Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 Karlotta M. Jóhanns- dóttirBist- Minning Fædd 13. janúar 1919 Dáin 7. janúar 1992 „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur og hvel- íandi bjalla." (1. Korintubréf, 13. kapítuli, vers 1-2.) Karlotta, eða Lotta eins og við systkinin kölluðum hana, átti næg- an kærleika, en hann var ekki bor- inn á torg. Hún sat lengst af í eldhúsinu sínu, fylgdist með öllu smáu og stóru. Ekkert fór fram hjá vökulum augunum þó að síðustu árin væri hún að mestu heft vegna fötlunar í fótum sem ágerðist eftir því sem árin liðu. Það var að sumarlagi fyrir nokkr- um árum að komið var að máli við mömmu og falast eftir vinnumanni, það vantaði sem sé „kaupamann" á Höfða í Dýrafírði. Þar sem bræð- ur mínir eru þrír var nóg um mann- skap. Jónas bróðir minn var þá þrettán ára og afráðið var að hann skyldi reyna sig við sveitastörfin. Er ekki að orðlengja það að mikl- ir kærleikar tókust með kaupa- manni og húsbændum hans, þeim Lottu og Þórarni, og nutum við systkinin og raunar fjölskyldan öll hlýju og gestrisni þeirra um árabil. Vorum við þrjú yngstu systkinin með annan fótinn á Höfða þegar mikið var um að vera, svo sem í réttum og einnig um áramót. Verk- fall í skólanum var nýtt við bústörf á Höfða. Og er ég efins um að tíminn hefði nýzt betur við bóka- ítroðslu og málfræðistagl. Að vera með Lottu við dagleg stðrf var lær- dómur í tvennum skilningi. Hún var ekki kvartsár, þrátt fyrir hreyfi- hömlun sem gerði henni erfitt fyrir. Vann á þann hátt sem henni var lagið. Hafði komið sér upp sérstöku kerfí til að geta unnið verk sín. Datt aldrei í hug að koma sínum skyldum yfír á aðra. Hver var hún þessi kona? Komin frá Norður-Noregi í íslenzka sveit. Ef til vill ekki svo ólíkt. Lífsbar- áttan hörð á báðum stöðum. Óblíð veðrátta á stundum. En þess á milli. Fagrir firðir og fjöll allt um kring. Hvergi er fegurra en í Dýrafirði er sólin glampar á fjöru og fjöll og byggðin speglast í haffletinum. Vera má að Lotta hafi minnst sólríkra daga og fundið ilm af trjá- t Ástkær eiginkona mín, MAGNEA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrefnugötu 3, lést í Borgarspítalanum 31. janúar. Sigmundur Guðbjartsson. t Eiginkona min, systir og föðursystir, LIUA FRIÐFINNSDÓTTIR, Hjarðarhaga 64, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 4. febrúar kl. 15.00. William B. Shirreffs, Hanna Friðfinnsdóttir. íslaug Aðalsteinsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Ása Aðalsteinsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, langafi og mágur, GÍSLI EINARSSON hæstaréttalögmaður, Bergstaðastrœti 12 B, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Einar Gíslason, Ragnar Gíslason, Jón Otti Gislason, Gísli Þór Gíslason, Ásta Einarsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Berglind Eyjólfsdóttir, Óskar Ólason. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KJARTANS INGIBJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, Álfaskeiði 35, Hafnarfirði. Guðrún Kjartansdóttir, Gústaf Sófusson, Ómar Önfjörð Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS ÞORKELSSONAR, Seljavegi 7, Reykjavík. Þorkell Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Magnús Magnússon, Þór Jakobsson, Ásta Þórsdóttir, Knútur Benediktsson, systur, barnabörn og barnabarnabörn. gróðri í vitum er hún hugsaði til æskustöðvanna í Noregi. Aldrei var það nefnt. Var ekki þeirr- ar gerðar. Undi glöð með Þórarni og börnunum. Þar sem fjölskyldan þín er þar er heimili þitt. Karlotta Rist var fædd og upp- alin í Norður-Noregi. Ung varð hún fyrir slysi sem hafði áhrif á allt hennár líf. Hugurinn stefndi til hjúkrunarstarfa en af því gat ekki orðið vegna afleiðinga slyssins sem áður er getið. Voru það áreiðanlega þung vonbrigði. En Lotta var ekki ein þeirra sem lagði árar í bát. Hún var kristin og langaði að verða að liði. Og fór í trúboðsskóla. Þar kynntist hún íslenzkri konu sem taldi hana á að heimsækja landið í norðri. Og á því herrans ári 1954 kom Karlotta Rist fyrst til ísafjarðar. Svo skemmtilega vill til að þegar hún tekur við störfum fyrir Salem- söfnuðinn á ísafírði, er mamma mín og hennar systkini að alast upp í næsta húsi og var sunmtdagaskól- inn vel sóttur. Urðu því miklir fagn- aðarfundir með mömmu og henni þegar þær hittust og endurnýjuðu gömul kynni. Rifjuðu þær upp liðna daga og var ótrúlegt hvað Lotta vissi um alla krakkana sem höfðu verið hjá henni. Hún fylgdist með því úr eldhúsinu sínu hvernig börn- unum hennar úr sunnudagaskólan- um vegnaði, hvar sem þau voru á landinu. Húsmóðir á ísafirði, þing- maður í Reykjavík, sjómaður og hjúkrunakona, já, Lotta vissi af þessu fólki og gladdist með glöðum og hryggðist með hryggum. Hún mundi nöfn allra systkina mömmu, aldur þeirra og störf, spurði um hvert og eitt þeirra. Eins og um fjölskyldu væri að ræða. Var lfka ein þeirra sem alltaf sá það góða í fari hvers og eins. Vildi leggja rækt við það bezta