Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 18
flT •300 r íIA"}r^•^', r- :rj MORG yir: ÐIÐ ÍIHSBölÍsí;MAduR OiIOT/ 2. FEBRUAR 1992 ÞAEFAÐHERÐA SÓKNINA, EÐA HVAÐ? eftir Sigfús A. Schopka Þeirri skoðun hefur stundum skot- ið upp kollinum bæði hér á síðum Morgunblaðsins og annars staðar, að núverandi fiskveiðistefna og ráðgjöf varðandi þorskveiðarnar sé kolröng, þ.e. í stað þess að draga úr veiðum, eins og gert hefur verið undanfarið, þyrfti þvert á móti að auka þær. Þetta er rökstutt meðal annars með því að þrátt fyrir friðun undanfarinna ára fari þorskstofnin- um stöðugt hrakandi. Meira að segja sumir, sem halda þessari veiðistefnu á lofti, hafa rýnt í síðustu skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand fiskstofna og aflahorfur og fundið það út, að eftir því sem hrygn- ingarstofninn væri minni þeim mun betur heppnaðist klakið og því væri vissulega ástæða til þess að halda hrygningarstofninum niðri og fara nú að veiða þorskinn í einhverri al- vöru. í síðustu skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar eru að venju birt ein- göngu gögn síðastliðinna tuttugu ára (1971-1990). Þessi ár eru mjög slæmur mælikvarði á raunverulega afkastagetu þorskstofnsins, því að einmitt þessa síðustu tvo áratugi hefur þorskstofninn oftast verið und- ir gífurlegu veiðiálagi. Þess vegna þarf þegar verið er að leggja mat á, hvernig standa á að veiðiráðgjöf í þorskveiðunum að skoða miklu lengra tímabil. Það þarf að skoða stofninn, stærð hans og breytingar á þeim árum þegar álagið þ.e. sókn- in var lítil miðað við það sem hún hefur verið undanfarna tvo til þrjá áratugi. Óvíða eru til upplýsingar um stærð fiskstofna yfír langt tímabil því til þess að reikna út stofnstærð þurfa að vera fyrir hendi haldgóðar upplýsingar um aldursdreifingu afl- ans. Á vinnunefndarfundi Alþjóða- hafrannsóknaráðsíns árið 1976 um ástand þorsk- og ýsustofnanna við ísland var stofnstærð þorsks við ís- land reiknuð aftur til ársins 1955. Ekki tókst þá að reikna stofninn lengra aftur í tíma, þar sem Bretar, sem veiddu drjúgan hluta þorsksins á þessum árum, hófu ekki söfnun sína til aldursákvörðunar þorsks úr veiði sinni við ísland fyrr en árið 1955. Greinarhöfund hefur fýst lengi að reikna út stofnstærð þorsks mun lengra aftur en áður verið gert enda á Hafrannsóknastofnunin í fórum sínum samfelld gögn um aldurs- og lengdardreifingu þorskveiða íslend- inga afturtil ársins 1930 en það ár hóf dr. Árni Friðriksson kerfis- bundna gagnasöfnun. Bretar eiga í fórum sínum afla- og sóknarskýrslur af íslandsmiðum eftir veiðisvæðum og mánuðum all- langt aftur í tímann. Skýrslur þessar eru óbirtar, en greinarhöfundur hef- ur fengið aðgang að þeim og er nú búinn að vinna úr skýrslum eftir- stríðsáranna. Með þvl að nota ald- ursdreifíngu úr afla íslendinga á afla Breta, þegar veiðar voru á sama tíma og sömu miðum, er unnt að fá hugmynd um aldursdreifingu breska aflans á þessum árum. Það liggja því nú fyrir útreikningar á stærð þorskstofnsins á íslandsmiðum síð- astliðna hálfa öld. Þróun stofnsins Veiðistofn þorsks á íslandsmiðum (þ.e. fjögurra ára fiskur og eldri) er talinn hafa verið 2-2,5 milljónir tonna á stríðsárunum en 1,6—1,8- milljónir tonna árabilið 1945-1952 (brotna línan á myndinni). Þá gekk árgangurinn frá 1945 í miklum mæli frá Grænlandi yfir