá mér,“ sagði hann. „Ljóð- in eru sett upp á stór spjöld á veggjunum. Sjálfur hef ég aldrei áður tekið þátt í að sýna ljóð mín með þessum hætti og ekki séð hinar sýningamar, en mér er sagt að þessar sýningar veki töluverða athygli. Við opnunina ætla ég að lesa upp ljóð úr þrem- ur síðustu bókum mínum." Morgunblaðið/Sverrir Sýning á ljóðum Hannesar Sigfússonar verður opnuð á Kjarvals- stöðum í dag. I gær var unnið að uppsetningu sýningarinnar. Utanríkisráðherra: Einkaleyfisgjald á Aðalverktaka væri ekki samningsbrot JON Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur ekki að ríkið væri að brjóta samninga á meðeigendum sínum í íslenskum aðalverktökum, ef ákvörðun yrði um það tekin af stjórnvöldum að fyrirtækið skuli greiða ríkissjóði einkaleyfisgjald fyrir einkaleyfíð til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli það sem eftir lifir samningstímans sem Aðalverktak- ar hafa leyfið, eða næstu þrjú og hálft ár. Hann kveðst ekki hafa lát- ið skoða málið til hlítar, og því hafi hann ekki tekið endanlega afstöðu til spurningarinnar um sérstakt einkaleyfisgjald. „Það væri ekkert brot á samning- um ríkisins við meðeigendur sína í Aðalverktökum, Sameinaða verktaka og Regin hf. að setja sérstakt einka- leyfísgjald á Aðalverktaka. Út af fyrir sig kemur slíkt til álita. Hins vegar er rétt að geta þess, að sú breyting hefur orðið á, frá árinu 1988 að það hafa verið gerðar stífar arðkröfur til Aðalverktaka í heild. Þannig var það á árinu 1991, ef ég man þetta rétt, þá skiluðu þeir 400 milljónum króna í ríkissjóð,“ sagði Jón Baldvin símleiðis frá Prag í Tékkóslóvakíu sídegis í gær. Jón Baldvin sagði að arðgreiðslur Aðalverktaka í ríkissjóð hefðu aukist mjög á undanfömum árum, en hann sagðist ekki hafa nákvæmar tölur á hraðbergi, þar í Tékkóslóvakíu. Utanríkisráðherra sagði að þá vaknaði spurningin um hvort þar Sextíu manns sagt upp Bjartsýnn á að samningar náist við lánardrottna, segir tilsjónarmaður fyrirtæksins ÖLLUM starfsmönnum Niðurs- uðuverksmiðjunnar hf. á ísafirði, rúmlega sextíu talsins, var sagt upp í gær. Fyrirtækið, sem er stærsta rækjuverksmiðja á land- inu, hefur undanfarið verið í greiðslustöðvun og rennur hún út á þriðjudag í næstu viku. Skuldir verksmiðjunnar eru um 900 millj- ónir króna, en eignirnar ekki nema 110 milljónir. Tryggvi Agnarsson lögmaður, tilsjónarmaður fyrir- tækisins á greiðslustöðvunartím- anum, segist bjartsýnn á að lánar- drottnar þess samþykki skulda- skilasamninga, öðru nafni frjálsa nauðarsamninga, áður en greiðslu- stöðvunin rennur út, þannig að hægt verði að komast þjá því að fyrirtækið fari í gjaldþrot. Heildarsöluverðmæti útflutningsvöru Niðursuðuverksmiðjunnar er 600-800 milljónir króna á ári. Rekst- urinn hefur gengið erfiðlega á und- anfömum árum og fyrirtækið tapað tugum milljóna króna. Orsakimar eru, að sögn stjórnenda fyrirtækisins, meðal annars almennir erfiðleikar í rækjuiðnaðinum; hátt hráefnisverð, lækkandi afurðarverð, mikil skuld- setning og rangar fjárfestingar. Niðurstöðuverksmiðjan gat ekki stað- ið við greiðslu skulda í október og var í framhaldi af því sótt um greiðsl- ustöðvun.’ Tryggvi Agnarsson, tilsjónarmað- ur fyrirtækisins, segir að fari Niðurs- uðuverksmiðjan í gjaldþrot megi bú- ast við að verðmæti eigna hennar lækki verulega, meðal annars vegna þess að viðskiptasambönd myndu tapast, en verksmiðjan hefur selt rækju fyrir hundmð milljóna króna til stórfyrirtækja á borð við Aldi í Þýzkalandi. Almennir kröfuhafar myndu þá ekkert fá upp í kröfur sín- ar og aðeins hluti forgangskrafna yrði greiddur. Tryggvi segir að reikn- að hafi verið út á faglegan hátt hversu mikið Niðursuðuverksmiðjan geti greitt. Því sé síðan deilt á milli kröfuhafanna á sanngjaman hátt. Niðurstaðan er sú að þeim kröfuhöf- um, sem eiga tryggingu fyrir skuld- um sínum með veði í eignum fyrir- tækisins, er boðið að greitt verði inn á skuldina, en beðið um að afgangur- inn verði lánaður áfram til 10 ára með 10% raunvöxtum. Þeim, sem eiga ótryggðar kröfur, er boðið að fá um 30% skuldarinnar greidd. Kröfuhafar em um 200. Tryggvi seg- ir að nokkrir tugir hafí þegar sam- þykkt