Morgunblaðið - 13.02.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 13.02.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGÚR 13. FÉBRÚAR 1992 George Bush Bush tilkynn- ir framboð George Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti formlega í gær að hann sæktist eftir endurkjöri í forseta- kosningunum í nóvember. Bush hélt síðan tii New Hampshire þar sem hann mætir hægrimanninum Pat Buchanan í prófkjöri á þriðjudag. Vinsæld- ir forsetans hafa minnkað veru- lega á undanfömum mánuðum vegna efnahagslægðar í landinu og er búist við að barátta hans fyrir endurkjöri verði erfíð. Baker heim- sækir Bakú James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti í gær Bakú, höfuðborg Azerbajdz- hans, og sagði að Bandaríkja- stjóm myndi ekki viðurkenna sjálfstæði sovétlýðveldisins fyrr- verandi og taka upp stjómmála- samband við það nema að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Það myndi ráðast af því hvort Azerar virtu mannréttindi, kæmu á lýðræði og fijálsu mark- aðshagkerfi, gerðu ekki kröfu um landamærabreytingar og hefðu friðsamleg samskipti og samvinnu við önnur fyrrverandi sovétlýðveldi. Viðræður Bakers og azerskra embættismanna snerust einkum um héraðið Nag- omo-Karabak, sem Azerar og Armenar hafa deilt um. fsing olli SAS-slysinu Sænsk rannsóknarnefnd sagði í gær að ísing hefði valdið því að farþegaþota frá SAS-flugfélag- inu brotlenti skömmu eftir flug- tak frá Arlanda-flugvelli við Stokkhólm um jólin. ísing á vængjum hefði að öllum líkind- um borist í hreyfla þotunnar og valdið bilun í þeim. 129 manns voru um borð í þotunni og þykir það ganga kraftaverki næst að þeir skyldu allir hafa bjargast. Skotbardagar í Algeirsborg Skotbardagar brutust út í þrem- ur hverfum í Algeirsborg í gær er hermenn leituðu að bana- mönnum átta lögreglumanna. Hverfin þrjú eru á meðal höfuð- vígja íslmösku hjálpræðisfylk- ingarinnar (FIS) sem náði miklu forskoti í fyrstu ljölflokkakosn- ingunum í Alsír í desember áður en núverandi valdhafar stöðvuðu þær. ísraelar ögra Bush Likud-flokkurinn í Israel sagði í gær að farið yrði með 100.000 innflytjendur um hemumdu svæðin til að sýna þeim húsnæði þótt bandaríska stjórnin hefði skorað á ísraelsk stjórnvöld að hvetja ekki til frekara landnáms þar. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði í gær að stjórn George Bush hefði skýrt ísraelum frá því að hún vildi að þeir hættu við frekara landnám á hemumdu svæðunum í skipt- um fyrir lánaábyrgðir upp á tíu milljarða dala. Bandaríkin: Ósoneyðandi efni Washington. Reuter. GEORGE Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í fyrradag, að öll efni, sem hafa óholl áhrif á ósonlagið um jörðu, verði bönnuð árið 1995, fimm árum fyrr en áður var ákveðið. Skoráði hann á önnur ríki að fara eins að. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, birti nýlega skýrslu þar sem fram kemur, að ósonlagið étist upp hraðar en áður var ætlað, bæði af náttúrulegum orsökum og manna- völdum. Þá hefur einnig verið upp- lýst, að í Bandaríkjunum er herinn ábyrgur fyrir tveimur þriðju þeirra ósoneyðandi efna, sem komast út í andrúmsloftið. Ósonlagið verndar jörðina fyrir útfjólubláum geislum en þeir geta valdið margvíslegum skaða á öllu lífríkinu, meðal annars húðkrabba- meini og augnskemmdum í mönn- um. Hefur verið áætlað, að vegna ósoneyðingarinnar verði húðkrabb- ameinstilfelli í Bandaríkjunum 200.000 fleiri en ella á næstu 50 árum. Það eru aðallega klórflú- orkolefni, sem skaðanum valda, CFC, en þau eru meðal annars not- uð til að hreinsa málm og rafbúnað