Morgunblaðið - 13.02.1992, Side 20

Morgunblaðið - 13.02.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 Einkavæðing í heilbrigðisþjónustu: Ekki rétt að vinna bæði á spítulum o g í einkarekstri - segir Eggert Jónsson bæklunar- lækni, sem rekur Skurðstofu Reykjavíkur Árni Sigfússon, formaður skólamála- ráðs Reykjavíkur; Líst vel á að færa stjóm grunnskóla Kennarasambandið mótfallið hugmyndimii I umræðum um heilbrigðis- kerfið er sjaldnast rætt um hvað einstakar aðgerðir kosti, en töl- ur yfir kostnað við aðgerðir ut- an tryggingakerfisins þykja há- ar. Hins vegar er erfitt að finna sambærilegar tölur frá sjúkra- húsum, því þær liggja ekki fyr- ir, að því er fram kom í viðtali við Eggert Jónsson bæklunar- lækni, sem rekur skyndimóttöku á Þorfinnsgötu 14. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði í Morgun- blaðinu á sunnudag að læknar hefðu ekki talið fýsilegt að fara út í einkarekstur, að Eggert undan- teknum. í viðtali við Morgunblaðið sagðist Eggert hafa farið út í reksturinn, þegar hann stóð frammi fyrir því að koma sjúklingi ekki að á spítala, þegar á þurfti að halda og hefði því kosið að starfa utan við opinbera trygging- arkerfíð.„Mér finnst heldur ekki rétt að vinna bæði á sjúkrahúsum og í einkarekstri. Það fer ekki sam- an að vera samtímis launþegi og verktaki á spítala, sem er almenn- ingseign. Það var fyrst nú fyrir skömmu að læknar gátu opinber- Iega gert verktakasamninga við spítalana. Dagvinnukaup lækna er lágt og hefur verið látið drabbast niður. Margir læknar eru með fastar stöður á spítölum, kannski sem yfirlæknar, kenna svo við háskólann og eru með einkastofur úti í bæ. Hvemig er þetta hægt? Svo er verið að tala um stimpil- klukkur á spítölum. Það er furðu- legt, þegar farið er að ræða um hvort menn eigi að vera við í vinnu- tímanum." Sérðu raunhæfar leiðir til að lækka kostnað við heilbrigðisþjón- ustuna? „Það er ýmislegt fleira undar- legt í þessum rekstri. Sjúkrasam- lagið var stofnað til að tryggja fátæklingum læknisþjónustu, en nú tryggir það læknum fýrst og fremst greiðslur. Læknar láta sjúkiinga skrifa upp á eyðublöð, sem eru nokkurs konar ávísana- eyðublöð fyrir læknana, en þau em ónúmemð. Þó kveða landslög á um að bæði reikningar og ávísanir eigi að vera númerað. Besta aðferðin til að viðhalda dýmm rekstri er að halda áfram að hafa eina stóra upphæð á fjár- lögum. Mín hugmynd er að sjúkra- húsin verði rekin í smærri eining- um en nú er og að einn læknir sé yfír rekstrinum og um leið ábyrgur fyrir honum. Hann gæti svo ráðið fólk, svo hópurinn væri samstillt- ur, líkt og gerist í hvaða fyrirtæki sem er. Einn gallinn við heilbrigðiskerfíð er að þar er til dæmis verið að elta uppi fullfrískt fólk og gera rannsóknir á því, því að kostnaðar- lausu. Einnig em ýmis smáviðvik, sem fólk borgar lítið sem ekkert fyrir. Það fara stórar fjárhæðir í þetta og svo er ekki til fé til að sinna gömlu fólki eða þeim, sem em mikið veikir. Það era til nógir peningar til að sinna læknisþjón- ustu, ef við sem emm frísk emm Eggert Jónsson bæklunarlækn- ir, sem rekur skyndimóttöku á Þorfinnsgötu 14. ekki alltaf að klípa af. Það er dýrt fyrir þjóðfélagið að geyma að lækna sjúklinga, sem em ósjálf- bjarga, ég tala nú ekki um þegar aðstandendur em frá vinnu, því þeir þurfa að annast slíka sjúkl- inga. Eins og er, em biðlistar á sjúkra- húsum nokkurs konar stöðutákn, sem hver deild getur notað til að fara fram á meiri peninga. Læknir með langan biðlista hlýtur að vera eftirsóttur og um leið góður. Það sorglega er að fólk er