á ísland- smið, svo veiðistofninn á íslandsmið- um árin 1953 og 1954 var 2,5-2,7 milljónir tonna. Næstu ár minnkaði stofninn ár frá ári og er kominn niður í rúmlega 1 milljón tonn árið 1965. Stofninn óx svo aftur um 1970 vegna gangna þorsks frá Austur-Grænlandsmiðum á þessum árum. Síðan minnkaði veiðistofninn á ný vegna mikillar sóknar og var í verulegri lægð árin 1973-1976 þrátt fyrir þá staðreynd að árgang- urinn frá 1970 var stór. Stofninn fór aftur vaxandi bæði vegna aukinnar friðunar í kjólfar útfærslu fískveiðilögsögunnar í 200 sjómílur 1975 en þó fyrst og fremst vegna þess að árgangurinn 1973 reyndist mjög stór. Veiðistofn var um 1,5 milljónir tonna árið 1980. Stofninn minnkaði mjög ört næstu árin og var kominn niður fyrir 800 þús. tonn árið 1983. Hann stækkaði örlítið þegar árgangarnir frá 1983 og 1984 bættust í veiðistofninn og komst stofnstærðin í tæp 1.300 þús. tonn á árunum 1988-1989. Stofninn hefur síðan minnkað á ný og er í ársbyrjun 1992 áætlaður aðeins um 850 þús. tonn og hefur hann sjaldan reynst svo lítill síðan rannsóknir hófust. Þegar skoðuð er nýliðun í þorsk- stofninn (súlurnar á myndinni) þá skera nokkrir árgangar sig úr hvað stærð snertir. Á umræddu tímabili er árgangur frá 1945 langstærstur. Aðrir stórir árgangar eru árgang- arnir frá 1949, 1950, 1964, 1973 og síðast árgangarnir frá 1983 og 1984. Þótt nýliðun hafi annars verið breytileg frá ári til árs er einkar athyglisvert að nú á allra síðustu árum, þegar þorskstofninn er greini- lega kominn í allnokkra lægð, hefur nýliðun aldrei verið eins léleg um jafn langan tíma á þessu álfrar ald- ar tímabili. Ekki tókst út frá þessum gögnum að sýna fram á neitt mark- tækt samband milli stærðar hrygn- ingarstofns og fjölda nýliða en eftir stendur sú staðreynd að meðal- talsnýliðun hefur farið lækkandi. Dr. Sigfús A. Schopka „Sóknin hefur síðan á stríðsárunum hvorki meira né minna en fimmfaldast þrátt fyrir þá staðreynd, að út- lendingar hafi horfið af miðunum á sínum tíma og fiskiskipastóll landsmanna hafi „að- eins" þrefaldast í rúm- lestatölu á þessu tíma- bili. Þessi mikla sóknar- aukning umfram stækkun flotans er besti mælikvarði á þær tækniframfarir sem hafa orðið við veiðarn- ar." UPPVAKNINGUR ÞJÓÐERNISSTEFNUNNAR eftir Arvo Alas Eftir fall kommúnismans er þjóð- ernisstefnan orðin eitt þessara fyr- irbrigða sem valda spennu, bæði í austri og vestri, og ógna komandi nýskipan heimsmála. Þjóðernisstefn- an hefur verið sérlega virk í Sovét- ríkjunum og í Júgóslavíu — þessum fyrrum fjölþjóðaríkjum Austur-Evr- ópu, þar «ra vandamál einstakra lýðvelda eru oft ólík, þróunarstig þeirra mismunandi, og söguleg, trú- arleg og menningarleg forsaga þeirra óskyld. Sem kunnugt er voru Eystrasalts- ríkin hernumin og innlimuð með valdi í Sovétríkin árið 1940. Þá var ekki við hæfi að ræða um lýðræði og mannréttindi. Fjöldaflutningur íbúanna til Síberíu og þvingun til að taka upp samyrkjubúskap mark- aði djúp spor í þjóðarvitund þeirra. Hver sá sem grunaður var um að vera „þjóðernissinni" átti á hættu að vera dæmdur til lífstíðar nauðungarvinnu í Gulaginu. Eftir því sem Sovétríkin þróuðust yfir í „órjúfanlegt sambandsríki frjálsra þjóða" þróaðist hin opinbera leníniska þjóðerniskenning á þann hátt að til að vega á móti þjóðernis- stefnu og þjóðrembingi bæri að kappkosta