skuldaskilasamningana. Forráðamenn fyrirtækisins hafa leitað eftir nýju hlutafé inn í verk- smiðjuna. Marfang hf. í Reykjavík hefur gefíð vilyrði fyrir 45 milljónum króna og aðrir aðilar fyrir fímmtán milljónum. Þá hefur verið farið fram á 50 milljóna króna ábyrgð frá ísa- fjarðarkaúpstað og hefur verið tekið jákvætt í þá kröfu, að sögn Tryggva Agnarssonar. Hann segir jafnframt að Islandsbanki, sem hefur lánað Niðursuðuverksmiðjunni um helming skuldanna, hafí gefíð vilyrði um sam- þykki sitt fyrir skuldaskilasamningn- um. Dótturfyrirtæki Niðursuðuverk- smiðjunnar er Arnarvör hf., sem einn- í febrúar og fram í mars verður fjallað um Siðfræði. Fyrstu tvo sunnudagana 2. og 9. febrúar mun dr. Vilhjálmur Ámason heimspeking- ur ræða um spuminguna „Hvað er siðfræði?" Sunnudaginn 16. febrúar mun dr. Björn Bjömsson prófessor fjalla um séreinkenni kristilegrar siðfræði og 23. febrúar leiðir Einar Valur Ing- imundarson náttúmfræðingur um- ræður um siðfræði og umhverfismál. Loks, 1. mars, mun Halla Jónsdóttir kennari fjalla um mannleg samskipti og tengsl. ig hefur fengið greiðslustöðvun. Til stendur að selja einu eign þess fyrir- tækis, bátinn Vonina ÍS 82. Nið- ursuðuverksmiðjan hefur leitað eftir sameiningu við Bakka í Hnífsdal og Rækjustöðina á ísafírði í hagkvæmn- isskyni, en ekki hefur niðurstaða fengizt úr viðræðum um sameiningu. Samverustundunum lýkur með því að boðið er upp á kaffí og síðan er gengið til messu klukkan 11. Á sunnudögum kl. 17 em kyrrlát- ar helgistundir, kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju. Þar er aðaláherslan lögð á hljóða tilbeiðslu, íhugun og fyrirbæn. Formið er einfalt og lát- laust og byggir á hinni svonefndri Taizé guðsþjónustu. Sungnir eru söngvar og sálmar úr Sálmum 91, sálmabókarviðbætinum nýja. í upp- hafí hverrar kyrrðarstundar kennir organistinn Hörður Áskelsson, sál- mana. hefði bara verið eðlileg arðkrafa rík- issjóðs út af 52% eignarhluta sínum í þessu arðvænlega fyrirtæki, eða hvort til álita kæmi að setja slíkt einkaleyfisgjald arðgreiðslunum til viðbótar. „Eg hef ekki látið skoða ------------♦ ♦ ♦------ Guðjón B. Ólafsson: Aldrei spum- ing um skatt- lagningu Regins hf. GUÐJÓN B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins og stjórnarformaður Regins hf. dótturfyrirtækis Sam- bandsins, segir að þótt þær 900 milljónir króna sem greiddar voru út til hluthafa Sameinaðra verk- taka þann 19. janúar sl. verði skattlagðar sem arðgreiðslur, samkvæmt fyrirmælum ríkisskatt- stjóra á næsta ári, snerti slík skatt- hcimta Regin hf. á engan hátt, þar sem Reginn eigi ónýtt skattatap, sem vegi upp á móti þessum greiðslum. „Þetta var aldrei neitt mál fyrir Regin hvort þessir fjármunir yrðu skattlausir eða ekki. Það lá alltaf fyrir hjá okkur að slíkar greiðslur til Regins yrðu ekki skattlagðar, vegna ónýtts skattataps félagsins," sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvort Reginn væri reiðubúinn til þess að ræða við stjóm- völd um frekari kaup ríkisins á hlut Regins í aðalverktökum, á svipuðum kjörum og samdist um í júlílok 1990 sagði Guðjón: „Það var ekki leitað eftir neinu öðru á sínum tíma, en að ríkið eignaðist meirihluta í fyrir- tækinu og ég tel að það hafí verið alveg sæmilegt samkomulag um þá samninga sem þá tókust." ♦ ♦ ♦------ ■ STJÓRN Kennarafélags Suð- urlands mótmælir þeim hugmynd- um sem menntamálaráðherra hefur sett fram um fækkun kennslu- stunda og stækkun námshópa til að ná fram spamaði í skólakerfínu. Grunnskólum er ætlað að sjá um grunnmenntun þjóðarinnar og byggja þá undirstöðu sem gerir henni fært að halda hér uppi sjálf- stæðu velferðarþjóðfélagi í sam- keppni við aðrar þjóðir. Þennan grunn ber að treysta og styrkja svo sem frekast er kostur, hann er for- senda velferðar á varanlegum grunni. Hallgrímskirkja: Fræðslunámskeið um trú og lífsskoðanir FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ á sunnudagsmorgnum sem kallast Samræður um trú og lifsskoðanir hefjast að nýju í Hallgrímskirkju sunnudaginn 2. febrúar. Samverustundirnar hefjast kl. 10 árdegis. Klukkan 17 verða hins vegar kyrrðarstundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.