sett tíman- lega á biðlista og er jafnvel á lista hjá fleiri en einu sjúkrahúsi, svo það þurfí ekki að bíða, þegar það er orðið reglulega illa haldið. í staðinn ætti að taka fólk, þegar það þarf á því að halda. Allir vita að það er hvort sem er alltaf tekið fram fyrir af biðlistunum. Breytingar nú em ill nauðsyn. Þó fólk borgi fyrir heilbrigðiskerfíð í gegnum skattana, er það engin trygging fyrir að það fáj þjónustu, þegar á þarf að halda. Ég vil ekki rífa niður velferðarkerfið, heldur gera það þannig að það hjálpi þeim, sem mest þurfa á því að halda. Kakan dugir ekki í allt þetta og við þurfum heldur ekki á þessari forsjárhyggju að halda.“ ÁRNI Sigfússon, formaður skólamálaráðs Reykjavíkur, segir að honum lítist vel á að stjórn grunnskóla flytjist undir stjórn sveitarfélaga. Árni kynnti þessa hugmynd á fundi sl. laugardag og Ólafur G. Ein- arsson varpaði fram sömu hug- mynd á fundi í Kópavogi sl. mánudagskvöld. Hann kvaðst telja að breyta þyrfti lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga til að svo mætti verða og ríkið yrði að marka sveitar- félögunum tekjustofna. Kenna- rasambandið hefur lýst sig mót- fallið þessum hugmyndum en útilokar ekki viðræður. „Það er alveg ljóst að það em fjölmörg verkefni sem þarf að skoða til þess að þetta geti orðið að veruleika og því full þörf á því að hefja þá skoðun. Kostirnar við þetta em einkum tveir. Nálægð við þjónustuþega, sveitarfélagið er miklu nær notandanum en rík- ið, það gerir sér betur grein fyrir þörfum sem fylgja þjónustunni. Jafnframt hef ég trú. á því að Reykjavíkurborg hafi sýnt skóla- málum áhuga á þann hátt að það sé full ástæða til að ætla að hún geti fyrr komið fram með nýjung- ar en ríkið, og það er full þörf á því f dag,“ sagði Ámi. Hann sagði að samkvæmt verkaskiptalögunum sæi ríkið um kennsluna og innra skipulag skól- anna, sveitarfélögin sæju um upp- byggingu skólahúsnæðis, búnað og nokkra þætti í rekstrinum. Það þyrfti því að kanna launaþáttinn, þ.e. hvernig kennarar gerast starfsmenn sveitarfélags. „Það kann að vera flókið, talsverð lög- fræðileg flækja sem þyrfti að greiða úr. En allt er hægt ef vilj- inn er fyrir hendi og við höfum 63 menn á þingi til að leysa úr þeim málum,“ sagði Ámi. Hann kvaðst hafa rætt þennan mögu- leika meðal annars sem mótleik yegna hugmynda manna um að taka mætti fé hjá sveitarfélögun- um til að stoppa í þau göt í skóla- kerfínu sem niðurskurður ríkisins hefur orsakað. Þetta hafí ekki verið rætt í borgarstjómarflokki sjálfstæðismanna en hins vegar væri hugmyndin mjög í anda sjálf- stæðisstefnunnar. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, sagði að sambandið hefði á sínum tíma ályktað að ríkið ætti að standa undir öllum kostnaði við skólastarf grannskólanna, fyrst og fremst til að tryggja jafnrétti til náms óháð búsetu. Sveitarfélögin væra misvel í stakk búin að taka við slíku verk- efni, mörgum þeirra væri það um megn. „Ég hefði miklar áhyggjur af því ef skólastarf grunnskólanna yrði fært yfir á sveitarfélögin og vísa til reynslu nágrannaþjóða okkar, þar sem það hefur ekki bætt aðstöðu skólanna nema kannski aðeins í skamman tíma. Við eram tilbúin að ræða og skoða leiðir og möguleika, en þetta er sú meginhugmynd sem við höfum unnið eftir, að grannskólinn og framhaldsskólinn séu ríkisreknir til að tryggja jafnrétti til náms,“ sagði Svanhildur. ora iSMR HILlil Ráðist að kennarastéttinni Laugardaga frá kl. 10—14 sunnudaga frá kl. 13—17 Ú.M. teppi/filtteppi frá kr. 375 m2 Lykkjuteppi, fallegír litir frá kr. 995 mz Ó.M