að rækta alþjóðahyggju og sovézka föðurlandsást. Smám saman varð meginstefnan sú að sameina allar þjóðirnar í Sovétríkj- unum í nýja heild — „sovézku þjóð- ina" — sem átti að búa yfír öllum beztu eiginleikum og menningu allra þjóðanna með rússnesku sem sam- eiginlegt tungumál. Smáþjóðirnar áttu að lenda í ruslafötu sögunnar og deyja út. Á stjómartímum Breznevs aðalritara var því lýst yfir að sovézka þjóðin væri orðin að veru- leika. Sú fullyrðing, sem hafði í för með sér stöðugt meiri rússnesk áhrif í sovézku lýðveldunum, mætti vax- andi ugg og mikilli vantrú, aðallega hjá innlendum menntamönnum, á samfélag homo sovjeticusa án þjóð- ernislegra róta. Hvaða þjóð gæti hugsað sér að deyja út af fúsum og frjálsum vilja? Hvaða tilgang hefur rithöfundur sem veit fyrirfram að bækur hans eru ritaðar á „deyjandi" tungumáli fyrir lesendur sem eru að „deyja út"? Hvaða skapandi lista- maður getur algjörlega losnað við þjóðernislegar rætur? I Eystrasalts- Iýðveldunum, þar sem þjóðleg menn- ing hafði verið ríkjandi meðan inn- flytjendum fjölgaði ört og eðlileg fjölgun íbúanna var lítil, jók hættan á að verða að minnihlutaþjóð í eigin landi svartsýni og öryggisleysi hjá Eistlendingum, Lettum og Litháum. Svonefnd alþjóðleg menntun í rússn- eskum og innlendum skólum stuðl- aði heldur ekki að sátt og samlyndi þar sem sjálft hugtakið alþjóða- hyggja var skilgreint á mismunandi vegu. í rússneskum skólum var talið sjálfsagt að hugtakið alþjóðahyggja fæli í sér að öllum smærri þjóðunum í Sovétríkjunum bæri að læra rúss- nesku, sem væri heimsmál og not- hæft um landið allt, meðan komandi „dauði" menningar einstakra lýð- velda vekti ekki áhuga rússneskra skólabarna til að læra þarlend tung- umál. Þetta allt fór að sjálfsögðu ekki framhjá minnihlutaþjóðunum í Sovétríkjunum. Alþjóðahyggjuna skorti jafnvægi og jafnrétti til að skapa sameiginlegan skilning. í eist- neskum skólum þýddi alþjóðahyggj- an til dæmis í raun að menn áttu skipulega að gleyma uppruna sínum í nafni samrunans, sem fól í sér að allt rússneskt var gott, en allt eistn- eskt var minna metið, vafasamt og nánast túlkað sem þjóðernisstefna. Jafnvel orðið „Eistland" vakti grun um þjóðernishyggju hjá sumum valdhöfum. I stað þess bar að nota „eistneska sovétlýðveldið" til að ekk- ert færi á milli mála. Hugsjónaleg árvekni og ritskoðun jukust hjákát- lega; meðan gjarnan mátti hylla ágæti Rússlands og hæfileika rúss- nesku þjóðarinnar, kvökuðu „fuglar eistneska sovétlýðveldisins" í skóg- um Eistlands, ef taka átti mark á eistneskum uppsláttarbókum, og í vötnum Eistlands og ám syntu „fisk- ar eistneska sovétlýðveldisins". Hjá- trúin og hræðslan við uppvakning þjóðernisstefnunnar gagntók flokks- leiðtogana svo mjög að jafnvel kór- söngur, sem vinsæla tónskáldið Gustav Ernesaks samdi, var bannað- ur eingöngu vegna þess að orðið „föðurland" kom fyrir í taxtanum. Tvískynnungurinn í viðhorfinu til þjóðernisstefnunnar í sósíalísku samfélagskenningunni endurspe- glaðist einnig í því að viðleitni þjóð- ernishreyfmga (aðallega í ríkjum þriðja heimsins) til að stofna eigin þjóðlönd var talin jákvætt fyrir- brigði, á meðan sérhver þjóðernis- kennd og sjálfsbjargarviðleitni innan ríkjasamsteypunnar fékk á sig stimpil þjóðernisstefnu. Allt þetta undirbjó að sjálfsögðu góðan jarðveg fyrir þjóðernisþrjózku