ýmsan, í úðabrúsum, ísskápum og plastfrauði. Önnur skaðleg efni eru til dæmis halon, sem notað er í slökkvitæki. Samkvæmt Montreal-samkomu- laginu hafa iðnríkin frest til alda- móta að hætta framleiðslu ósoneyð- andi efna og þróunarlöndin fram til 2010. Reuter Nasísk „dauðabók“ Elizabeth Dole, formaður Rauða krossins í Bandaríkjunum, heldur hér á einni af „dauðabókum" nasista, sem nýlega komu í leitimar, en þar erú skráð nöfn hálfrar milljónar manna, sem þeir tóku af lífi. Með bókunum er unnt að staðfesta örlög margra manna, sem flutt- ir voru í útrýmingarbúðir nasista. ■ VÍN - Franz Vranitzky, kanslari Austurríkis, segir að hann hyggist hafa samband við leiðtoga Bandaríkjanna og Rússlands og leggja til að vesturlönd kaupi kjarnorkuvopnabirgðir fyrrver- andi Sovétríkja og eyði þeim. „Það er kominn tími til taka á sig rögg og binda enda á kjarnorkuvit- firringuna," sagði Vranitzky i við- tali við blaðið Neu Kronen Zeitung í Vín. Hann lagði til í síðustu viku að auðug ríki í Vestur-Evrópu keyptu til eyðingar vopn frá fyrr- um Iýðveldum Sovétríkjanna og sameinuðu þannig afvopnun og efnahagsaðstoð. Hann sagðist mundu hafa sam- band við George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Boris Jeltsín, forseta Rússlands, og leita álits þeirra á útfærslu tillögunnar í ein- stökum atriðum. Kasmírsku göngumennirnir: Fyrirliðinn handtekinn Chinari. Reuter. Pakistanskir hermenn handtóku í gær leiðtoga kasmírskra öfga- manna og 100 stuðningsmenn hans eftir átök, sem kostuðu allt að 12 manns lífið. Ætluðu mennimir yfir til Kasmírs í Indlandi til liðs við trúbræður sína, múslíma, sem krefjast sjálfstæðis eða sameiningar við Pakistan. Herinn hefur ekki staðfest, að Amanullah Khan, leiðtogi Frelsis- fylkingar Jammu og Kasmírs, hafi verið handtekinn en það er haft eft- ir talsmönnum hreyfmgarinnar. Her- inn hafði hins vegar lýst yfir, að komið yrði veg fyrir, að göngumenn kæmust til Indlands, með öllum ráð- um. Indveijar og Pakistanar hafa tvisvar háð styijöld um Kasmír en það er indverskt að tveimur þriðju og pakistanskt að einum þriðja. íbú- arnir eru hins vegar flestir múslímar og una illa yfirráðum indversku hindúanna. Er mikill viðbúnaður á landamærum ríkjanna og var óttast, að ryddust pakistanskir öfgamenn yfír landamærin kynni það að valda blóðbaði og hugsanlega átökum milli herja ríkjanna. I fyrradag stöðvuðu hermenn göngu nokkurra þúsunda manna en í gær lagði nokkur hópur aftur upp undir forystu Amanullahs. Skarst þá herinn í leikinn og skaut á fólkið með þeim afleiðingum, að 12 manns féllu. Nawaz Sharif, innanríkisráð- herra Pakistans, sagði í gær, að hann harmaði mannfallið en kvað ekki koma til greina að leyfa Aman- ullah að leiða saklaust fólk út í op- inn dauðann. Nýtt GATT-samkomulag veltur á „græna kassanum“ Genf, Reuter og The Economist. Góðu fréttirnar eru að hinn 13. janúar síðastliðinn samþykktu öll 108 aðildarríki GATT 436 blaðsíðna grundvöll að nýju samkom- ulagi um verslun og tolla. Ætlun þeirra er að ganga endanlega frá samkomulaginu fyrir 15. apríl næstkomandi. Gildistaka er miðuð við janúar 1993. Slæmu fréttirnar eru vafasöm túlkun og andstaða Evrópubandalagsins við þann hluta samkomulagsins sem fjallar um styrki til landbúnaðar. Frá mótmælum bænda í Þýskalandi. Á spjaldinu stendur: „Bráð- um þurfa menn á söfn vilji þeir sjá bændur.