Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 39 i 4 4 i 4 NÆTURUTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heidur átram. 3.00 í dagsins önn - Vaktavinna. Fyrsti þáttur at þremur. Umsjón: Birgir Sveinþjörnsson. (Frá Akureyri.) (Endurtekinn þáttur). 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturiög. 4.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9/103,2 7.00 Útvarp Reykjavík. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna stjórna morgunútvarpi. 9.00 Stundargaman. Umsjón Þuríður Sigurðar- dóttir. Kl. 9.15. Guðni Kolþeinsson flytur þátt um islenskt mál. 10.00 Við vinnuna með Guðmundi Benediktssyni. 12.00 Fréttir og réttir. Jón Ásgeirsson og Þuríður Sigurðardóttir. 13.00 Við vinnuna. Umsjón Guðmundur Benedikts- son. 14.00 Svæðisútvarp. Umsjón Erla Friðgeirsdóttir. NorðurlandYAkureyri/Sauðárkrókur. 15.00 í kaffi með Ólafi Þórðarsyni. 16.00 Á útleið. Erla Friðgeirsdóttir. 17.00 íslendingafélagið. Umsjón Jón Ásgeirsson. 19.00 Lunga unga fólksins. Umsjón Jóhannes Kristjánsson. 21.00 Undir yfirborðinu. Þáttur þar sem rætt eru þau mél sem eru yfirleitt ekki á yfirborðinu. 22.00 Blármánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson. ALFA FM 102,9 7.00 Morgunþáttur. Tónlist, fréttir, veður. 9.00 Jódis Konráðsdóttir. 9.50 Fréttaspjall. 11.50 Fréttaspjall. 13.00 Kristbjorg Jónsdóttir. 18.00 Eva Sigþórsdóttir. 20.05 Ævintýraferð í Odyssey. 20.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin. 21.35 Richard Perinchief prédikar. 21.60 Vinsældalistinn ... framhald. 22.50 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastundkl. 9.30,13.30 og 17,30. Bænalinan s. 675320. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. Fréttayf- irlit kl. 7.30 og 8.30. 8.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson, Guðrún Þóra og Steinunn ráðgóða. 9.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalina er 671111. Mannamál kl. 10 og 11, fréttapakki i umsjón Steingríms Ólafssonar og Eiríks Jónsson- ar. Fréttir kl. 12.00. 13.00 Sigurður Ragnarsson. iþróttafréttir kl. 13.00. Mannamál kl. 14. 16.00 Reykjavík síödegis. HallgrímurThorsteinsson og Steingrímur Ólafsson. Mannamál kl. 16. Frétt- irkl. 17 og 18. 18.05 Landsíminn. Bjarni Dagur Jónsson. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eiríkur Jónsson. 24.00 Næturvaktin. EFFEMM FM9B.7 7.00 Jóhann Jóhannsson í morgunsárið. 9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakt. 12.00 Hádegisfréttir. 15.00 iþróttafréttir. Kl. 15.05 Anna Björk Birgisdóttir. 19.00 Kvölddagskrá FM. 21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 21.15 Pepsi-kippa kvöldsins. 24.00 Haraldur Jóhannesson á næturvakt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. STJARNAN FM 102,2 7.00 Arnar Alhertsson. 11.00 Siggi Hlötiltvö. 14.00 Ásgeir Páll Ágústsson. 18.00 Adam og Eva. 20.00 Magnús Magnússon. 24.00 Næturvakt. 