í hverjum manni. Umhyggja hennar var ekkert stundarfyrirbrigði. Áður en Lotta gifti sig starfaði hún lengst af fyrir Salemsöfnuðinn á ísafirði en um tíma starfaði hún austur á landi og á fleiri stöðum. Og á ísafirði lágu leiðir hennar og Þórarins Sighvatssonar, bónda á Höfða, saman og þangað flutti Lotta með manni sínum árið 1958. Börn þeirra eru Þóra, lauk námi í jarðfræði og viðskiptafræði við Háskóla Islands, gift séra Gunnari Sigurjónssyni, eigá þau eina dóttur, og Jón, kennari og bóndi á Höfða, og á hann eina dóttur. Eins og nærri má geta naut fjöl- skyldan ekki síður ástríkis og umönnunar Lottu, engu var til spar- að þegar um menntun barnanna og þeirra hag var að ræða. Eina alsystur átti hún sem býr í Bandaríkjunum og sjö hálfsystkini í Noregi. Þar sem hún átti erfitt með ferðalög fór hún minna af bæ en ella. En hún ræktaði ekki síður sambandið við ættingja sína en þeir sem hægara eiga um vik. Já, minningarnar eru margar og bjartar. Þó er ein sýn sem greipt er öðru fremur í hugann. Þegar Lotta sat í eldhúsinu á vorin og velgdi pela handa nýbornu lambi sem vantaði móðurina. Lagði ævin- lega það af mörkum sem hún mátti. Við systkinin þökkum henni allt sem hún var okkur. Guð blessi Karlottu Rist. „Kærleikurinn er langlyndur, \hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp, hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa, hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum, hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, um- ber allt. Kærieikurinn fellur aldrei úr gildi." (1. Korintubréf, k. 13., vers 4-8.) Guðrún Anna Finnbogadóttir. Kveðjuorð. Baldur Arnason Ég hef augu min til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (Davíðssálmur nr. 121.) Þann 11. janúar 1992 andaðist góður vinur okkar og frændi, Baldur Arna- son, Torfastöðum í Fljótshlíð. Nú þegar Baldur frændi í Fljóts- hlíðinni er horfinn sjónum okkar inn í eilífðarlandið kemur svo margt upp í hugann, sem okkur lángar að minn- ast og þakka. Ættar og æviatriða er minnst nánar á öðrum stöðum. Undirrituð kynntist systursyni hans, þau kynni leiddu síðar til hjónabands, og mjög fljótlega var ég leidd inn á heimili Baldurs, því að það var jafn mikil- vægt að kynna mig fyrir Torfastað- arfólkinu eins og fyrir tengdaforeldr- unum. Frá fyrstu stundu fann maður sig svo innilega velkominn inn á heimili þeirra Önnu og upplifði þennan stað mjög fljótt sem heimili allra hinna heimilanna í fjölskyldunni, þar sem alltaf var beðið með opna arma, enda var samheldni og samhjálp þessara fjölskyldna óvenjuleg. í minningunni er Baldur einn af þessum upprunalegu sönnu mann- eskjum, sem manni finnst að hljóti alltaf að bíða manns á sama staðnum óháð tíma og rúmi. Tómleikinn við fráfall slíkra manna verður mikill. Frændsemin og kunningsskapur- inn við Baldur veitti okkur hjónunum og litlu stelpunum okkar tveimur t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSBJARGAR ÞORKELSDÓTTUR, 1 Sauðhaga, Vallahrepp. Björn Sigurðsson, Jóhanna F. Björnsdóttir, Magnús S. Magnússon, Magnea H. Björnsdóttir, Már Hallgeirsson, Amalía Björnsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR GRÍMSSONAR, FurugerðM, áður Háagerði 35. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 2-A Landakots- spítala. Guð blessi ykkur. Fyrir hönd aðstandenda, Grímur Magnússon, tengdadætur, barnabörn barnabarnabörn. greiðan aðgang að þeirri paradís sem sveitin getur verið einkum á vorin og sumrin, þegar allt vaknar til lífs- ins. En Baldur frændi var ekki bara sumarfrændi, hann var alltaf samur og jafn, áhugasmur um velferð okk- ar, gleðin og æðruleysið í fyrirrúmi. Eðlislæg hlýja og tildursleysi löðuðu alla að honum, ekki síst börnin. Allir voru teknir eins og þeir voru og öllum Ieyft að njóta sín. Minningarnar vakna ein af ann- arri við þessi sk'rif, og þakklætið streymir fram í hugann fyrir þann þátt sem hann átti í að skapa með okkur ljúfar samverustundir, þegar afslöppunin var algjör og tíminn til alls var svo mikill, að hann virtist eins og standa kyrr og augnablikið greyptist í vitund manns. Allt var jafn sjálfsagt að gera fyr- ir okkur og með okkur, jafnóðum og okkur datt það í hug. Gengið var upp í hagann með litlu stelpunum, og þeim sýnd litlu lömbin, gróðurinn og allt umhverfið. Tjald var sett upp, hestar voru sóttir. Og ef lítil manneskja þorði ekki strax á bak var hún bara látin teyma undir „Baldri frænda" og óx við það mörg ár í eigin augum. Ein af síðustu Ijósmyndum okkar af Baldri er af honum á hestbaki með bros í augum, lítill frændi fyrir framan hann í hnakkinum og tvær litlar jafnaldra frænkur á hestbaki sín við hvora hlið hans. Þessi mynd er • okkur dýrmæt ásamt öllum góðu minningunum. Þakklæti okkar, virðing og hlýhugur mun lifa með þessum minningum. Guð blessi börn hans, tengdabörn, barnabörn og aðra ættingja á þessum tímamótum. Guðrún Eiríksdóttir og Erlingur Friðgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.