“ Þessi nýi samkomulagsgrund- völlur er að mestu leyti árangur fímm ára samningaviðræðna. Um styrki til landbúnaðar náðist hins vegar ekki samkomulag og því varð framkvæmdastjóri GATT, Arthur Dunkel, að leggja fram málamiðlunartillögur. Þar er Iýst þeim skrefum sem aðildarríki verða að stíga fyrir 1999. Um framhaldið yrði síðan samið þegar þar að kemur. í fyrsta lagi verða aðildarríki að minnka framleiðslustyrki tii bænda um 20%. Undir þetta ákvæði falla öll opinber framlög sem tengjast framleiðslumagni á einn eða annan hátt. í öðru lagi ber aðildarríkjum að afnema ýmiskonar innflutn- ingshömlur. Þess í stað geta ríkin lagt hlutfallslega og fastákveðna tolla á umræddar landbúnaðaraf- urðir. Innflutningstollar eiga jafn- framt að lækka um 36% á tímabil- inu. I löndum Evrópubandalagsins er óheimilt að selja innfluttar land- búnaðarafurðir undir viðmiðunar- verði bandalagsins. Sé inn- flutningsverðið lægra er það ein- faldlega hækkað upp með breyti- legu gjaldi. í þriðja lagi skuldbinda aðild- arríki sig til að minnka útflutn- ingsstyrki um 24% og útgjöld vegna undirboða um 36%. 1 síðara tilvikinu kaupir hið opinbera vörur á heimamarkaði og selur þær síð- an fyrir lægra verð á erlendum mörkuðum. Sérfræðingar hafa bent á að undarlegt misræmi á milli fyrsta og þriðja ákvæðis draganna geri endanlega út af við núverandi sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópubandalagsins (CAP). Evr- ópubandalagið tryggir bændum ákveðið verð fyrir hveija afurð og skiptir þá engu máli hversu mikil framleiðslan er. Þetta kerfi hefur leitt af sér gífurlega mikla og dýra offramleiðslu. Nú þegar eru meira en tvær milljónir tonna af kjöti og mjólkurafurðum í frystig- eymslum Evrópubandalagsins. Framleiðslustyrkir verða áfram svo háir að þörfin fyrir út- flutningsstyrki minnkar ekki í samræmi við boðaðan niðurskurð þriðja ákvæðis. Eigi að koma í veg fyrir stóraukna birgðasöfnun verður bandalagið að brúa bilið með framleiðslukvótum. Ray MacSharry, framkvæmda- stjóri landbúnaðarmála Evrópu- bandalagsins, berst nú harðri bar- áttu fyrir endurskoðun landbún- aðarstefnu bandalagsins. MacS- harry leggur einmitt til að dregið verði úr framleiðslu með kvótum. En á móti yrði bændum að ein- hveiju leyti bætt skerðingin með beinum greiðslum. í svokölluðum „grænum kassa“ Arthurs Dunkels eru landbúnað- arstyrkir sem ekki hafa áhrif á framleiðslu og verðákvarðanir. Slíkar greiðslur raska ekki verslun með búvörur og falla þar af leið- andi ekki undir áðurnefnd ákvæði um niðurskurð styrkja. Öðru fremur snýst deilan um það hvort fyrirhugaðir styrkir til evrópskra bænda komist í „græna kassann". Dunkel gerir þá ein- földu kröfu að greiðsla sé algjör- lega óháð framleiðslu. Styrkir til evrópskra kornframleiðenda yrðu hins vegar miðaðir við stærð þess lands sem korni er sáð í hveiju sinni. Ray MacSharry hefur lýst því yfír að verði túlkun „græna kass- ans“ ekki breytt, þannig að hann rúmi þessar greiðslur, geti Evr- ópubandalagið hvorki endurskoð- að landbúnaðarstefnu sína né skorið niður styrki í samræmi við drög Dunkels. í Bandaríkjunum leggja menn tillögur MacSharry að jöfnu við styrki tii þarlendra kornframleið- enda sem fá greitt fyrir hvert tonn af uppskeru. Bandaríkjamenn hafa þegar fallist á að minnka þær greiðslur og nú finnst þeim röðin vera komin að Evrópubandalag- inu. Mörg aðildarríki GATT eru reiðubúin að falla frá grundvall- arkröfum ef það má verða til þess að samkomulag náist. En fái Evr- ópubandalagið því framgengt að samkomulagsdrögin verði endur- skoðuð má fastlega búast við því að önnur ríki geri slíkt hið sama. Þar með yrði þessi viðkvæma málamiðlun nánast úr sögunni og árangurinn af fimm ára starfi ef til vill minni en enginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.