16.00 Iðnskólinn 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn 22.00 MR. 1.00 Dagskrárlok. UTRAS FM97.7 Reykjavík. Fer inn á lang flest heimili landsins! Rás 1: Verðiaunasagan Svefn- sem gat ekki sofnað A sextíu ára afmæli Út- 945 varpsins var ákveðið að efna """ til samkeppni um barnaefni. Fjöldi verka barst, en fyrstu verð- laun hlaut sagan Svefnpokinn sem gat ekki sofnað, eftir Kristínu Jóns- dóttur. Þessa viku verður sagan leiklesin á Rás 1. Hver þáttur er frumfluttur klukkan 9.45 og endur- fluttur klukkan 17.45 sama dag. í þáttunum segir frá litlum bláum svefnpoka sem er skilinn eftir heima þegar fjölskylda hans fer í orlofshús í vikutíma. Hann notar tækifærið til að ferðast um og heimsækja þá sem vinna á nóttunni. Svefnpokinn heimsækir einn vinnustað og kynn- ist að minnsta kosti einu starfi hverja nótt þessa viku. Svefnpokinn uppgötvar að ímyndunarafl fólks er töluvert á nótt- unni, þá tekur það honum oftast vel. Hann er sjálfur fjörugur og forvitinn, dálítið hortugur en ljúfur og hjálpsamur og eingst því marga vini á næturgöltrinu. Eins og skessan í sögunni þarf hann að fýta sér heim fyrir sólarupprás dag hvern, rúlla sér saman og látast vera sofandi á ný. í fyrsta þætti kynnumst við Svefnpokanum og Sigrúnu litlu, eiganda hans. Þá er Svefnpokinn skilinn eftir einn heima og hann uppgötvar sína leyndu hæfileka og læðist út aleinn í fyrsta sinn. ^" 'r, Nú líka á sunnudögum í dag byrjum við aftur á sunnudögum og höldum vel upp á daginn: Ýmsar sniðugar uppákomur og allir krakkar fá smágjafir frá Kolaportinu. PORT Bókamarkaðurinn er stórglæsilegur með um 1500 bókatitla, marga fágæta og alla ódýra. Fjöldi titla undir 100 kr. 100 sölubásar með spennandi vöruúrval og Kolaportsverð. Sunnudagar eru fjölskyldudagar í Kolaportinu! KOIAPORTIÐ M^RKa-DJfOR'f — kemur stfellt á óvart. Cárur eftir Elínu Pálmadóttur • • Oruggt skjól Kjarni málsins sést ekki nema með hjartanu, ¦ stendur á fallegu skilti í stofu vina í Paimpol í Frakk- landi. Ef ég veit rétt mun það vera úr Litla prinsinum eftir Saint Exupery. Skiptir í sjálfur sér ekki máli. Kjarninn sá að þetta á svo dæmalaust vel við í þessari stofu ríks fólks af sam- úð. Á sama hátt og „Drottinn blessi heimilið" setti hlýlegan svip á trúuð heimili áður fyrr. Hvort tveggja getur líka orðið hálf ankannalegt. Allt er vist afstætt samkvæmt kenningu hins vitra Ein- steins, jafnvel samúðin. Það gladdi því hjartað ósegjanlega í síðustu viku að horfa á íslend- inga með fullt hjarta af samúð á réttum stað. Ekki bara einn og einn heldur nær allan hóp- irihj í þéttbýli og úti á lands- byggðinni. Við að sjá Kúrdana klæðalausa í snjónum í fjöll- unum milli ír- aks og Tyrk- lands brugðust allir svo skjótt við, skildu að þeir yrðu að fá hjálpina núna, annars yrði það of seint. Og það mátti sjá að gjafirnar voru vald- ar af alúð, ullarfatnaður og úlp- ur .hugsað fyrst og fremst um hvað kæmi að bestu gagni. Persónulega veit ég um fólk sem greip ferðafötin sín, lopapeysur o. fl. án þess að hugsa um að það færi kannski sjálft í ferða- lag. Semsagt hugsað með hjartanu. Kannski situr enn í þjóðinni meiri tilfinning fyrir böli kuldans en hungri. Það skiptir ekki máli, þetta fór með ótrúlegum hraða héðan norðan að. Ekkert japl, jaml og fuður. Litlar umræður og tafsamar fundarsetur. Við að horfa á þetta reikaði hugurinn til annarra Kúrda og flóttamanna undan Saddam Hussein þarna skammt frá, í flóttamannabúðuin við landa- mæri Sýrlands og íraks. Skyldu þeir allir vera þarna enn, 9 mánuðum eftir að ég kom þar? Sjálfsagt! Raunar hafa einstakl- ingar í þeim hópi ósjálfrátt oftar komið upp í hugann