dúkar/gólfdúkar frá kr. 550 mz Ó.M. flísar/keramik veggflísar 15x20 frá kr. 1.180 m2 segir Svanhildur Kaaber, formaður KI GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, for- maður Kennarafélags Reykjavík- ur, segir að misskilnings gæti hjá Ólafi Amarsyni, aðstoðarmanni menntamálaráðherra, varðandi vinnutíma kennara. Svanhildur Kaaber; formaður Kennarasam- bands Islands, sagði ótrúlegt að einn af æðstu embættismönnum menntamálaráðuneytisins skuli ráðast að kennarastéttinni og væna hann um vinnusvik. Guðrún Ebba sagði að kennarar, líkt og allir aðrir opinberir starfs- menn, ynnu átján hundmð stundir á ári. Hluta þess tíma ynnu þeir af sér um veturinn í formi yfirvinnu á dagvinnulaunum sem greidd væm eftir á. Kennsluskylda væri 29 kennslustundir á viku. Vikuleg vinn- uskylda væri 45,45 klukkustundir. Vinnuskylda á starfstíma skóla væru 36 vikur, alls 1.647 klukkustundir. Vinnutími utan starfstíma á sumrin væri 153 klukkustundir, þ.e. undir- búningur kennslu, námskeið, endur- menntun og annað, eða samtals 1.800 klukkustundir. „Við höfum verið tilbúin til viðræðna um leng- ingu skólaársins samfara styttingu vikulegrar kennsluskyldu okkar, en Okkur finnst sorglegt að aðstoðar- maður menntamálaráðherra viti ekki betur, hvernig okkar vinnutími er,“ sagði Guðrún Ebba. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, tók í sama streng. „Það kemur mjög skýrt fram í þessari frétt hversu ókunnugt aðstoðarmanni menntamálaráðherra er um skólastarf í landinu og það harma ég. Hann ber saman tölur um kennslumagn og segir að heildar- kennslumagn í gmnnskólum hafí aukist frá 1960 til 1992. 1960 vom átta árgangar í skóla en 1991 era tíu árgangar í skóla. Hann ber sam- an annars vegar kennslumagn fyrir átta árganga og hins vegar fyrir tíu árganga. Hann tekur sex ára bömin inn, eins og kemur fram, og það sýnir fáfræði hans alveg sérstaklega því kennsla hefur verið greidd fyrir sex ára börn í marga áratugi. Það er 1990, en ekki 1991, sem sex ára börn verða skólaskyld. Svanhildur sagði að svo virtist sem aðstoðar- maður menntamálaráðherra hefði ekki áttað sig á þeim þjóðfélags- breytingum sem hér hefðu orðið á síðustu áratugum þegar hann segði að þeir nemendur sem fái þessa skerðingu núna hefðu fengið mun meiri kennslu þegar þeir úskrifíst úr grannskóla en sömu árgangar fyrir 30 ámm. Hann virtist ekki átta sig á því hvaða kröfur eru gerðar um kennslu og starf í grunnskóla. Nefna mætti alla þá námsþætti sem væm komnir inn í skólastarfið, alla fjölmiðlunina sem hefði mikil áhrif á börn og unglinga og ekki síst hvernig heimilishagir fólks hafi breyst. Skólarnir hafí þurft að taka á sig meira af því uppeldisstarfi sem heimilin höfðu áður. „Mér fínnst ekki eyðandi orðum í það þegar að- stoðarmaður menntamálaráðherra lætur að því liggja að kennarar út- húði menntamálaráðherra og gefi börnum frí til að vera á útifundum. Það er vitaskuld rangt,“ sagði Svan- hildur. „Það sem aðstoðarmaðurinn segir um lengingu skólaársins sýnir um- fram allt annað sem þama kemur fram, fáfræði hans á starfi kennara og ótrúlegt er að einn af æðstu embættismönnum menntamála- ráðuneytisins skuli ráðast þannig að kennarastéttinni og hreinlega væna hannaum vinnusvik," sagði Svan- hildur. SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleöja augað! Kaffivélar, hrœrlvélar, brauðristar, vöfflujárn, strokjárn, handþeytarar, eggjaseyðar, hraðsuðukönnur, áleggshnífar, veggklukkur, vekjaraklukkur, djúpstelkingarpottar o.m.fl. SNIÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.