Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GUÐJÓNSSON trésmíðameistari, Eiríksgötu 25, Reykjavík, andaðist 30. janúar sl. María Jónsdóttir, Guöjón St. Guðjónsson, Jóhanna Guðjónsdóttir, Ólafur Guðjónsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Matthías Guðjónsson, Fjóla Guðjónsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA HELGA JÓNSDÓTTIR frá Gamla Hrauni, síðast til heimiiis á Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 31. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS ERLA ÁSGRI'MSDÓTTIR, Fannarfelli 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Siguröur Ámundason, Louisa Aradóttir, Guðjón L. Sigurðsson, Ásgrímur Guðmundsson, Þórdís Heiða Einarsdóttir, Stefán Flego, Helga Skúladóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, FRIÐRIKLUNDDAL BALDVINSSON, Álftamýri 38, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunní í Reykjavík þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Margrét Sölvadóttir, Marta Lunddal Friðriksdóttir, Gestur Halldórsson, Ásta Lunddal Friðriksdóttir, Eðvarð Björgvinsson, Gunnar Lunddal Friðriksson, barnabörn, Louise Waage Landry. t Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður og ömmu, KARLOTTU MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR RIST, Höfða II, Dýrafirði. Þórarinn Sighvatsson, Þóra Þórarinsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts mannsins míns og föður okkar, FREYS A. BERGSTEINSSONAR, Bugðulæk 2, Salóme B. Bárðardóttir, Steinar Freysson, Björg Freysdóttir. Halldór Karlsson Fæddur 2. október Í928 Dáinn 23. janúar 1992 Alltaf kemur það á óvart þegar manni er sagt frá mannsláti. Þann- ig var það með mig þegar hringt var og sagt að vinnufélagi og góður kunningi, Halldór Karlsson, hefði látist á heimili sínu þá um nóttina. Samt vissi ég að hann var sjúkur og búinn að vera lasinn lengi. Ég hef þekkt Halldór síðan 1959, en þá vorum við saman á fiskiðnað- arnámskeiði. Fyrir 18 árum fór ég að vinna í fískeftirliti hjá Samband- inu, en þá var Halldór starfsmaður þar. Hann var góður félagi og gott að vinna með honum. Ég hef svo margt að þakka honum og oft ók hann mér heim, ef vont var veður, eftir að maðurinn minn hætti að aka bfl. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Halldóri Karlssyni allt gott, kveðja hann og óska honum góðrar heimkomu yfir móðuna miklu. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Ég votta eiginkonu hans, sonum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyirr allt og allt." (V. Br.) Guðbjörg. Á morgun, mánudaginn 3. febrú- ar, fer fram í Fossvogskirkju útför góðvinar míns Halldórs Karlssonar. Halldór Karlsson fæddist í Reykjavík 2. október 1928. Eftirlif- andi eiginkona hans er Friðrós Jó- hannsdóttir frá Grímsey. Þau höfðu verið gift í 38 ár þegar Halldór lést. Börn þeirra eru tvö, Kári Jón og Karl Jóhann. Foreldrar Halldórs voru Karl Þórðarson og Guðfinna Guðbrands- dóttir úr Reykjavík. Systkini Hall- dórs voru Guðmundur og systir sém dó í frumbernsku. Hálfsystur á hann einnig á Akureyri, Körlu Karlsdóttur, sem er nokkru yngri. Móðir Halldórs iést meðan hann var enn á unga aldri. Ólst hann síðan upp hjá afa sínum og ömmu í móðurættina, Guðbrandi og Hall- dóru í Reykjavík. Kynni okkar Halldórs hófust þeg- ar hann var verkstjóri í frystihúsi Meitilsins í Þorlákshöfn. Ég var þá nýráðinn í Sjávarafurðadeild Sam- bandsins. Ég fann fljótt að Halldór hafði góða þekkingu á vinnslu fisks og að verkstjórn hans var lipur og hávaðalaus, en þeir eiginleikar eru mikils virði við alla stjórnun. Því hagaði svo til að hann réðist ekki löngu seinna í vinnu til okkar, eða 1. september 1973. Reyndar hafði hann unnið hjá fyrirtækinu í fiskeftirliti áður. Frá þeim tíma var Halldór á ný starfsmaður Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins, seinna íslenskra sjávarafurða hf. Skemmst er frá að segja að Halldór vann sér álit allra sem hann hafði saman við að sælda í vinnu sinni. Lengst af var Halldór starfsmað- ur í fiskeftiriiti fyrirtækisins, en sú t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við fráfall sonar míns, , JÓNASAR FRIÐGEIRS ELÍASSONAR, sem lést 21. janúar 1992. Sérstakar þakkir sendi ég starfsfólki í eldhúsi Sólvangs í Hafnarfirði og öðrum kunningjum og vinum fyrir þeirra myndarlega framlag og hlýju. Ég og fjölskylda mín sendum þeim bestu þakkir. Fyrir hönd fjölskyldu minnar Svanhildur Maríasdóttir. t Okkar innilegustu þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU HALLDÓRU PÉTURSDÓTTUR, Pósthússtræti 13. Ennfremur innilegar þakkir til Ársæls Jónssonar yfirlæknis og starfsfólks hans á deild B-5 Borgarspítalans og starfsfólks heima- hjúkrunar fyrir frábæra og góða hjúkrun í veikindum hennar. Hróbjartur Lúthersson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR HANSEN, Skógargötu 15, Sauðárkróki. Sigurður Hansen, Jósefína Friðriksd. Hansen, Eirfkur Hansen, Friðrik Hansen og barnabörn. María Guðmundsdóttir, Guðmundur B. Jóhannsson, Kristín Björnsdóttir, Lagsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitutn fúslega upplýsingar og ráðgjöf __________um gerð og val legsteina.__________ !|S.HELGASOHHF ISTEINSHIIÐJA SKEMMUVB3I 48SÍMI 76677 vinna fór mest fram á framleiðslu- stöðum alit í kringum landið. Mikið var því um ferðalög í starfi hans og stundum langar fjarvistir frá heimili. Mátti oft líkja starfinu við sjómennsku, þótt á landi væri. Við þessar aðstæður reyndi mikið á sjálfstæði manna og útsjónarsemi. Síðar meir tengdist hann vinnu í rækjuframleiðslu, en þá var sú vinnsla í örri framþróun og fram- leiðendum okkar dýrmætt að hafa reyndan mann sér við hlið. Þá kom sér vel að hafa völ á manni sem Halldóri, en samvizkusemi og ár- vekni voru meðal mannkosta hans. Fjölskylda mín og ég höfðum mikía ánægju af samvistum við Haildór og Rósu og er margs að minnast í því efni, þó hér sé ekki upp taKð. Halldór var mér og eflaust mörgum öðrum fordæmi, sem gjarnan má hugsa til á réttum stundum. Fjölskyldu Halldórs votta ég samúð mína og bið góðan Guð að vera með þeim. Guð blessi minningu Halldórs og geymi hann vel í þeim framtíðarheimi sem okkur öllum er ætlaður. Halldór Þorsteinsson. sími689120 Við erum flutt f Fákafen 11 'Daiía Blömastofa Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öií kvöíd tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tllefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.