í vetur af gefnum tilefnum og með af- stæðiskenninguna á samúð í huga. Snyrtilegi ungi læknirinn frá írak með döpru dökku aug- un og hæglátu framkomuna, sem fór með mér afsíðis - að svo miklu leiti sem hægt er að fara afsíðis í troðfullum flótta- mannabúðum - af því að hann vildi ekki vera að rékja sínar raunir upphátt fyrir framan alla hina flóttamennina og börnin, sem ættu vísast enn erfiðara. Þessi tyrkneski læknir hafði verið í framhaldsnámi á sjúkra- húsi í Istanbúl. Var svo til búinn og farinn að vinna á þessu sjúkrahúsi. Enda hafði hann hitt unga tyrkneska blómarós, var nýgiftur og þau áttu von á barni. Eitt kvöldið var barið á dyrnar hjá þeim. Úti fyrir stóð tyrkneska lögreglan. Saddam Hussein hafði ráðist inn í Kúvæt og írak orðið óvinur Tyrklands. Lögreglan tók unga lækninn," fór með hann að landamærun- um og ýtti þessum „óvini" yfirí' íraksmegin tók herinn við hon- um. Hann hafði numið hjá óvinaþjóðinni Tyrkjum og því var hann snarlega handtekinn, pyndaður, en tókst að flýja yfir landamæri Sýrlands. Þarna sat hann nú í tjaldi á sandinum í eyðimörkirini í vor og von á öll- um skorkvikindunum inn í tjöld- in í sumarhitunum. Ekki gat hann farið til fjölskyldunnar í Irak og ekki til eiginkonunnar í Tyrklandi. Sýr- lendingar höfðu leyft flótta- mannahjálpinni* að fara með hann í næsta bæ, alllangt í burtu, svo hann gæti hringt til eiginkonunnar. Hún vissi því að hann var á lífi. Ætli hann sitji ekki þarna bjargarlaus enn og kemst hvergi? Kom alltaf upp í hug- ann þegar samúðin streymdi í vetur til annars lækn- is, landa okkar, sem hafði mátt dúsa í heila þrjá mánuði í sænska sendiráðinu í Bagdad. Þótt fjarri sé mér að gera lítið úr kvíða fólks við slík- ar aðstæður, að vita ekki hve- nær það sleppur eða þeirra sem verða að vera án þeirra í marga mánuði, þá sótti samúðin bara alltaf árinað. En sem fyrr er sagt, þetta er allt afstætt. Kannski fær maður rikari til-^ finningu fyrir því að öruggasti staðurinn er einmitt í sendiráð- um erlendra ríkja við slíkar að- stæður þegar allir eru í hættu allt um kring, við það að hafa aðeins fundið smjörþefinn af því að sitja í ró og spekt innan girð- ingar hjá frönskum aðalræðis- manni með öryggisverði og fjar- skipti meðan múgurinn æddi um, braut rúður, kveikti í húsum og herinn farinn að skjóta í Daouala í Kamerún. Þótt einn og einn falli eða sé pyndaður í þeim óeirðum, þá er því að vísu ekki saman að jafna við öryggis- leysi allra utan verndar hjá— Hussein. Jafnvel næstu ráðgjaf- ar hans hjá alþjóðastofnunum vita aldrei hvenær ráðgjöf þeirra fellur honum í geð eða í svo grýttan jarðveg að þeir eru fjarlægðir. Þeir lifa sem aðrir í eilífum ótta. En maður hefur rétt aðeins fundið fyrir votti af þessari miklu öryggistilfinningu í skjóli í öryggislausri ólgu allt um kring. Auðvitað er að vísu allt annað að vita að maður muni geta yfirgefið staðinn. Enn og aftur, allt er þétta afstætt. Oruggur - öruggari -' öruggastur. Vonlaus - von- lausari - vonlausastur. Einn er- lendu gíslanna sem voru að losna eftir margra ára prísund sagði að það stórkostlegasta sem hann upplifði hefði verið þegar keðjan sem hann var hlekkjaður með var lengd úr 20. sm í 35 sm. Viðmiðunin er svo misjöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.