og vaxandi samkennd, sem gátu í öfgatilfellum leitt til blindrar þjóð- ernisstefnu í þeirri neikvæðu merk- ingu sem venjulega er tengd orðinu. En er þá til einhver, jákvæð" þjóð- ernisstefna? Það er til dæmis oft talað um danskan hugsunarhátt án þess að þar sé átt við nokkuð í lík- ingu við þær ógnvæglegu þjóðernis- stefnur sem ganga aftur í Austur- Evrópu. En hvar eru mörk , jákvæðr- ar" þjóðerniskenndar og „neikvæðr- ar" þjóðernisstefnu? Eins og vitað er hefur þjóðernis- stefnan í Evrópu tekið margvísleg- um breytingum. í upphafi 19. aldar var hún í öllum löndum tengd lýð- ræðislegum, samfélagslegum, póli- tískum og þjóðernissinnuðum frels- ishræringum. Á síðari helmingi 19. aldar varð þjóðernisstefnan — fyrst og fremst í Þýzkalandi — sú opin- bera hugmyndafræði sem ráðandi öfl beittu til framgangs í innanríkis- málum og jafnframt í nafni vaxandi samskipta á sviði utanríkismála. í minna þróuðum ríkjum Austur-Evr- ópu ríkti sú þjóðernisstefna sem stóð gegn umbótum í samfélaginu og auknum mannréttindum. Tékkneski þjóðfélagsfræðingurinn Miroslav Hroch hefur skipað þróun þjóðernis- stefnunnar í þessum löndum í þrjú þroskastig: Á A-stigi birtust fyrstu vísarnir að þjóðtungu og menningu undir handleiðslu áhugasamra fræð- imanna, B-stigið einkennist af til- komu þjóðerniskenndarinnar og þjóðernishreyfinga, á C-stiginu leiddi stefnan til pólitískra fjölda- hreyfinga sem áttu sameiginlegt markmið — stofnun þjóðríkisins. Þáverandi þjóðfélagskerfi og ríkið voru Austur-Evrópubúunum utanað- komandi valdhafar sem stóðu í vegi fyrir þróun eigin þjóðerniskenndar. í Eistlandi, Lettlandi og Litháen náði þjóðernishreyfingin þegar á níunda áratug síðustu aldar ofan- greindu C-stigi. Því miður tókst ungu þjóðríkjunum við Eystrasalt, sem stofnuð voru eftir rússnesku byltinguna, ekki að leysa öll sín vandamál. Komið var á fót lýðræð- islegum stofnunum, en strax á fjórða tug þessarar aldar höfðu harðstjórn- ir tekið við völdum í flestum ríkjum Evrópu, þar á meðal í Eystrasalts- ríkjunum. Stundum er sagt að nú- verandi Eystrasaltsríki hafi ekki þroska til að endurheimta sjálfstæði sitt vegna skorts á lýðræði á milli- stríðsárunum. En hvað þá um önnur ríki í Evrópu? Eiga Þýzkaland, ítalía og Spánn með Hitler, Mussolini og Franco í fortíðinni meiri „rétt" á að vera sjálfstæð ríki en til dæmis Eist- land, Lettland og Litháen? En audiatur et altera pars. Hvers vegna ættu Eystrasaltsþjóðirnar í raun að endurreisa sjálfstæði ríkja sinna? Mátti ekki bíða þar til um- fangsmiklum breytingum í Sov- étríkjunum væri lokið og þau orðin að nýju ríkjasambandi, þar sem mannréttindi fá að njóta sín og lög og réttur orðin undirstöðuatriði? I greinum sínum „Eymd þjóðernis- stefnunnar" (Nationalismens elend- ighed, Information 25.-26. mal 1991) skrifar Norðmaðurinn Thom- as Hylland Eriksen að „...ef Balíbú- um, sígaunum og inúítum (eskimó- um) er fært að viðhalda eígin menn- ingu án eigin ríkis, því skyldu þá ekki Kúrdar og Litháar geta það einnig? ...Ef öll þjóðarbrot ættu að eiga sitt eigið þjóðland ættu allir góðir kraftar sem fyrst að samein- ast um að dyirbal-ættflokkurinn í norð-austurhluta Queensland (Ástralíu) fái sjálfstæði. Reyndar samanstendur þetta þjóðarbrot af örfáum afskekktum fjölskyldum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.